Pókerhendur

Á PokerStars gefum við í ýmis afbrigði af póker, en sum þeirra notast við annars konar handaröðun. Hold’emOmahaSeven Card Stud og Five Card Draw nota allir hefðbundna ‘háa’ pókerröðun. Omaha Hi/Lo, Razz og Stud Hi/Lo nota ‘Ás til fimm’ (‘California’) lága handaröðun fyrir lághendur. 2-7 Single Draw og 2-7 Triple Draw nota ‘Tvistur til sjö’ (‘Kansas City’) lowball-röðun fyrir lághendur.

Að lokum, Badugi notar sérstaka röðun á höndum sem er aðeins notuð í þeim leik. 

Þekkirðu þetta allt? Spilaðu gagnvirkan leik neðst á þessari síðu.

Hefðbundin háröðun pókerhanda

Litaröð: Fimm spil í númeraröð, öll í sömu sort.

Röð

Ef það er jafnt: Hæsta röðin efst í númeraröðinni vinnur.

Besta mögulega litaröðin er kölluð konungleg litaröð (e. royal flush), sem samanstendur af ás, kóngi, drottningu, gosa og tíu í sömu sort. Konungleg litaröð er ósigrandi hönd.

Ferna: Fjögur jafnhá spil og svo eitt spil til hliðar sem er kallað "kicker".

Ferna

Ef það er jafnt: Hæsta fernan vinnur. Í leikjum með sameignarspilum (e. community cards) þar sem spilarar eru með sömu fernuna, vinnur hæsta fimmta hliðarspilið (kickerinn).

Fullt hús: Þrjú jafnhá spil og svo tvö önnur spil sem eru jafnhá en öðruvísi en fyrstu þrjú.

Fullt hús

Ef það er jafnt: Hæstu þrjú jöfnu spilin vinna pottinn. Í leikjum með sameignarspilum þar sem spilarar hafa sömu þrjú eins spilin, vinnur sá sem hefur hærra gildi á tveimur eins spilunum.

Litur: Fimm spil í sömu sort.

Litur

Ef það er jafnt: Spilarinn sem er með hæsta spilið í sortinni vinnur. Ef þarf, er líka hægt að nota næst hæsta, þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta til þess að skera úr um vinningshöndina. Ef öll fimm spilin eru af sömu númeraröð (e. rank), skal pottinum skipt. Sortin sjálf er aldrei notuð til þess að skera úr um sigurvegara sé jafnt í póker.

Röð: Fimm spil í númeraröð.

Röð

Ef það er jafnt: Hæsta spilið efst í númeraröðinni vinnur.

Athugið: Ás má nota bæði efst og neðst í númeraröð og hann er eina spilið sem er hægt að nota á þann máta. Á,K,D,G,T er hæsta (Ás hæst) röðin; 5,4,3,2,A er lægsta (Fimma hæst) röðin.

Þrenna: Þrjú spil af sömu stærð/jafnhá og svo tvö öðruvísi og ólík spil.

Þrenna

Ef það er jafnt: Hæsta þrennan vinnur. Í leikjum með sameignarspilum þar sem spilarar eru með sömu þrennu, er hæsta hliðarspilið, og ef þarf þá líka næst hæsta hliðarspilið, notað til að skera úr um sigurvegara.

Tvö pör: Tvö jafnhá spil og svo tvö önnur öðruvísi en einnig jafnhá spil og svo eitt hliðarspil.

Tvö pör

Ef það er jafnt: Hæsta parið vinnur. Ef spilarar eru með sama parið sem hæsta par þá vinnur hæsta annað parið. Ef báðir spilarar eru með tvö eins pör, vinnur hæsta hliðarspilið.

Eitt par: Tvö jafnhá spil og þrjú ótengd spil til hliðar.

Eitt par

Ef það er jafnt: Hæsta parið vinnur. Ef spilarar eru með sama parið vinnur hæsta hliðarspilið og ef þarf, þá er hægt að nota næst hæsta og þriðja hæsta hliðarspilið til þess að skera úr um sigurvegara sé jafnt.

