Unfold Hold’em póker

Unfold Hold’em er svipaður hinum gríðarvinsæla leik Texas Hold’em, en með aukalegum síðupotti sem spilarar sem pakka (e. fold) fyrir floppið keppa um.

Leikurinn er í boði í peningaleiksútgáfu og í Unfold Hold’em færðu annað tækifæri til að vinna í hverri hönd – jafnvel þó þú hafir ekki fengið gefin góð spil! Allir pókerspilarar þekkja svekkelsið sem fylgir því að pakka spilum sem hefðu kannski floppað sterkustu höndinni (e. the nuts). Núna, með Unfold Hold’em, þarftu aldrei aftur að láta þér líða illa yfir því.

Ef þú hefur spilað Texas Hold’em áður, eða séð hann í sjónvarpinu, er auðvelt að átta sig á reglunum í Unfold Hold’em. Smelltu hér til að lesa reglurnar í Texas Hold’em.

Reglur í Unfold Hold’em

Í upphafi hverrar handar greiðir hver spilari Unfold forfé (e. ante). Þetta forfé myndar Unfold-pottinn.

Hendurnar eru svo spilaðar út samkvæmt hefðbundnum reglum í Texas Hold’em. Hins vegar fá allir spilarar sem pökkuðu fyrir floppið tækifæri til að „afpakka“ (Unfold) eftir að floppið hefur verið gefið. Til að gera það verða þeir að greiða Unfold-boðið, sem er summan af Unfold-pottinum. Valmöguleikinn að greiða þetta Unfold-boð er gert samhliða – allir spilarar sem eiga rétt á því ákveða á sama tíma hvort þeir spili um Unfold-pottinn og þeir sem gera það eru greinilega merktir eftir að ákvörðunartímabilinu lýkur.

Spilarar sem greiða Unfold-boðið geta ekki lagt út fleiri boð (e. bet) eftir þetta. Afgangur handarinnar er spilaður á milli þeirra spilara sem spila um aðalpottinn á meðan spilararnir í keppni um Unfold-pottinn fylgjast með. Unfold-potturinn er veittur þeim spilara sem afpakkaði með sterkustu fimm spila pókerhöndinni eftir að búið er að gefa í fljótið (e. river).

Ef aðalpotturinn vinnst áður en búið er að gefa allt í borðið verða öll sameignarspilin (e. community cards) sem eftir eru gefin í borðið til að hægt sé að sjá hver vinnur Unfold-pottinn.

Athugaðu: að lágmarki fjórir spilarar verða að fá gefin spil í hönd til að Unfold-forféð sé innheimt.

Unfold Hold’em er spilaður sem leikur án takmarks (e. No Limit).

Unfold-forfé skilað

Í eftirfarandi tilvikum verður Unfold-forfénu skilað til allra spilara:

  • aðalpotturinn ræðst fyrir floppið (e. pre-flop)
  • færri en tveir spilarar pakka fyrir floppið
  • engir spilarar velja Unfold

Hvernig fæ ég mér sæti í Unfold Hold’em-leik?

Til að byrja að spila Unfold Hold’em þarftu bara að velja þér leik og bitastærð (e. stake) og hugbúnaðurinn finnur sæti handa þér. Ef ekkert sæti er laust á þeirri stundu ferðu á biðlista.

Það gæti verið lágmarksfjöldi handa sem þú þarft að spila áður en þú getur setið hjá (e. sit out) eða farið án þess að fá tímavíti. Tímavíti safnast upp og hafa sjaldnast áhrif á flesta spilara. Þau eru til staðar til þess að draga úr þeirri hegðun spilara að reyna velja sér sæti með því að vera stöðugt að byrja í leik og fara úr honum á fjölmörgum borðum.

Fleiri pókerleikir

Við erum með fjölmargar aðrar óvæntar uppákomur í vændum fyrir peningaleiksspilara (e. cash games) í ár og því skaltu muna eftir að skrá þig inn reglulega til að sjá hvað er nýtt!

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.