Stars Rewards - Algengar spurningar
Stars Rewards-kerfið veitir þér færi á að fá endurgreiðslur af tekju (e. rake) og aukalega vinninga fyrir spilavirknina þína.
Það kostar ekkert að vera með í Stars Rewards og það er auðvelt að byrja: finndu Stars Rewards-gluggann í hugbúnaðinum okkar og smelltu á Start-hnappinn til að staðfesta þátttöku og byrja að vinna þér inn verðlaun.
- Póker: Spilarar þéna 100 fríðindapunkta fyrir hvern $1 USD í tekju eða greiddum mótsgjöldum (130 fríðindapunkta fyrir hvert £1, 80 punkta fyrir hvern $1 CAD og 110 punkta fyrir hverja €1).
- Spilarar þéna ekki neina fríðindapunkta á borðum með pott-takmörk og án-takmarks með blindfé upp á $5/$10 eða hærra, á borðum í 8-game með $20-$40 undir eða hærra, eða öðrum leikjum með takmarki (e. limit) með $20-$40 undir eða hærra.
- Casino: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem lagt er undir (e. point of wagering). Smelltu hér til að sjá nánari sundurliðun á í hvaða hlutföllum þú vinnur þér þá inn eftir gerð leikja, ásamt því að sjá hvernig þú þénar endurheimtarpunkta með því að spila í Casino-leikjum (til að leysa út bónusa).
- Sport: Fríðindapunktar vinnast inn á þeirri stundu sem lagt er undir á veðmál. Fyrir margfaldara-/uppsafnaraveðmál þurfa spilarar að þéna 5,5 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er lagður undir. Fyrir einföld veðmál þurfa spilarar að þéna 2 fríðindapunkta fyrir hvern $1 sem er lagður undir, en þéna svo stigvaxandi fleiri punkta eftir því sem stuðlar veðmáls hækka, á rúllandi skala sem vex í tilteknu margfeldi eins og hér segir:
Líkur (e. decimal odds) Fríðindapunktar þénaðir á hvern $1 sem er veðjað Allt að 34,99 Milli 2,0 og 3,0 35,00 á móti 68,99 Milli 3,0 og 4,0 69,00 á móti 100,99 Milli 4,0 og 5,0 101+ 5,0 - Fyrir upphafsverð veðmála í kappreiðum, þá gildir ekki margföldunarstuðull á einföld veðmál.
- Veðmál sem fara fram í gjaldmiðli öðrum en USD er breytt í USD miðað við miðmarkaðsgengi skiptigengis (samkvæmt XE.com) til að reikna fríðindapunkta.
- Tölurnar hafa verið námundaðar.
- Fríðindapunktar eru ekki veittir fyrir að spila í BetStars Jackpots.
Verðlaun eru persónusniðin miðað við hvaða leiki þú kýst að spila, sem gefur þér fleiri tækifæri til þess að njóta þess að spila þær tegundir leikja sem þú þekkir fyrir og kannt að meta. Þú færð líka stundum StarsCoin í kistum og líka eitthvað af fríðindapunktum til þess að aðstoða þig við að ná að vinna næstu kistuna þína.
Kistuverðlaun eru gerð með slembingshætti, þar sem verðmætadreifing og líkur fara eftir tegund kistunnar. Hér er upptalning á verðmæti eftir kistum og líkur.
Tíðni | Rauð | Blá | Brons | Silfur | Gull | Platína |
---|---|---|---|---|---|---|
1 af 10.000 | $50 | $100 | $250 | $500 | $750 | $1.000 |
500 af 10.000 | $0,70 | $2,10 | $5,30 | $13,50 | $34,35 | $103,70 |
700 af 10.000 | $0,42 | $1,26 | $3,18 | $8,10 | $20,61 | $62,22 |
1.300 af 10.000 | $0,14 | $0,42 | $1,06 | $2,70 | $6,87 | $20,74 |
1.500 af 10.000 | $0,12 | $0,37 | $0,95 | $2,43 | $6,18 | $18,66 |
1.800 af 10.000 | $0,09 | $0,29 | $0,74 | $1,89 | $4,80 | $14,51 |
2.000 af 10.000 | $0,08 | $0,25 | $0,63 | $1,62 | $4,12 | $12,44 |
2.199 af 10.000 | $0,07 | $0,21 | $0,53 | €1,35 | $3,43 | $10,37 |
Punktaskilyrði verðlauna fara eftir tegund þeirrar kistu sem þú stefnir á í spiluninni, en þau eru líka sérsniðin að þínum prófíl. Nokkrir þeirra þátta sem hafa áhrif á punktaskilyrðinguna eru nýleg virkni, tegund leiks og nettótala innleggja. Þú færð líka nokkra fríðindapunkta í hvert sinn sem þú opnar kistu og þú færð líka smá hækkun (e. boosts) sem tvöfalda hversu hratt þú þénar fríðindapunkta yfir tiltekinn fjölda punkta.
