Muskan Sethi

Muskan Sethi

Muskan, sem er knúin áfram af forvitni og óhefðbundnu innra afli og þránni til þess að „öðlast líf, en ekki bara lifa“, fór fyrst að vekja eftirtekt í pókerheiminum þegar hún tryggði sér sæti í Shark Cage sjónvarpsþættinum á PokerStars TV 2014.


Fyrir flesta væri það að keppa við stærstu nöfnin í leiknum í keppni um $1.000.000 í sjónvarpinu hápunktur pókersins. Fyrir Muskan var þessi augnabliksfrægð í Barcelona samt ekki endalokin á pókersögu hennar. Og ekki heldur var það upphafið.

Vegferð hennar í átt þess að verða pókerstjarna hófst á unga aldri þegar hún erfði ást sína á leiknum frá ömmu sinni - sem sjálf var ógnvænlegur spilari sjálf. Ferill sem m.a. nær yfir tísku, tölvur og stjórnun – allt á meðan hún á sama tíma fylgdist með póker í sjónvarpinu með föður sínum – virtist vera stefnan sem líf Muskat þróaðist í. En hún átti erfitt með að upplifa sanna ánægju í vinnunni.

Síðar, eftir háskóla og nokkrar tilraunir til að eiga „hefðbundinn“ feril sem ekki heppnuðust, mætti netpókerinn á sjónarsviðið. Muskan byrjaði með leikpeninga og kenndi sjálfri sér fljótt um fínni þætti netpókersins. Framkoma hennar í Shark Cage markaði svo þáttaskil þar sem frammistaða hennar á meðal margra þekktustu spilaranna sannfærði Muskan að hún hefði fundið réttu hilluna í lífinu. Muskan var svo sæmd „First Lady“ verðlaunum forseta Indlands, þar sem stöðu hennar sem fyrsta kvenkyns atvinnupókerspilara landsins var fagnað. Hún hefur líka verið útnefndur sendiherra ábyrgrar spilunar í Indlandi (e. Responsible Gaming Ambassador).

Nú, þegar hún er ekki að vinna með dýrum eða við hlið móður sinnar, þá eyðir Muskan tíma sínum í að skerpa á pókerhæfileikunum sínum til að verða besti spilarinn sem hún getur orðið, við netborðin á PokerStars.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.