Daniel Negreanu

Daniel Negreanu

Eftir að hafa alist upp í billjarðstofum Torontó ætlaði ofurpókerstjarnan Daniel Negranu sér alltaf að verða atvinnumaður í snóker. Í þannig umhverfi var hann samt aldrei langt frá spilaleikjum og á endanum fór honum að finnast þeir nógu spennandi til að prófa sjálfur að spila. Hann flutti til Las Vegas fljótlega eftir það og hefur ekki litið um öxl síðan.


Daniel státar af einum glæsilegasta árangri sem sést hefur í lifandi leikjum og hann er sá mótaspilari sem þénað hefur mest í sögunni. Árið 1998, þegar hann var aðeins 23 ára, varð hann yngsti spilarinn til að vinna World Series armband, eftir að hann bar sigur úr býtum í $2.000 Pot Limit Hold'em viðburðinum. Þetta varð upphafið að ótrúlegri velgengni á WSOP*, svo góðri að það sér ekki enn fyrir endann á henni enn í dag.

Annað armbandið hans kom svo árið 2003, svo það þriðja 2004 og svo enn eitt árið 2008. Síðar ferðaðist Daniel til London til að spila í 2008 World Series of Poker* Europe og hann komst á lokaborð í £10.000 aðalviðburðinum (e. Main Event) þar sem hann fékk $395.024 fyrir að enda í 5. sæti. Hann náði í fleiri peningasæti en nokkur annar í 2009 mótaröðinni, þar á meðal var endurkoma í WSOPE* Main Event þar sem hann endaði annar og fékk $788.618.

Daniel Negreanu Pictures

Daniel vann svo að lokum World Series Main Event þegar hann endaði efstur í fyrstu Asia Pacific mótaröðinni í apríl 2013, en þá fékk hann sitt fimmta armband og verðlaunafé upp á $1.087.160. Á ótrúlegan hátt náði hann sínu sjötta armbandi nokkrum mánuðum síðar í High Roller-viðburði í World Series of Poker* Europe. Það var sigur sem gaf honum $979.955 í vasann og tryggði honum líka nægilega mörg stig til að vinna titilinn 2013 WSOP* Player of the Year. Hann náði líka tveimur rosalegum úrslitum í Aussie Millions 2014, þar sem hann komst á lokaborð í bæði $100.000 og $250.000 viðburðunum sem gáfu honum $1.612.203 í vinninga.

Það var líka á World Series in 2014 sem Daniel vann stærstu peningaverðlaunin á ferlinum – $8.288.001 fyrir að enda annar í $1.000.000 The Big One for One Drop-viðburðinum. Hann hafði þegar lent nokkrum sinnum í peningasæti í öðrum viðburðum fyrr í mótaröðinni, þar á meðal annað sætið í 2-7 Draw Lowball-viðburði. Árið 2015 komst hann nálægt því að sigra í aðalviðburði (e. Main Event) World Series, en hann féll úr leik rétt fyrir lokaborðið og fékk $562.788.

Fyrir utan World Series hefur Daniel líka náð nokkrum góðum peningasætum og titlum í World Poker Tour. Í árslok 2004 voru WPT viðburðir farnir að bjóða gríðarstóra verðlaunapotta og Daniel var ekki lengi að tryggja sér sinn hlut í þeim. Í september vann hann Borgata Poker Open og fékk $1.117.400 og fylgdi því svo eftir aðeins þremur mánuðum síðar með sigri í Five Diamond World Poker Classic, sigri sem gaf Daniel aðra $1.770.218 dali í vasann. Það hafa svo verið enn fleiri lokaborð í WPT þar sem kappinn hefur rekið inn andlitið, sem hafa bætt $1.443.013 í viðbót á bankabókina, en Daniel vann líka $755.525 eftir að hann endaði efstur í WSOP* Circuit viðburði 2005.

Við upphaf 2011 fékk hann enn eina stóru útborgunina, fyrir að enda annar í $100.000 Super High Roller viðburðinum í PokerStars Caribbean Adventure (PCA) sem gaf $1.000.000. Undanfarin ár hefur Daniel líka verið að vinna í að fullkomna netspilunina sína, en hann vann Spring Championship of Online Poker (SCOOP) titil 2013 þegar hann endaði efstur í $5.200 Pot Limit Omaha viðburði og fékk $216.000.

Daniel er líka vinsæll pókerhöfundur, en milljónir aðdáenda hans lesa reglulega bækurnar hans, greinarnar og bloggin og hann kemur oft fram í viðamiklum sjónvarpsútsendingum frá pókerviðburðum, bæði sem spilari og leikskýrandi. Þegar hann á lausan tíma, þá nýtur hann þess að slaka á heima, spila billjarð og að spila tölvuleiki með vinum sínum. Hann er líka öflugur golfari og það er oft hægt að finna hann fara um víðan völl að spila við aðra pókerspilara um háar fjárhæðir. Hann er gríðarvinsæll á meðal aðdáenda sinna, en Daniel er sannkallað stórveldi í heimi pókersins. Hann er liðsmaður Team PokerStars Pro og spilar á netinu undir skjánafninu „KidPoker“.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
PokerStars WCOOP $2.100 HORSE Championship September 2016 1. $61.865
2015 WSOP $10.000 Main Event Júlí 2015 11. $562.778
2014 WSOP $1.000.000 The Big One for One Drop Júlí 2014 2. $8.288.001
Aussie Millions $250.000 Challenge Febrúar 2014 4. $1.119.610
Aussie Millions $100.000 Challenge Febrúar 2014 6. $492.593
2013 WSOPE €25.000 High Roller Október 2013 1. $979.955
EPT Barcelona €10.000 High Roller September 2013 2. $352.881
2013 WSOP $2.500 2-7 Triple Draw Lowball Júlí 2013 2. $107.055
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final €10.000 Main Event Maí 2013 4. $420.912
PokerStars SCOOP $5.200 Pot Limit Omaha 6-Max Maí 2013 1. $216.000
2013 WSOP Asia Pacific $10.000 Main Event Apríl 2013 1. $1.087.160
EPT Grand Final €100.000 Super High Roller Apríl 2012 6. $409.279
EPT Grand Final €25.000 High Roller Apríl 2012 2. $790.304
WPT Championship Super High Roller Maí 2011 3. $448.320
PCA $100.000 Super High Roller Janúar 2011 2. $1.000.000
2009 WSOPE £10.000 No Limit Hold´em Main Event Október 2009 2. $788.618
2009 WSOP $2.500 Limit Hold'em Júní 2009 2. $138.280
British Columbia Poker Championship Nóvember 2008 1. $371.000
2008 WSOPE $10.000 Main Event Október 2008 5. $395.024
2008 WSOP $2.000 Limit Hold'em Júní 2008 1. $204.863
WPT Gold Strike World Poker Open Janúar 2007 2. $502.691
WPT Five Diamond World Poker Classic Desember 2006 3. $592.000
Jack Binion WSOP Circuit Event Janúar 2006 1. $755.525
WPT Jack Binion World Poker Open Janúar 2005 3. $384.322
WPT Five Diamond World Poker Classic Desember 2004 1. $1.770.218
WPT Borgata Poker Open September 2004 1. $1.117.400
2004 WSOP $2.000 Limit Hold'em Maí 2004 1. $169.100
WPT PokerStars Caribbean Adventure Janúar 2004 3. $192.270
2003 WSOP $2.000 S.H.O.E. Maí 2003 1. $100.440
1998 WSOP $2.000 Pot Limit Hold'em Apríl 1998 1. $169.460

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.