SCOOP 2017 slær metið fyrir stærsta verðlaunapottinn í mótaröð!

2017 útgáfan af hinu árlega Spring Championship of Online Poker (SCOOP) bauð upp á stærstu tryggingu í mótaröð á netinu frá upphafi, þar sem staðfest var að tryggt verðlaunafé væri $55.000.000. Í rauninni, eftir að allir 57 viðburðirnir höfðu verið spilaðir, endaði verðlaunaupphæðin í SCOOP í heildina á að vera meira en $93.000.000 - sem er nýtt met!

Hamingjuóskir til allra sem tóku með sér heim hluta af þessum metstóra verðlaunapotti, þar á meðal voru fjölmargir sem fengu útborgun upp á meira en milljón dali. Í aðalviðburðunum voru það tveir spilarar sem fengu meira en $1.000.000 - Bretinn "Epiphany77" og hinn kanadíski "gibler321" - fyrir að enda í tveimur efstu sætunum í háþrepi aðalviðburðarins (e. Main Event High). Í miðþrepaútgáfunni af aðalviðburðinum skaraði Ástralinn "ROFLshove" fram úr og fékk ríflega $787 þúsund dali og hinn austurríski "madalin" vann lágþrepaútgáfuna og fékk yfir 220.000 í verðlaun.

Að lokum óskum við "Naza114" frá Hollandi til hamingju, en hann endaði efstur í stöðutöflu mótaraðarinnar í heildina (sem og í Medium-stöðutöflunni), Svíanum "Henkijnho91" sem var í fyrsta sæti í Low-stöðutöflunni og sigurvegaranum í High-stöðutöflunni, hinum brasilíska "joaoMathias".