Home Games - Skilmálar og skilyrði

POKERSTARS HOME GAMES – SKILYRÐI OG NOTENDASKILMÁLAR

Þessi skilyrði og notendaskilmálar („Samkomulagið“) fjalla um þau skilyrði er gilda um hvernig þú notar netjónustuna sem PokerStars býður og kallast Home Games („Home Games“) og þú átt að lesa hana að fullu áður en þú byrjar að nota Home Games. Vinsamlega athugaðu að Samkomulagið felur í sér lagalega bindandi samkomulag er gildir á milli þín og  Rational Entertainment Enterprises Limited (hér eftir vísað til sem „PokerStars“, „okkar“ eða „við“). Við eigum og rekum Internetsvæðið sem fyrirfinnst á slóðinni www.pokerstars.com ( „Svæðið“) þar sem Home Games er að finna. Að auki þessum skilyrðum og skilmálum í Samkomulaginu þá vísum við einnig að hluta í Leyfissamning notanda (EULA)Meðferð persónuupplýsingaPókerreglurSkilmála og skilyrði um meðferð fjármuna og gjaldeyrisskiptareglur sem og Skilmála og skilyrði um VIP-klúbbinn sem og annarra reglna, stefna og skilmála og skilyrða er gilda um leiki og kynningar sem í boði eru og eru gerð aðgengileg á Svæðinu og gilda hér með samhliða og með tilvísun í aðrar slíkar reglur sem við gætum kunngert um. Ef þú hefur gengist undir samkomulag tengdra aðila við PokerStars, eða önnur fyrirtæki samstæðunnar og eftir því sem þú markaðsetur og kynnir Svæðið notendum þíns vefsvæðis („Samkomulag tengdra aðila“), þá fellur það Samkomulag tengdra aðila einnig hér með undir þessar reglur og með þeim með þessari tilvísun.

Vinsamlegast athugaðu að Home Games er hannað til að líkja sem mest eftir þeirri upplifun sem fæst við að spila póker heima með vinum. Því er líklegt að þú komir til með að spila póker með fólki sem þú þekkir vel og að sumir eða allir séu undir sama þaki, eða á sama stað. Þar sem PokerStars getur ekki að fullu gengið úr skugga um að Home Games samræmist reglum er gilda í öllum lögsagnarumdæmum, þá er það á þína ábyrgð að vita hvort að þér sé löglegt að nota Home Games áður en þú byrjar að nota þjónustuna.

Vinsamlegast athugið að PokerStars ber ekki neina ábyrgð, né tekur það á sig nokkurn skaða í tengslum við einhvern leik sem farið hefur fram í Home Games verið kröfurnar til vegna þess að notandi hafi brotið á skyldum eða skilmálum þessa Samkomulags eða á öðrum þeim samkomulögum eða reglum sem haldið er fram af hálfu PokerStars í tengslum við Home Games þjónustuna.

Með tilliti til þess leyfis sem PokerStar veitir þér til að nota Home Games, með því að smella á „I Agree“, eða „Samþykkja“ hnappinn í uppsetningarferli hugbúnaðarins og með því að nota þjónustuna Home Games, þá gengst þú við þeim skilmálum og skilyrðum, þar á meðal og án takmarkana þeim takmörkunum á ábyrgð sem koma fram hér að ofan, og þeim sem settir eru fram í þessu Samkomulagi, í Leyfissamningi notanda, í Meðferð persónuupplýsinga, íPókerreglum, í Skilmálum og skilyrðum um meðferð fjármuna og gjaldeyrisskipta sem og Skildum og skilyrðum VIP klúbbsins, uppfærslum, viðbótum og viðaukum á þeim sem fjallað er um í þeim og hér að neðan.

Home Games á PokerStars veitir þér tækifæri, á að bjóða vinum þínum og öðrum sem standa þér nærri, til að taka þátt í heimaleik hvar svo sem þeir eru staddir í heiminum. Megininntak Home Games er að þú getur valið hvort að þið keppið í hring-leikjum (e. ring games) eða í mótum, í allskyns pókerafbrigðum sem leyfa þér þannig að upplifa þægindin, samkeppnina og fjörið sem fylgir því að spila heimaleik á netinu með fólki sem þú þekkir. Notkun þín á Home Games ætti að stuðla að og vera í anda þess sem lagt er upp með í megininntakinu, eða kjarna Home Games. Tölfræði spilara, stöður, tölfræði klúbbsins og önnur tölfræðigögn úr leikjum („ Gagnatól“) eru útveguð í gegnum Home Games með því markmiði að auka félagslega- og samkeppnislega reynslu þína meðal vina og annarra er standa þér nærri. Engin Gagnatólanna, né nokkrar upplýsingar sem unnar eru með hjálp Gagnatóla má nota né láta öðrum Klúbbstjórum í té, Meðlimum eða nokkrum þriðja aðila til til ætlaðs fjárhagslegs ávinnings. PokerStars áskilur sér rétt til þess, ef upp kemur eða grunur vaknar um að um slíka misnotkun á megininntaki Home Games, eða á Gagnatólum, eða á upplýsingum sem unnar eru með svipuðum Gagnatólum, sé að ræða og eru notaðar af þér eða hafa verið notaðar af þér til fjárhagslegs ávinnings, til að rjúfa eða loka fyrir notkun þína á Home Games og/eða loka þeim Klúbb er tengist slíku, kjósi PokerStars svo.

