Meðferð persónuupplýsinga á PokerStars, PokerStars Casino, BetStars og Full Tilt

Einkalíf þitt er okkur mjög mikilvægt á PokerStars, Full Tilt, BetStars og PokerStars Casino, sem allt eru vörumerki í eigu og undir stjórn samsteypu fyrirtækja sem kallast "Rational Group", eiganda og rekstraraðila vefsvæða sem er að finna á www.pokerstars.com, www.pokerstarscasino.comwww.betstars.com og www.fulltilt.com ("Síðurnar").

Þegar það er notað og samhengið leyfir skal hugtakið "Samsteypa" þýða Rational Entertainment Enterprises Limited ("REEL") ásamt dóttur- og undirfyrirtækjum sem og eignarhaldsfyrirtækjum sem tengjast fyrirtækjasamsteypu sem kallast Rational Group (hér vísað til saman sem "REEL", "Samsteypan" "við" eða "okkar").

Við skuldbindum okkur til að viðhalda leyndum persónuupplýsingum sem safnað er af okkur með því að geyma þær á öruggum stað og nýta í það besta fáanlega hugbúnaðinn og vélbúnaðinn sem til er í það, hugbúnaðar gerðir, tækni aðferðir og ferla sem gera þér kleift að njóta vöruvalsins sem er í boði á svæðunum okkar vitandi það að persónuupplýsingarnar þínar eru á öruggum stað. Við framfylgjum skilmálum skv. Isle of Man's Data Protection Act 2002 þegar við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum. Tilvísanir í skilgreind hugtök, ef þau eru ekki skilgreind hér, í þessum reglum um meðferð persónuupplýsinga, falla undir Leyfissamning notanda/Þjónustusamning.

1. Samþykkt á Meðferð persónuupplýsinga

 1. Með því að nota Þjónustuna samþykkir þú ("Notandi" eða "þú") skilmála þessa um Meðferð persónuupplýsinga. Við áskiljum okkur rétt til þess að gera breytingar á þessum skilmálum um Meðferð persónuupplýsinga og breytingar öðlast strax gildi um leið og vart verður við slíkar breytingar á Svæðinu. Áframhaldandi notkun þín á þjónustunni telst jafngilda samþykki þínu á þessum skilmálum um meðferð persónuupplýsinga og breytingum sem gætu orðið þar á. Þjónustuskilmálar okkar hafa gildi umfram hvert það misræmi sem gæti komið fram við þessa stefnu um meðferð persónuupplýsinga. Nema annað sé tekið hér fram, munu hugtök með stórum upphafsstaf hafa sömu skilgreiningu og kemur fram í Þjónustuskilmálum okkar. Tilgangur þessara skilmála/stefnu um Meðferð persónuupplýsinga er að þú öðlist skilning á hvernig við söfnum, geymum, notum og verjum persónuupplýsingarnar þínar og að þú skiljir réttindi þín í tengslum við þær upplýsingar.

