Tryggðu þér sæti í PokerStars Players NL Hold'em Championship

Í janúar 2019 koma spilarar á öllum stigum saman í því sem gæti orðið stærsta, peningamesta og eftirminnilegasta lifandi pókermót allra tíma með $25.000 innkaupum – PokerStars Players NL Hold'em Championship (PSPC)!

Þetta megamót verður haldið á Bahamaeyjum dagana 6.-10. janúar 2019 og er styrkt af PokerStars. Á meðan 2018 stendur yfir verða fleiri en 300 Platinum Pass-pakkar inn í viðburðinn á Bahamaeyjum veittir ókeypis, sem þýðir verðlaunapott upp á $8.000.000 að lágmarki. Það er meira að segja viðbætt $1.000.000 fyrir sigurvegarann.

Svona vinnurðu PSPC-pakka

Ertu til í að skipa þér sess í pókersögunni? Platinum Pass-pakkar eru í boði í netmótaröð PokerStars, í gegnum sérstök tilboð, eða í viðburðum PokerStars Live og hver þeirra er stútfullur af $30.000 í verðlaun, þar á meðal:

 • $25.000 aðgangur í PSPC viðburðinn
 • Gisting í sex nætur á Atlantis Resort, Nassau, á Bahamaeyjum
 • $2.000 fyrir útgjöldum vegna ferðalaga og til að nota á staðnum

Kíktu á síðu PokerStars Players NL Hold'em Championship til að fá nánari upplýsingar.

Verðlaun með Stars Rewards

Þú gætir unnið Platinum Pass-pakka í PSPC 2019 í mánaðarlegum gjafaleikjum Stars Rewards.

Í hverjum mánuði er einn Platinum Pass-pakki veittur í verðlaun í gegnum sérstakt frímót. Til að tryggja þér sæti í PSPC Stars Rewards Freeroll Giveaway þarftu fyrst að vinna Stars Rewards PSPC Sit & Go.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar, eða kíktu á síðuna Stars Rewards til að sjá hvernig þú getur spilað þig upp í kistu í öllum vörunum okkar.

Verðlaun með daglegum mótum

Einn Platinum Pass-pakki verður veittur í hverjum mánuði í gegnum sérstök All-in Shootout sem eru haldin fyrir alla sem spila í völdum daglegum mótum.

Eftirfarandi dagleg mót eru gild:

 • Hot $16,50 – haldið daglega kl. 07:15 ET 
 • Big $22 – haldið daglega kl. 13:00 ET 
 • Bounty Builder $55 – haldið daglega kl. 17:30 ET

Þú getur unnið þér inn aðgang í All-in Shootout með því að spila í einhverjum þessara viðburða.

All-in Shootout fyrir dagleg mót (PSPC Selected Daily Tournaments All-in Shootout Giveaway) verða haldin fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET.

Verðlaun með sunnudagsmótum

Sunnudagsmót PokerStars eru stærstu mótin í póker á netinu og með því að komast bara í peningasæti í völdum mótum gætirðu unnið Platinum Pass-pakka. Einn pakki verður í boði í hverjum mánuði í All-in Shootout.

Gild sunnudagsmót eru eftirfarandi:

 • Sunday Marathon
  $55 innkaup, sunnudaga kl. 9:30 ET
 • Double Deuce
  $22 innkaup, sunnudaga kl. 12:22 ET
 • Sunday Storm
  $11 innkaup, sunnudaga kl. 14:00 ET
 • Sunday Stack
  $55 innkaup, sunnudaga kl. 16:45 ET

Þú getur unnið þér inn aðgang í All-in Shootout með því að komast í peningasæti í einhverjum þessara viðburða.

All-in Shootout (PSPC Sunday Cashers All-in Shootout Giveaway) verða haldin fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET.

Verðlaun með undanmótum PokerStars Live

Við höldum líka All-in Shootout fyrir alla sem taka þátt í beinu undanmóti (e. direct qualifier) PokerStars Live 2018. Smelltu hér til að sjá hvaða undanmót eru í gangi hjá okkur núna.

Spilaðu í beinum undanmótum árið 2018 til að taka þátt og gá hvort þú getir unnið Platinum Pass-pakkann sem er í boði.

All-in Shootout fyrir undanmót lifandi viðburða (PSPC Live Events All-in Shootout Giveaway) verða haldin fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET.

Fyrir allar nýjustu fréttirnar af PokerStars Players NL Hold'em Championship skaltu passa að kíkja á opinberu síðuna. Það koma fleiri spennandi tilboð tengd PSPC handa þér – ekki missa af þeim!

Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar og skilyrði („skilmálar og skilyrði“) gilda um hvernig Platinum-passar („passar“) eru veittir og sóttir og er aðeins hægt að nota í PokerStars Players No Limit Hold’em Championship („Championship“) og hægt er að vinna í völdum kynningaratburðum PokerStars („PS-kynning“) á netinu. Fjöldi passa sem er hægt að veita í tengslum við hvaða PS-kynningu sem er verður þá tilkynntur.

Upplýsingar um pakka

 1. Í samræmi við ákvæði 4 hér á eftir, gefur passi viðtakanda rétt á fullum kynningarpakka í lifandi viðburð (e. full promotional live event package - „pakkinn“) sem inniheldur:
  1. $25.000 innkaup í Championship-mótið á Atlantis Resort á Bahamaeyjum („mótsstaðurinn“) sem fer fram 6.-10. janúar 2019;
  2. Standard gistingu í sex nætur (fyrir 2 aðila) á mótsstaðnum (innritun 5. janúar, brottför 11. janúar 2019);
  3. Ferðir til og frá flugvelli í Nassau á og af mótsstað; og
  4. $2.000 fyrir útgjöldum sem fást greiddir út við komu á mótsstað.
 1. Það er hluti af skilyrðum þessarar kynningar að:
  1. Viðtakandi pakkans verður að vera staðsettur á mótsstað í janúar 2019 á tilteknum dagsetningum Championship-mótsins;
  2. Þeir sem vinna passa verða að senda inn skýrt skrifaða staðfestingu á að þeir ætli að vera viðstaddir Championship-mótið með tölvupósti fyrir tiltekna dagsetningu sem fer eftir því hvenær þeir unnu passann sinn. Staðfestingardagar eru eftirtaldir;
   1. Þeir sem vinna passa milli 1. janúar og 30. júní 2018: Staðfesting þarf að vera móttekin ekki síðar en 1. ágúst 2018.
   2. Þeir sem vinna passa milli 30. júní og 1. október: Staðfesting þarf að vera móttekin ekki síðar en 1. desember 2018.
   3. Passar sem eru veittir í viðburðum PSLive eftir 1. desember 2018 fá sérstaka dagsetningu uppgefna þá og þegar fyrir hvenær staðfesting þarf að hafa borist.

Svona vinnurðu passa

 1. Sigurvegarar aðalviðburða (e. Main Event) valinna mótaraða (e. selected series) og tilboða fá veitta Platinum Pass-pakka. Kynntu þér vinsamlegast síðuna okkar fyrir sértilboð til að sjá hvaða völdu mótaraðir og tilboð falla undir þetta.
 2. Allir þáttakendur í völdum mótaröðum (nema sigurvegarar aðalviðburða sem eru nefndir hér fyrir ofan) munu fá tækifæri til að taka þátt í All-in Shootout daginn eftir síðasta dag mótaraðarinnar kl. 15:00 ET til að eiga möguleika á að vinna 1x pakka.
 3. Mánaðarlegt All-in Shootout sem veitir 1 x pakka verður haldið fyrir alla spilara sem skrá sig í eitthvað af sérvöldu daglegu mótunum.
  Sérvöldu daglegu mótin eru eins og hér segir:
  1. Hot $16,50 – haldið daglega kl. 07:15 ET
  2. Big $22 – haldið daglega kl. 13:00 ET
  3. Bounty Builder $55 – haldið daglega kl. 17:30 ET

Mánaðarlega All-in Shootout-mótið sem er tengt sérvöldu mótunum fer fram fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET, „PSPC Selected Daily Tournaments All-in Shootout Giveaway“ og spilarar fá miðann sinn lagðan inn á sig

 1. Þeir sem enda í peningasætum í eftirfarandi sunnudagsmótum taka þátt í mánaðarlegu All-in Shootout sem veitir 1x pakka:
  1. Sunday Marathon
  2. Double Deuce
  3. Sunday Storm
  4. Sunday Stack

Mánaðarlega All-in Shootout-mótið verður fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET - „PSPC Sunday Cashers All-in Shootout Giveaway“.

 1. Sérstakar kynningar yfir árið gefa passa til viðbótar, munu fá tilkynningu um það.
 2. Allir sem taka þátt í beinum undanmótum (e. direct qualifiers) í viðburði PokerStars Live fá boð um að taka þátt í mánaðarlegu All-in Shootout sem kallast „PSPC Live Events All-in Shootout Giveaway“ þar sem 1 x passi verður veittur. Mánaðarlega All-in Shootout-mótið verður fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15:00 ET.
 3. Stars Rewards veitir spilurum passa á árinu 2018 í sérstökum kynningum sem hefjast 5. janúar 2018.
 4. Mánaðarlegu All-in Shootout-mótin verða í gangi til og með október 2018. Það verða að hámarki 10 mánaðarleg All-in Shootout af hverri tegund.

