Dúsustefna - Vefsvæði Stars Interactive Group

Flest vefsvæði og heimasíður sem þú heimsækir nýta svokallaðar dúsur (e. cookies) á einn eða annan hátt til að bæta upplifun notandans á síðunni. Þó að notkun dúsa sé almennt skaðlaus, þá þykir sumu fólki þær vera óþarflega nærgöngular og vilja því loka á sumar eða allar dúsur, eða eyða þeim dúsum sem komið hefur verið fyrir áður. Til að gefa þér skýrari mynd um hvernig dúsur eru notaðar, svo að þú getir tekið upplýstari ákvörðun, þá er þessari stefnumörkun ætlað að lýsa því hvað dúsur (e. cookies) eru, hvernig við notum þær á vefsvæðinu okkar og hvað þú þarft að gera ef þú vilt breyta þínum eigin stillingum fyrir dúsurnar.

Vinsamlegast athugaðu að með því að nota þessa vefsíðu, þá samþykkir þú hvernig við notum dúsur (e. cookies) eins og lýst er í þessari stefnumörkun.

1. Hvað eru dúsur?

Dúsur, eða „cookies“ á ensku, eru litlir textastrengir með upplýsingum sem er hlaðið í tölvuna þína eða símtæki (vísað til alls sem „Tæki“) þegar þú ferð inn á heimasíðu/vefsvæði. Netvafrinn þinn sendir svo þessar dúsur aftur til þess vefsvæðis sem þær komu frá í hvert sinn sem komið er á síðuna, eða á annað vefsvæði sem þekkir dúsurnar. Þú getur fundið nánari upplýsingar um dúsur á www.allaboutcookies.org.

Það er mikil hjálp fólgin í dúsum og það er hægt að nota þær í margvíslegum tilgangi. Þær gætu meðal annars nýst þér til að fara á milli síðna á fullkomnari hátt, þær muna val og stillingar sem þú hefur slegið inn og þær gera samskipti á milli þín og vefsvæðisins fljótlegri og þægilegri. Stundum eru dúsur notaðar til að hjálpa til við að tryggja að þær auglýsingar sem þú sérð á netinu tengist þínum áhugamálum og eigi erindi við þig.

 1. Dúsur settar upp og vistaðar 
  Dúsur (e. cookies) gætu verið settar upp bæði af vefsíðunni sjálfri sem þú ert að skoða („dúsur fyrsta aðila“) eða af vefsíðu þriðja aðila sem er með efni í gangi á síðunni sem þú ert að skoða þá stundina („dúsur þriðja aðila“)

  Þær gætu verið vistaðar annað hvort á meðan heimsóknin stendur yfir á síðunni eða þannig að þær séu vistaðar yfir fleiri heimsóknir. Við munum nota eftirfarandi hugtök til að lýsa því hvernig dúsur eru vistaðar:

  Lotudúsa (e. session cookie): Dúsa sem leyfir okkur að tengja saman aðgerðir þínar á meðan samfelld lota stendur yfir í vafra. Lota í vafra hefst þegar þú opnar glugga vafrans og henni lýkur þegar þú lokar honum aftur. Lotudúsur verða til tímabundið og þeim er eytt um leið og glugga vafrans er lokað.

  Langfær dúsa (e. persistent cookie): Dúsa sem verður áfram til á tækinu þínu í þann tíma sem er tilgreindur í dúsunni sjálfri og hún verður virk í hvert sinn sem þú heimsækir síðuna sem stofnaði til þessarar ákveðnu dúsu.

 2. Ýmsar gerðir af dúsum
  Það eru fjórar grunntegundir til af dúsum:

  Algjörlega nauðsynlegar dúsur: Þessar dúsur eru nauðsynlegar til þess að þú getir vafrað um og nýtt ýmsa eiginleika vefsvæðis, eða til að geta veitt þér þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Til dæmis, að muna eftir hlutum sem þú hefur sett í innkaupakörfu á netinu. Við þurfum ekki að fá samþykki frá þér til þess að nota þessar dúsur.

