Celina Lin

Celina Lin

Upprunalega frá Sjanghæ í Kína á er Celina Lin ekki aðeins einn þekktasti spilarinn í pókerheimum Asíu, heldur líka einn sá hæfileikaríkasti. Vegferð hennar í póker hófst árið 2004, þegar vinur hennar sannfærði hana um að spila í heimsókn sinni í hina frægu spilahöll Melbourne, Crown Casino. Hún smitaðist af pókerbakteríunni í þessari fyrstu heimsókn sem gaf vel af sér og hún hefur ekki litið um öxl síðan. Hún lærði allt um leikinn áður en hún hóf að byggja upp nethöfuðstól upp á $10.000 á aðeins þremur vikum og það leið ekki á löngu þar til hún gerðist atvinnuspilari.


Hún er tíður gestur í vinsælustu spilasölum Asíu og hún náði í sín bestu úrslit á ferlinum hingað til þegar hún vann í aðalviðburði Red Dragon í Macau Poker Cup 2012 og fékk $110.077, sem bættist við annan viðburð sömu hátiðar sem hún vann árið 2009. Í raun er Celina fyrsti kvenspilarinn sem er sigurvegari Macau Cup og hlutverk hennar í pókersögu Asíu er nú þegar tryggt. PokerStars Australia New Zealand Poker Tour (ANZPT) er enn annar hornsteinn lifandi pókers á þessu svæði og Celina hefur tvisvar náð í peningasæti þar, þar á meðal þriðja sæti í ANZPT Sydney High Roller-viðburði, sem gaf henni $29.255.

Celina Lin Pictures

Þegar hún er ekki að spila í helstu viðburðum svæðisins nýtur Celina þess að slaka á í jóga og hún spilar líka tennis. Meðal annars sem hún nýtur að stunda er lestur og að horfa á góðar kvikmyndir, ásamt því að eyða gæðastundum með vinum og fjölskyldunni. Hún er himinlifandi með það að vera fulltrúi stærstu pókersíðu heims og hún stefnir á að halda áfram að ná sambærilegum árangri og hún veit að hún getur náð. Sem kvenspilari í mjög svo karllægum heimi er henni líka mikið í mun að vera fyrirmynd fyrir aðrar konur í póker. Celina Lin er liðsmaður Team PokerStars Pro og þú finnur hana við borðin spilandi undir notandanafninu „Celina Lin“.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
Macau Poker Cup HK$7.200 + 800 Baby Dragon Febrúar 2017 2. $72.812
Asia Championship of Poker HK$9.900 + 1,100 Deepstack Championship Nóvember 2016 1. $61.294
Macau Poker Cup Red Dragon $10.120 HKD Júní 2012 1. $110.077
Macau Poker Cup $9.400 HKD No Limit Hold’em Júlí 2009 1. $50.932
ANZPT Sydney $10.200 AUD High Roller 2009. maí 3. $29.255
ANZPT Adelaide $3.000 AUD Main Event Febrúar 2009 7. $15.098
Macau Cup $9.600 HKD No Limit Hold’em Júlí 2008 2. $10.492

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.