1. SKILGREININGAR OG TÚLKANIR

 1. Hugtök og skilmálar eins og skilgreind eru í Leyfissamningi notanda (EULA) skulu hafa sömu merkingu í þessu Samkomulagi.

 2. Eftirfarandi orð og orðasambönd sem notuð eru í þessu Samkomulagi skulu fela í sér eftirfarandi merkingu (nema samhengið kalli skýrt fram á annað):

  1. Stjórnandi“ vísar til Klúbbstjóra eða annars meðlims sem veitt hefur verið heimild til að setja á dagskrá eða fresta HG Leikjum, breyta stillingum (e. parameters) HG Leikja, ákvarða upphafstíma HG Leikja, sem og öðrum þeim störfum stjórnanda er tengjast HG Leikjum;
  2. Klúbbur“ vísar til pókerklúbbs sem stofnaður er af Notanda með því að nota til þess Home Games;
  3. Klúbbstjóri” vísar til Notanda sem er stofnandi Klúbbs;
  4. HG Mót“ vísar til HG Leiks sem er jafnframt mót;
  5. Klúbbstjóri“ vísar til Notanda sem stofnar Klúbb; og
  6. Meðlimur“ vísar til Notanda sem er meðlimur í Klúbb en er ekki Klúbbstjórinn.
 3. Til nota með Leyfissamningi notanda (EULA):

  1. Þú ert Notandi;
  2. Home Games er Leikur;
  3. hugbúnaðurinn sem þróaður er ef PokerStars í tengslum við Home Games er hluti af Hugbúnaðinum;
  4. orð og auðkenni í tengslum við „Home Games“ eru Skrásett vörumerki; og
  5. sérhverjar innskráningaupplýsingar er tengjast Home Games, þar með talin reikningsnúmer, Klúbb- og Notandaauðkenni og boðslykilorð, sem og Home Games lykilorð eru Innskráningarupplýsingar.
 4. Setning sem inniheldur hugtökin „inniheldur“, „innihald“ „þar með talið“, „innihalda“ eða „til dæmis“ vísar til „inniheldur án takmarkana“ og gilda ekki til takmarkana á orðum sem þar fara á undan.

 5. Orð sem standa í eintölu bera einnig með sér sömu merkingu í fleirtölu og öfugt og orð sem standa með kyni eða í ákveðnu kyni bera með sér sömu þýðingu í öllum kynjum.

 6. Tilvísun í „Ákvæði“, eða „Klausu“, vísar til ákvæðis/klausu í þessu Samkomulagi.

2. VALDSVIÐ

 1. PokerStars heldur fullu valdsviði yfir því að:

  1. opna, viðhalda og loka Klúbbum;
  2. veita, viðhalda eða afturkalla réttindastöðu Klúbbstjóra;
  3. veita, viðhalda eða afturkalla stöðu Meðlima; og
  4. veita, viðhalda eða afturkalla stöðu Stjórnenda.
 2. Ákvarðanir stjórnenda PokerStars á öllu er við kemur Klúbbum, eða notkun þinni á Home Games (þar með talið stöðu Klúbbsins þíns eða stöðu Meðlima), eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja eða að krefjast að þær séu teknar til endurskoðunar.

3. ÁBYRGÐIR KLÚBBSTJÓRA

 1. Ef þú ert Kúbbstjóri verður þú að lesa og gangast undir allar skýringar, leiðbeiningar og viðmiðunarreglur er varða Home Games og eru birtar á Svæðinu örðu hvoru.

 2. Klúbbstjórar eru sendiherrar PokerStars og verða því að varpa sem bestri ímynd af PokerStars og Home Games, bæði gangvart Meðlimum og gagnvart almenningi. Þér er ekki heimilt að hegða þér á þann veg að það komi óorði á PokerStars né nokkurs fyrirtækis í samstæðunni, eða að ganga gegn hagsmunum PokerStars og öðrum fyrirtækjum í fyrirtækjasamstæðu þess.

