Saga og hápunktar MicroMillions

MicroMillions var fyrst spilað í mars 2012 og síðan þá hefur hátíðin vaxið í að verða virtasta mótaröðin fyrir lágar upphæðir í póker.

MicroMillions 13

Enn og aftur var $1.000.000 tryggingin í $22 aðalviðburðinum sprengd, með yfir $1.700.000 í verðlaunafé sem fleiri en 85.000 spilarar kepptu um. Eftir fimm manna samkomulag var það Hollendingurinn ElCheikhh sem stóð efstur á verðlaunapallinum og bætti $95.829 við innistæðuna sína, en allir fimm spilararnir sem áttu aðild að samkomulaginu fengu yfir $70.000 (þar á meðal ríflega $99.000 sem fóru til Grikkjans korasidas77). Meðal annarra sigurvegara í mótaröðinni voru Rohlik2 frá Tékklandi, sem vann $10.322 í $5,50 Progressive KO viðburðinum og Zapodlist frá Úkraínu, sem breytti innkaupum upp á $0,11 í $1.465 fyrstu verðlaun!

MicroMillions 12

Útgáfa 12 af pókermótaröðinni í smáu upphæðunum með háu útborgununum bauð upp á frábær tilþrif frá spilurum í Rússlandi og Brasilíu þegar þessi tvö lönd enduðu efst í stöðutöflum fyrir heildarupphæð útborgaðra vinninga, fjölda þátttakenda, peningasæta í mótum og lokaborðum. Í $22 aðalviðburðinum voru hvorki fleiri né færri en 65.232 þátttakendur sem lögðu út fyrir heildarverðlaunapotti upp á $1.304.640. Eftir fjögurra manna samkomulag var það Finninn JiiJay sem endaði sem sigurvegari og fékk hann $82.173, þegar allir fjórir spilararnir fengu yfir $70.000. Í MicroMillions 12 sáum við einnig fjölda spilara skipta með sér aukalegum $1.000 fyrir að ná í peningasæti flesta daga í röð, sem hluta af keppninni um þraukarann, Last Man Standing.

MicroMillions 11

Spilarar frá Rússlandi létu enn og aftur finna fyrir sér í virtustu mótaröðinni í smáu bitunum í póker, þar sem þér réðu lögum og lofum í stöðutöflunni (e. Tournament Leader Board) og komust á 138 lokaborð á meðan hátíðin stóð yfir og unnu samtals ríflega $777.000 í verðlaunafé. Það var hinsvegar spilari frá Kanada sem stóð uppi sem sigurvegari í MicroMillions 11, Nolet20, sem endaði efstur 55.524 spilara og vann $89.854.68 í $22 Aðalviðburðinum (e. Main Event). Keppnina um Player of the Series titilinn vann svo aftur spilari frá Úkraínu, þegar malikualutsk endaði efstur meðal jafningja eftir að hafa náð í peningasæti í heilum 43 mótum og vann hann ókeypis miða í Sunday Million í sex mánuði.

MicroMillions 10

Tíunda útgáfan af auðugustu mótaröðinni í póker á netinu á lágu upphæðunum var enn og aftur í hershöndum spilara frá Rússlandi. Milljónir dala skiptust á milli spilara um allan heim, en það var Rússland sem hreppti stærsta hluta kökunnar þegar spilarar þaðan fengu ríflega $800.000 í verðlaun með hvorki fleiri né færri en 25.805 peningasætum í mótum. $22 aðalviðburðurinn (e. Main Event) spilaðist til loka á rétt rúmlega 12 klukkustundum og var það BgsaPnaples sem þraukaði lengst 59.648 spilara og fékk fyrstu verðlaun upp á $110.743. Baráttuna um titilinn Player of the Series vann svo hinn úkraínski PsychoPol, sem hafði forystu lengst af mótaraðarinnar, hafandi tekið þátt í öllum nema einu mótanna sem voru í boði.