  Virknitengdar dúsur: Þessar dúsur gefa vefsvæði leyfi til að muna það val sem þú hefur gert (eins og notandanafn, tungumál, eða svæði sem þú ert á) og þær veita þér aukna og bættari virkni svæðisins/síðunnar og auðvelda við að persónutengja upplifunina. Til dæmis gæti heimasíða útvegað þér staðfærðar upplýsingar um veðrið í nágrenninu eða fréttir af færð á vegum með því að geyma dúsu með upplýsingum um svæðið sem þú ert á. Dúsan gæti geymt upplýsingar um að þú vilt stærra letur, aðra leturgerð eða breytt útlit á síðum sem leyfa sérsnið notenda og þær geta veitt þér þá þjónustu sem þú hefur beðið um, eins og að horfa á myndband eða skrifa athugasemd við bloggfærslu. Upplýsingarnar sem þessar dúsur geyma eru gerðar ópersónugreinanlegar og þær geta ekki safnað upplýsingum um hvaða síður þú heimsækir annars staðar á netinu.

  Frammistöðudúsur (performance cookies): Þessar dúsur eru notaðar til að safna upplýsingum um hvernig þú notar ákveðið vefsvæði, til dæmis hvaða síður þú ferð oftast á eða hvort að það komi upp villuboð frá síðunum. Þessar dúsur safna ekki upplýsingum sem hægt er að nota til að bera kennsl á þig persónulega. Allar upplýsingarnar sem safnað er af þessum dúsum er safnað saman í safngagnagrunn og eru þær þess vegna ekki persónugreinanlegar. Þær eru eingöngu notaðar til að bæta frammistöðu vefsvæðisins eða virkni.

  Markdúsur eða auglýsingadúsur: Þessar dúsur eru notaðar til að koma auglýsingum til skila sem hafa einhverja þýðingu fyrir þig eða tengjast áhugamálum þínum. Þeim er einnig ætlað að takmarka fjölda skipta sem þú getur séð hverja auglýsingu sem og til að mæla virkni auglýsingaherferðar. Þær eru vanalega settar inn af umsjónaraðilum auglýsinganeta, eftir að hafa fengið leyfi frá rekstraraðila vefsvæðisins til að gera slíkt. Þessar dúsur muna hvort að þú hefur heimsótt síðu áður og þessum upplýsingum er deilt með öðrum stofnunum eða aðilum eins og auglýsendum. Oft eru markdúsur eða auglýsingadúsur tengdar virkni síðu sem haldið er úti af hinum aðilanum. Til að fá nánari upplýsingar um auglýsingadúsur tengdar netvafri og vernd persónuupplýsinga skaltu skoða leiðarvísi sem gefinn er út af samtökum auglýsenda á netinu og er á www.youronlinechoices.com.

2. Svona notum við dúsur

Við notum dúsur á vefsvæðum okkar vegna hugbúnaðs sem tengist síðunum okkar og fyrir aðgengilegar upplýsingar á síðunum okkar, svo sem upplýsingar um hvernig þú spilar póker, um ýmis pókermót hjá okkur á netinu eða í raunheimum sem og um kynningarnar okkar. Við leggjum aldrei auglýsingar frá þriðja aðila á vefsvæði okkar en við leyfum þó þriðju aðilum að leggja dúsur á vefsvæðin okkar sem gera okkur kleift að senda þér sérsniðnari auglýsingar þegar þú ert á öðrum vefsvæðum.

Nema eins og kemur fram í þessari dúsustefnu, þá deilum við aldrei upplýsingum sem við fáum með dúsum með neinum þriðja aðila.

Við notum eftirfarandi dúsur á vefsvæðum okkar:

 1. Algjörlega nauðsynlegar dúsur
  Við notumalgjörlega nauðsynlegar fyrsta aðila dúsur til þess að geta fylgst með hvaða þriðji aðili í markaðssamsstarfi við okkur gæti verið að vísa netumferð inn á síðuna okkar. Þessar dúsur eru langfærar og þær hafa yfirleitt líftíma upp á tvö ár. Við sameinum skráningarupplýsingarnar þínar við þessar dúsur svo að við getum vitað í gegnum hvaða markaðstengda samstarfsaðila þú skráðir þig.
  Við notum XSRF-TOKEN fyrir beiðnir þvert á síður til að vernda gegn fölsunum (e. cross site request forgery protection). Þetta er lotudúsa.
 2. Virknitengdar dúsur
  Við notum eftirfarandi fyrstu aðila virknitengdar dúsur:

  _test: Þetta leyfir okkur að athuga hvort þú hafir virkjað dúsur. Þetta er lotudúsa.

