Leyfissamningur notanda nethugbúnaðar PokerStars, PokerStars Casino, BetStars og Full Tilt

Þennan leyfissamning notanda ("Samningurinn") ættir þú ("Notandi" eða "þú") að lesa í heild sinni áður en þú notar þjónustu eða vörur PokerStars , PokerStars Casino, BetStars og Full Tilt.

Með því að gangast undir þennan samning, viðurkennir þú að PokerStars, BetStars, Full Tilt, PokerStars Casino, Sports Jackpots séu vörumerki í eigu og undir stjórn fyrirtækjasamsteypu sem kallast "Rational Group". Sem slík, þegar það er notað og samhengið leyfir, skal hugtakið "Samsteypan" merkja Rational Entertainment Enterprises Limited ásamt undirfyrirtækjum þess og hvaða eignarhaldsfélagi Rational Entertainment Enterprises Limited sem er og hverjum þeim undirfyrirtækjum sem tilheyra slíku eignarhaldsfélagi og hvaða fyrirtæki sem er sem tilheyrir Rational Group.

Vinsamlegast athugaðu að samningurinn er ígildi lagalega bindandi samkomulags milli þín og Rational Group.

Raunpeningaleikir (e. Real Money Games)

Rational Group býður upp á raunpeningaleiki eins og póker, kortspilaleiki, kasínóleiki og getraunaleiki í íþróttum með föstum stuðlum (“RM-leikir”), eins og við á, á vefsvæðunum sem finna má á www.pokerstars.comwww.pokerstarscasino.com, www.betstars.com, www.fulltilt.com og www.betstarsjackpots.com ("Síðurnar") miðað við þá skilmála og skilyrði sem gilda um spilun þína í RM-leikjum og er fjallað um hér fyrir neðan.

Tilvísanir til "Rational Group", "við" eða “okkar" vísar til mismunandi fyrirtækja og fer eftir því hvort RM-leikirnir sem eru í boði fyrir þig séu í eigu Rational Group ("Eigin RM-leikir") eða séu RM-leikir sem eru boðnir með leyfissamningi við þriðju aðila eigendur ("Þriðja aðila rekstur") af okkur til að geta boðið þér ("RM-leiki með leyfissamningi"). Þú semur við ólíkt fyrirtæki allt eftir því hvers konar RM-leiki þú ert að spila og við munum gera þér ljóst á viðeigandi stöðum hvaða fyrirtæki það er sem er að bjóða þér RM-leikina. Fyrirtækin tvö eru eins og hér kemur fram:

 1. Í tengslum við eigin RM-leiki þá eru þeir boðnir þér af Rational Entertainment Enterprises Limited fyrirtæki sem er í félagarekstri frá eynni Mön í Írlandshafi og er með skráðar skrifstofur að Douglas Bay Complex, King Edward Road, Onchan, Isle of Man, IM3 1DZ undir leyfi frá Isle of Man Gambling Supervision Commission;
 2. Í tengslum við RM-leiki með leyfissamningi þá eru þeir boðnir þér af Rational Gaming Europe Limited, fyrirtæki í félagarekstri frá Möltu með skráðar skrifstofur að Villa Seminia, 8 Sir Temi Zammit Avenue, Ta' Xbiex, XBX 1011, Malta, undir leyfi sem veitt er af Malta Gaming Authority.

Skilmálarnir sem gilda um spilun þína í RM-leikjum koma fram hér fyrir neðan.

Fríspilunarleikir (Play for Free Games)

Leikpeningaleikir/ "spilaðu ókeypis" leikir (e. play money - "PM-leikir") sem eru boðnir þér á síðunum eru boðnir þér af Stars Mobile Limited (Isle of Man), fyrirtæki í félagarekstri á eynni Mön í Írlandshafi (fyrirtæki númer 008457V) með skráðar skrifstofur að Douglas Bay Complex, King Edward Road, Onchan, Isle of Man, IM3 1DZ. Smelltu hér til að kynna þér skilmála fyrir PM-leiki sem gilda um spilun þína í PM-leikjum.