 3. Að auki, ef þú ert Klúbbstjóri þá samþykkir þú að þú munt:

  1. starfrækja Klúbbinn á ábyrgan hátt og í góðri trú;
  2. b.;án þess að það skerði skyldur þínar gagnvart Leyfissamningi notanda, að vernda Notendareikning þinn og aðgengi að stjórnborði Klúbbsins gegn óleyfilegri notkun (við mælum sérstaklega með því að notaður sé svokallaður „RSA security token“ sem við látum í té);
  3. að fara fremstur í að aðstoða Meðlimi í öllu sem snýr að málefnum Klúbbsins (undantaldar deilur milli Meðlima) og að nota öll tiltæk ráð til að leysa úr hverjum uppákomum sem komið gætu fram (með hjálp frá þjónustuteymi PokerStars þegar þess þarf með);
  4. vera fyrsti aðkomuaðili að öllum deilum er upp gætu komið milli Meðlima Klúbbsins þíns og að gera allt sem mögulegt er til að leysa úr málum án aðkomu PokerStars;
  5. koma fram við Meðlimi af sanngirni og virðingu;
  6. virða friðhelgi einkalífs Meðlima og eingöngu vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við reglur okkar um Meðferð persónuupplýsinga sem og í samræmi við „Data Protection Act 2002“;
  7. nota útilokunartól Meðlima af sanngirni og eingöngu útiloka Meðlimi eftir að þú hefur íhugað gildi þess á velferð Klúbbsins;
  8. í hverjum þeim Klúbbi sem þú ert Klúbbstjóri skaltu tilnefna einn Meðlim sem arftaka þinn ef svo færi að þú yfirgæfir Klúbbinn eða þú getur ekki, af einhverjum ástæðum, sinnt skyldum þínum sem Klúbbstjóri;
  9. strax láta okkur vita ef þú hefur grun um svik, töfluhrúgun (e. chip-dumping), samráð, peningaþvott eða hverja aðra hegðun sem er ólögleg eða bönnuð af okkur (og er tilgreind í þessu Samkomulagi, Leyfissamningi notanda (EULA), eða annarsstaðar á Svæðinu) sem þú gætir komist á snoðir um í sambandi við Klúbbinn; og
  10. gangast undir öll sanngjörn tilmæli sem þér eruð veitt af PokerStars í tengslum við Klúbbinn þinn, notkun þinni og (og eins langt og það nær í áhrifum þínum) Meðlima þinna á Home Games.
 4. Við stofnun Klúbbs skal Klúbbstjórinn er stofnar Klúbbinn skal velja Klúbbnafn og merki sem er einstakt. Við munum ráðleggja þér ef það nafn sem þú hefur valið á Klúbbinn er þegar frátekið. Þegar það hefur verið samþykkt, þá er óheimilt að breyta nafni Klúbbsins, nema að það komi í ljós síðar að það stangist á við Ákvæði 3,5.

 5. Að auknu Ákvæði 3,4 skal Klúbbstjórinn ekki velja Klúbbsnafn eða auðkennismynd sem:

  1. eru móðgandi, særandi, ólögleg, dónaleg,blygðandi, kúgandi, klámfengin, ærumeiðandi, ófrægjandi, hótandi, gætu kallað fram kynþáttahatur/óróa eða eru guðlastandi;
  2. gengur á hugverka- eða einkarétt eða önnur réttindi PokerStars eða hvers annars þriðja aðila, eða sem brýtur gegn einhverjum lögum
  3. inniheldur URL, eða vefslóð á einhvern hátt;
  4. inniheldur Notendaauðkenni annars notanda (á niðrandi hátt);
  5. inniheldur nafn atvinnumanns í póker eða einhverra frægra persóna (nema það sé einnig þitt eigið nafn, eða nafn Klúbbstjórans, eða annars Meðlims í Klúbbnum);
  6. inniheldur einhver sértákn; eða
  7. felur í sér nafn, eða reynir að kynna þjónustu, samkeppnisaðila PokerStars.
 6. Án þess að víkja frá Ákvæðum 3,4 og 3,5 hér að ofan skulu einnig öll Klúbbnöfn og viðmóts- og auðkennismyndir þeirra lúta skoðun og samþykkis af hálfu PokerStars. PokerStars áskilur sér fullan rétt til þess að einhliða hafna öllum Klúbbnöfnum, ímyndum eða auðkennismyndum hvenær sem er án þess að þurfa gera sérstaklega grein fyrir ástæðum slíkrar höfnunar.

 7. Skal Klúbbstjóri ekki taka þátt í amapóstun (e. spamming) eða öðrum ágengum tækniúrræðum gagnvart, eða í félagi við, Meðlimi eða til að auka Meðlimatal. Sérhver Klúbbstjóri ber fulla ábyrgð á innihaldi þeirra tölvupósta sem hann sendir frá sér.

 8. Klúbbstjórum er óheimilt að rukka Meðlimi um aðgangsgjöld eða skráningargjöld þegar þeir ganga í Klúbb.

4. ÁBYRGÐIR MEÐLIMS

 1. Ef þú ert Meðlimur þá samþykkir þú að þú munt:

  1. koma fram á ábyrgan hátt og í góðri trú í hlutverki þínu sem Meðlimur;
  2. koma fram við aðra Meðlimi af sanngirni og virðingu;
  3. virða friðhelgi einkalífs annarra Meðlima og eingöngu vinna úr persónugögnum í samræmi við reglur okkar um Meðferð persónuupplýsinga sem og í samræmi við „Data Protection Act 2002“;
  4. að vernda Notendareikning þinn og stjórntæki Klúbbsins gegn óleyfilegri notkun (við mælum sérstaklega með því að notaður sé svokallaður „RSA security token“ sem við látum í té);
  5. að gera Klúbbstjórann þinn að þeim aðila sem þú nálgast fyrst með allar fyrirspurnir, eða áhyggjur, eða deilumál er varða Klúbbinn;
  6. strax láta okkur vita ef þú hefur grun um svik, töfluhrúgun (e. chip-dumping), samráð, peningaþvott eða hverja aðra hegðun sem er ólögleg eða bönnuð af okkur (og er tilgreind í þessu Samkomulagi, Leyfissamningi notanda (EULA), eða annarsstaðar á Svæðinu) sem þú gætir komist á snoðir um í sambandi við Klúbbinn; og
  7. ekki hegða þér á þann veg að það komi óorði á PokerStars né nokkurs fyrirtækis í samstæðunni, eða að ganga gegn hagsmunum PokerStars og öðrum fyrirtækjum í fyrirtækjasamstæðu þess.
 2. Eins langt og það nær í að þú hafir heimild til að bjóða öðrum Meðlimum í Klúbbinn, skaltu ekki taka þátt í amapóstun (e. spamming) eða öðrum ágengum tækniúrræðum, þar á  meðal en ekki takmarkað við óumbeðnar auglýsingar inni í öðrum Klúbbum, gagnvart eða í félagi við Meðlimi eða til að auka við Meðlimatal. Sérhver Meðlimur ber fulla ábyrgð á innihaldi þeirra tölvupósta sem hann sendir frá sér.