Ef þú ert að vinna eina kistu í hverri spilalotu (e. session) eða færri (t.d. ff síðustu þrjár kisturnar þínar af sömu gerð unnust hver fyrir sig með ólíkum hætti) þá tryggjum við að punktamarkmiðin á mælistikunni þinni séu þannig að það sé hægt að ná þeim svo þú missir ekki af því að fá verðlaun reglulega - og tækifærinu á að vinna stór verðlaun!
Það er ekkert þak á því hversu margar kistur þú getur unnið á dag.
Nei, það er ekkert takmark á fjölda af kistum sem þú getur unnið.
Já. Þú smellir bara á skjáinn til að hoppa til loka hreyfimyndarinnar og sjá nákvæmlega hvaða verðlaun þú vannst þér inn.
Því stærri sem kistan er, því verðmætari er hún. Á meðan innihaldið í kistum er ákvarðað af handahófi þá færa stærri kistur þér að meðaltali verðmætari verðlaun. Upptalning á verðmæti eftir kistum og líkur má finna ofar.
Ef þér finnst þú eiga í vandræðum með að ná árangri og vilt færa þig yfir í smærri kistu, hafðu þá vinsamlegast samband við þjónustuborð og það hjálpar þér með beiðnina. Athugaðu að ef þú færir þig í smærri kistu mun mælistikan þín sjálfkrafa verða núllstillt og allt sem þú hefur unnið upp í að klára síðustu kistu verður fjarlægt.
StarsCoin eru ein verðlaunanna sem þú færð í kistum. Þau er hægt að nota til að fá hluti í Rewards Store, til að kaupa sig inn í tiltekna viðburði og undanmót og það er meira að segja hægt að skipta þeim í peninga! Verðmæti StarsCoin hefur ekkert breyst frá því sem þau voru áður í VIP Club - þú getur fengið $25 í peningum fyrir 2.500 StarsCoin, $100 fyrir 10.000, eða $1.000 fyrir 100.000.
StarsCoin falla úr gildi/renna út ef þú þénar ekki neina fríðindapunkta á sex mánaða rúllandi tímabili. Til dæmis, ef þú þénaðir a.m.k. 0,01 fríðindapunkt 1. janúar en spilar svo ekki aftur fyrr en í ágúst, þá myndi StarsCoin sem þú átt renna út 1. ágúst. Svo framarlega sem þú þénar a.m.k. 0,01 fríðindapunkt á hverjum sex mánuðum þá rennur StarsCoin sem þú átt ekki úr gildi á meðan.
Já, mælistikan þín endurstillist ef spilari hefur verið óvirkur í heila þrjá almanaksmánuði. Hækkunin þín (e. Boost) endurstillist líka á þeim tímapunkti og ný hækkun er svo í boði þegar þú snýrð aftur.
Já, þú hefur þrjá almanaksmánuði til að opna kistu áður en hún rennur út (e. expires). Útrunnar kistur er ekki hægt að endurheimta. Verðlaun sem þú vinnur í kistum geta líka runnið út - kíktu á verðlaunin þín undir „My Stars“ til að sjá upplýsingar um hvaða dag tiltekin verðlaun renna út.
Spilarar fá hækkun 8 stundum eftir að þeir kláruðu þá síðustu. Virkar hækkanir renna ekki út en þær endurstillast ef spilari hefur verið óvirkur í heila þrjá almanaksmánuði.
Stars Rewards er ekki hefðbundið endurgreiðslukerfi tekju sem miðast við umfang spilunar. Stars Rewards býður upp á handahófskennd verðlaun í kistum ásamt því að sníða punktaskilyrði að einstaklingnum til að hann vinni kistu út frá spilaraprófíl sínum.
Í langflestum tilvikum tengjast verðlaunin sem þú færð leikjavirkninni þinni með beinum hætti.
Ef þú hefur kosið að spila ekki einhverja tiltekna gerð leikja, eða ef vara er ekki í boði á þínu svæði, þá færðu ekki verðlaun sem tengjast slíkri virkni.
Þú getur fylgst með og stjórnað öllum verðlaununum þínum á My Stars-svæðinu í hugbúnaðinum. Hægt er að óska eftir yfirliti yfir kistur sem hafa áður unnist og tiltekið innihald þeirra með því að hafa samband við þjónustuliðið.
Kistur er hægt að opna áður, á meðan eða eftir að spilalotunni þinni lýkur.
VIP-stöður voru lagðar niður þegar Stars Rewards var hleypt af stokkunum.
Það gæti verið að sum verðlaun séu ekki í boði á þínu svæði. Til að fá ítarlegri upplýsingar um tiltekna gerð verðlauna skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuliðið.
Spilarar geta ekki valið að vera ekki með. Það er hins vegar mögulegt að fela mælistikuna fyrir Stars Rewards þegar þú ert að spila póker í gegnum Settings-valseðilinn.
Spilarar í Casino geta líka falið mælistikuna sína með því að nota Settings-valið.
Gjaldkeri

Klár í að spila fyrir raunverulega peninga? Leggðu fjármuni inn á Stars Account-aðganginn þinn fljótlega og þægilega eftir fjölmörgum leiðum, bæði í tölvu eða snjalltæki.