Chris Moneymaker

Chris Moneymaker

Saga Chris Moneymaker um frægðarför hans á toppinn er saga sem hefur verið sögð margoft en það er saga sem verðskuldar að vera endurtekin aftur og aftur. Árið 2003 vann Chris $86 inngöngumót á PokerStars. Það færði honum sæti í stærra inngöngumóti, móti sem var með pakka í aðalviðburði World Series í boði og stuttu síðar var hann á leið með flugi til Las Vegas að spila í sínu fyrsta lifandi móti. Restina má svo finna í sögubókunum. Gegn öllum líkum komst Chris á lokaborðið og hélt áfram þar til hann hafði tryggt sér gullarmbandið, verðlaunaféð upp á $2.500.000 og heimsfrægð á einni nóttu. Póker átti aldrei eftir að verða eins aftur.


Upprunalega er hann frá Atlanta en Chris varði mótunarárunum í Tennessee, útskrifaðist frá ríkisháskóla með meistaragráðu í bókhaldi og hélt síðan áfram að vinna í þeim geira. Í þá daga var netpóker lítið annað en tómstund. En hann átti síðar eftir að verða ein mikilvægasta manneskjan í heimi atvinnupókers.

Chris Moneymaker Pictures

Velgengni hans í aðalviðburðinum kom af stað flóðbylgju í áhuga á póker, fyrirbæri sem síðan hefur verið kallað Moneymaker-áhrifin (e. Moneymaker Effect). Innblásið af sögunni af áhugamanninum sem vann hundruð annarra spilara í heimsklassa og þénaði risastór peningaverðlaun byrjuðu milljónir fólks að spila á netinu og í spilasölum um allan heim. Fyrir Chris sjálfan er titilinn sem maðurinn sem hratt af stað pókerbyltingunni eitthvað sem hann hefur staðið undir allar götur síðan. Innan við ári eftir aðalviðburðinn endaði Chris annar í WPT Bay 101 Shooting Stars-mótinu og fékk þar $200.000 í peningaverðlaun. Sama ár var hann líka nærri því að komast inn á sitt annað lokaborð í World Series þegar hann endaði 10. í $5.000 Pot Limit Omaha-viðburðinum. Chris sést líka reglulega í viðburðum PokerStars European Poker Tour (EPT) og honum hefur líka vegnað vel þar, en hann vann sér inn $24.480 fyrir að enda í 17. sæti á EPT London árið 2007. Í september 2008 komst Chris á lokaborðið í $10.300 No Limit Hold’em-viðburði í PokerStars World Championship of Online Poker (WCOOP) og fékk fyrir vikið $139.635. Hann komst síðan aftur sjúklega nærri því að vinna sinn annan risatitil, en í þetta sinn varð hann annar í National Heads-Up Poker Championship í mars 2011, sem tryggði honum $300.000.

Þegar hann er ekki upptekinn af því að ferðast á pókermótaröðum um allan heim eyðir Chris mestu af sínum frítíma með fjölskyldunni. Hann er líka duglegur í ýmsum viðskiptum og gaf út sjálfsævisögu sína árið 2005. Þegar hann hefur tækifæri til, hefur Chris mjög gaman af því að stunda ýmsar íþróttir, sérstaklega golf, amerískan fótbolta og körfubolta.

Óháð því hvað Chris mun afreka í framtíðinni er ljóst að hans verður alltaf minnst fyrir sögulegan sigurinn árið 2003. Það er arfleið sem hann er greinilega stoltur af og eitthvað sem hefur fært honum líf sem allir pókerspilarar hafa reynt að fylgja eftir síðan.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
National Heads-Up Poker Championship Mars 2011 2. $300.000
PCA Main Event Janúar 2011 11. $130.000
PokerStars WCOOP $10.300 No Limit Hold’em September 2008 6. $139.635
EPT London £5.200 No Limit Hold’em September 2007 17. $24.480
2004 WSOP® $5.000 Pot Limit Omaha Maí 2004 10. $21.000
WPT Bay 101 Shooting Stars $5.500 Main Event Mars 2004 2. $200.000
2003 WSOP® $10.000 Main Event Maí 2003 1. $2.500.000

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.