Liv Boeree

Liv Boeree

Liv Boeree, sem er upprunalega frá Kent í Englandi, er einn farsælasti kvenkyns pókerspilari allra tíma en hún hefur þénað meira en $3.500.000 í tekjur í lifandi mótum. Hún sótti háskólanám við University of Manchester, fékk úrvalsgráðu í stjarneðlisfræði, áður en hún fann frægðina sem fyrirsæta og sjónvarpskynnir í ýmsum þáttum.


Liv smitaðist fyrst af pókerbakteríunni þegar hún var valin til þess að taka þátt í raunveruleikaþætti í póker í Bretlandi árið 2005. Fljótlega eftir það varð hún reglulegur kynnir í ýmsum þáttum sem fjölluðu um póker og það leið ekki á löngu þar til hún var sjálf farin að láta finna fyrir sér við borðið. Fyrsta stóra peningasæti Liv í lifandi póker kom þegar hún vann European Ladies Championship árið 2008 og fékk $42.000, en þar á eftir fylgdi röð annarra eftirtektarverðra peningasæta í viðburðum um allan heim. Helst má þar nefna góðan árangur í Five Star World Poker Classic 2009 í Las Vegas, þar sem hún komst á lokaborð í tveimur hliðarviðburðum og komst í hóp 40 efstu spilaranna í $25.000 WPT Championship Main Event. Því næst kom að stundinni sem breytti lífi Liv um alla tíð og pókerheimurinn fór að sýna henni þá virðingu sem hún átti inni fyrir sinn leik. Liv ferðaðist til Ítalíu til að spila í European Poker Tour (EPT) Season 6 Sanremo-viðburðinum árið 2010 - mót sem reyndist eitt stærsta mót allra tíma þar sem 1.240 spilarar tóku þátt. Eftir nokkurra daga hasar var Liv mætt á lokaborðið og kláraði verðskuldað að leggja alla mótspilarana sem eftir voru og fékk fyrir það titilinn og risastóra útborgun upp á $1.698.300. Þetta var ein besta frammistaðan sem sést hafði á EPT og staðfesti stöðu Liv á meðal allra bestu pókerspilaranna sem komið hafa frá Bretlandi. Hún sýndi líka að hún er heldur ekkert lamb að leika sér við á netinu, því Liv vann í PokerStars Sunday Warm-Up árið 2011, þar sem hún lagði heila 4.710 spilara og hlaut $147.780 í verðlaunafé. Góður mótaárangur í lifandi mótum náðist svo aftur snemma árs 2014, þegar Liv fór nálægt því að vinna UKIPT-titil í Edinborg og svo 2015 þegar hún endaði þriðja í ETP Barcelona High Roller-viðburðinum og fékk $449.383. Árið 2017 bætti hún armbandi í World Series á langa afrekaskrána, þegar hún vann $10.000 Tag Team Championship-viðburðinn ásamt Igor Kurganov og fékk $136.982.

Liv Boeree Pictures

Ákveðin í að ná árangri í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, er ljóst að Liv er ætlað að verða ein skærasta stjarnan sem pókerheimurinn hefur séð og hún mun vafalaust halda áfram að raða stórum titlum á afrekaskrána á næstunni. Fyrir utan pókerinn er Liv mikill tónlistarunnandi og henni þykir gaman að slappa með því að spila á gítarinn sinn. Hún er líka reyndur ræðumaður um málefni sem tengjast vísindum, stærðfræði og leikjafræði, ásamt því að hafa flutt vinsælan TED fyrirlestur. Liv er líka einn af stofnendum Raising for Effective Giving, óhagnaðardrifins góðgerðarfélags sem safnar fjármunum fyrir ýmis málefni um allan heim. Liv Boeree er liðsmaður Team PokerStars Pro og þú finnur hana spilandi á netinu undir skjánafninu „Liv Boeree“ á aðalsíðu PokerStars og svo sem „LivBoeree.fr“ á frönsku leyfissíðunni.

Career Highlights

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
Poker After Dark $25.000 Voices Carry Event Ágúst 2017 1. $150.000
2017 WSOP® $10.000 Tag Team Championship Júní 2017 1. $136.982
EPT Barcelona €25.000 High Roller Ágúst 2015 3. $449.383
UKIPT Edinburgh £1.100 Main Event Janúar 2014 2. $97.058
PokerStars Sunday Warm-Up Febrúar 2011 1. $147.780
EPT San Remo €5.000 Main Event Apríl 2010 1. $1.698.300

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.