Aðrir mikilvægir skilmálar og reglur

Til viðbótar við skilmála og skilyrði í þessum samningi skaltu vinsamlegast lesa  reglur um meðferð persónuupplýsingadúsureglur, skilmála og skilyrði PM-leikja, pókerreglurnar, leikreglurnar, algengar spurningar, reglur um íþróttagetraunir, skilmála og skilyrði Sports Jackpots, skilmála fyrir úrvinnslu og gjaldmiðlaskipti raunpeninga í tengslum við RM-leiki og skilmálana fyrir Stars Rewards sem og aðrar reglur, stefnur og skilmála sem tengjast leikjunum og kynningum sem eru í boði á síðunum og eru settar fram tímabundið, sem er er vísað til hér, ásamt öðrum slíkum stefnum og reglum sem þú gætir fengið upplýsingar um frá okkur öðru hvoru.

Samþykki þitt á skilmálum okkar

Með því að smella á "Ég samþykki/I Agree" hnappinn hér neðar í tengslum við uppsetningu þína og notkun á hugbúnaðinum (eins og hann er skilgreindur hér neðar), gengst þú undir skilmálana og skilyrðin sem sett eru fram í þessum samningi, í  eglum um meðferð persónuupplýsingareglum um dúsur, í skilmálum PM-leikja, í pókerreglum, í leikreglunum, í algengum spurningum, í reglum um íþróttagetraunir/sport, í skilmálum Sports Jackpots og í skilmálum og skilyrðum við úrvinnslu og gjaldmiðlaskipti raunpeningar eins og slíkt gæti hvert um sig verið uppfært eða breytt öðru hvoru í samræmi við þær heimildir sem settar eru fram hér neðar og þar inni.

Hugbúnaðurinn okkar

Í tengslum við þennan samning skal skilgreiningin á "Hugbúnaði" merkja hvaða og allur hugbúnaður sem við bjóðum eða gerum þér aðgengilega, óháð því um hvaða miðil er að ræða, og hvort heldur sem þú halar honum niður í notandatæki þitt eða ekki. Þess vegna skal "Hugbúnaður" innihalda hugbúnað Rational Group sem hægt er að niðurhala í einkatölvu þína eða fartölvu (“Tölva”) frá  www.pokerstars.comwww.pokerstarscasino.com, www.betstars.com, www.fulltilt.com og www.betstarsjackpots.com og veflæga hugbúnaðinn sem er aðgengilegur frá www.pokerstars.comwww.pokerstarscasino.com, www.betstars.comwww.fulltilt.com og www.betstarsjackpots.com og einnig niðurhalanlegan snjalltækjahugbúnað Rational Group sem er aðgengilegur þér í notandatæki þínu (þ.á.m., án takmarkana, farsíma, lófatölvu, spjaldtölvu, eða öðrum fartækjabúnaði eða símtækjum sem nú eru til eða gætu orðið til í framtíðinni) (allt “Tæki”) sem og annar viðbótarhugbúnaður við hugbúnaðinn (hvort sem það er veflæg lausn eða netþjóns-/biðlarahugbúnaður).

1. LEYFISVEITING/HUGVERKARÉTTUR

1.1

Samkvæmt skilmálum og skilyrðum sem sett eru fram hér heimilar Rational Group notandanum almennan, persónulegan, óframvísanlegan rétt til að setja upp og nota hugbúnaðinn á tölvu sinni eða tæki, eftir því hvað á við, til þess að öðlast aðgang að vefþjónum Rational Group og spila PM-leikina ("Leikina") sem eru í boði (hugbúnaðurinn og leikirnir mynda þá saman "Þjónustuna").

1.2

Þér er veitt leyfi að hugbúnaðinum af Rational Group til persónulegra afnota. Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að þjónustan sé notuð af (i) einstaklingum undir 18 ára aldri, (ii) einstaklingum undir lögaldri sem gildir í þeirri lögsögu sem þeir búa og (iii) einstaklingum sem tengjast síðunum frá lögsögum þar sem ólöglegt er að gera slíkt. Rational Group getur ekki staðfest lögmæti þjónustunnar í hverri lögsögu og það er á ábyrgð notandans að tryggja að notkun hans á þjónustunni sé í samræmi við lög.