2. Hvaða upplýsingum er safnað og í hvaða tilgangi

 1. Sem hluti af því ferli sem opnun Stars Account-aðgangs Notanda á Svæðinu fylgir og til að við getum veitt þér Þjónustu, munum við biðja þig um að gefa okkur upp tilteknar persónuupplýsingar, svo sem nafn þitt, póstnúmer, símanúmer, tölvupóstfang og lykilorð ásamt því að fá staðfestingu á því að þú sért orðinn a.m.k. 18 ára eða eldri í þeim lögsögum þar sem lágmarksaldur til að nota Þjónustuna er hærri en 18. Til að fara að skilmálum sem gilda um leyfi okkar samkvæmt reglum og til þess að þú getir fengið aðgang að hugbúnaði okkar og/eða Þjónustunni í gegnum einhverja af síðunum okkar, samþykkir þú hér með og heimilar okkur (eða þriðju aðilum fyrir okkar hönd) að: (i) nota staðsetningartengda þjónustu til að ákvarða landfræðilega staðsetningu þína út frá einkatölvu þinni eða Tæki (eins og er skilgreint í 9. hluta hér fyrir neðan) (sem gæti náð til en takmarkast ekki við IP tölu þína, aðgang þráðlauss nets og gagna í dúsum); og (ii) safna, vista, vinna úr, finna eða senda persónulegar upplýsingar þínar (sem innihalda en takmarkast ekki við gögn um staðsetningu þína) og/eða önnur slík gögn eða upplýsingar sem gætu verið sóttar í tækið þitt eða tölvu, til að gera mögulegt að hafa hugbúnaðinn þér aðgengilegan sem og að fullnægja tilgangi þeim sem settur er fram í þessum reglum um meðferð persónuupplýsinga. Þér er ekki heimilt að nota hugbúnað okkar og/eða þjónustu ef þú vilt ekki gangast undir það sem hér kemur fram eða ef þú vilt ekki gefa okkur leyfi til að gefa leyfi til þess sem kemur fram hér að ofan. Við megum einnig nota sumar eða allar persónuupplýsingarnar þínar til að staðfesta auðkenni þín hjá þriðju aðilum eins og fjármálastofnunum, stofnunum sem annast staðfestingu á persónuupplýsingum og fyrirtækjum eða stofnunum sem skoða greiðslugetu til þess að við getum boðið þér þjónustu okkar. Þessu til viðbótar, þegar þú notar Þjónustuna geymum við tilteknar persónuupplýsingar, þar á meðal upplýsingar um virkni þína á Svæðinu og upplýsingar sem geymdar eru í Tækjum þínum eða kerfum sem þú notar, til þess að bæta þá þjónustu sem við bjóðum þér til að tryggja að þú sért ekki að nota neinn bannaðan hugbúnað þriðja aðila eða tól. Við, tengdir aðilar eða þriðju aðilar sem bjóða þér þjónustu af okkar hálfu munu nota persónuupplýsingar þínar í eftirfarandi tilgangi:

  • til að staðfesta millifærslur fjármuna,
  • til að geta boðið þér Þjónustuna;
  • til staðfestingar persónuupplýsinga, auðkenna og sannreyningar;
  • til töfræðiúrvinnslu og rannsókna;
  • til rannsókna og þróunar;
  • til markaðsfærslu, markaðsrannsókna og þjónustuskilgreiningar á viðskiptavinum;
  • til greiningar tölfræðigagna;
  • til að framfylgja reglum starfsleyfis okkar og skilyrðum í reglum;
  • til að greina greiðslugetu þína og áhættu á svikum;
  • til að berjast gegn hvers kyns öryggisáhættu; og
  • til að staðfesta landfræðilega staðsetningu þína

  Við gætum gefið upp persónuupplýsingar þínar:

  • ef þess er krafist í lögum eða þeim sem annast framkvæmd þeirra;
  • ef við stöndum í góðri trú um að slík aðgerð sé nauðsynleg:
   • til að gangast við hverjum þeim lögum eða reglugerðum og ferlum sem við stöfum eftir;
   • til að vernda og verja rétt okkar eða eign;
   • til að hlíta hverju lögboðnu yfirvaldi eða framkvæmdavaldi reglugerða eða yfirvaldi;
   • til að gera þriðju aðilum kleift að þjónusta okkur til að gera upp eða greiða út í tengslum við veðmál sem Notandi hefur lagt undir á;
   • til að auðvelda greiðslumiðlun eða skuldainnheimtufyrirtæki sem við eigum í samskiptum við að annast greiðslur eða innheimtuferla til og frá Notendum;
   • til að aðstoða þriðju aðila sem bjóða þjónustu okkar eða þjónustu af okkar hálfu;
   • vegna þriðju aðila sem kaupir okkur eða fyrirtæki okkar eða einhvern hluta af okkar fyrirtæki;
   • til að aðstoða greiðslumiðlara eins og þeim er lýst í þeim kringumstæðum sem koma fram hér neðar í hluta 2;
  • með þínu samþykki;
  • til þess að bjarga sér aftur eftir stórslys eða hamfarir; eða
  • eins og kemur fram í hlutum okkar númer 5 og 6 hér fyrir neðan.

