Randy Lew

Randy Lew

Á meðan Randy „nanonoko“ Lew var að læra stjórnunarhagfræði í UC Davis, var hann einnig að skapa sér nafn í tölvuleikjaheiminum. Leikurinn sem varð fyrir valinu var „Marvel vs Capcom 2“ og hann spilaði hann í mótaröð á landsvísu allan tímann sem hann stundaði nám við UC Davis í Kaliforníu. Það var þá sem hann hitti spilara sem voru að færa sig úr tölvuleikjum og yfir í netpóker. Randy opnaði reikning á PokerStars og valdi þá notandanafnið sitt nanonoko, sem fyrir löngu er orðið frægt og hann sá fljótt að ákvörðunarhæfni og snögg viðbrögð, sem hann hafði fínpússað í orrustuleikjum, nýttust vel við að spila á mörgum borðum og í miklu magni. Randy byrjaði að spila reglulega ótrúlegt magn handa og hann varð fljótt þekktur sem einn færasti peningaleiksspilarinn í póker á netinu.


Í nóvember árið 2009 komst Randy í fréttirnar þegar hann náði $1 milljónar markinu í tekjum í peningaleikjum - áfangi sem harkarar sem spila vanalega ekki í hærri leikjum en $5/$10 ná sjaldan. Randy hefur ekkert hægt á ferðinni síðan þá og hann hefur aflað sér ótrúlegra tekna reglulega með því að harka í miðbitunum á PokerStars. Hann náði stöðu Supernova Elite árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011 og 2013 með því að spila 6-Max No Limit Hold'em peningaleiki á 24 borðum í einu. Hann setti líka nýtt met í Heimsmetabók Guinness í janúar 2012 þegar hann spilaði samtals 23.493 hendur á 8 tímum og endaði með hagnað.

Randy byrjaði líka nýverið að færa þetta reynslufjall sitt yfir á mótaborðin. Hann náði sínum fyrstu stóru úrslitum á lifandi mótasenunni í nóvember 2011 þegar hann vann aðalviðburðinn í Makaó-stoppi PokerStars Asia Pacific Poker Tour (APPT) þar sem hann fékk $483.857 í verðlaunafé (HKD $3.772.000). Þessu fylgdi hann svo eftir nokkrum vikum seinna með því að ná á lokaborð í $25.000 High Roller viðburði í PokerStars Caribbiean Adventure (PCA) 2012, sem gaf honum $108.780 vasann. Randy hefur líka náð mörgum sinnum í peningasæti í World Series*, þar á meðal inn á lokaborð árið 2013 í $10.000 No Limit Hold'em viðburði þar sem hann fékk $54.024 í verðlaunafé.

Aftur á netinu, þá komst Randy næst því að vinna fyrsta Spring Championship of Online Poker (SCOOP) titilinn þegar hann endaði í 4. sæti í aðalviðburðinum miðþrepi árið 2013 sem tryggði honum $368.445 í verðlaun (sem endurspeglar fjögurra manna samkomulag á lokaborðinu). Árið 2014 varð hann einungis annar spilarinn til að vera heiðraður í Frægðarhöll PokerStars VIP Club fyrir að ná 10 milljónum VPP á lífsleiðinni.

Lifandi póker

Live Poker

Tryggðu þér sæti í stærstu lifandi viðburðunum á þínu svæði og um allan heim, en það eru bæði frímót og almenn undanmót í gangi núna.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.