1.3

Við áskiljum okkur rétt til þess að mega hvenær sem er fara fram á að þú sannir aldur þinn til að tryggja að ólögráða einstaklingar séu ekki að nota þjónustuna. Við áskiljum okkur einnig rétt til að loka á eða frysta reikninginn þinn og útiloka þig, tímabundið eða varanlega, frá notkun á þjónustunni ef tilhlýðileg sönnun aldurs fæst ekki fram eða ef okkur grunar að þú sért undir lögaldri.

1.4

Rational Group, samsteypufyrirtæki þess og leyfisveitendur bera einir allan rétt til hugbúnaðarins og kóða hugbúnaðarins, uppbyggingu hans og skipulag, þar á meðal höfundarrétt, iðnaðarðleyndarmál, hugverkarétt og önnur réttindi. Þú mátt ekki, innan þeirra takmarkana eins og er lýst í viðeigandi lögum:

 1. afrita, dreifa, birta, endurframleiða, afbyggja, taka sundur, breyta, eða þýða hugbúnaðinn eða gera nokkra tilraun til þess að nálgast frumkóðann til þess að búa til afleidd verk út frá frumkóða hugbúnaðarins, eða annars;
 2. selja, úthluta, framleigja, millifæra, dreifa eða leigja hugbúnaðinn;
 3. gera hugbúnaðinn aðgengilegan þriðja aðila í gegnum tölvunet eða annars;
 4. flytja út hugbúnaðinn til annars lands (hvort sem það er í eiginlegum eða rafrænum skilningi; eða
 5. nota hugbúnaðinn á þann hátt sem gæti verið bannaður með gildandi lögum eða reglugerðum,

(hvert tilfelli hér að ofan vísar til "Óheimilar notkunar").

Rational Group, fyrirtæki í samsteypu þess og leyfisveitendur áskilja sér sérhvern og allan rétt hvort sem hann er gefinn í skyn eða annað, sem ekki er sérstaklega tekinn fram og veittur notandanum hér undir og heldur öllum réttindum, titlum og hlutdeild í hugbúnaðinum.

Þú samþykkir að þú munt einn bera ábyrgð á hverjum þeim skemmdum, kostnaði eða útgjöldum sem gætu orðið til í tengslum við óheimila notkun þína hver sem hún gæti verið. Þú skalt tilkynna Rational Group um leið og þú verður þess áskynja að einhver aðili hefur framið óheimila notkun og þú skalt bjóða Rational Group alla tiltæka hjálp við að hverja þá rannsókn sem gæti farið fram af þess hálfu í ljósi þeirra upplýsinga sem þú gafst upp í þessu samhengi.

1.5

Hugtökin "PokerStars", "BetStars", "Full Tilt",“PokerStars Casino” and "Sports Jackpots“, lénsheitin “pokerstars.com”, “pokerstarscasino.com”, “betstars.com”, "fulltilt.com”, "betstarsjackpots.com”, “pokerstarsmobile.com” og “fulltiltmobile.com” og hver önnur vörumerki, þjónustumerki, merkingar, iðnheiti og/eða lénsheiti sem notuð eru af Rational Group á síðunni og/eða í hugbúnaðinum einhverjum stundum ("Vörumerkin"), eru vörumerki, þjónustumerki, merkingar, iðnheiti og/eða lénsheiti Rational Group og/eða fyrirtækja í samsteypu þess og/eða leyfisveitenda þeirra, og þessir aðilar áskilja sér allan rétt að slíkum vörumerkjum. Þessu til viðbótar er allt efni á síðunum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, hugbúnaðurinn, myndir, ljósmyndir, teiknaðar myndir, hreyfimyndir, myndbönd/vídeó, tónlist, hljóð og texti ("Efni síðunnar") í eign Rational Group og/eða fyrirtækja í samsteypu þess og/eða leyfisveitenda og er undir höfundarrétti og/eða öðrum hugverkarétti eða öðrum réttindum. Þú gengst hér með undir að með því að nota þjónustuna og síðurnar að þú öðlist ekki neinn rétt á efni síðunnar og/eða vörumerkjum, eða neinum hlutum þess. Undir engum kringumstæðum máttu nota efni síðunnar og/eða vörumerki án áður fenginnar skriflegrar heimildar frá Rational Group til slíks.