  Við gætum annað slagið sent þér upplýsingar um væntanlega viðburði, fréttaupplýsingar um vöruúrval okkar, hlekki á kynningar eða önnur markaðssamskipti sem tengjast þjónustuframboði okkar (þar á meðal almennar upplýsingar um þjónustu við viðskiptavini). Ef þú vilt ekki fá fréttabréf okkar áfram getur þú beðið um að fá þau ekki lengur með því að fylgja leiðbeiningum þar um sem þú færð með slíkum skilaboðum.

  Ef þér mistekst að endurgreiða okkur eða bæta endurgreiðslu, neitun um eða viðsnúningi á innleggi sem þú gætir gert, gætum við gefið út upplýsingar um reikninga þína og hvernig þú stjórnar þeim til Greiðslumatsfyrirtækja (e. CRA - Credit Reference Agencies). Athugaðu að CRA gætu gert skrá um útistandandi skuldir í þínu nafni og aðrar persónuupplýsingar og þessar upplýsingar má gefa áfram upp við aðrar stofnanir. Slík skrá verður í vörslu CRA í 6 (sex) ár eða annað tímabil sem gæti átt við, frá þeim tíma sem endurgreiðsla, neitun eða viðsnúningur greiðslu átti að fara fram. Upplýsingarnar þínar verða notaðar af CRA til að koma í veg fyrir glæpi, svik, peningaþvætti, til staðfestingar á persónuauðkennum þinum, félaga þínum eða maka, öðrum aðilum á heimili þínu, fyrirtæki þínu eða fjármunatengdum aðilum í umhverfi þínu, til að hafa eftirlit með reikningum sem þú gætir átt, til að byggja á ákvarðanir um greiðslugetu/skuldaþol, skuldastöðu þinni, til að rekja ferðir þínar, til að endurheimta það sem þú gætir skuldað, til greiningar á gagnagreiningar og kerfisprófana.

  Við gætum unnið úr persónuupplýsingum þínum eða aðilar tengdir okkur, fulltrúar okkar og þriðju aðilar sem bjóða þjónustu fyrir okkar hönd, í lögsagnarumdæmum utan við eyna Mön á Írlandshafi og Evrópska efnahagssvæðið (EEA/EES). Gerist slíkt munum við framfylgja skilmálum sem settir eru fram í Isle of Man's Data Protection Act 2002 í tengslum við sendingu hverra slíkra persónuupplýsinga.

  Við munum aðeins nota nafn þitt í kynningarefni að fengnu samþykki þínu.

  Nafn það sem þú skráir hjá okkur til að opna Stars Account verður að vera þitt eigið. Því til viðbótar er mjög mikilvægt að þú klárir að fylla út allar upplýsingar á Stars Account-skráningarforminu með gildum upplýsingum, þar sem þær verða notaðar síðar til að staðfesta og fullgilda millifærslur fjármuna og annarra gjörninga sem nefndir eru hér að framan. Þér ber skylda til að láta okkur vita um breytingar sem gætu orðið á persónuhögum þínum eða upplýsingum.

  Notendur geta uppfært upplýsingar á reikningi sínum með því að velja tilheyrandi reikningsmöguleika í sóttum hugbúnaði.

3. Úrvinnsla við innlegg og útborganir

 1. Þegar innlegg fer fram þurfa Notendur að gefa upp upplýsingar um innleggsaðferð (dæmi: greiðslukortanúmer og aðrar greiðslukortaupplýsingar). Þessar upplýsingar ásamt öðrum persónuupplýsingum þínum gætu verið notaðar til að sanngilda og fullvinna millifærslu fjármuna á milli þín og REEL. Þér ber skylda til að láta okkur vita, eða uppfæra þinn Stars Account, um breytingar sem gætu orðið á persónuhögum þínum eða upplýsingum.

