Barry Greenstein

Barry Greenstein

Eftir að hann útskrifaðist frá University of Illinois með gráðu í tölvunarfræðum, spilaði Barry Greenstein póker í frítíma sínum á meðan hann vann að PhD gráðu sinni í stærðfræði. Hann gæti hafa lagt fyrir sig mjög ábatasamt líf í hugbúnaðarbransanum en hann vissi líka að það var vel hægt að græða fúlgur fjár annars staðar líka.


Strax árið 1991 var Barry farinn að þéna svo mikinn pening við að spila póker að hann gat „hætt“ dagvinnunni og gerst atvinnumaður í póker í fullu starfi. Spólum svo hratt til dagsins í dag og þá er nokkuð ljóst að það var ákvörðun sem hefur margborgað sig. Það eru ekki til margir spilarar með eins langan afrekalista og hann, sérstaklega ekki í World Series of Poker* og í World Poker Tour. Í viðburðum WSOP* hefur Barry komist rúmlega þrettán sinnum á lokaborð og hann hefur a.m.k. 30 sinnum komist í há peningasæti. Þar á meðal má nefna að hann vann armbönd í $5.000 No Limit 2-7 Draw viðburðinum 2004, $1.500 Pot Limit Omaha viðburðinum 2005 og í $1.500 Seven Card Razz viðburðinum 2008.

Í WPT hefur Barry sex sinnum komist á lokarborð og unnið tvo titla. Sá fyrsti kom 2004 í World Poker Open, en þá fékk hann $1.278.370 í verðlaun. Annar sigurinn var svo í boðsviðburði 2006 í L.A. Poker Classic, en þá fékk hann $100.000 í verðlaun. Peningasætin í WPT hafa svo bætt yfir $2.000.000 við heildartekjurnar á ferlinum sem telja næstum $6.000.000. Barry er líka einn sigursælasti spilarinn í peningaleikjum í heiminum. Hvort sem það er í þáttum af High Stakes Poker eða í Big Game at Bobby's Room, þá hefur hann spilað í þessu öllu og yfirleitt staðið upp sem sigurvegari í lok dags.

Þegar hann er ekki við borðin þá hefur Barry m.a. skrifað bók um leikaðferðir sem hét „Ace on the River“ og hann gefur oft þeim sem hann slær úr leik í stórmótum árituð eintök af bókinni. Svo verður að nefna eitt það mikilvægasta við feril Barry, en hingað til þá hefur hann gefið stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála, þá helst til Children Incorporated málefnisins.

Margir pókerspilarar hafa verið kallaðir hetjur og goðsagnir, en fæstir eiga það skilið í rauninni. En það á Barry. Þetta er maður sem hefur í raun verið alls staðar og gert allt í heimi pókersins.

Barry Greenstein Pictures

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
2008 WSOP* $50.000 H.O.R.S.E. Championship Júní 2008 6. $355.200
2008 WSOP* $1.500 Seven Card Razz Júní 2008 1. $157.619
2008 WSOP* $5.000 No Limit 2-7 Draw Lowball Júní 2008 3. $225.552
WPT North American Poker Championship Október 2007 4. $316.638
2007 WSOP* $50.000 H.O.R.S.E Championship Júní 2007 7. $259.296
WPT Poker By The Book Apríl 2007 1. $25.500
WPT Father & Sons Tournament Nóvember 2006 1. $25.500
2006 WSOP* $50.000 H.O.R.S.E Championship Júlí 2006 12. $205.920
WPT L.A. Poker Classic - Invitational Febrúar 2006 1. $100.000
2005 WSOP* $1.500 Pot Limit Omaha Júní 2005 1. $128.505
2004 WSOP* $5.000 No-Limit 2-7 Draw Maí 2004 1. $296.200
WPT World Poker Open Janúar 2004 1. $1.278.370

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.