  _ps_visit: Þessi dúsa leyfir okkur að skynja hvort að þér hafi verið sýnd tilkynning um notkun á dúsum og mun svo tryggja að þér verði ekki sýndur þessi sami borði aftur. Þetta er langfær dúsa með varanlegan líftíma.

  _ps_close: Við notum þessa dúsu í tengslum við snjalltækjaborðann okkar, til þess að sjá hvort þú hafir lokað honum. Þessi dúsa er langfær með varanlegan líftíma. _ps_webcashier: Við notum þessa dúsu í tengslum við snjallforritin (öppin) okkar, til að skynja hvort þú hafir halað niður appinu með biðlaranum og til að sýna þér mismunandi hnappa. Þessi dúsa er langfær með líftíma upp á 3 mánuði. PHPSESSID: Þessi dúsa er notuð á www.pokerstars.tv og www.fulltilt.com síðunum okkar. Hún skráir hjá sér hvenær þú byrjar vafralotuna þína, til að auðvelda þér skoðunina og hún sér til þess að vefsvæðið bregðist betur við því sem þú ert að gera. Þetta er lotudúsa.

  k visit: Þessi dúsa er notuð annað slagið í tengslum við þann möguleika á að geta gert könnun inni á www.pokerstars.tv vefsvæðinu, sem við svo notum til að koma til skila upplýsingum um hvað notendum finnst um síðuna og þættina sem eru í boði. Þetta er langfær dúsa með líftíma í eitt ár.

  Login ID, Session ID, Signature, Web Token: Þessar dúsur eru notaðar fyrir innskráningar. Þær eru lotudúsur.

  Web ID: Þessi dúsa er notuð til að breyta notandanafninu þínu í tölu. Hún er til að auka öryggi. Þetta er langfær dúsa. Install ID (WIID): Þessi dúsa er notuð til að auka öryggi og til að fylgjast með því hvað þú hefur gert á svæðinu. Þetta er langfær dúsa. Login

  Source:
   Þessi dúsa er notið til að skilja hvernig þú ert að nota svæðið og hvaða verkvang (e. platform) þú notar. Þetta er langfær dúsa.

  License & Site: Þessi dúsa hjálpar okkur að vita hvaða leyfissvæði þú þarft að sjá og svo að bjóða þér síður til samræmis við það á réttu tungumáli. Þetta eru langfærar dúsur.

  Country Code:
   Þessi dúsa leyfir okkur að færa þér rétt landsbundið efni og innihald. Þetta er langfær dúsa. GUI Version: Þessi dúsa leyfir okkur að sjá hvernig þú ert að nota vefsvæðin okkar svo við getum fært þér betri heildaraðstoð ef einhver vandamál koma upp á einhverjum svæða okkar. Þetta er langfær dúsa.

  Við notum eftirfarandi þriðju aðila virknitengda dúsu: Adobe Flash Player: Þessi dúsa er notuð á síðunni okkar www.pokerstars.tv og hún vistar notandastillingar, eins og t.d. hljóðstyrk. Þetta er langfær dúsa með varanlegan líftíma. 