4. Trúnaður

 1. REEL hefur gripið til yfirgripsmikilla aðgerða til að tryggja trúnað við þig og persónuauðkenni þín, valmöguleika og aðrar upplýsingar sem það gæti hafa safnað um einstaka Notendur og mun ekki viljandi gefa aðgang að þessum upplýsingum neinum utan Samsteypunnar, öðrum en Notandanum eða eins og lýst hefur verið í þessari stefnu um meðferð persónuupplýsinga. Við höfum gert miklar fjárfestingar í tölvuþjónum okkar, gagnagrunni, varagögnum, eldveggjum og dulkóðunartækni til að vernda þær upplýsingar sem við höfum safnað. Þessi tækni er notuð í samræmi við nýjustu tækni í öryggishögun.

  Þú ættir líka að gera allt sem þú getur til að tryggja öryggi þinna upplýsinga. Innskráningarupplýsingarnar þínar (eins og þær eru skilgreindar í Þjónustusamningi okkar) eru trúnaðargögn og þér ber að tryggja að Innskráningarupplýsingarnar þínar séu leyndar öllum stundum og að gera allt sem þú getur til að tryggja öryggi þeirra og trúnað.

  Vinsamlegast athugaðu að ef þú notar Home Games þjónustu okkar mun notandanafnið (Stars ID) einnig verða Klúbbstjóra- eða Meðlimsnafn þitt, og mun verða sýnilegt Klúbbstjóranum og Meðlimum í anddyri Home Games, anddyri Klúbbs og (ef Klúbbstjórinn kýs að hafa þær sýnilegar í meðlimaskrám) almennum meðlimaskrám Klúbba. Þar af leiðir að fólk sem þú þekkir í gegnum Home Games og/eða Klúbbinn þinn mun einnig vita auðkennið á þínu Stars ID. Ef þú samþykkir ekki þetta skaltu ekki nota Home Games.

5. Takmörk á trúnaði

 1. Upplýsingagjöf sem krafist er með lögum Vegna lagalegs, reglugerðarlegs og öryggislegs umhverfis sem við störfum í gætum við orðið, háð tilteknum kringumstæðum, að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar um Notendur okkar og við gætum verið í þeirri aðstöðu að mega ekki tilkynna þér um að við höfum gert slíkt. Við grípum til eðlilegra ráðstafana til að takmarka slíka upplýsingagjöf við eftirfarandi:

  1. þegar við teljum í góðri trú að okkur beri skylda til þess að gera slík til að svara stefnu, heimild eða öðru lögboðnu ferli; eða
  2. þegar það telst nauðsynlegt til þess að auðkenna, hafa samband við eða grípa til lagalegra aðgerða gegn aðilum til að viðhalda og/eða tryggja réttindi okkar; eða
  3. þegar það er nauðsynlegt til að aðstoða við að koma í veg fyrir veðmálabrask með verð og viðureignir á BetStars-síðu okkar eða til að koma augum á óeðlileg mynstur í veðmálum sem þátt í viðvörunarkerfum, gætum við miðlað upplýsingum sem tengjast slíku veðmynstri eða upplýsingum um þá sem við grunum um slíkt til réttmætra íþróttayfirvalda, eftirlitsaðila eða þriðju aðila stofnunum sem við erum aðili að til þess að annast rannsóknir á slíkum brotum.

  Einnig getum við, og þú gefur okkur heimild til þess, gefið upp Stars-ID, nafn, aldur, götuheiti og númer, borg, ríki, póstnúmer, land, símanúmer, tölvupóstfang, hnattræna staðsetningu og fyrirtækjaupplýsingar ásamt upplýsingum um hvaða tæki eða gögn voru notuð til að leggja inn eða taka út hjá þriðju aðilum okkar eða opinberum ríkisaðilum/yfirvöldum eins og við, að okkar eigin sjálfdæmi, teljum nauðsynlegt eða við hæfi í tengslum við rannsóknir á svikum, brotum á hugverkaréttir, netþjófnaði eða öðru ólöglegu athæfi sem gæti gert okkur aðila að skaðabótamálum.

