Ábyrg spilun

Stefnuyfirlýsing

Stars Group reynir sitt ítrasta til að aðstoða og vernda spilara sem eiga á hættu að verða fyrir neikvæðum áhrifum af spilun með fjölmörgum leiðum, þar á meðal með sjálfsútilokunartólum, leiðbeiningum um ábyrga spilun, með því að benda á áhættuþætti og með auðkenningu/staðfestingu spilara.

Við ætlum okkur að aðstoða og vernda þá sem ættu alls ekki að vera spila, eða þá sem vilja setja takmörk á þær upphæðir sem þeir spila fyrir.

Aldursstaðfesting

Spilarar undir lögaldri sem hafa gefið upp rangar eða óheiðarlegar upplýsingar varðandi raunverulegan aldur sinn verða sviptir öllum vinningum og gætu verið dregnir fyrir sakadóm.

Það sem við gerum

 • Sérhver manneskja sem skráir sig fyrir nýjum aðgangi verður að haka við reit sem tiltekur að viðkomandi sé a.m.k. 18 ára. Það gefur öllum til kynna að við tökum ekki við spilurum sem eru undir 18 ára aldri.
 • Þegar spilari stofnar aðgang/reikning hjá okkur fáum við nafn hans, heimilisfang og fæðingardag til að staðfesta að spilarinn sé a.m.k. 18 ára.
 • Við beinum ekki markaðssetningu okkar og auglýsingum að spilurum undir aldri. Það eru hvorki góðir viðskiptahættir né í samræmi við persónuleg gildi okkar eða fyrirtækisins að sækja í spilara sem eru undir aldri.

Það sem þú getur gert

 • Vertu viss um að vernda tölvuna þína. Allar Windows-tölvur er hægt að setja upp með lykilorðastýringu þannig að þú verðir að slá inn lykilorð til þess að komast á skjáborðið. Almennt er þetta góð venja en þetta er líka mikilvægt þegar það eru börn og ungmenni á heimili þínu. Þú skalt einnig halda Stars ID auðkenni þínu og lykilorði leynilegu. Þú getur valið að láta hugbúnaðinn ekki muna lykilorðið þitt í hvert sinn sem þú skráir þig inn. Ef þú telur að einhver annar gæti reynt að fá aðgang að Stars Account-aðgangi þínum ættirðu ekki að heimila hugbúnaðinum að muna lykilorðið þitt.
 • Ef þú ert með börn eða unglinga á heimili þínu skaltu nota hugbúnaðarvörn sem leyfir þér að takmarka að hvaða heimasíðum þau hafa aðgang, koma í veg fyrir deilingu á skrám og almennt hafa góða stjórn á því hvernig börnin þín nota netið. Hér er listi yfir sum þessara forrita:
 • Ef þú veist af einhverjum sem er undir lögaldri og er að nota forritið okkar skaltu láta okkur vita. Hafðu bara samband við þjónustuliðið og við kíkjum strax á málið. Við byrjum á því að kynna okkur málið og, ef tilefni er til þess, frysta reikning spilarans og óska eftir auðkenningu frá þeim spilara. Við tökum slíkar tilkynningar alvarlega.
 • Vertu ábyrgt foreldri. Á margan hátt felst það einfaldlega í því að hafa augu og eyru opin. Ef þú heyrir börnin þín tala um reikninga í leikjum á netinu, innlegg og úttektir, skaltu byrja að spyrja spurninga. Ef þú sérð hugbúnaðinn á tölvu barnsins þíns skaltu fjarlægja hann og spyrja frekari spurninga um málið. Ábyrgt foreldri er besta forvörnin gegn spilun þeirra sem eru undir lögaldri. Þú getur fundið ráð um hvernig ætti að tala við ungt fólk um fjárhættuspil hér.