5. TENGDIR AÐILAR

Ef þú ert aðili að Samkomulagi tengdra aðila þá ertu bundinn af eftirfarandi skilmálum og skilyrðum með tilliti til notkunar þinnar á Home Games (hugtök með stórum upphafsstaf er koma fram í þessu Ákvæði númer 5 og ekki eru skilgreind frekar í þessu Samkomulagi skulu standa í þeirri merkingu sem þeim eru fengin í Samkomulagi tengdra aðila):

 1. Þér eru hér með veitt réttindi til að markaðssetja og kynna Home Games með því að leggja út Markaðskóða og/eða Hlekki á Vefsvæði þitt í tengslum við markaðssetningu og kynningu á Svæðinu sem þó eru háð því að þú haldir þig við nýjustu uppfærslu Samkomulags tengdra aðila hverju sinni. Sérhverjum Klúbb sem stofnaður er og orðið hefur til eftir óheimilar kynningar af þinni hálfu eða markaðsstarfsemi, má PokerStars loka á fyrirvara.

 2. Þér er heimilt að bjóða notendum Vefsvæðis þíns, þar með talið með tölvupóstsamskiptum, að gerast Klúbbstjórar og að láta slíkum boðum fylgja Markaðskóða og/eða Hlekki en HINSVEGAR er stranglega bannað sérhverjum sem talist getur þriðji aðili, þar með talið og án takmarkana, notendum Vefsvæðis þíns sem og öllum Klúbbstjórum og Meðlimum að bjóða væntanlegum Meðlimum að ganga í Klúbb og nota til þess Hlekk og/eða Markaðskóða sem við höfum látið þér í té og eru í samræmi við Samkomulag tengdra aðila.

 3. Þér er stranglega bannað að láta fylgja með nokkra Markaðskóða og/eða Hlekki sem þér hafa verið fengnir og falla undir Samkomulag tengdra aðila, eða öðrum hvatningarmeðulum hvers kyns, í nokkru því boði sem sent er af þér til þriðja aðila, þar með talið og án takmarkana, notendum Vefsvæðis þíns, til þess að gerast Meðlimur í Klúbbi sem þú hefur stofnað.

 4. Þér er óleyfilegt að biðja þriðja aðila um að bjóða Meðlimum í nokkurn Klúbb er þú hefur stofnað með því að nota til þess Hlekk og/eða Markaðskóða sem þér hefur verið látinn í té í tengslum við Samkomulag tengdra aðila.

 5. Þér er óheimilt að útvega eða bjóða, að nokkru leiti sem hugsast getur (hvort sem það er gefið í skyn eða ekki) eða að komast yfir á einhvern hátt það sem fengist hefur frá þriðja aðila) nokkurt uppátæki eða frumkvæði (fjárhagslegt eða annað) með tölvupósti, birtingum á Vefsíðu eða í nokkrum öðrum miðli, á netinu og ekki á netinu í gegnum notkun þína á þjónustunni Home Games, þar með talið hlut í væntanlegum ágóða þínum af tekjum sem þú gætir komist yfir við notkun þína á Home Games og getið er um í ákvæðum þessa Samkomulags.

 6. Þér er óheimilt að nota Home Games á nokkurn þann hátt er talist getur misnotkun á vörunni (þar með talið að nota hana til að auka umboðsgjald eða umsýslufé sem þér er greitt).

 7. Ef upp kemst að þú hefur rofið Ákvæði 5 eða að þú hafir gert einhverjar ráðstafanir til að komast framhjá þeim ákvæðum sem falla hér undir, áskiljum við okkur fullan rétt til að taka til þeirra aðgerða sem við teljum við hæfi, þar með talið að loka hverjum þeim Klúbb er málinu tengist og/eða að slíta þessu Samkomulagi tengdra aðila, án nokkurs samráðs.

 8. Réttur þinn til að nota Home Games, eins og kveðið er á um í þessum 5. hluta og er afturkallanlegur af hálfu PokerStars hvenær sem því þykir slíkt við hæfi, er háð þeim skilmálum og/ eða takmörkunum sem PokerStars gæti sett , þar með töldum en takmarkast ekki af, takmörkum á þeim fjölda eða því hlutfalli Meðlima sem hægt er að tengja við þig með notkun Slóðaraks (e. Tracker) um Klúbba.