 3. Frammistöðudúsur (performance cookies):
  Við notum stundum eftirfarandi þriðju aðila frammistöðudúsur á síðunum okkar:

  Hotjar: Við notum greiningarþjónustu frá Hotjar Limited (http://www.hotjar.com/) til þess að skilja betur hvernig gestirnir okkar nota vefsvæðið okkar. Við notum eftirfarandi sértækar dúsur: (i) _hjUserId. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og notandi hleður síðu sem inniheldur Hotjar-kóðann. Dúsan inniheldur vanalega algilt einstakt auðkennismerki (UUID) sem gerir Hotjar kleyft að fylgjast með saman notanda yfir ýmsar síður og heimsóknarlotur; (ii) _hjClosedSurveyInvites. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og gestur snertir á skoðanakannana boðseiningunni sem sprettur upp. Hún er notuð til að tryggja að sama boðið birtist ekki aftur ef það hefur þegar verið sýnt áður; (iii) _hjDonePolls. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og gestur lýkur við skoðanakönnun sem hefur verið sett upp með álitskönnunarfangi (e. Feedback Poll widget). Hún er notuð til að tryggja að sama boðið birtist ekki aftur ef það hefur þegar verið sýnt áður; (iv) _hjMinimizedPolls. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og gestur smækkar fangið fyrir álitskönnunina. Hún er notuð til að tryggja að fangið haldist smækkað á meðan gesturinn vafrar í gegnum síðuna; (v) _hjDoneTestersWidgets. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og gestur sendir inn upplýsingarnar sínar í gegnum Recruit User Testers fangið. Hún er notuð til að tryggja að sama boðið birtist ekki aftur ef það hefur þegar verið sýnt áður; ((vi) _hjMinimizedTestersWidgets. Þessi langfæra dúsa er sett um leið og gestur smækkar fangið fyrir Recruit User Testers. Hún er notuð til að tryggja að fangið haldist smækkað á meðan gesturinn vafrar í gegnum síðuna; og (vii) _hjIncludedInSample. Þessi lotudúsa er stillt þannig að hún leyfi Hotjar að vita hvort þessi tiltekni gestur sé með í úrtakinu sem er notað til þess að útbúa leiðir/trektar.

  Google Analytics (_utma, _utmb, _utmc, _utmt, _utmv, _utmz, _ga, _gat, _gat_t1): Google Analytics er vefgreiningarþjónusta sem rekin er af Google, Inc (http://www.google.com/analytics/). Google Analytics kemur dúsum fyrir til þess að meta þjónustustuna sem við bjóðum á netinu og í snjallforritunum og sendir okkur svo skýrslur um hvernig þetta er notað. Við notum einnig Google Analytics til að gera tilraunir með efnisinnihald á síðunum, en þannig getum við prófað mismunandi efni til að gera síðurnar betri fyrir notandann. Google Analytics notar bæði lotudúsur og langfærar dúsur. Langfæru dúsurnar hafa yfirleitt líftíma á bilinu sex mánuðir til tvö ár.

  ClickTale: ClickTale er vefgreiningarþjónusta sem ClickTale, Inc. býður (http://www.clicktale.com/). ClickTale kemur dúsum fyrir á sumum af vefsvæðunum okkar til að geta gefið okkur upplýsingar um hvað notendur gera inni á síðunum sem þeir heimsækja. Dúsurnar sem ClickTale kemur fyrir eru langfærar og þær hafa líftíma upp á eitt ár.

  Maxymiser: Sum vefsvæðin okkar nota greiningarþjónustu frá Maxymiser Limited (http://www.oracle.com/marketingcloud/products/testing-and-optimization/index.html), til að þekkja og telja fjölda gesta sem koma á vefsvæðin og gera okkur þannig kleift að sjá hvernig gestir á síðunni vafra um vefsvæðin okkar. Í því samhengi viljum við nefna að við notum eftirfarandi dúsur frá Maxymiser: (i) mmact, mmid, mmcore.srv, mmcore.txt, mmcord.pd and mmcore.pd. Þetta eru langfærar dúsur; (ii) maxymiser.optout. Þessi dúsa er notuð til að leyfa Maxymiser að virkja eða óvirkja Maxymiser í hverjum og einum af netvöfrunum þínu. Þetta er langfær dúsa; (iii) mmcore.tst. Þessi dúsa er sett af verkvanginum til þess til prófunar til að sjá hvort hvort stillingar í vafranum þínu leyfi eða leyfi ekki að dúsur séu settar upp í vél notandans. Þessi dúsa er lotudúsa; (iv) mmpa.tst. Þetta er fyrri útgáfa sömu dúsu. Þessi dúsa er lotudúsa.