Hæsta spil: Allar hendur sem ekki falla undir þá flokka sem eru skráðir hér fyrir ofan.

Hæsta spil

Ef það er jafnt: Hæsta spilið vinnur og ef ef þarf, er líka hægt að nota næst hæsta, þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta til þess að skera úr um vinningshöndina sé jafnt.

Ás til fimm lowball-röð handa

Þessi aðferð við að styrkleikaraða lághöndum er notuð í hefðbundnum Hi/Lo-leikjum, eins og Omaha Hi/Lo og Stud Hi/Lo, sem og í Razz, eina Stud-leiknum sem spilast sem ‘low only’ (eingöngu lághendur).

Athugið að sort skiptir ekki máli í Ás til fimm lághönd. Litur eða röð sker ekki úr um Ás til fimm lághönd í póker. Ásar eru alltaf ‘lágspil’ þegar lághönd er skoðuð.

Athugið að gildi fimm spila lághandar byrjar á hæsta spilinu og fer svo niður þaðan.

Fimma lág, eða Hjól (e. Wheel): Fimman, fjarkinn, þristurinn, tvisturinn og ásinn.

Fimma lág (Hjól - e. Wheel)

Ef það er jafnt: Allar hendur sem eru Fimma lág skipta pottinum.

Sexa lág: Hvaða fimm ópöruðu spil sem er þar sem hæsta spilið er sexa.

Sexa lág

Ef það er jafnt: Lægra næst hæst raðaða spilið vinnur pottinn. Þannig að 6,4,3,2,A vinnur 6,5,4,2,A. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina sé jafnt.

Sjöa lág: Hvaða fimm ópöruðu spil sem er þar sem hæsta spilið er sjöa.

Sjöa lág

Ef það er jafnt: Lægra næst hæst raðaða spilið vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina sé jafnt.

Átta lág: Hvaða fimm ópöruðu spil sem er þar sem hæsta spilið er átta.

Átta há

Ef það er jafnt: Lægra næst hæst raðaða spilið vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina sé jafnt.

Átta lág er veikasta höndin sem er gild lághönd í Omaha Hi/Lo og Stud Hi/Lo. Hinsvegar í Razz, þar sem ekkert slíkt skilyrði er í gildi, vinnur lægsta höndin alltaf pottinn, jafnvel þó hún sé nía lág, drottning lág eða jafnvel par!

Tvistur til sjöa lowball-röð handa

Tvistur til sjöa lowball-röð handa er algjör andstæða við hefðbundna háhandaröðun. Þess vegna er versta mögulega höndin í hefðbundnum póker – sjö-fimm hæst, í ólíkum sortum, verður besta mögulega höndin í Tvistur til sjöa lowball-hönd (‘fullkomin sjöa’ lág eða ‘hjól’).

Í raun þá virkar þetta þannig að ás er alltaf háspil í Tvistur til sjö (svo Á,5,4,3,2 er ás hæstur, ekki röð. Raðir og litur vinna ekki á móti höndinni þinni í Tvistur til sjö.

Sjöa lág: Hvaða fimm ópöruðu, ótengdu spil í ólíkum sortum sem er, þar sem hæsta spilið er sjöa. Besta mögulega höndin er 7,5,4,3,2, líka kölluð ‘hjól’ eða ‘númer eitt’.

Tvistur til sjö lowball

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Þannig að 7,5,4,3,2 vinnur 7,6,5,3,2 (‘Sjöa-fimm lág’ er betri en ‘Sjöa-sex lág’). Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina.

Átta lág: Hvaða fimm ópöruðu, ótengdu spil í ólíkum sortum sem er, þar sem hæsta spilið er átta.

Átta lág

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina.

Nía lág: Hvaða fimm ópöruðu, ótengdu spil í ólíkum sortum sem er, þar sem hæsta spilið er níu.

Nía lág

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina.

