Reglur um að sitja hjá (e. Sitting Out)

Hvað er að sitja hjá og hvernig virkar það?

Með því að sitja hjá þegar þú spilar pókerleiki færðu frelsi til að taka þér hlé þegar þér hentar, án þess að þú þurfir að missa frá þér spilapeninga á meðan. Það má eiginlega líta svo á að spilari sem situr hjá að hann pakki (e. fold) hverri hönd. Þetta er fullkomlega lögleg spilaaðferð, og það er á valdi hvers og eins spilara að finna spilaaðferðina sem hann telur að henti best. Það er engin regla, af augljósum ástæðum, sem bannar að einhver pakki öllum höndum. Þess vegna eru spilarar sem kjósa að sitja hjá ekki að brjóta neinar reglur, og því verða engar aðgerðir teknar gegn þeim vegna þessa.

Möguleikinn að sitja hjá er í boði í öllum leikjunum okkar með einum smelli, og hér að neðan ræðum við hvernig þetta virkar í hringleikjum (e. ring games) og mótum.

Setið hjá í hringleikjum (e. Ring Games)

Þegar þú spilar hringleiki geturðu alltaf smellt á Leave table (yfirgefa borð) hnappinn og tekið spilapeningana með þér úr leiknum. Þetta er af því að hver hönd í hringleik er sjálfstæður viðburður, sem þýðir að leikurinn og spilapeningastafli mótspilaranna verður ekki fyrir neinum beinum áhrifum ef þú ákveður að þú vilt ekki spila lengur. Þú getur líka valið "sit out next hand" (sitja hjá í næstu hönd) hnappinn, þar sem þú átt möguleika á að koma aftur inn í leikinn þegar þú ert tilbúinn. Spilapeningastaflinn þinn verður ekki fyrir neinum áhrifum af þessu, en þú gætir þurft að pósta úr stóra-blind (e. big blind) næst þegar þú snýrð aftur í leikinn. Ef þú situr samt of lengi hjá í hringleik, þá áttu samt á hættu að við úthlutum sætinu þínu til annars spilara.

Setið hjá í mótum.

Mót eru öðruvísi en hringleikir að því leiti að fyrir hver innkaup (e. buy-in) sem spilari kaupir þá fær hann svokallaðan byrjunarstafla af spilapeningum. Þessir spilapeningar koma ekki af reikningi spilarans og eru ekki jafngildi innkaupsupphæðarinnar, heldur eru þeir hluti af heildaruppbyggingu mótsins og notaðir til þess að mæla hver er að vinna, tapa eða þegar úr leik. Almennt, um leið og mót byrjar, þá lýkur því aðeins þegar einn spilari hefur unnið alla spilapeningana.

Af sömu ástæðu þá getur spilari ekki bara valið að taka spilapeningana sína úr leiknum og fara, því við getum ekki af handahófi fjarlægt spilara úr móti eftir hans hentisemi eftir að mót hefst. Hver einasti spilapeningur í byrjunarstafla í móti verður að vera á lokaborðinu þegar þar að kemur til þess að leikurinn sé sanngjarn gagnvart öllum spilurum sem taka þátt. Þetta þýðir að ef þú situr hjá, þá heldur þú samt áfram að pósta út blindum og borga forfé (e. ante) þar til þú snýrð aftur, eða spilapeningarnir klárast.

Við getum ekki breytt kerfinu til þess að komast hjá þessari hegðun. Eftir að spilari hefur greitt þátttökugjaldið í mótið þá á hann rétt á að spila spilapeningunum sínum eins og hann vill, innan ramma leikreglanna.

Er það góð leikaðferð að sitja hjá?

Það að sitja hjá í hringleik hefir ekki nein bein áhrif á hvernig leikur spilast, eða hversu mikið þú vinnur eða tapar. En hvort sem þú er að spila raunpeninga Sit & Go mót eða hefðbundið mót, eða að spila annan póker fyrir raunverulega peninga, þá sérðu að það eru oftast mjög fáir spilarar sem sitja hjá, þar sem það er sjaldnast besta leiðin til að vinna.

Spilari sem situr hjá í móti er í raun að gefa mótspilurunum sínu smá forskot, þar sem spilarinn þarf alltaf að borga út blindfé og forfé, og hann getur aldrei stækkað staflann sinn á meðan. Það kemur stundum fyrir að spilari á einu borði í Sit & Go gæti "blindast út" og endað í 3. sæti, eða jafnvel 2. sæti, en spilurum sem nota þessa aðferð gengur að jafnaði talsvert verr en þeir sem spila sinn besta leik. Og ef spilurum tekst að komast í peningasæti og þeir vinna spilapeninga með því að sitja hjá yfir löng tímabil, þá er þetta merki um að spilunin í þessum viðburðum er allt of laus (e. loose) og þú ættir því að aðlaga spilastílinn til að leysa úr þessu.

Við vonum að þetta útskýri nægilega vel að það að sitja hjá brýtur hvorki á reglunum né er það nokkuð sem við getum gert eitthvað í eða ráðskast með.

Ertu tilbúinn að byrja að spila? Eins-borðs raunpeninga Sit & Go eru í boði fyrir allt niður í $1,10 og fjölborðamót eru í boði fyrir allt niður í $0,02! Ef þú vilt heldur spila leikpeningapóker (e. Play Money) erum við líka með fjölbreitt úrval af slíkum leikjum sem eru í gangi núna.

Vinsamlegast athugið: hver spilari getur einungis spilað í þremur leikpeninga Sit & Go viðburðum samtímis. Þetta kemur í veg fyrir að spilarar skrái sig í ótakmarkaðan fjölda viðburða til þess að reyna safna spilapeningum án þess að spila.

Njóttu leikjanna okkar og þakka þér fyrir að spila með okkur!

Bónus fyrir fyrsta innlegg

First Deposit Bonus

Allir spilarar sem eru að leggja inn í fyrsta sinn eiga möguleika á að fá 100% bónus upp að $600.

Daily Bigs

Daily Bigs

PokerStars heldur mót með risastórum tryggðum pottum sem eru í gangi á hverjum degi. Reyndu að sigra í Daily Bigs!

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.