Jeff Gross

Jeff Gross

Eins og margir aðrir farsælir pókerspilarar, fínpússaði Michigan-búinn Jeff Gross spilahæfileikana í öðrum leik áður en hann varð ástfanginn af póker. Í þessu tilviki var það þó ekki StarCraft eða Magic: The Gathering sem dreif áfram ástríðu fyrir úrvalskeppni og herkænsku, heldur var það fótboltinn sem er öllu íþróttalegri leikur. Jeff hefur spilað allt sitt líf, þar á meðal er fjögur ár sem hann spilaði í D1-deildinni með University of South Carolina.


Og það var á þessum tíma á meðan háskólanáminu stóð sem hann kynntist pókernum fyrst. Fullir innblásturs eftir að hafa horft á World Series-mótið, byrjaði Jeff og vinahópur hans að spila póker á milli æfinga og það leið ekki á löngu þar til Jeff tók eftir að hann var gæddur náttúrulegum hæfileikum í leiknum. Góður skilningur á stærðfræði, nokkrar vel valdar kennslubækur og nokkur síðkvöld horfandi á menn eins og Daniel Negreanu og aðra hákarla spilandi í sjónvarpinu skiluðu Jeff klárum í frægðarförina inn í pókerheiminn.

Jeff nýtur þess að spila Hold‘em peningaleiki (e. cash games) og mót og síðan hann gerðist atvinnumaður hefur hann náð í nokkur úrslit sem hafa vakið athygli - bæði í eigin persónu og á netinu. Hann hefur komist á fjölmörg lokaborð í World Series, þar á meðal missti hann naumlega af armbandi þegar hann endaði annar árið 2011, ásamt lokaborðum í SCOOP og WCOOP-viðburðum.

Sem vinur og fyrrum herbergisfélagi Ólympíuhetjunnar Michael Phelps, hefur Jeff upplifað það frá fyrstu hendi hvað þarf til þess að komast í fremstu röð í heiminum og hann hefur náð að tileinka sér rétt vinnusiðferði, ákveðni og ástríðu. Umfangsmikið pókerstreymi Jeff og vídeóblogg hafa gert hann enn þekktari í heimum pókers og rafsports og frumkvæði hans við að halda leiknum skemmtilegum og ánægjulegum hefur orðið til þess að hann hefur eignast marga aðdáendur og áskrifendur á meðan. Að verða liðsmaður Team PokerStars Pro var eðlilegt næsta skref fyrir einhvern jafn ástríðufullan og jákvæðan gagnvart því að kynna póker fyrir nýjum áhorfendum.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
2017 SCOOP No Limit Hold’em $1.050 Phase tourney Maí 2017 8. $83.821
2016 PCA No Limit Hold’em $25.000 Janúar 2016 12. $88.020
2015 WSOP No Limit Hold’em $2.500 Júní 2015 6. $86.601
2013 WPT Premier League Season VII NLH $125.000 Nóvember 2013 2. $274.000
2013 WPT Alpha 8 No Limit Hold’em $100.000 Ágúst 2013 3. $414.770
2012 WPT No Limit Hold’em $3.500 Nóvember 2012 3. $317.450
2011 WSOP No Limit Hold’em Shootout $5.000 Júní 2011 2. $269.742
2010 WSOP No Limit Hold’em $1.000 Júní 2010 5. $109.621
2009 WCOOP No Limit Hold’em $530 September 2009 8. $37.314

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.