Tía lág: Hvaða fimm ópöruðu, ótengdu spil í ólíkum sortum sem er, þar sem hæsta spilið er tíu.

Tía lág

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta, fjórða hæsta og fimmta hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina.

Athugið:  Það er engin ‘skilyrðing’ fyrir lághönd í Tvistur til sjö lowball-leikjum. Ofangreint eru bara dæmi um hendur sem gætu komið upp við spilun – lægsta höndin vinnur alltaf pottinn í Tvistur til sjö (Deuce to Seven), jafnvel þótt það sé par eða þaðan af verra.

Handaröðun í Badugi

Í Badugi er ekki notast við hefðbundna styrkleikaröðun pókerhanda og það þarf talsverða æfingu til að læra að lesa rétt í hendurnar. Handaröðun í Badugi er aðeins lík Ás til fimm röðuninni; eins og í Ás til fimm þá er ás alltaf spilaður sem lágspil. Hinsvegar, ólíkt því sem gerist með Ás til fimm, þá verður hvert spil í höndinni að vera í ólíkri sort og af ólíkri röð (e. rank) til þess að teljast með.

Hendur í Badugi samanstanda af fjórum spilum, ólíkt þessum hefðbundnu fimm. Þess vegna er ekki hægt að mynda fimm spila röð og það að hafa fjögur spil í röð skemmir ekki höndina þína.

Mundu að ef þú ert með fjögur spil í sömu sort þá telst aðeins eitt þeirra með og ef þú ert með pör þá telst aðeins eitt þeirra.

Badugi: Badugi er hönd sem samanstendur af fjórum ópöruðum spilum, sem öll eru í ólíkri sort.

Badugi

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta og fjórða hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina.

Þriggja spila hönd: Hönd sem samanstendur af þremur ópöruðum spilum í ólíkri sort, en það fjórða myndar par eða er í sömu sort og annað. Lægstu þrjú ópöruðu spilin í ólíkum sortum eru með.

Þriggja spila hönd

Vegna þess að það er par, telst eitt fjögurra spilanna ekki með, svo það er bara hunsað, svo við erum með 4,2,Á þriggja spila hönd.

Vegna þess að það eru tvö hjörtu í þessari hönd hundsum við annað þeirra, sem myndar þá 3,2,A þriggja spila hönd.

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Ef þarf, er líka hægt að nota þriðja hæsta spilið til þess að skera úr um vinningshöndina. Fjórða (paraða eða í sort) spilið telst ekki með upp í höndina og er ekki notað til að skera úr um sigurvegara sé jafnt.

Tveggja spila hönd: Hönd sem samanstendur af tveimur ópöruðum spilum í ólíkri sort, en tvö mynda par eða eru í sömu sort og hin. Lægstu tvo ópöruðu spilin í ólíkum sortum eru með.

Tveggja spila hönd

Vegna þess að það eru tvö pör í þessari hönd hundsum við annað þeirra, sem myndar þá 5,A tveggja spila hönd.

Þriggja spila hönd

Vegna þess að það eru þrjú hjörtu í þessari hönd hundsum við annað þeirra, sem myndar þá 2,A tveggja spila hönd.

Ef það er jafnt: Lægra annað spil vinnur pottinn. Þriðju og fjórðu (pöruðu eða í sort) spilin teljast ekki með upp í höndina og eru ekki notuð til að skera úr um sigurvegara sé jafnt.

Eins spila hönd: Hönd sem inniheldur eitt spilanlegt spil. Lægsta spilið er með.

Eins spila hönd

Fyrst það eru fjórir ásar eru þrír þeirra ekki með, sem gerir þá eins spila hönd með bara ás.

Eins spila hönd

Fyrst það eru fjögur spil í sömu sort eru þrír þeirra ekki með, sem gerir þá eins spila hönd með bara þristi.

Ef það er jafnt: Pottinum er skipt á milli tveggja jafnra eins spila handa.

Ertu klár í að láta reyna á þekkingu þína á röðun pókerhanda? Spilaðu kennsluna okkar núna.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.