Stofnaðu þinn eigin pókerklúbb með Home Games

Ímyndaðu þér að eiga þinn eigin pókerklúbb á netinu, sem er bara fyrir þig og vinina - þar sem þú getur stillt upp einkaleikjunum þínum í póker hvenær sem þú vilt! Þetta heitir Home Games. Og það er ókeypis og mjög einfalt að setja upp. Sæktu pókerhugbúnaðinn og fylgdu síðan þessum einföldu skrefum til að byrja (athugaðu að Home Games er eins og er ekki í boði í Mobile-appinu):

1) Í aðalanddyrinu, veldu þá More-valið og svo Home Games. Ef þér hefur verið boðið að ganga í klúbb, smelltu þá á Join a Poker Club; til að byrja með nýjan klúbb, smelltu þá á Create a Poker Club.

2) Gefðu nýja klúbbnum þínum nafn og boðskóða (passaðu að láta ekki persónulega lykilorðið þitt fara með!). Við sendum þér tölvupóst með upplýsingum um klúbbinn þinn og auðkennisnúmer, sem þú getur svo deilt með vinum þínum svo þeir geti gengið í klúbbinn.

3) Klúbbnum þínum verður bætt við í anddyri Home Games í biðlaranum þínum. Smelltu á Club Lobby-hnappinn. Þú getur nú samþykkt nýja klúbbmeðlimi,sett á dagskrá og skráð þig í leiki og stjórnað klúbbnum þínum úr anddyri klúbbsins (e. Club Lobby).

Einkapókerklúbburinn þinn á netinu er alveg ókeypis og inniheldur eftirfarandi lykileiginleika:

  • Stjórntæki klúbbsins tilnefndu stjórnendur, samþykktu/fjarlægðu meðlimi, sérsníddu anddyrið í klúbbnum þínum og leikborð, ákvarðaðu lengd tímabila í klúbbnum og fleira
  • Spilaratölfræði skoðaðu úrslit leikja, unnin stig, efstu sætin, útslætti fyrir hvern meðlim klúbbsins og meira að segja stöðutöflur móta
  • Leikjastjórnunartól sérsníddu alla þætti leiksins og settu leiki og mót á dagskrá, þar á meðal Hold’em, Omaha, Stud, blandaða leiki eins og HORSE og fleiri
  • Vista eftirlætis uppsetningu leikja auðvelt að spila aftur með uppáhalds uppsetningunni þinni í leikjum
  • Einkaleikir allir leikir og mót eru aðeins í boði fyrir meðlimi í klúbbnum þínum

Hér koma svo nokkur ráð til að hafa í huga þegar þú stofnar pókerklúbbinn þinn.

Klúbbsnafnið þitt verður að vera einstakt og ætti að vera á bilinu 8-30 stafabil, að meðtöldum eyðubilum. Það má ekki vera móðgandi, brjóta á réttindum einhvers eða innihalda vefslóð eða Stars ID einhvers annars (hann má innihalda þitt eigið Stars ID, en það er ekki nauðsynlegt). Klúbbsnöfn verða skoðuð og verða ekki sýnd öðrum spilurum fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt, en eftir það er ekki hægt að breyta þeim. Þú færð tölvupóst sem samþykkir eða hafnar klúbbsnafninu innan fimm daga.

Þegar þú býrð til boðskóða (e. Invitation Code) fyrir klúbbinn þinn þarftu að muna að hann verður að vera 8-16 stafabil, hann gerir greinarmun á há- og lágstöfum, hann má ekki innihalda Stars ID auðkennið þitt og hann verður að byrja á bókstaf og innihalda a.m.k. einn tölustaf. Einnig má hann ekki byrja á stöfunum „tmp“.

Pókerklúbbar geta verið með allt að 100 meðlimum - ef þú þarft að hækka þessi takmörk, hafðu þá vinsamlegast samband við þjónustuborð. Þú getur stofnað allt að tvo klúbba og gengið í allt að 10. Til að sjá alla klúbbana sem þú tilheyrir smellir þú á My Poker Clubs í Home Games-flipanum í anddyrinu.

Bæði klúbbstjórinn (e. Club Manager) og klúbbstýrendur (e. Club Administrators) geta sett mót á dagskrá og stofnað leiki, en aðeins klúbbstjórinn getur stjórnað klúbbnum. Notaðu Grant Admin-hnappinn í Manage Club-flipanum til að gefa spilurum stýrendahlutverk í klúbbnum.

Þegar þú spilar fyrir raunverulega peninga í Home Games þénarðu fríðindapunkta (e. rewards points) alveg eins og þú myndir gera í öðrum raunpeningaleikjum.

Tilteknir sýningarklúbbar (e. Showcase Clubs) eru sýnilegir í Home Games-flipanum, en aðeins til að fylgjast með. Ef þú vilt að klúbburinn þinn geti komið til greina sem sýningarklúbbur skaltu senda línu á þjónustuborð.

Home Games snýst um að spila póker með fólki sem þú þekkir og treystir og þess vegna geta meðlimir pókerklúbbs spilað á sama borði eða móti í Home Games jafnvel þó þeir séu með sömu IP-tölu eða staðsetningu. Einnig er spjallið almennt ekki vaktað. Hins vegar tökum við öruggi leikja í Home Games alveg jafn alvarlega og í öðrum leikjum - ef þú hefur grunsemdir um hegðun sem ekki er við sæmi hjá öðrum meðlimum klúbbsins skaltu vinsamlegast senda tölvupóst á þjónustuborð og við rannsökum málið.

Smelltu hér til að lesa skilmálana okkar fyrir Home Games.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig þú stofnar eða gengur í klúbb, eða um Home Games, hafðu þá samband við þjónustuborð.

Svona spilarðu póker

How to Play Poker

Þú finnur pókerreglur og ráð fyrir byrjendur ásamt leikfræði undir Pókerleiðbeiningum PokerStars.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.