Sjálfsútilokun

Ef þú trúir því að það að spila leiki gæti verið þér hindrun í lífinu frekar en birtingarmynd skemmtunar, viljum við aðstoða þig. Fyrst skaltu skoða eftirfarandi spurningar:

1. Hefurðu einhvern tímann misst úr skóla eða vinnu vegna spilunar?
2. Hefur spilun valdið því að þú vanrækir velferð þína eða fjölskyldu þinnar?
3. Hefurðu einhvern tímann selt eitthvað eða fengið lánaðan pening til að fjármagna spilunina þína?
4. Hefurðu oft spilað þar til síðustu krónurnar þínar eru búnar?
5. Hefurðu einhvern tímann spilað lengur en þú ætlaðir þér?
6. Hefurðu einhvern tímann íhugað sjálfsskaða eða sjálfsmorð í kjölfar spilunar?

Ef þú svaraðir fleiri spurningum hér játandi hvetjum við þig til að skoða Gamblers Anonymous.

Þú getur tekið þetta próf í heild sinni á einni af eftirfarandi síðum:

http://www.gamcare.org.uk/get-advice/self-assessment-tool
www.ncpgambling.org/i4a/survey/survey.cfm?id=6

Einnig gefum við þér möguleika á að beita sjálfsútilokun frá spilun í mismunandi löng tímabil.

Til þess að gera þetta ferðu í aðalanddyri tölvuhugbúnaðarins og velur Tools > Responsible Gaming > Exclude me from playing. Í símanum ferðu í More > Settings & Tools > Responsible Gaming.

Athugaðu að allar sjálfsútilokarnir og hlé eru óafturkræf á meðan valið tímabil stendur yfir. Því til viðbótar ná öll sjálfsútilokunartímabil yfir alla leiki. Sjálfsútilokun þín gildir um Stars Account-aðganginn þinn og um allar vörurnar okkar sem krefjast þess að þú notir Stars ID til að spila. 

Ef þú vilt útiloka þig frá tilteknum leik geturðu farið í borðatakmörkin (e. table-limits) og stillt takmarkið þitt á Don't play (ekki spila).

 • Við bjóðum 12 tíma og 24 tíma kælitímabil sem og 7 daga, 30 daga, 60 daga og 120 daga hléstímabil. Þú munt ekki getað spilað neina leiki sem við bjóðum fyrir raunverulega peninga eða leikpeninga í hugbúnaði okkar. Eftir að þú smellir á hnappinn sem biður um hlé eða sjálfsútilokun færðu beiðni um að þú lokir öllum borðum sem þú ert að spila á þá stundina. Eftir að þú hefur gert það hefst sjálfsútilokunartímabilið. Þú skráist sjálfkrafa úr öllum mótum sem hefjast á meðan hléið eða sjálfsútilokunartímabilið stendur yfir. Þú munt ekki getað lagt inn eða fært á milli reikninga með Stars Account reikningnum/aðganginum þínum. Þú færð heldur ekki neinn markaðspóst eða fréttabréf frá okkur.
 • 6 mánaða sjálfsútilokun. Þetta er eins og önnur sjálfsútilokunartímabil, nema við biðjum þig um að taka út alla raunverulega fjármuni sem þú átt inni á Stars Account reikningnum þínum. Einnig opnast ekki sjálfkrafa fyrir reikninginn þinn að tímabili loknu. Ef þú vilt snúa aftur til þess að spila hjá okkur geturðu haft samband við þjónustuliðið eftir að sjálfsútilokunartímabilinu lýkur.
 • Sjálfsútilokanir lengri en 6 mánuðir og varanlegar sjálfsútilokanir. Ef þú óskar eftir sjálfsútilokun sem er lengri en 6 mánuðir, eða að sjálfsútilokunin þín sé varanleg, biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við þjónustuliðið.
 • Spilarar sem útiloka sjálfa sig á meðan mót stendur yfir munu samt sem áður geta klárað hvert það mót sem þegar er í gangi sem þeir eru að spila í fyrir. Þetta þýðir líka að spilarar sem óska eftir sjálfsútilokun frá spilun eftir að hafa komist áfram á Dag 2 í margra daga móti geta samt sem áður spilað í því móti næstu daga á eftir, þrátt fyrir að sjálfsútilokunartímabilið þeirra sé hafið. Spilarar sem velja að spila ekki næstu daga á eftir munu ekki fá neinar bætur í staðinn. Þetta gildir ekki um fasamót (e. phased tournaments), svo þú skalt vera viss um að þú getir spilað í mótinu í heild sinni áður en þú skráir þig til leiks í fyrsta fasa.