6. AUGLÝSINGAR

 1. Þú skalt ekki nota vettvang Home Games til að kynna nokkra vöru eða þjónustu nema ef um er að ræða að það sé á framfæri PokerStars eða annarra fyrirtækja í samstæðu þess (til dæmis með því að birta tengla á vefsíður þriðja aðila eða með því að sýna auglýsingar frá þriðja aðila), eða á neinn hátt hvetja Meðlimi til að spila netpóker á netsvæðum samkeppnisaðila PokerStars.

 2. Þér er ekki heimilt að upphlaða tenglum eða að tengja á annan hátt af Svæðinu eða af einstökum hlutum þess (þar með töldum þeim hlutum Svæðisins er tengjast Klúbbnum þínum) á nokkur vefsvæði er eru í eigu þriðja aðila sem auglýsa á vegum samkeppnisaðila PokerStars, gefa til kynna tengsl, styðja við eða styrkja Klúbbinn á PokerStars, eða brjóta á nokkrum skilmálum í þessu Samkomulagi eða á Leyfissamingi notenda.

 3. Þér er heimilt að birta tengla inn á heimasíðu Svæðisins frá hverri þeirri vefsíðu sem þú átt sjálfur, eða í tölvupósti sem þú hefur samið og sent sjálfur, að því gefnu að það sé gert á (i) sanngjarnan og löglegan hátt og að það skemmi ekki orðspor okkar eða misnoti hann, og (ii) að þú gefir ekki í skyn nein tengsl, samþykki eða samstarf sem ekki eru fyrir hendi af okkar hálfu gagnvart þér. Þér er ekki heimilt að tengja beint við nokkurn hluta Svæðisins nema heimasíðuna/forsíðuna án þess að hafa fengið til þess áður skriflegt samþykki af okkar hálfu. Ekki er heldur hægt að framvísa slíku leyfi, framselja eða á annan hátt færa á annan aðila af þinni hálfu. Við áskiljum okkur fullan rétt til að afturkalla slíkar heimildir til tenginga sem áður hafa verið veittar hvenær sem er og án sérstakra tilkynninga þar um.

7. FJÁRHAGSLEGUR ÁGÓÐI

 1. Home Games þjónustan er eingöngu ætlað til einstaklingsskemmtunar (hvort sem þú nýtir þér hana sem Klúbbsstjóri eða Meðlimur) og má hana ekki nota á nokkurn hátt sér til fjárhagslegs ágóða eða annarra fjármunalegra ávinninga af þinni hálfu eða Notenda Home Games. Bönnuð hegðun í tengslum við notkun á Home Games er til dæmis (en takmarkast ekki við) eftirfarandi:

  • að setja upp fjármunaflutningareikning (e. escrow) eða aðra álíka aðferð, áætlun eða kerfi, hvort heldur sem það er gert á netinu eða utan þess, ætlað til þess að dreifa fjármunum út frá úrslitum í einhverjum Home Games hringleik eða móti; 
  • að rukka eða að taka við frá einhverjum Meðlimsgjald fyrir að fá að ganga í Klúbbinn; eða
  • án þess að víkja frá ákvæðum 6.1 eða 6.2, þéna pening eða ávinna þér á nokkurn annan hátt einhverskonar fjárhagslegan ábata vegna auglýsingatekna..

8. FRIÐHELGI OG AUÐKENNI

 1. Þú gengst við því að HG Leikur fer fram á milli aðila sem að öllum líkindum þekkjast vel og að líklegt sé að sumir eða allir spilarar í HG Leik séu jafnvel á sama stað. Nú staðfestir þú og samþykkir að það sé þér heimilt í lögum að taka þátt í Home Games samkvæmt þessu Samkomulagi í þínu lögsagnarumdæmi.

 2. PokerStars notendaauðkennið þitt (e. User ID) mun einnig vera Klúbbstjóra- eða Meðlimsauðkennið þitt og mun vera sjáanlegt af Klúbbstjóra og Meðlimum í anddyri Home Games, Klúbbanddyri og (ef Klúbbstjórinn velur að það sé með í öðrum skrám) í almennri listun á skráðum Klúbbum. Þar af leiðir, að fólk sem þekkir þig í gegnum Home Games og/eða Klúbbinn þinn mun einnig vita hvert notendaauðkenni þitt sem spilara á PokerStars er. Ef þú samþykkir þetta ekki þá getur þú ekki notað Home Games. Notendum er ekki heimilt að eiga meira en eitt einstakt notandaauðkenni.

 3. PokerStars hefur heimild til að skoða spjallskrár Klúbba til þess að ganga úr skugga um að þetta Samkomulag sé ekki brotið, eða Leyfissamningur notanda (EULA).

 4. Persónuupplýsingum þínum gæti verið deilt með þriðja aðila ef okkur grunar að þú sért viðriðinn Sviksamlegt athæfi (eins og það er skilgreint í Ákvæði 10,1 hér að neðan). Hinsvegar gætum við þess, sé þessum persónuupplýsingum deilt, að það sé gert í samræmi við það sem kveðið er á um í Leyfissamningi notanda.

 5. Þú fellst á að taka á móti tölvupósti frá okkur um málefni er varða Klúbbinn, þar með taldar upplýsingar um dagskrá HG Leikja, úrslit og stöðu. Þér er heimilt að velja það frá að þú fáir þessar tölvupóstsendingar hvenær sem er og gerist það þá á vettvangi hvers Klúbbs fyrir sig.Vinsamlegast athugaðu það að ef þú velur það ekki frá í hverjum og einum Klúbb þá muntu áfram fá tölvupóstsendingar frá þeim Klúbbi sem þú hefir ekki sérstaklega valið frá, jafnvel þó að þú hafir áður valið að fá almennt ekki kynningarpósta eða aðrar upplýsingar um Svæðið.

