Kevin Martin

Kevin Martin

Kevin hefur skipt út útvarpsrokki fyrir fjölborðamót enda hefur þessi ungi Kanadamaður unnið sig upp metorðastiga pókersins. Það var vikufrí í vinnunni sem færði hann á þessa nýju framabraut. Hafandi spilað póker til sér gamans, opnuðust augu hans fyrir leiknum á alvarlegri nótum þegar hann las fyrstu pókerbókina sína sem hann lýsir sem magnaðri. Vopnaður alls kyns upplýsingum, lofaði hann sjálfum sér því að hann myndi hætta að vinna sem útvarpsmaður þegar innistæðan hans næði $15.000. Það tók ekki langan tíma.


Það var samt ekki sérlega mikil breyting sem fólst í því að vera með útvarpsþátt á kvöldin þar sem hann ræddi íþróttir, tónlist og hvað annað sem fólk hringdi með inn og vildi spjalla um, yfir í að verða virtur streymari í pókerheiminum á netinu. Hæfileikar hans úr fyrra starfi hafa reynst mikill fengur í því síðara.

Snemma á þrítugsaldrinum var Kevin farinn að spila póker á netinu í fullu starfi. Með tugþúsundir fylgjenda og áskrifenda á síðum eins og Twitch, Twitter og YouTube, er Kevin sönnun þess að áhugi á þessum leik er eins mikill og hann hefur nokkru sinni verið.

Nú er hann stoltur liðsmaður Team PokerStars Online og Kevin vill sýna öðrum efnilegum spilurum hversu skemmtilegur og spennandi póker á netinu er. Hann einbeitir sér að fjölborðamótum í smáupphæðunum, þar sem hann sýnir spilunina sína í lifandi streymi til að fjölga áhorfendunum sínum. Hann nýtur þess að spjalla við nýja spilara og áhugamenn, gefa þeim almenn ráð og heldur þessu léttleikandi og vinalegu.

Markmið Kevins er að bæta leikinn sinn stöðugt áfram og færa sig upp í hærri upphæðir á meðan hann heldur áfram að deila vegferð sinni með áhorfendunum sínum. Þú getur fylgst með honum á Twitch streyminu hans, sem og í gegnum vídeóbloggin hans, félagsmiðlana og YouTube rásina hans. 

Hann nýtur þess að deila stað með þaulvönum atvinnumönnum í póker sem hafa verið honum fyrirmynd á meðan hann hefur verið að bæta og þróa leikinn sinn. En hann er líka jafnspenntur fyrir því að vera fulltrúi smábitaspilarans sem gerir sitt besta til að verða betri á fíltdúknum og þeirra sem langar bara að spila til gamans með vinunum.

Kevin er mikill aðdáandi raunveruleikasjónvarps sem er mjög hreinskilinn um þessa „skrítnu þráhyggju“ sína þar sem hann greinir vinsæla þætti eins og Survivor og Big Brother. Hann keppti meira að segja sem gestur í þriðju þáttaröðinni af Big Brother. Og þegar hann er ekki á kafi í þessari ástríðu sinni nýtur Kevin þess að spila golf, taka upp vídeóblogg og drekka góðan bjór.

Við erum viss um að þú átt eftir að heyra nafn hans mikið oftar eftir því sem frægðarsól hans rís á netinu.

Hann var áður þekktur sem „GarlicXToast“ en Kevin spilar nú undir nafninu „KevinM987“.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.