Um PokerStars LIVE Macau

Um PokerStars Macau

PokerStars LIVE Macau pókersalurinn var opnaður í maí 2018 og er eini pókersalurinn í Makaó sem býður bæði upp á peningaleiki (e. cash games) og hágæðamót í hverri viku.

Hann er eins og er staðsettur í Borg draumanna (City of Dreams) í Makaó á 2. hæð í kasínóinu og býður upp á peningaleiksborð í fjölbreyttustu upphæðunum í Makaó fyrir allar gerðir pókerspilara. No Limit Texas Hold’em er í boði í upphæðum frá HKD $25/$50 til $100/$200 og hærri.

PokerStars LIVE Macau er líka heimavöllur stærstu og peningamestu pókermótanna í Asíu, þar á meðal Macau Poker Cup Red Dragon-mótaraðarinnar, Macau Millions, PokerStars Championship Macau og Asia Championship of Poker (ACOP).

Tryggðu þér sæti á netinu

Það eru inngöngumót á netinu (e. satellites) sem henta öllum tegundum spilara, sem þýðir að þú átt frábæra möguleika á að tryggja þér sæti. Ef þú kemst svo til Makaó áttu eftir að fá að spila póker á einum eftirsóttasta áfangastað leiksins!

Þú getur unnið þér inn sæti í viðburðum PokerStars LIVE Macau í inngöngumótum PokerStars á netinu. Til að skrá þig í inngöngumót eða kaupa þig beint inn í viðburð, opnarðu anddyri PokerStars og smellir á Events, PSLive og Macau.

Dagskrá stórmóta

Til að fá nánari upplýsingar, þar á meðal um mótadagskrá, uppbyggingu og fleira, skaltu vinsamlegast kíkja á opinbera heimasíðu PokerStars Macau.

Athugið: Allir viðburðir eru háðir samþykki yfirvalda

Ef þú hefur einhverjar spurningar um PokerStars Macau, hafðu þá samband við macau@pokerstars.com.

PokerStars Live App

EPT Guide

PokerStars Live er nú í snjalltækinu. Skoðaðu dagskrá, fréttir, myndir, úrslit og fleira.

Netmót

Tournaments

PokerStars heldur bestu mótin á netinu, þar sem fleiri leikir og hærri verðlaunapottar eru í boði!