9. RADDSPJALL

 1. Klúbbstjórinn getur tekið þá ákvörðun að leyfa raddspjall í HG Leikjum í klúbbnum kjósi hann svo sjálfur, að því gefnu að það fari fram í samræmi við þau ákvæði er gilda um slíkt í þessu Samkomulagi.

 2. Þú gengst undir að PokerStars mun ekki hafa virkt eftirlit með raddspjallinu hjá notendum Home Games og ef þú ákveður að spila á borðum í HG Leikjum sem leyfa raddspjall þá gerir þú slíkt að eigin frumkvæði og að eigin áhættu.

 3. Að nota raddspjallskerfið til illgjarnar eða særandi hegðunar, þar á meðal en ekki takmarkað við, samráð, svik, amapóstun og/eða persónuáreitis, er stranglega bannað.

 4. Að nota raddspjall til þess að auglýsa eða kynna samkeppnisaðila PokerStars, eða til annarra fjárhagslegra ávinninga, sem ekki hafa áður verið samþykktir af PokerStars, er stranglega bannað.

 5. Öll brot eða frávik frá þessum reglum á strax að tilkynna þjónustuliði PokerStars (homegames@pokerstars.com).

 6. Ef PokerStars verður upplýst um að Meðlimur, Klúbbstjóri eða Klúbbur er að brjóta á þessum reglum sem er að finna hér í 9. ákvæði, þá áskiljum við okkur fullan rétt til þess að banna/loka á ákveðna Meðlimi eða Klúbbstjóra eða Klúbba frá því að nota raddspjallsmöguleikann og/eða að taka til frekari ráðstafana (þar á meðal einhverjar eða allar þær sem er að finna hér að neðan í ákvæði 12).

10. KERFISVIÐHALD

 1. PokerStars getur annað slagið þurft að gera hlé á Home Games til þess að gera mikilvægar uppfærslur á kerfum (eða af hverjum öðrum ástæðum sem þegar hafa verið samþykktar með því að undirgangast Leyfissamning notanda), en við munum alltaf, þegar því er við komið, láta vita í góðu rúmi áður en slíkt viðhaldshlé fer fram. Af þessu orsökum gæti það gerst að fresta þurfi, eða slá af, HG Leik sem er á dagskrá á sama tíma. Klúbbstjórinn ber ekki ábyrgð á því ef fresta þarf leik eða aflýsa af þessum sökum.

 2. Ef þú ert Meðlimur þá samþykkir þú að slík frestun eða brottfall sem lýst er hér í Ákvæði 8,1 sé ekki á ábyrgð Klúbbstjórans og utan valdsviðs hans. Þrátt fyrir þetta skaltu strax, ef einhverjar spurningar eru um frestun, snúa þér til Klúbbstjórans fyrst.

 3. Ef þú ert Klúbbstjóri þá samþykkir þú að þú munir bera ábyrgð á að svara fyrirspurnum er kunna að koma frá öðrum Meðlimum vegna frestunar eða annarrar niðurfellingar sem lýst er í Ákvæði 10,1.

 4. Þér er heimilt hvenær sem er að skrá þig úr HG Móti, eða allt þar til tvær mínútur eru í skráðan upphafstíma móts . Þú munt gefa frá þér innkaupsgjald í HG Mót sem þú hefur samþykkt (með greiðslu innkaupsgjalds) að spila og þú hefur ekki skráð þig úr innan tilsettra tímamarka. Engar endurgreiðslur eru í boði fyrir að missa af viðburðum í Home Games og PokerStars mun ekki endurgreiða þér á neinn hátt.

11. SVIKSAMLEGT ATHÆFI

 1. PokerStars veitir þér heimild til að nota Home Games á grundvelli þess að þú ætlir ekki að fremja þar svik eða koma fram af óheiðarleika. Þú samþykkir að þú munir ekki taka þátt í, hvetja til, eða styðja við framkvæmd hverskonar ólöglegrar hegðunar eða óheiðarlegrar framkomu eða annarrar framkomu sem talist getur ólögleg og er bönnuð af okkur (og er tiltekin í Samkomulagi þessu, Leyfissamningi notanda, eða annarsstaðar á eða í tegslum við Svæðið) í tengslum við starfsemi Klúbbsins eða Home Games („Sviksamlegt athæfi“).

 2. PokerStars lítur allt Sviksamlegt athæfi einstaklega alvarlegum augum. Að auki þeim heimildum sem PokerStars er veitt með þessu Samkomulagi, Leyfissamningi notanda, í lögum eða annarsstaðar, er líklegt að hverjum Notanda sem tengdur getur verið Sviksamlegu athæfi verði framvísað til tilsvarandi yfirvalda.

 3. Klúbbstjórinn skal af fremsta mætti sem hann má fylgjast með að ekki komi upp Sviksamlegt athæfi í starfsemi Klúbbsins og að tilkynna til þjónustudeildar (homegames@pokerstars.com) PokerStars strax og grunur kviknar, eða að sannanir séu fyrir Sviksamlegu athæfi, með tilvísun til Ákvæðis 3,3(j).