Ef þú notar Windows eða Mac-tölvu og óskar eftir sjálfsútilokun frá allri spilun á netinu skaltu íhuga það að sækja gamban®, hugbúnað sem hjálpar þér með því að hindra aðgang að öllu fjárhættuspili á netinu.

Þú gætir líka viljað fjárfesta í GamBlock, hugbúnaði sem takmarkar aðgang tölvunnar að spilasíðum á netinu.

Svona spilarðu á netinu á ábyrgan hátt

Ef þú velur að spila á netinu eru nokkur almenn ráð sem geta aðstoðað þig við að gera spilaupplifunina þína öruggari og draga úr hættunni á að vandamál geri vart við sig.

 1. Spilaðu þér til skemmtunar en ekki sem leið til að afla fjármuna.
 2. Spilaðu með peninga sem þú hefur efni á að tapa. Notaðu aldrei peninga sem þú þarft að nota í mikilvæga hluti eins og mat, leigu, reikninga eða nám.
 3. Settu innleggstakmörk og tryggðu að þú leggir aldrei meira inn en þú hefur efni á að tapa.
 4. Ekki reyna vinna upp tapið. Ef þú tapar peningum skaltu ekki spila fyrir hærri upphæðir til að reyna ná tapinu til baka.
 5. Ekki spila þegar þú ert í uppnámi, finnur þreytu eða depurð. Það er erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar þér líður illa.
 6. Bættu upp spilatímann þinn með öðrum athöfnum. Finndu annars konar skemmtun svo að spilunin skipi ekki of stóran sess í þínu lífi.

Ef þér líður eins og þú gætir átt við spilavanda að stríða og vilt leita frekari ráða eða fá ráðgjöf, geturðu skoðað eftirfarandi vefsíður:

Takmörk sett á innleggin þín og kaup í raunverulegum peningum

Við trúum því að þú eigir að stjórna því hvað þú vilt spila með mikla peninga þegar þú spilar á netinu. Þess leyfum þér því að setja vikuleg takmörk á peningainnleggin þín. Að sjálfsögðu geta þessi takmörk ekki verið hærri en þau takmörk sem við höfum fyrir á reikningnum þínum.

Takmörk sett á innlegg

Setja takmörk á peningaleiksborð, mótatakmörk, kasínóleiki og íþróttagetraunir

Með því að setja borðatakmörk og mótatakmörk fá einstakir spilarar möguleika á að hafa stjórn á eyðslunni sinni með því að takmarka sjálfa sig frá því að spila í tilteknum borðaupphæðum og innkaupsupphæðum í mót.

Takmörk sett á leiki  

Þú getur líka útilokað þig frá einstökum kasínóleikjum með sama valseðli sem er að finna í Tools. Það er líka í boði að útiloka þig frá íþróttagetraunum í þessum valseðli.

Þú getur líka skráð þig inn á reikninginn þinn í gegnum vefsíðuna okkar. Þú kemst í tólin okkar fyrir ábyrga spilun í gegnum Account-valseðilinn.

Ef þú vilt að einhver takmörkun gildi varanlega eða í tiltekinn tíma skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuliðið með slíka beiðni.

Over 18 Only GamCare Certified GamCare Adictel Worried about excessive play? Click here for help. Tactus Centrum voor

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Um þjónustu

FAQ

Þjónustuliðið okkar hefur útbúið lista með spurningum sem því berst oft frá spilurunum, og þeim er öllum svarað.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.