Igor Kurganov

Igor Kurganov

Igor Kurganov er einn farsælasti pókerspilari allra tíma, sem hefur unnið milljónir í stærstu mótum um allan heim. Hann er alinn upp í St. Pétursborg og síðar í Þýskalandi, en hann nam stærðfræði og hagfræði í háskóla þar sem hann lærði óvart margt af því sem þarf til að verða vinningsspilari í póker.


Eins og svo margir af hans kynslóð, skerpti Igor hæfileika sína á netinu þar sem hann byggði færni sína upp með tímanum. Í dag spilar hann á ýmsum Hold'em-borðum á PokerStars en það er í lifandi pókerheiminum sem hann hefur látið finna einna mest fyrir sér, þar sem hann hefur látið til skarar skríða í fjölmörgum viðburðum European Poker Tour (EPT). Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri margoft, náði Igor því sem hann telur vera hans stóra stund sem fleytti honum í sviðsljósið þegar hann endaði í 2. sæti í stórbokkaviðburði (e. High Roller) í London, þar sem hann var sáttur með að lenda í öðru sæti á eftir stórvini sínum Phillip Gruissem. Helstu hápunktar eru annars stórsigur upp á $1.425.847 í stórbokkaviðburði í 2012 Grand Final í Mónakó - persónulegur merkisviðburður á ferli Igors þar sem honum tókst að vinna Daniel Negreanu heads-up. Þessu var svo fylgt eftir með 3. sæti í 2014 Super High Roller viðburði sem gaf honum $1.559.373, aftur í Mónakó. Hann komst svo á lokaborð í fjölmörg skipti í sama viðburði 2015 og 2016 og fékk samtals verðlaunafé upp á $1.317.128. Stór úrslit annars staðar eru m.a. armband sem hann vann í 2017 World Series, í Tag Team-viðburði með Liv Boeree, ásamt sigrum og lokaborðum í öðrum viðburðum í Las Vegas og í 2013 Aussie Millions, þar sem röð góðra úrslita tryggði honum ríflega milljón dali í peningaverðlaun.

Hann er nú þegar góðvinur margra þekktustu nafnanna í Team PokerStars Pro og vinsælt andlit á mótaröðum, en Igor er frábær viðbót í liðið og mun án alls efa halda áfram að móta pókerleikinn um ókomin ár.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
Super High Roller Bowl $300.000 No Limit Hold’em Desember 2018 6. $756.000
PokerStars Championship Barcelona €50.000 Super High Roller Ágúst 2017 1. $1.273.165
2017 WSOP® $10.000 Tag Team Championship Júní 2017 1. $136.982
Aria $25.000 High Roller Október 2016 1. $328.155
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final - €100.000 Super High Roller Apríl 2016 4. $709.463
EPT Prague €50.000 Super High Roller Desember 2015 3. $408.270
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final - €100.000 Super High Roller 2015. maí 5. $607.665
Aria $50.000 Super High Roller Desember 2014 1. $637.000
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final - €100.000 Super High Roller Apríl 2014 3. $1.559.373
GuangDong Asia Millions – $1.000.000 HKD Main Event Júní 2013 6. $1.069.137
Aussie Millions – $250.000 AUD Challenge Febrúar 2013 4. $527.849
Aussie Millions – $100.000 AUD Challenge Janúar 2013 2. $643.976
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final - €25.500 High Roller Apríl 2012 1. $1.425.874
EPT London £20.500 High Roller Október 2011 2. $497.499

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.