MicroMillions 9

$7.391.248 voru í verðlaun í 100 MicroMillions 9 viðburðum þegar þúsundir spilara mættu enn og aftur til að taka þátt í auðugustu mótaröðinni í smábitapóker. Hæstu verðlaunin í 11-daga meistaramótinu féllu í skaut Þjóðverjans makarios007, sem vann $92.899 í $1M tryggðum aðalviðburði (e. Main Event - sem endurspeglar þriggja manna samkomulag á lokaborðinu). Hinn úkraínski S.FILTH kláraði svo keppnina um titilinn Player of the Series stöðutöfluna með stæl, en þrátt fyrir eftirtektarverða frammistöðu spilara frá Úkraínu og Þýskalandi voru það Rússar sem réðu lögum og lofum almennt þegar þeirra fulltrúar unnu samtals 13 ólíka viðburði og yfir $800.000.

MicroMillions 8

Áttunda útgáfan af auðugustu mótaröðinni í póker fyrir lágu upphæðirnar fór fram með fjölmörgum keppendum, risastórum peningasætum og ótrúlegum verðlaunapottum. Samtals voru $7.817.621 í verðlaun í 100 MicroMillions 8 viðburðum. Í hinum tröllvaxna aðalviðburði (e. Main Event) einum lögðu 57.886 spilarar út fyrir verðlaunapotti upp á $1.157.720 og það var Ungverjinn 69FABIAN69 sem tróð $100.668 í veskið fyrir sigurinn, eftir heads-up einvígi við RoxyDeluxe. Það var líka hart barist um Player of the Series titilinn og var það Inyzh sem vann Servej fyrir rest í baráttunni um titilinn og sex mánaða skammt af ókeypis miðum í Sunday Million.

MicroMillions 7

Fyrsta MicroMillions mótaröðin 2014 bauð upp á milljónir dala í verðlaunafé sem þúsundir spilara skiptu á milli sín. Aðalviðburðinn vann Bretinn RainmanRJA, sem fékk titilinn fyrir að enda efstur 63.236 spilara um allan heim. Sigurlaunin hans voru svo $78.802 (upphæð sem endurspeglar tveggja manna samkomulag við lokaborðið). Rússinn olimpiad980 fékk $69.480 fyrir að enda annar (sem hluta af tveggja manna samkomulaginu).

MicroMillions 6

Síðasta útgáfan af MicroMillions mótaröðinni 2013 sló í gegn, þar sem þúsundir spilara um allan heim kepptu í 100 viðburðum um ríflega $8.000.000 í verðlaunafé. Aðalviðburðurinn (e. Main Event) dró að sér heila 65.397 spilara, þar sem TheManM var krýndur meistari og fékk hann útborgaða heila $126.000 (sem endurspeglar þriggja-manna samkomulag á lokaborðinu). Í öðrum fréttum hlaut svo quixote123 frá Danmörku titilinn Player of the Series, eða Spilari mótaraðarinnar.

MicroMillions 5

Fimmta útgáfan af stærstu pókermótaröðinni í smábitunum gaf af sér heilar $7.982.820 í verðlaunafé og það var stygher sem stal fyrirsögnunum þegar hann vann $160.726 í aðalviðburðinum (e. Main Event). Litháinn tók stærsta hlutann af $1.184.260 verðlaunapottinum og heiðurinn sem því fylgdi í enn einni 100-viðburða dagskránni sem var troðfull af hasar. Samtals tók 1.295.761 spilari þátt í MicroMillions 5, en í aðalviðburðinum (e. Main Event) tóku heilir 59.213 spilarar þátt og í opnunarviðburðinum einum spiluðu yfir 60.000 spilarar.