 4. Án takmarkana á gildum Ákvæðis 11,3, skal hver Meðlimur vera vakandi fyrir vísbendingum um að Sviksamlegt athæfi fari fram í tengslum við stafsemi Klúbbsins hans og skal strax tilkynna um slíkan grun til þjónustuteymis PokerStars (homegames@pokerstars.com) í samræmi við það sem á er kveðið í Ákvæði 4,1(f).

12. BROTTVÍSUN OG ROF

 1. Ef upp kemur sú staða að við teljum að þú sért að rjúfa nokkuð það sem kveðið er á um í þessu Samkomulagi, Leyfissamningi notanda eða af öðrum réttmætum ástæðum, áskilur PokerStars sér rétt (án þess þó að gefa frá sér réttinn til að beita einnig öðrum úrræðum sem gæti verið kveðið á um í Samkomulaginu, Leyfissamningi notanda eða í lögum) til að bregðast tafarlaust við slíku með:

  1. brottvísun eða öðrum takmörkunum á aðgengi þínu að Svæðinu, eða hlutum þess, þar með talið hverjum þeim Klúbbi sem þú ert Meðlimur í eða Klúbbstjóri í og að Home Games almennt;
  2. fresta eða slá af sérhverjum HG Leik eða annarris starfsemi í tengslum við Klúbb;
  3. fresta starfsemi Klúbbs; og/eða
  4. loka Klúbbi.
 2. Ef upp kemur að þú sért staðinn að því að rjúfa eitthvað það sem fram kemur í þessu Samkomulagi eða í Leyfissamningi notanda, áskilur PokerStars sér fullan rétt (án þess að gefa frá sér réttinn til að grípa til annarra úrræða sem kveðið er á um í þessi Samkomulagi, Leyfissamningi notanda, eða í lögum almennt) til þess að tafarlaust:

  1. slíta þessu Samkomulagi;
  2. fella niður tímabundið, eða varanlega aðgengi þitt að Svæðinu eða einstökum hlutum þess, þar með talið án takmarkana hverjum þeim Klúbbi sem þú ert í Klúbbstjóri eða Meðlimur eða að Home Games almennt;
  3. fresta eða fella niður sérhvern HG Leik eða hverja aðra uppákomu á vegum Klúbbs;
  4. fella niður tímabundið, eða varanlega, starfsemi Klúbbs;
  5. gera upptæka alla peninga sem geymdir eru á notandareikningi þínum;
  6. eyða notandareikningi þínum;
  7. leita lagalegra úrræða gegn þér; og/eða
  8. beita hverjum þeim úrræðum sem PokerStars þykja henta hverju sinni.

13. SKAÐABÓTASKYLDA OG SKAÐLEYSI

 1. Þú samþykkir að halda að skaðlausu, verjast og krefjast ekki bóta af hálfu PokerStars og hluthafa þess, stjórnendum og starfsmönnum gegn öllum kröfum, ábyrgðum, skemmdum, tapi, kostnaði, þar með töldum lagalegum kostnaði eða hverskonar öðrum kostnaði er sprottið gæti af:

  1. rofi þínu, eða ætluðu rofi, á þessu Samkomulagi, að hluta til, eða öllu leiti;
  2. vegna tengsla við Home Games, einhver brot eða ætluð brot, framin af þér á lögum, eða á réttindum þriðja aðila;
  3. sérhverri Sviksamlegri hegðun eða ætlaðri Sviksamlegri hegðun sem þú gætir tengst í sambandi við Home Games; og
  4. notkun þinni á Home Games, eða einhvers sem tengist við Home Games með þínum Innskráningarupplýsingum, hvort sem það er með þínu samþykki eða án
 2. Undir engum kringumstæðum, þar með töldum ásökunum um vanrækslu, skal PokerStars bera ábyrgð á atvikum, beinum eða óbeinum eða afleiðingum þeirra hverskonar (þar með töldum skaðabótakrafna vegna taps viðskiptaupplýsinga, viðskiptahagnaðar, viðskiptarofs, eða annars fjárhagslegs taps) sem sprottið gætu af, eða orðið gætu til vegna áhrifa af, þessu Samkomulagi, jafnvel þó að PokerStars gæti hafa haft grun um að slíkt tjón gæti orðið af völdum ákvarðana sinna, eða að slíkt tap hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt.
  Ekkert í þessu Samkomulagi skal takmarka ábyrgð aðila á hverjum þeim persónulegu meiðslum eða dauðsfalla er orðið gætu vegna vanrækslu þeirra, eða vegna svika eða þjófnaða af hálfu þess aðila.

14. FORGANGSRÖÐ

 1. Í tengslum við notkun þína á Home Games, ef upp kemur einhver ágreiningur eða misbrestur varðandi það sem kveðið er á um í Ákvæðum 6 og 7 í þessu Samkomulagi og í Samkomulagi tengdra aðila, skal þitt Samkomulag tengdra aðila hafa forgang í að greiða úr ágreiningsefnum.

