Mikhail Shalamov

Mikhail Shalamov

Mikhail Shalamov útskrifaðist úr háskóla 2008 með gráðu í tölvunarfræðum Hann vann svo í smásölu áður en hann gerðist atvinnumaður í póker. Hann smitaðist af pókerveirunni eftir að hann lærði 5 Card Draw og spilaði við vini sína um klink. Þegar vinur hans snéri svo heim eftir að hafa verið skiptinemi í Bandaríkjunum þá kenndi hann hópnum reglurnar í No Limit Hold'em og það leið ekki á löngu áður en Mikhail uppgötvaði að hann hafði fundið nýja leikinn sinn. Hann vann sér inn inneign upp á $50 í gegnum síðu sem kenndi pókertækni og leikaðferðir og hann hefur ekki lagt inn síðan þá.


Þrátt fyrir að vera aðallega peningaleiksspilari, hefur Mikhail líka náð nokkrum mögnuðum úrslitum í mótum, bæði á netinu og í eigin persónu. Hann hefur náð fjölmörgum sinnum í peningasæti í World Series of Poker, þar á meðal 210. sæti árið 2010 í aðalviðburðinum sem færði honum $48.847 og svo peningaverðlaun upp á $24.773 í No Limit Hold'em viðburði árið 2011. Hann spilaði líka í Monte Carlo Grand Final í European Poker Tour (EPT) Season 6 og endaði í peningasæti, en hann datt út í 77. sæti og fékk $33.282.

Hann náði upp í efsta þrep í PokerStars VIP Club og hann komst í fréttirnar í nóvember 2009 þegar hann kláraði persónulega áskorun um að spila 40.000 hendur á einum degi. Hann endaði á að spila samtals 40.088 hendur á undir 19 klukkustundum - nýtt met á þeim tíma. Þó að búið sé að brjóta metið síðan þá, sýnir það okkur að Mikhail helgar sig leiknum af öllum krafti og að það er einmitt sá kostur sem hefur gert hann að goðsögn í pókerheimi Rússlands.

Mikhail hefur átt fjölmörg áhugamál í gegnum árin, þar á meðal að semja tónlist, vera á hjólabretti og að stunda líkamsrækt auk þess sem hann var hálf-atvinnuljósmyndari um tíma. Hann elskar líka að fara á snjóbretti og þar sem hann er með Úralfjöllin í bakgarðinum þá býr hann að fullkomnum aðstæðum allt árið um kring. Mestu af frítíma sínum helgar hann samt syni sínum og eyðir hann eins miklum tíma með honum og hann getur. Mikhail Shalamov er liðsmaður Team PokerStars Online og þú finnur hann spilandi undir notandanafninu „innerpsy“.

Fylgstu með Mikhail Shalamov með því að lesa innerpsy bloggið.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.