Fintan Hand

Fintan Hand

Frá pókergjafara til pókerspilara, en tók það Fintan ekki langan tíma að átta sig á að hann gæti þénað meiri peninga hinu megin borðsins og síðan þá hefur maðurinn sem gengur undir viðurnefninu „EasyWithAces“ ekki litið um öxl.


Hann á mikinn fylgjendahóp á Twitch, hefur komist á lokaborð í Irish Open í heimabæ sínum og hefur náð að uppfylla draum sinn um að verða spilari Team PokerStars Online, en þetta eru aðeins nokkur atriði af helstu atriðum á ferli hans hingað til. En þessi náungi frá Dublin á sér enn háleitari markmið og vill líkja eftir landa sínum og hetju, Conor McGregor, með því að koma Írlandi á kortið...í póker a.m.k.

Írinn er á þeirri skoðun að vinsælustu pókerstreymendurnir hafi möguleika á að ná til 50.000+ áhorfenda og hann vill verða einn þeirra fyrstu til að ná því. Hann er stútfullur af hugmyndum um hvernig hægt sé að gera pókerstreymi skemmtilegri og gagnvirkari, hann vill sjá enn fleira fólk taka þátt í leiknum og sér Twitch sem helstu leiðina til að tengjast fleiri pókeraðdáendum og er sérstaklega þakklátur fyrir samfélagshliðina sem streymisþjónustan veitir.

Þegar hann er ekki við borðin er Fintan mikill íþróttaaðdáandi og þar eru fótbolti og MMA efst á blaði og þrátt fyrir að vera ekki sérlega skapandi, nýtur hann þess líka að fara á lista- og ljósmyndasýningar annað slagið (eitthvað sem hann fær frá mömmu sinni).

Jafn mikið og það gleður hann að skipa sama bekk og atvinnumenn í póker sem hafa rutt brautina fyrir hann, er hann líka spenntur yfir að vera fulltrúi þúsunda annarra spilara sem, eins og hann sjálfur, spila að gamni sínu við vini sína - svo þú skalt vera viss um að gerast áskrifandi að Twitch-rásinni hans, EasyWithAces, til að sjá hvernig kaupin gerast á eyrinni!

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.