  Vinsamlegast athugið að við notum ekki greingardúsunar til að safna neinum persónugreinanlegum upplýsingum um þig. Hinsvegar gætum við sameinað skráningarupplýsingarnar þínar með gögnunum sem við fáum frá greiningarþjónustunum hér að ofan til að greina sjálfir hvernig þú nýtir þér þjónustuna okkar. 

 4. Mark-/auglýsingadúsur
  Við notum eftirfarandi fyrstu aðila mark- eða auglýsingadúsur:

  gidclient: Þessi dúsa inniheldur biðlaraauðkennabreytu Google sem er notuð af greiningarteyminu til að ákvarða hvaðan umferð frá tengdum markaðsaðilum (endursöluaðilum) kemur. Þessi dúsa er langfær með líftíma í einn mánuð.

  adqID: Þessi dúsa inniheldur Adquant auglýsingaauðkenni, sem er notað til að ákvarða hvaðan umferð um félagsmiðla kemur. Þessi dúsa er  langfær með líftíma í einn mánuð.

  Við notum stundum eftirfarandi þriðju aðila mark-/auglýsingadúsur á síðunum okkar:

  Adnetik / Digilant: Sum vefsæði okkar nýta auglýsingaþjónustuna Adnetik (heitir nú „Digilant“ eftir endurmörkun) og það er Media Contacts Limited sem býður þjónustuna (http://www.digilant.com/). Adnet / Digilant kemur fyrir dúsum á ákveðnum síðum svo að við getum greint hvort viðkomandi hafi áður gert það sama á síðunni og við þá þannig beint öðrum upplýsingum að honum. Þetta er langfær dúsa með ótakmarkaðan líftíma.

  Cognitive Match: Lítill hluti vefsvæða okkar nýtir sér markþjónustu innan svæðis, sem Cognitive Match Limited býður (http://www.cognitivematch.com/). Cognitive Match kemur dúsum fyrir á þessum síðum til þess að geta þjónustað okkur um beinvirka hagræðingu á skapandi lausnum, en þannig getum við séð til þess að vefsvæðin okkar eigi betur við þig. Dúsurnar sem Cognitive Match kemur fyrir eru langfærar og líftími þeirra er óendanlegur.

  Double Click: Við heimilum Double Click, þjónustu sem rekin er af Google (http://www.google.com/doubleclick/), að setja upp tvær dúsur í tækjunum þínum í gegnum vefsvæði okkar. Sú fyrri, kölluð "test cookie", er langfær dúsa með líftíma í fimmtán mínútur. Þessi prufudúsa athugar hvort að vafrinn þinn taki við mark-/auglýsingadúsum. Ef hann gerir það setur Double Click upp aðra dúsu hjá þér sem kallast "id" í tækinu þínu. Þetta er langfær dúsa með líftíma í tvö ár. Double Click setur einnig þessar dúsur upp í tækinu þínu þegar þú sérð auglýsingarnar okkar á öðrum vefsvæðum. Við notum dúsur Double Click til að mæla skilvirkni auglýsingaherferða okkar, til að takmarka fjölda þeirra skipta sem þú sérð auglýsingu, til að muna að þú hafir heimsótt vefsíðu, og til að kalla fram auglýsingar sem eiga betur við áhugamál þín. Til að kynna þér þetta nánar skaltu kíkja á síðuna http://www.google.com/policies/privacy/ads/.

  promo, sti, pti, date: Eru dúsur samstarfsaðila og notaðar til að fylgjast með og meta umbreytingu/skráningar sem koma frá samstarfssvæðum okkar. Þetta eru langfærarar dúsur með varanlegan líftíma sem gætu tekið breytingum í samræmi við stefnu okkar um samstarfsaðila (e. affiliate programme policy).

  pstrk: Þetta leyfir okkur að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar notanda sem fólk hefur halað niður. Þetta er langfær dúsa með varanlegan líftíma.

  pstrk.mminfo(testid): Þessi dúsa leyfir okkur að samþætta Maxymiser A/B test við önnur fylgnitól eins og GA. Þetta er langfær dúsa með varanlegan líftíma.

  pstrk.ref(tempRef): Þetta er lotudúsa sem geymir tímabundið tilvísanda yfirstandandi heimsóknar og rennur út strax eftir að heimsóknarlotu lýkur.

  pstrk.gid: Þetta er langfær dúsa sem geymir aðeins hluta GA-upplýsinga eins og ópersónugreinanlega notandatölu og lotuskráningartölur (e. session index).

  pstrk.utmid(__tempUTMID): Þetta er lotudúsa sem geymir tímabundið urchin utm_id.