6. Hver fær upplýsingar um þig?

 1. Til viðbótar við lagalega upplýsingaskyldu eins og hún er skýrð í skilmálum eða stefnu um meðferð persónuupplýsinga, gætum við valið að gefa upp persónuupplýsingar þínar til starfsmanna okkar, starfsmanna annarra fyrirtækja í Samsteypu okkar, eða fulltrúum okkar og þriðju aðila þjónustufyrirtækjum sem nota persónuupplýsingar þínar til að bjóða þér þjónustu í tengslum við að þú sért Notandi á Síðunum okkar. Allir sem taka við persónuupplýsingum þínum skulu vera bundnir af tilheyrandi gagnaverndarlögum til að tryggja að persónuupplýsingum þínum sé haldið leyndum að engu minna marki en þeim sem um okkur gilda.

  Við gætum samnýtt persónuupplýsingar þínar sem við söfnum við notkun þína á Þjónustunni í samræmi við þessa stefnu um Meðferð persónuupplýsinga með öðrum upplýsingum sem við söfnum þegar þú notar aðra þjónustu sem starfrækt er af Samsteypunni, þar á meðal en ekki takmarkað við, síður á netinu sem reknar eru undir vörumerkjunum "PokerStars", "PokerStars Casino", "BetStars" og "Full Tilt" sem og öllum vörum sem eru tengd eða hnýtt við þær, þar á meðal snjalltækja- og félagsmiðlaþjónustur. Við munum vinna með þessar sameinuðu upplýsingar í samræmi við, og munum nota þær í þeim tilgangi sem rekinn er í þessari stefnu um meðferð persónuupplýsinga.

7. Bein markaðsfærsla

 1. Við megum nota tölvupóstfang þitt og símanúmer til þess að geta fært þér fréttir, kynningar og önnur markaðstilboð frá Samsteypu okkar. Við megum einnig deila tölvupóstfangi þínu og símanúmeri með samstarfsaðilum okkar í markaðsfærslu til þess að geta fært þér þessi markaðstilboð. Af virðingu við rétt þinn til einkalífs höfum við útbúið handa þér auðvelda leið til að frábiðja þér slík markaðstilboð í gegnum tölvupóst og síma frá okkur eða frá samstarfsaðilum okkar og tengdum aðilum. Þú mátt hvenær sem er biðja um að fá ekki lengur slík tilboð send með því að senda auð skilaboð með orðið Remove skrifað í efnisorðslínuna á viðburðaþjónustuna. Ef þú ákveður að fá ekki lengur markaðssamskipti okkar um þessi tilboð munum við fjarlægja upplýsingar um þig úr dreifingarlistum fyrir markaðsefni okkar og af öðrum listum sem við gætum gert í framtíðinni og gætum deilt með samstarfsaðilum okkar í markaðsfærslu. Hinsvegar gætir þú þurft að segja þig úr áskrift sérstaklega frá þeim markaðstilboðum sem send eru af samstafsaðilum okkar sem hafa fengið þessar sambandsupplýsingar um þig áður en þú baðst um að verða fjarlægður af þessum listum.

