Maria Konnikova

Maria Konnikova

Rithöfundurinn Maria Konnikova gat aldreið ímyndað sér að hún færi að spila póker reglulega, né heldur að hún yrði liðsmaður Team PokerStars Pro. María, sem er með doktorsgráðu í sálfræði og tvær metsölubækur á afrekaskránni, ákvað að demba sér aðeins í pókerinn til að gera rannsóknir fyrir nýja bók sem fjallaði um heppni. Það leið ekki á löngu þar til hún uppgötvaði tvennt: 1) hún fann hún var byrjuð að elska leikinn og 2) póker snýst um svo margt annað en heppni.


Frá textagerð fyrir auglýsingar í að skrifa fyrir sjónvarp, blaðamennsku og svo í að verða rithöfundur, var leið Maria í Team PokerStars Pro algjörlega einstök. Hún útskrifast frá Harvard með gráðu í sálfræði og skáldskap og hefur alltaf verið að vinna með orð. Fyrstu tvær bækur hennar voru báðar ofarlega á metsölulistum New York Times og fjölluðu um rökræna hugsun og sálfræði. Þriðja bókin átti að fjalla um tilviljanir og í þágu rannsókna sökkti Maria sér á kaf í veröld pókersins. Hún fann hjá sér nýja ástríðu og hæfileika í leik þar sem hún hefur þegar unnið titil í PokerStars Caribbean Adventure (PCA).

Maria einbeitir sér nær eingöngu að mótum í NLHE, ásamt örlitlu af Pot Limit Omaha, en hún hefur fengið þjálfun og hvatningu frá mörgum af bestu spilurum leiksins, þar á meðal Erik Seidel, Phil „MrSeets28“ Galfond og Jason Koon. Sem liðsmaður Team PokerStars Pro langar hana til þess að deila ást sinni á póker og trú sinni á möguleikum hans til að gera fólk betra í ákvarðanatöku – og ekki bara við borðin. Maria trúir að póker geti hjálpað okkur við að verða bestu útgáfurnar af okkur sjálfum og hún vonast til að dreifa boðskapnum til þeirra sem, eins og hún sjálf, gætu aldrei ímyndað sér að þeir gætu orðið hluti af pókersamfélaginu.

Hápunktar á ferli

ViðburðurDagurStaðaVerðlaun
PCA National $1.650 NLHE Janúar 2018 1. $84.600
APPT 2018 HK$20.000 NLHE Mars 2018 2. $57.519
PCA Main Event $10.300 NLHE Janúar 2018 42. $22.020

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.