  Signal: Signal er merkjastýringarkerfistækni sem aflar þjónustugagna til að stýra og stjórna gagnasafni sem verður til á vefsvæðum okkar og snjalltækjaöppum (gagnabrunnar). Það ákvarðar, les og breytir dúsum eða öðrum vistuðum efniseiningum í vafra gesta sem koma að þessum gagnabrunnum. Þar af leiðandi verða til gögn vegna þessara heimsókna sem Signal gæti safnað af hálfu Stars Interactive Group. Þessi gögn gætu innihaldið: 

  IP-tölur og aðra einstaka auðkenna fyrir hverja tölvu, snjallsíma eða aðrar upplýsingar tækja um vefvafra gesta og tæki;

  upplýsingar um gagnvirkni spilara við gagnabrunna biðlarans, svo sem hvaða efni er skoðað;

  lýðupplýsingar, svo sem staðsetningu;

  gögn sem auðkenna vefvafra gesta og tæki gagnvart fleiri en einni þjónustu þriðja aðila.

  Signal vistar ekki aða deilir neinum þessara upplýsinga með þriðja aðila. Gögnin sem safnast eru aðeins til notkunar af okkur.

3. Svona breytirðu stillingum fyrir dúsur

Það eru ýmsar leiðir í boði fyrir þig til að stjórna dúsum og stillingum fyrir þær.

Þú ættir að hafa hugfast að með því að eyða eða loka á allar dúsur gætu sum eða öll vefsvæði sem þú heimsækir (eða hlutar þeirra) ekki virkað rétt eða eins og til er ætlast.

Ef þú gerir dúsuna okkar "_ps_visit" óvirka, eða ef þú eyðir öllum dúsum, er ekki hægt að vista valkostina þína og þú færð þá tilkynningu um dúsur í hvert einasta sinn sem þú heimsækir einhverja af síðunum okkar.

Eins og er þá er tæknilega ekki hægt að ákveða stillingar fyrir dúsur fyrir einstakar vefsíður hjá okkur.

Hinsvegar getur þú stjórnað stillingum fyrir dúsur í gegnum vafrann þinn, sem og á heimasíðum þriðju aðila sem setja dúsur á tækið þitt í gegnum vefsvæðin okkar.

 1. Slökkt á dúsum í gegnum netvafrann þinn

  Flestir nútímavafrar bjóða þér upp á almennar upplýsingar um dúsur, hvort þú vilt sjá hvaða dúsur þú ert með settar upp, leyfa þér að eyða þeim öllum eða einni í einu, og leyfa þér að virkja eða loka fyrir uppsetningu á dúsum frá öllum vefsvæðum eða vefsvæðum sem þú velur hverju sinni. Þú getur einnig yfirleitt lokað fyrir auglýsingadúsur frá þriðja aðila sérstaklega. 

  Vinsamlegast athugið að ef þú breytir stillingum fyrir dúsur í vafranum þínum, að nema þú eyðir eða lokir fyrir hverja dúsu fyrir sig, þá munu breytingar á stillingum eiga við um öll vefsvæði sem þú heimsækir - ekki bara okkar síður. Þú þarft líka að stilla dúsurnar þínar á hverjum vafra fyrir sig.