15. VIÐAUKI

 1. PokerStars áskilur sér rétt til að uppfæra og laga þetta Samkomulag eða hluta þess án þess að auglýsa það sérstaklega hvenær sem hentar þykir og munt þú vera bundinn slíkum viðaukum, eða viðbættu Samkomulagi, 14 dögum eftir að það hefur verið sett upp á Svæðinu. Vegna þessa, þá hvetjum við þig til að heimsækja Svæðið reglulega og skoða þá skilmála og skilyrði er felast í þeirri útgáfu af Samkomulaginu er gildir hverju sinni. Áframhaldandi notkun þín á Svæðinu gildir sem fullnæg sönnun þess og fullt samþykki á þeim viðaukum er gerðir hafa verið á Samkomulaginu.

16. RÁÐANDI LÖG

 1. Þetta Samkomulag og sérhver málefni er tengjast því skulu ráðast af og vera túlkuð í samræmi við lög er gilda á eynni Mön. Þú gengst að fullu undir og samþykkir, eins og kveðið er á um hér að neðan, að dómstólar á eynni Mön skuli einir hafa fulla lögsögu og úrskurðarrétt í öllum kröfum eða deilum er upp gætu komið í tengslum við þetta Samkomulag eða málum tengdum því og að þú gefir frá þér að fullu mótmælarétt á því að málið hafi verið sótt á óþægilegum vettvangi eða að þessir dómstólar hafi ekki fullnaðarúrskurðarvald eða lögsögu yfir málinu. Ekkert sem felst í þessu Ákvæði takmarkar samt rétt PokerStars til að sækja gegn þér mál fyrir hvaða viðurkennda dómstól sem er, né skal málfyrirtaka fyrir einum eða fleiri dómstól útiloka að mál verði tekin upp annarsstaðar, í öðru lögsagnarumdæmi, hvort sem það er gert í samráði við þig eður ei, svo lengi sem lög slíks lögsagnaraðila heimila slíkt.

17. ÚRSAGNARÁKVÆÐI

 1. Ef hlutar eða kaflar þessa Samkomulags eru eða verða ólöglegir, ógildir eða óframfylgjanlegir í einhverjum lögsagnarumdæmum skal það ekki hafa áhrif á gildi eða framfylgni á öðrum ákvæðum, í því lögsagnarumdæmi, eða á gildi eða framfylgni í öðrum lögsagnarumdæmum, á þeim þáttum sem um ræðir eða á öðrum þáttum. Ef ákvæði eru ógild, en myndu standa sem gild ef sumir innihaldsþáttanna væru felldir burt úr ákvæðinu sem um ræðir skal ákvæðið sem um er rætt gilda með þeim breytingum sem þar þarf að gera á til þess að það geti staðið sem gilt.

18. ÁSKIPUN

 1. PokerStars áskilur sér fullan rétt til að áskipa (e. assign) þessu Samkomulagi, að hluta til eða í heild, á hvaða tímapunkti sem er án sérstakrar auglýsingar þar um. Þér er óheimilt að áskipa nokkrum réttindum, eða skyldum þínum, er falla undir þetta Samkomulag.

19. ÝMISLEGT

 1. Engin frálausnarorð (hvorki í orði, né gefin í skyn) af hálfu PokerStars vegna hverskyns brota, eða rofs á þessu Samkomulagi (þar með taldir ágallar af hálfu PokerStars á að krefjast af fullum krafti í orði og verki framkvæmdar og eftirfylgni þessa Samkomulags) skal á neinn hátt líta á sem frávísun á nokkru Samkomulagsrofi eða öðru rofi á ákvæðum er gilda í tengslum við efni þess.

 2. Undanþegin þessu eru þó fyrirtæki í samstæðu PokerStars og skal ekkert í þessu Samkomulagi yfirfærast eða skapa órétt í þágu nokkurs aðila, gegn þeim, sem ekki er aðili að þessu Samkomulagi (þar með taldir allir Klúbbstjórar og aðrir Meðlimir Klúbbs en þú).

 3. Ekkert í þessu Samkomulagi skal gefa í skyn að þú sért hér starfsmaður, viðskiptafélagi, í umboði, njótir forréttinda af okkar hálfu, sé merki um fjárhagslegt samband eða um samvinnu á milli okkar og þín.

 4. Þetta Samkomulag og þau skjöl sem vísað er til innan þess ná yfir allan þann sameiginlega skilning og það samkomulag og samþykki er gildir á milli okkar og þín varðandi Home Games og tekur gildi umfram öll áðurgengin samkomulög, skilning eða annað fyrirkomulag þar um á milli okkar og þín í sambandi við notkun á Home Games.

 5. Þú skalt veita réttar og sannar upplýsingar á öllu er tengist þeim atriðum og upplýsingum er PokerStars gerir kröfu um í tengslum við notkun þína á Home Games og ef þú ert Klúbbstjóri þá gangast allir Meðlimir klúbbs þíns, með notkun á Home Games, undir skilyrði okkar um Meðferð persónuupplýsinga.

 6. Ensk útgáfa þessa Samkomulags skal gilda ef upp koma einhver misræmi á milli þýddrar útgáfu og upprunalegrar enskrar útgáfu þessa Samkomulags.

Svona spilarðu póker

How to Play Poker

Þú finnur pókerreglur og ráð fyrir byrjendur ásamt leikfræði undir Pókerleiðbeiningum PokerStars.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.