8. Réttindi þín í tengslum við upplýsingar um þig

 1. Þú hefur rétt á að biðja okkur um að gefa þér upp skrá með þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig (til samræmis við gildandi reglur). Þetta kallast aðgangabeiðni viðfangsefnis (e. SAR - subject access request) og að því gefnu að við séum fullviss um auðkenni þitt (sem gæti falist í því að við við óskum eftir að þú sendir inn auðkenni og aðrar upplýsingar) gefum við okkur fjörutíu (40) daga til þess að verða við ósk þinni um SAR. Við gætum, við tilteknar kringumstæður, lagt á lágt gjald til þess að standa undir umsýslukostnaði við SAR-beiðni þína, en sá kostnaður er í samræmi við gildandi lög. Við ætlum okkur að halda upplýsingum okkar um þig eins réttum og hægt er. Þú getur hvenær sem er endurskoðað, breytt, fengið afrit af upplýsingunum þínum eða fengið breyttum upplýsingum um þig eða leiðréttar í samræmi við réttindi þín undir Isle of Man's Data Protection Act 2002 og í því samhengi gætum við beðið um sönnun á auðkenni þínu eða persónu. Til þess að hafa samband við okkur varðandi upplýsingar um þig skaltu vinsamlegast senda tölvupóst á þjónustuliðið. Vinsamlegast athugaðu að ef við lokum eða ef þú biður okkur um að loka Stars Account-aðgangi þínum af einhverjum ástæðum, verður persónuupplýsingum þínum haldið eftir hjá okkur í þann tíma sem okkur gæti borið skylda til samkvæmt gildandi reglum um varnir gegn peningaþvætti eða skilmálum rekstrarleyfis okkar. 

9. Dúsur

 1. Dúsur, eða "cookies", eru litlir textastrengir með upplýsingum sem er hlaðið í tölvuna þína eða snjallsímatæki (vísað til alls sem “Tæki”) þegar þú ferð inn á heimasíðu/vefsvæði okkar. Þær eru svo sendar aftur til þess vefsvæðis sem þær komu frá í hvert sinn sem komið er á síðuna, eða á annað vefsvæði sem þekkir dúsurnar.

  Dúsur eru mjög gagnlegar og það er hægt að nota þær í margvíslegum tilgangi. Meðal þess sem hægt er að nota þær í er að leyfa þér að færast á skilvirkan hátt á milli síða, að muna stillingarnar þínar eða að bæta bara almennt notandaupplifunina þína. Stundum eru dúsur notaðar til að auðvelda við að tryggja að þær auglýsingar sem þú sérð á netinu séu markvissar og tengist þínum áhugamálum.

  Við notum dúsur til að fylgjast með hvaðan umferð kemur inn á vefsvæði okkar, til að muna eftir stillingunum þínum, til að gera vefsvæði okkar snjalltækjavænt, og til að útbúa ópersónugreinanleg tölfræðigögn sem við notum svo til að bæta upplifun notenda af síðunum okkar. Við notum líka dúsur til að mæla skilvirkni auglýsingaherferða okkar, til að takmarka fjölda þeirra skipta sem þú sérð auglýsingu, til að muna að þú hafir heimsótt vefsíðu, og til að kalla fram auglýsingar sem eiga betur við áhugamál þín.

  Nákvæmar upplýsingar um dúsurnar okkar og hvernig við notum þær á Svæðinu er hægt að finna í Stefnu um dúsur, sem lýsir líka hvernig þú getur slökkt á dúsum eða stjórnað hvaða dúsur eru lagðar á Tækið þitt (sjá sérstaklega kafla sem kallast Svona stjórnarðu dúsustillingunum þínum).

10. Hver erum við?

 1. Við erum skráð hjá Isle of Man Information Commissioner til samræmis við gildandi lög á eynni Mön í Írlandshafi (Isle of Man).

  Rational Entertainment Enterprises Limited
  Douglas Bay Complex
  King Edward Road
  Onchan
  Isle of Man, IM3 1DZ

Stefna um meðferð persónuupplýsinga síðast uppfærð: Janúar 2017

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Um þjónustu

FAQ

Þjónustuliðið okkar hefur útbúið lista með spurningum sem því berst oft frá spilurunum, og þeim er öllum svarað.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Svona spilarðu póker

How to Play Poker

Þú finnur pókerreglur og ráð fyrir byrjendur ásamt leikfræði undir Pókerleiðbeiningum PokerStars.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.