Þar að auki, samþykkir þú að þú munt ekki gera neitt sem gæti skaðað eða valdið mögulegum miska á réttindunum, þar á meðal á hugverkarétti, í eigu Rational Group, fyrirtækjum í samsteypu þess og/eða leyfisveitendum í hugbúnaðinum, á vörumerkjum eða efni síðunnar né heldur mundu gera neitt sem skaðar ímynd eða orðspor Rational Group, fyrirtækjum í samsteypu þess, stjórnendum, forsvarsmönnum og ráðgjöfum.

1.6

Þú ábyrgist að engin nöfn eða myndir sem þú gætir notað í tengslum við síðuna eða þjónustuna (t.d. notandanafn þitt og kennimynd/avatar) muni brjóta á hugverkarétti, friðhelgi til einkalífs eða öðrum réttindum nokkurs þriðja aðila. Þú veitir hér með Rational Group og fyrirtækjum í samsteypu þess leyfi á heimsvísu, óafturkræfu, framfæranlegu, lausu undan greiðslu vegna hugverkarétts, framseljanlegu til þess að nota slíkar myndir og myndefni hvaða tilgangi sem það gæti þjónað í tengslum við síðuna eða þjónustuna, skv. skilmálum sem settir eru fram í reglum okkar um friðhelgi einkalífs.

2. ENGAR ÁBYRGÐIR

2.1

Rational Group vísar frá sér allri ábyrgð, hvort sem hún er tiltekin eða gefin í skyn, í tengslum við þjónustuna sem þér er veit eins og hún birtist (e. AS IS) og við gefum þér ekki neina ábyrgð eða ígildi hennar á neinn hátt um gæði hennar, nothæfi, heild eða nákvæmni.

2.2

Óháð markmiði okkar um að veita þér bestu mögulegu hágæðaþjónustuna, traust og öryggi, ábyrgjumst við með engum hætti að þjónustan fari fram ótrufluð, í tíma eða án villa, að gallar verði leiðréttir eða að hugbúnaðurinn og síðurnar verði lausar við veirur, galla eða aðrar óværur.

2.3

Rational Group áskilur sér rétt til að fresta, hætta, breyta, fjarlægja eða bæta við þjónustuna kjósi það slíkt og tekur það þá strax gildi og án skuldbindingar til þess að tilkynna þér um slíkt ef við teljum það nauðsynlegt, þar á meðal (t.d) ef við fáum upplýsingar um að þú hafir gengist undir sjálfsútilokun af einhverju tagi af hálfu söluþjónustuaðila spilunar eða ef við teljum það nauðsynlegt vegna stjórnunar, viðhalds eða uppfærslu á Hugbúnaðinum og við munum ekki bera neina bótaábyrgð af neinu tagi vegna neins tjóns eða afleiðinga sem af slíkri ákvörðun Rational Group gæti orðið.

3. YFIRVALD

3.1

Rational Group fer með vald yfir útgáfu, viðhaldi og lokun á reikningum notanda á síðunni. Ákvörðun stjórnenda Rational Group, í tengslum við hvert það er viðkemur reikningi notanda, notkun á þjónustunni, eða við úrlausn ágreiningsmála, er bindandi og henni er ekki hægt að áfrýja eða fá endurskoðaða. Aðgangurinn/reikningurinn sem stofnaður er af notanda skal hér vísað til sem Stars Account. Stars Account notandans gefur aðgang að öllum síðunum, þér aðgengilegar undir þessum samningi, af Rational Group, eins og við á um landfræðilega staðsetningu þína. Einhverjar og allar tilvísanir í þessum samningi til hugtaksins "Notandaaðgangur", "Notandareikningur" eða "reikningur", "aðgangur" eiga við um Stars Account aðganginn þinn.

