Ben Spragg

Ben Spragg

Ben útskrifaðist úr háskóla 2012 með gráðu í blaðamennsku, kvikmyndum og fjölmiðlum og hefur verið svo heppinn að spila póker að atvinnu alla tíð síðan án þess að þurfa finna sér „alvöru vinnu“. Hann smitaðist af bakteríunni við að spila í bílskúr vinar síns um lágar upphæðir og horfandi á myndbönd á YouTube af spilurum að sleppa sér í skapinu. Síðan þá hefur „Spraggy“ náð árangri í aðalviðburði UKIPT Galway 2013, þar sem honum tókst að tryggja sér sjötta sætið og €30.000.


En það er samt árangurinn og dagleg tenging við aðdáendur sína á Twitch sem halda honum spenntum fyrir leiknum. Ben man enn eftir fyrsta mótasigrinum sínum sem hann streymdi frá: fyrsta sæti í $7,50 Progressive Knockout-móti Það voru samt ekki verðlaunin sem veittu honum mestu gleðina, það var stoltið við að breyta lágri upphæð í stóra upphæð beint fyrir framan aðdáendur sína og hann hefur verið að hjálpa þeim við að gera það sama alla tíð síðan - svo það þarf ekki að koma neinum á óvart að vinsældir hans á netinu halda áfram að vaxa!

Ein af lykilástæðunum við að vera spilari Team PokerStar Online skipar stórt hlutverk hjá honum vegna þess að þegar hann byrjaði fyrst að spila á PokerStars notaði hann leitarmöguleikann til að finna spilara sem hann leit upp til og vildi læra af. Nú er hann hluti af sama lista og hann vonast til þess að geta hjálpað mörgum að verða ástföngnum af leiknum á sama hátt og hann varð sjálfur.

Hann nýtur samskiptanna á hverjum degi og að geta hangið með frábæru fólki allan daginn. Til að komast yfir pókerþjarkið nýtur hann þess að fá fólk í heimsókn, grínast og hlæja og að spila leikinn sem við elskum öll.

Fyrir utan pókerinn er hann mikill fótboltaunnandi og þegar hann er ekki að spila með hverfisliðinu sínu, Tetbury Town FC, um helgar, fylgist hann með sínu ástkæra liði Goucester City. Fyrir utan íþróttirnar er hann líka mikill tölvuspilari og nefnir Counter-Strike: Global Offensive og PlayerUnknown's Battlegrounds sem sína uppáhalds leiki.

Ben Spragg er liðsmaður Team PokerStars Online og þú finnur hann spilandi undir notandanafninu „Spraggy“.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.