Leo Fernandez

Leo Fernandez

Áður en hann varð frægur sem pókerspilari var hinn argentínski Leo Fernandez hálfatvinnumaður í skák. Eftir að hafa lært leikinn aðeins fimm ára gamall, varð hann nógu góður til að ná alþjóðameistaratitli FIDE um það leiti sem hann komst á táningsáldurinn og hann er enn hátt á lista yfir skákspilara enn þann daginn í dag. Þrátt fyrir að hann hafði spilað af áhugamennsku í mörg ár, fór Leo að taka pókerinn alvarlega árið 2004 og skömmu síðar komst hann að því að margt af því sem hann hafði tileinkað sér sem skákspilari og við að spila kotru (e. Backgammon) kom honum líka að góðum notum við pókerborðið.


Hann heillaðist af einstökum þáttum pókersins sem mörgum spilurum e.t.v. yfirsást - haglegri stærðfræði, sálfræði og líkamstjáningu - en Leo byrjaði að spila alþjóðlega 2005 og sá fljótt að hann gat nýtt greiningarhæfni sína í nálgin sinni á leikinn og að það fleytti honum í háar peningaupphæðir. Í apríl komst hann í peningasæti í hinu virta $25.000 aðalviðburði á Five-Star World Poker Classic í Las Vegas og endaði hann í 67. sæti með $30.000 í verðlaun. Leo gekk líka vel í fjölmörgum mótum víða í Suður-Ameríku á þessum tíma, sem tryggði honum ríflega $175.000 í vasann. Velgengnin hélt áfram 2007, þar sem hann spilaði í World Series of Poker og hann náði peningasæti í $10,000 World Championship Pot Limit Omaha-viðburðinum, þar sem hann rétt missti af því að ná á lokaborð þegar hann endaði í 18. sæti. Leo snéri aftur til Las Vegas í WSOP* næsta ár og náði tvisvar í viðbót í peningasæti. Hann komst nærri því að ná aftur á lokaborð, en í þetta sinn endaði hann 13. í $2.500 No Limit Hold‘em-viðburði og fékk $19.086. Því fylgdi hann eftir með peningasæti í 6.844 manna aðalviðburðinum, sem gaf honum $35.383 í viðbót. Í janúar 2009 ferðaðist Leo til Bahamaeyja að spila í PokerStars Caribbean Adventure (PCA) og endaði í peningasæti þar sem hann fékk $15.000 fyrir 107. sætið í því sem reyndist síðar vera stærsta lifandi pókermót allra tíma utan Bandaríkjanna. Næst voru það lokaúrslit Season 2 af Latin American Poker Tour (LAPT) á Mar del Plata. Á heimavelli í Argentínu tókst Leo að berjast úr erfiðri stöðu með lágan stafla og komast inn á lokaborð þar sem hann endaði í 6. sæti og fékk $63.250. Í október 2009 fór Leo til London á EPT, þar sem hann náði í 5. sætið í £20.000 High Roller-viðburðinum sem færði honum $165.563. Hann náði svo í stærsta peningasæti ferilsins hingað til þegar hann endaði annar í $25.000 High Roller-viðburðinum í PCA 2017 sem færði honum $554.924. Leo vann svo loksins stóra titilinn sem hann hafði stefnt árið 2012, þegar hann vann í aðalviðburði LAPT Panama og fékk $171.930 í verðlaunafé.

Leo Fernandez Pictures

Þegar hann er ekki spilandi póker kann Leo að meta listir og tónlist. Honum líkar líka vel við jaðaríþróttir - þar sem hann finnur sama fiðring og hann fær spilandi í risamótum í póker. Leo segir að hann sé stoltur af því að vera fyrsti liðsmaðurinn frá Argentínu og hann nýtur þess að vera fulltrúi heimalandsins í stærstu lifandi viðburðunum um allan heim og á netinu á PokerStars. Hann er liðsmaður Team PokerStars Pro og spilar undir notandanafninu „LeoFernandez“.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
BSOP Millions R$5.000 High Roller Desember 2014 1. $150.370
BSOP Millions R$20.000 No Super High Roller Desember 2014 2. $87.840
PCA $5.000 No Limit Hold'em Heads-Up Janúar 2013 3. $23.640
LAPT Panama September 2012 1. $171.930
PCA $25.000 High Roller Janúar 2011 2. $554.925
EPT London £20.000 High Roller Október 2009 5. $165.563
LAPT Mar del Plata Apríl 2009 6. $63.250
PokerStars Caribbean Adventure Janúar 2009 107. $15.000
2008 WSOP® $10.000 Championship Main Event Júlí 2008 257. $35.383
2008 WSOP® $2.500 No Limit Hold’em Júní 2008 13. $19.086
2007 WSOP® $10.000 Pot Limit Omaha Júlí 2007 18. $28.040
WPT Five Star World Poker Classic Apríl 2005 67. $30.000

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.