MicroMillions 4

Metfjöldi spilara upp á 1.572.760 tók þátt í 100 viðburðum, svo MicroMillions 4 var opinberlega vinsælasta netmótaröð sem sást hafði í pókerheiminum. Samtals voru $9.588.892,60 í verðlaun - hækkun upp á meira en $1.000.000 frá MicroMillions 3 - og stærsti hluti verðlaunapottsins í mótaröðinni féll í skaut Ges26 frá Hvíta-Rússlandi en sigur hans í aðalviðburðinum (e. Main Event) tryggði honum $140.468,56 (eftir fimm manna samkomulag). Enn og aftur var hart barist um titilinn Player of the Series og það var úrúgvæinn ESTRATEGA 18 sem var að lokum krýndur sigurvegari eftir góðan endasprett sem tryggði honum meistarabikarinn og $5.200 SCOOP 2013 miða fyrir frammistöðuna.

MicroMillions 3

Í nóvember 2012 mættu þúsundir smábitaharkara, ný andlit og liðsmenn Team PokerStars Pro til að taka þátt í 100 MicroMillions viðburðum, þar sem verðlaunin voru ríflega $8.000.000 yfir 11 daga af ómissandi mótum. Rússinn axel397 var helsti sigurvegari hátíðarinnar og fékk hann $140.062,92 í verðlaun eftir að hafa endað efstur 61.072 spilara í $22 Aðalviðburðinum (e. Main Event). En þó axel397 hafi stolið fyrirsögnunum í lokin var ein fræknasta sagan frá MicroMillions 3 frammistaða Team PokerStars Pro spilarans Marcin "Goral" Horecki, sem bætti öðrum Player of the Series titli við ferilskrána þegar hann endurtók afrek sitt úr MicroMillions 1 og vann sér inn ókeypis PokerStars Caribbean Adventure (PCA) 2013 Main Event pakka.

MicroMillions 2

Júlí 2012 útgáfan af MicroMillions gaf af sér ríflega $5.000.000 í verðlaunafé yfir 11 ómissandi daga af smábitahasar, þar sem þúsundir spilarar hrifsuðu til sín sinn hlut af þeim risastóru tryggingum sem voru í boði. Trúirðu okkur ekki? Í aðalviðburðinum (e. Main Event) einum lögðu 65.053 spilarar fram $22 innkaup til að reyna við verðlaunapottinn sem var $1.302.260. En það var Argentínumaðurinn SoyDelGlobo sem endaði efstur og fékk hann $157.218,68 fyrir ómakið og skaust hann í leiðinni í efsta sæti á listanum yfir þá sem hafa unnið mestan peninga allra í MicroMillions. Í keppninni um titilinn Player of the Series, Spilari mótaraðarinnar, var það hinn brasilíski fabio_bruxo sem fékk MicroMillions bikarinn og PCA Main Event 2013 pakka, eftir að hafa náð yfirhöndinni á kekec24 í lokin, sem endaði þá annar.

MicroMillions 1

Fyrsta MicroMillions hátíðin fór fram í mars 2012 og bauð upp á 100 viðburði, með $5.000.000 í verðlaun yfir alla mótaröðina. 54.065 spilarar tóku þátt í $22 aðalviðburðinum (e. Main Event) og mynduðu verðlaunapott upp á $1.081.300. Tékkinn Zabaleta1 sigraði og fékk $140.000 eftir þriggja-manna samkomulag á lokaborðinu. Einnig sannaði Team PokerStars Pro liðsmaðurinn Marcin Horecki að hann gæti líka bitist um smábitana eins og hæstu mótaverðlaunin í póker þegar hann vann í fyrstu keppninni um titilinn Player of the Series í MicroMillions og fékk PCA 2013 pakka í verðlaun. Mercin spilaði í 89 af þeim 100 viðburðum sem voru í boði og náði 34 sinnum í peningasæti og hann þurfti á öllu þessu verðlaunafé að halda því GMalex89, sem endaði í öðru sæti, var aðeins 10 stigum á eftir honum.

Aftur á aðalsíðu MicroMillions.

Bónus fyrir fyrsta innlegg

First Deposit Bonus

Allir spilarar sem eru að leggja inn í fyrsta sinn eiga möguleika á að fá 100% bónus upp að $600.

Daily Bigs

Daily Bigs

PokerStars heldur mót með risastórum tryggðum pottum sem eru í gangi á hverjum degi. Reyndu að sigra í Daily Bigs!

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.