Jaime Staples

Jaime Staples

Kanadamaðurinn Jaime Staples setti sér upphaflega það markmið að verða atvinnumaður í golfi en síðan hann snéri sér að pókernum að fullu árið 2014 er hann orðinn atvinnumaður í netpóker. Jaime hefur notið velgengni á PokerStars, þar á meðal vann hann The Big $109 tvisvar innan mánaðar árið 2015, en það er fyrir starf hans sem pókerlýsandi á Twitch sem frægðarsól hans hefur tekið að rísa.


Jaime var við nám í Lethbridge háskóla í heimafylkinu sínu í Alberta áður en hann snéri athygli sinni að golfíþróttinni. Á meðan hann byggði upp áhugamannaferil í golfi tók hann að sér fjölmörg störf á golfvöllum, sem hann naut þar sem í þeim féllst yfirleitt að hann gat rætt við alls konar fólk. Þetta var hæfileiki sem átti eftir að nýtast honum vel sem lýsandi á Twitch, þar sem hann streymir núna reglulega og ræðir pókerleik sinn við þúsundir áhorfenda um allan heim.

Eins og með svo marga spilara þá voru það leikpeningarnir sem opnuðu leið Jaime inn í netpókerinn og þá sérstaklega vinalegur rígur við bróður hans þar sem þeir reyndu að komast yfir fleiri spilapeninga en hinn bróðirinn. Jaime féll fljótt fyrir leiknum. Áhorf á spilara eins og Daniel Negreanu, Phil Helmuth og Phil Ivey í sjónvarpinu hefur svo bara hjálpað til við að festa í sessi ástríðu hans fyrir póker.

Jamie er fjölhæfur og nýtur þess að spila blandaða leiki, en honum þykir hann vera sterkastur í að leika sér á meðal fjölmennra spilarahópa í No Limit Hold'em mótum. Úrslit hans á netinu staðfesta það, en ferillinn sýnir m.a. sigra í The Big $109, The Big $75, The Hot $11, Omania $27 og fjölmörgum fleiri. Þegar hann er ekki upptekinn við pókerinn nýtur Jaime þess enn að spila og horfa á golf og hann elskar líka kvikmyndir, listir og leikhús.

Eins og með ferilinn hans á Twitch, þá vonast Jaime til þess að staða hans sem liðsmaður Team Pro Online hjálpi til við að auka vinsældir leiksins sem hann elskar, sem og að verða besti spilarinn og lýsandinn sem hann getur orðið.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.