Takmarkanir

 1. Ekki er heimilt að fá marga pakka í tengslum við þessa kynningu. Einstaklingi verður ekki heimilt að taka á móti fleiri en einum pakka undir neinum kringumstæðum og eftirfarandi reglur skulu gilda:
  1. Vinningshafar Platinum Pass – Ef spilari sem hefur þegar unnið pakka vinnur mót sem veitir pakka fyrir fyrsta sætið afhendist hann þeim sem endar í 2. sæti og svo framvegis þar til spilari er fundinn sem hefur ekki þegar fengið pakka.
  2. Gripið verður til allra tiltækra leiða til að tryggja að enginn fái að vinna önnur verðlaun.
  3. Ef spilari fær óvart veittan annan pakka á einhvern hátt fellur sá pakki samstundis niður um leið og það kemst upp og spilarinn fær ekki neinar bætur fyrir seinni pakkann.
 1. Starfsfólki Stars Group og nánustu ættingjum þeirra er óheimilt að taka þátt í þessari kynningu.
 2. Útilokaðir /bannaðir spilarar – Sérhverjum spilara sem hefur verið meinuð þátttaka í viðburðum styrktum af PSLive 5. janúar 2019 missa rétt sinn á pakkanum og munu ekki fá neinar bætur í stað pakkans.

Skilyrði kynningarinnar

 1. Allir sem vinna passa þurfa að klára að ganga frá skráningu og fylla út eyðublað fyrir samþykki á þeim tíma sem ganga skal frá vali. Ef því er ekki framfylgt er þér vísað frá þátttöku í kynningunni.
 2. Til að taka af allan vafa er passinn, ásamt tilheyrandi pakka, óendurgreiðanlegur og hann er ekki hægt að millifæra á nokkurn hátt. Ef það gerist að sá sem hefur unnið passa staðfestir ekki viðveru sína fyrir tiltekna dagsetningu sem er lýst hér að ofan eða ef hann getur ekki verið viðstaddur Championship-mótið af hvaða ástæðu sem er, fellur hann frá allri heildarupphæð pakkans og fær engar bætur eða greiðslur af neinu tagi í staðinn. PokerStars áskilur sér réttinn til að veita eða dreifa öllum ónotuðum pökkum eða sem fallið hefur verið frá á hvaða hátt sem það telur bestan.
 3. Ferðatilhögun (þar á meðal öflun hvers kyns viðeigandi vegabréfsáritana) ásamt kostnaði við að komast til Bahamaeyja fyrir tilteknar dagsetningar sem er lýst í ákvæði 1 hér að framan, er að öllu á ábyrgð þess sem á passann. Takist ekki að tryggja rétt ferðaskjöl til að komast í Championship-mótið orsakar það að allur pakkinn fellur úr gildi.
 4. Hótelgistingu sem er veitt sem hluti af pakkanum er ekki hægt að millifæra og ekki er hægt að breyta innritunardagsetningum eða brottfarartímum nema viðtakandi pakkans kaupi viðbótarnætur á sinn eigin kostnað.
 5. Sigurvegarar bera sjálfir ábyrgð á að greiða hvaða skatta, leyfi, skráningar eða önnur gjöld sem tengjast pakkaverðlaunum sem veitt er viðtöku.
 6. Allir spilarar sem spila á www.pokerstars.cz eiga ekki rétt á að vinna Platinum Pass og/eða pakka vegna staðartakmarkana sem banna vinninga sem eru ekki í peningum. Ef Platinum Pass og/eða pakki vinnst af spilara á PokerStars.cz verður sá passi eða pakki gerður aðgengilegur næsta spilara í röðinni sem á rétt á honum í þeirri PS-kynningu.
 7. PokerStars og PokerStars Live áskilja sér fullan rétt á að breyta eða laga til alla þætti kynninga Championship-mótsins eða passakynninga á hvaða tíma sem er.

Smelltu hér til að kynna þér almenna kynningarskilmála PokerStars.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um PokerStars NL Hold‘em Championship og hvernig þú tryggir þér sæti, skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Símagjaldkeri

Chip Stack

Fjármagnaðu reikninginn þinn á PokerStars beint úr Android eða iOS tækinu þínu með Símagjaldkeranum. Það gerir þér auðveldara að spila póker í Mobile appinu en nokkru sinni!

Bónus fyrir fyrsta innlegg

First Deposit Bonus

Allir spilarar sem eru að leggja inn í fyrsta sinn eiga möguleika á að fá 100% bónus upp að $600.

Sunday Million

Sunday Million

Sunday Million er stærsta vikulega pókermót heims á netinu, $1.000.000 er tryggð í pottinn.