Igor Kurganov

Jake Cody

Jake Cody er einn sigursælasti pókerspilari Bretlands. Hann kemur frá Rochdale, Englandi og hann lærði að spila póker í heimaleikjum hjá vinum sínum. Það var frábær leið til að læra leikinn hratt og þegar hann var kominn efst á unglingsárin þá var Jake farinn að vinna nógu mikið verðlaunafé til þess að gerast atvinnumaður.


Hann hefur svo náð ótrúlegum árangri síðan hann fór fyrst að láta bera á sér á mótaröðunum árið 2009, en verðlaunafé hans í lifandi mótum er komið vel yfir $3.000.000, plús hundruð þúsunda dala í viðbót í mótum á netinu. Ris hans á stjörnuhimininn hófst eiginlega í nóvember 2009, þegar hann varð annar í $1.060 6-Max viðburðinum í Full Tilt Online Poker Series (FTPOS). Svo, í janúar 2010, náði Jake svo að koma sér virkilega á kortið þegar hann vann Aðalviðburð European Poker Tour (EPT) Dauville (ME) þar sem hann fékk $1.213.194 í sigurlaun. Þá hófst titlahlaup hans þar sem hann landaði nokkrum stórum titlum og hann vann sér þannig hratt inn orðspor sem einn hæfileikaríkasti pókerspilari sem Bretar hafa nokkru sinni átt.

Jake bætti svo World Poker Tour (WPT) London titli í safnið í ágúst 2010, áður en hann náði í sigur í öðru stórmóti, sem var á netinu, en það var $2.100 No Limit Hold'em viðburðurinn í PokerStars Spring Championship of Online Poker (SCOOP) 2011, þar sem sigurlaunin voru $234.738. Og hann var ekki hættur þetta árið. Jake ferðaðist til Las Vegas í júní, áður en honum tókst að vinna sig í gegnum stappfullan Heads-Up mótavöllinn gegn stærstu nöfnum pókerheimsins þar sem hann vann sitt fyrsta World Series of Poker* armband. Sigurinn þar færði honum $851.192 í vasann, en það þýddi líka að Jake hafði tekist að komast yfir hinn eftirsótta Triple Crown titil svokallaða, að landa titlum í EPT, WPT of World Series viðburðum. Hann lauks svo árinu 2011 með því að missa naumlega af titlinum í World Series of Poker Europe aðalviðburðinum (e. Main Event), þegar hann var sleginn út í 7. sæti sem gaf honum $200.379 í vasann. Nú stefnir Jake að því að verða fyrsti tvöfaldi sigurvegari EPT, en hann komst nærri því árið 2013 þegar hann endaði í 5. sæti í PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final Main Event viðburðinum þar sem hann fékk $329.124 í verðlaun. Þegar PokerStars opnaði lifandi pókersal í London árið 2013, var það við hæfi að sigurvegari í fyrsta stóra viðburðinum væri enginn annar Jake Cody. Hann vann UKIPT Series 1 viðburð sem gaf honum $29.798.

Hann er liðsmaður Team PokerStars Pro og þú finnur hann við spilun á netinu undir notandanafninu „jakecody“.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
PokerStars and Monte-Carlo®Casino EPT Grand Final €10.000 Main Event Maí 2013 5. $329.124
UKIPT Series 1 Apríl 2013  1.  $29.798
2011 WSOPE $10.000 Main Event Október 2011 7. $200.379
2011 WSOP $25.000 Heads-Up Championship Júní 2011 1. $851.192
PokerStars SCOOP $2.100 No Limit Hold’em Maí 2011 1. $234.738
WPT London £5.000 No Limit Hold’em Main Event September 2010 1. $425.492
EPT Deauville €5.000 No Limit Hold’em Main Event Janúar 2010 1. $1.213.194
Full Tilt Poker FTOPS $1.060 No Limit Hold’em 6-Max Nóvember 2009 2. $198.000

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.