Jason Somerville

Jason Somerville

Jason Somerville er líklega duglegasti maðurinn í póker. Fyrir utan að vera einn farsælasti spilari þeirrar kynslóðar sem hóf sig til vegs og virðingar á netinu, er hann líka virtur pókerþjálfari, gestgjafi, vídeógerðarmaður og lýsandi og hann finnur enn hjá sér lausan tíma til að spila fjölmarga aðra leiki á netinu.


Pókerferillinn hans hófst í heimaleikjum með vinum á Long Island, New York. Hann færði svo spilunina sína á netið og innan rúmlega árs var hann orðinn nógu góður til að hafa byggt þá $5 sem hann vann í frímóti upp í innistæðu upp á $100.000.

Helstu úrslit hans á WSOP* eru m.a. armbandssigur í $1.000 No Limit Hold'em viðburði 2011, ásamt fjölmörgum öðrum lokaborðssætum. Hann endaði líka meðal 70 efstu í aðalviðburðinum 2012 (e. Main Event), en stærsta peningaskor ferilsins hingað til var árið 2014 í $100.000 Super High Roller viðburði á Bellagio, þar sem Jason endaði 4. og fékk $1.347.352.   

Mótaúrslit Jason á netinu innihalda sigur í Spring Championship of Online Poker (SCOOP) viðburði 2010 upp á $234.333. Hann hefur líka unnið og náð lokaborðum í öðrum stórum viðburðum PokerStars og Full Tilt, sem samtals hafa fært honum yfir $2.000.000 í peningaverðlaunum á netinu.

Fyrir utan að spila í stærstu lifandi viðburðunum og á netinu á PokerStars, er Jason einnig maðurinn á bak við hina vinsælu Run it UP innistæðuáskorunarröð og hann hefur póstað hundruð myndbanda síðan 2013. Hann sendir líka út efni beint á Twitch og á fjölda fylgjenda um allan heim. Horfðu á Jason á Twitch rás PokerStars og á Run it UP rásinni.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
Bellagio $100.000 Super High Roller Júní 2014 4. $1.347.352
WSOP 2012 $10.000 Championship Main Event Júlí 2012 69. $106.056
WPT LA Poker Classic $10.000 Championship Febrúar 2012 6. $202.910
WSOP 2011 $1.000 No Limit Hold’em Júní 2011 1. $493.091
PokerStars SCOOP $2.100 No Limit Hold’em (High) Maí 2010 1. $234.333
WSOP 2010 $25.000 No Limit Hold’em Júní 2010 4. $386.125
WSOP 2010 $10.000 Heads Up Championship Júní 2010 4. $219.969
WSOP 2009 $3.000 No Limit Hold’em Júní 2009 5. $103.591
WSOP 2009 $1.500 No Limit Hold’em Júní 2009 2. $194.004

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.