  Upplýsingar um dúsur er yfirleitt að finna undir "Help/Hjálp" hluta vafrans þíns. Hér að neðan eru svo nokkrir hlekkir á "Help" hlutann fyrir nokkra algenga vafra:

  Internet Explorer - http://support.microsoft.com/kb/196955

  Windows Phone - http://www.microsoft.com/windowsphone/en-us/howto/wp7/web/changing-privacy-and-other-browser-settings.aspx

  Google Chrome - http://support.google.com/chrome/bin/answer.py?hl=en&answer=95647

  Google Android - http://support.google.com/android/?hl=en

  Mozilla Firefox - http://support.mozilla.org/en-US/kb/cookies-information-websites-store-on-your-computer?redirectlocale=en-US&redirectslug=Cookies

  Opera - http://www.opera.com/browser/tutorials/security/privacy/

  Safari - http://www.apple.com/support/safari/ 

  Blackberry - https://help.blackberry.com/en/blackberry-leap/10.3.1/help/mwa1334238823957.html

 2. Slökkt á dúsum frá þriðja aðila 

  1. Slökkt á virknidúsum frá þriðja aðila
   Þú getur slökkt á þriðja aðila dúsum Adobe Flash Player með því að fara á eftirfarandi hlekk: 

   http://helpx.adobe.com/flash-player/kb/disable-local-shared-objects-flash.html

  2. Slökkt á frammistöðudúsum frá þriðja aðila
   Þú getur valið það frá að leyfa skráningu á nafnlausu og ópersónugreinalegu vafri þínu af frammistöðudúsum þriðja aðila sem við notum eins og þeim er lýst í „Svona notum við dúsur“ hér ofar með því að fara inn á heimasíður viðkomandi fyrirtækja í gegnum eftirfarandi hlekki:

   Google Analytics - https://tools.google.com/dlpage/gaoptout

   ClickTale - http://www.clicktale.net/disable.html

   Maxymiser - http://www.oracle.com/marketingcloud/opt-status.html

   Vinsamlegast hafðu hugfast að ef þú gerir ofangreindar frammistöðudúsur óvirkar, að þá getum við á engan hátt séð hvað fólki líkar við eða er ósátt við á síðunum okkar. Þetta mun þá gera það erfiðara fyrir okkur að bæta vefsvæðin okkar til þess að gera upplifun þína af þeim betri.

  3. Slökkt á mark-/auglýsingadúsum frá þriðja aðila
   Þú getur slökkt á auglýsingar/markdúsum þriðja aðila eins og því er lýst í „Svona notum við dúsur“ hér að ofan með því að fara í gegnum eftirfarandi hlekki:

   Adnetik / Digilant - http://www.digilant.com/privacy-policy/#collection_and_use

   Cognitive Match - http://www.cognitivematch.com/consumer-opt-out/

   Double Click - http://www.google.com/policies/privacy/ads/#toc-optout/

   Þú átt líka möguleika á að slökkva á auglýsinga-/markdúsum í hvert sinn sem þú sérð auglýsingu sem hefur verið persónugerð handa þér.

   Athugið að þriðju aðilar sem eru skráðir hér að ofan gætu þurft að leggja dúsu til þess að muna að þeir eiga ekki að skilja eftir hjá þér auglýsinga/markdúsur í framtíðinni. Ef þú breytir eða eyðir dúsugögnum í vafranum þínum, eða breytir eða uppfærir vafrann eða tækið, gætir þú þurft að velja þetta frá aftur.

4. Uppfærslur á þessari stefnumörkun

Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að þessi listi nái yfir allar dúsur sem Stars Interactive Group notar og við ætlum okkur að halda þessari dúsustefnu uppfærðri. Gert er ráð fyrir að þú skoðir þessa síðu annað slagið til að gá að þeim breytingum sem við gætum gert. Séu ekki hindranir í vegi þá gætu þó komið upp þau skipti sem þessi listi sé ófullnægjandi eða ekki verið haldið við í tíma. Ef þú þarfnast upplýsinga um þær dúsur sem eru í notkun einhvern tiltekinn dag af okkar hálfu skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð.

Síðast uppfært: Október 2017

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Um þjónustu

FAQ

Þjónustuliðið okkar hefur útbúið lista með spurningum sem því berst oft frá spilurunum, og þeim er öllum svarað.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Svona spilarðu póker

How to Play Poker

Þú finnur pókerreglur og ráð fyrir byrjendur ásamt leikfræði undir Pókerleiðbeiningum PokerStars.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.