Aditya Agarwal

Aditya Agarwal

Pókerspilarinn Aditya Agarwal eyddi barnæskunni og skólaárunum í Darjeeling, Indlandi. Hann flutti til Bandaríkjanna til að nema við Drexel háskólann, hann skráði sig upphaflega til náms í verkfræði áður en hann skipti svo yfir í markaðsfræði. Alveg eins og námsmenn í öðrum hverjum háskóla um öll Bandaríkin árið 2003, þá sáu Aditya og félagar hans póker í sjónvarpinu, þar sem menn voru að spila um milljónir dala og þeir vildu fá sneið af kökunni. Þegar kom svo að því að Aditya útskrifaðist, var hann þegar orðinn atvinnumaður í póker í fullu starfi.


Aditya hefur síðan þá notið mikillar velgengni, en hann hefur þénað yfir fjórar milljónir dala í peningaverðlaun í stærstu mótum PokerStars. Helst ber að nefna sigur í $100 Rebuy-mótinu, sem er umtalað fyrir hvað það er erfitt og svo hefur hann náð í fjölmörg önnur eftirtektarverð úrslit. Hann hefur líka staðið sig vel í lifandi mótum, m.a. peningasæti í aðalviðburði World Series í nokkur skipti, þar meðal í topp 100 árin 2008 og 2015. Önnur úrslit sem má nefna eru gott gengi í EPT Barcelona 2007, upp á $24.313, sem og fjölmargir sigrar og lokaborð í ýmsum viðburðum um allt Indland.

Hann hefur spilað á PokerStars síðan 2004 og með því að vinna sér inn sæti í liðinu hefur Aditya náð, að því hann segir, hápunkti ferilsins hingað til. Hann hefur líka talað um að hann vilji líta á hlutverk sitt sem nokkurs konar sendiherra pókersins í Indlandi, þar sem hann mun hjálpa til við að kynna leikinn um allt land og veita næstu kynslóð spilara innblástur.

Aditya er liðsmaður Team PokerStars Pro og þegar hann er ekki að útvarpa ást sinni á póker í peningaleikjum og mótum í Indlandi geturðu fundið hann spilandi á netinu undir skjánafninu „Adi Agarwal“.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
APPT Macau HK$40.000 Main Event Mars 2018 2. $242.211
2015 WSOP® $10.000 Championship Main Event Júlí 2015 71. $96.445
2013 WSOP® $10.000 Championship Main Event Júlí 2013 212. $42.990
2012 WSOP® $1.000 No Limit Hold’em Júlí 2012 19. $20.499
World Gaming Festival No Limit Hold’em September 2011 2. $41.992
2008 WSOP® $10.000 Championship Main Event Júlí 2008 96. $51.466
EPT Barcelona €8.000 No Limit Hold’em Main Event Ágúst 2007 15. $34.313
2007 WSOP® $10.000 Championship Main Event Júlí 2007 450. $29.883

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.