André Akkari

Brasilíumaðurinn André Akkari, fæddur í Sao Paulo, vann áður hjá hugbúnaðarfyrirtæki og sérhæfði sig í að búa til Flash-hreyfimyndir fyrir fjölmargar vefsíður fyrirtækja. Það var á meðan hann vann að nýju verkefni sem hann uppgötvaði leikinn sem átti síðar eftir að senda hann í ferðalag um allan heim.
André var beðinn um að skrifa tillögu að vefverslun fyrir pókersíðu á netinu og ákvað að hlaða niður hugbúnaðinum til að rannsaka málefnið. Innan skamms var hann farinn að spila á einu af ókeypis borðunum. Það rann upp fyrir honum að hann hafði þarna dottið á kaf í nýtt áhugamál og keypti André sér því pókerbók og einsetti sér að læra leikinn almennilega. Hann byrjaði að spila um raunverulega peninga á PokerStars og hægt en örugglega fór hann að sjá hagnað. Á árunum síðan þá hefur André orðið að einum besta netspilara heims, komist inn á rúmlega 90 lokaborð og þénað ríflega $500.000 í stærstu mótum PokerStars - þar á meðal annað sæti í $10.300 HORSE-viðburði í PokerStars World Championship of Online Poker (WCOOP) 2008, ásamt því sem hann komst langt í aðalviðburðinum í lágþrepi Spring Championship of Online Poker (SCOOP) 2010. Honum hefur líka tekist að skipta yfir í lifandi póker, þar sem honum tekst reglulega að enda í peningasætum í viðburðum um alla Suður-Ameríku og víðar. Í ferð til Las Vegas 2006 lét André finna vel fyrir sér í Bellagio Cup, þar sem hann vann í tveimur viðburðum og fékk umtalsverð peningaverðlaun. Í janúar 2008 spilaði hann líka í PokerStars Caribbean Adventure (PCA) og fékk $16.000 fyrir að enda á meðal 100 efstu. Síðan, árið 2011, kom stærsta mótaskorið hans til þessa. $1.500 No Limit Hold’em-viðburðirnir í WSOP* eru alræmdir fyrir að vera erfiðir að vinna í, en André vann í viðburði #43, sem færði honum sín stærstu peningaverðlaun upp á $676.117 og sitt fyrsta armband.
André Akkari Pictures




Fyrir utan borðið nýtur André þess að slaka á heima hjá sér með konunni sinni og börnum. Hann nýtur þess líka að spila fótbolta með vinum sínum og fara í bíó í hverri viku. Til viðbótar við þetta er hægt að rekast á hann gefa sérfræðiráð sem þulur í ýmsum pókerþáttum á ESPN Brazil-stöðinni.
André er sannur fulltrúi pókersenunnar í Suður-Ameríku og hann er spilari sem virðist eiga örugga frægð í vændum í framtíðinni. Hann er liðsmaður Team PokerStars Pro og spilar í stærstu mótunum á netinu undir notandanafninu „AAkkari“.
*World Series of Poker og WSOP eru vörumerki í eigu Caesars License Company, LLC („Ceasars“). Caesars styrkir ekki eða styður, né er það aðili að eða tengt PokerStars, vörum þess, þjónustu, kynningum eða mótum.
Career Highlights
Viðburður | Dagur | Staða | Verðlaun |
---|---|---|---|
2011 WSOP $1.500 No Limit Hold’em | Júní 2011 | 1. | $676.117 |
PokerStars SCOOP $109 Main Event (Low) | Maí 2010 | 5. | $57.564 |
PokerStars WCOOP $10.300 HORSE | September 2008 | 2. | $200.000 |
EPT Monte Carlo €500 No Limit Hold'em | Apríl 2008 | 2. | $75.004 |
EPT 2008 PokerStars Caribbean Adventure | Janúar 2008 | 97. | $16.000 |
Bellagio Cup II $1.000 No Limit Hold'em | Ágúst 2006 | 1. | $83.500 |
Bellagio Cup II $1.000 No Limit Hold'em | Ágúst 2006 | 1. | $57.000 |