4. FRAMSETNINGAR ÞÍNAR OG ÁBYRGÐIR

Áður en þú notar þjónustuna og þaðan í frá leggur þú fram, ábyrgist, sammælist um og samþykkir að:

4.1

það sé áhætta á að fjármunir tapist þegar þjónustan er notuð og að Rational Group ber enga ábyrgð á hverju slíku tapi;

4.2

notkun þín á þjónustunni sé þitt eigið val, á þína eigin ábyrgð og áhættu;

4.3

samkvæmt eftirlitsskilyrðum okkar og til þess að þú getir fengið aðgang að og notað hugbúnað okkar og/eða þjónustu í gegnum einhverja af vefsíðum okkar þarft þú að framvísa tilteknum persónuupplýsingum um þig (þar á meðal upplýsingar um greiðsluleiðir sem þú notar) ásamt því sem þú samþykkir að við (eða þriðju aðilar sem koma fram fyrir okkar hönd) höfum aðgang að eða getum nýtt gögn um staðsetningu þína og/eða önnur slík gögn eða upplýsingar sem gætu fengist úr tæki þínu/tölvu, til að virkja þjónustuna/hugbúnaðinn svo hann sé þér aðgengilegur. Þú samþykkir hér með að við (eða þriðju aðilar sem koma fram fyrir okkar hönd) fáum aðgang að slíkum gögnum til þeirra nota sem koma fram hér að ofan. Þér er ekki heimilt að nota hugbúnað okkar og/eða þjónustu ef þú vilt ekki gangast undir það sem hér kemur fram. Rational Group mun vinna úr persónuupplýsingunum þínum í samræmi við gildandi gagnaverndarlög og reglur á Mön, í fullu samræmi við það sem sett er fram í reglum okkar um meðferð persónuupplýsinga.

4.4

þú berð sjálfur ábyrgð á hverjum þeim sköttum sem gætu gilt og þurft gæti að greiða af peningum eða verðlaunum sem þú færð þegar þú notar þjónustuna;

4.5

fjarskiptanet og internetaðgangsþjónusta sem eru grundvöllu þess að þú hafir aðgang að þjónustunni séu að fullu utan áhrifasviðs Rational Group og Rational Group getur á engan hátt borið bótaábyrgð af neinu tagi vegna hvers kyns brottfalls, hægagangs, magntakmarkana eða öðrum göllum sem gætu haft áhrif þar á;

4.6

þú sért 18 ára eða eldri og að þú sért ekki undir nokkurs konar sjálfsútilokun frá neinni netspilunar- eða snjalltækjaspilasíðu og að þú munir strax láta okkur vita ef þú gengst undir einhvers konar slíkt samkomulag við einhvern þjónustuveitanda spilunar.

5. BÖNNUÐ NOTKUN

5.1

BREYTINGAR Á HUGBÚNAÐI. Notandi má ekki reyna að breyta, bakþýða, endurbyggja eða brjóta sundur hugbúnaðinn á nokkurn hátt.

5.2

EINKANOTKUN. Þjónustan er eingöngu ætluð til persónunota notandans. Notandinn má aðeins leggja undir fjármuni sér til skemmtunar. Undir engum kringumstæðum má notandinn nota raunpeningareikning sinn hjá Rational Group til annars en að nota þjónustuna. Notandinn skal gefa upp tæmandi og sannar upplýsingar í öllum málum og upplýsingar sem notandi gefur Rational Group verður hann að uppfæra eftir þörfum ef breytingar verða þar á.

5.3

MILLIFÆRSLA RAUNPENINGA. Millifærsluþjónusta raunpeninga hjá Rational Group er aðgengileg í gegnum anddyrið/lobby (þú smellir fyrst á "Cashier" og svo á "Transfer to Player"). Notandi verður að slá inn upphæðina sem hann vill millifæra og Stars ID-auðkennisnafn væntanlegs viðtakanda. Notendur eru minntir á að það er á þeirra ábyrgð að þeir viti hver hinn notandinn er áður en þeir gangast undir slíkt fyrirkomulag. Takmörk á millifærslur eru ákvörðuð af Rational Group m.v. hvern notanda.

Sem hluti af rekstrarleyfi Rational Group, og sem hluti af reglum til varnar peningaþvætti, þarf notandi að gera sér fyllilega grein fyrir því að hann gæti alltaf þurft að framvísa persónuskilríkjum (t.d. skilríkjum gefnum út af opinberum stofnunum, bankayfirlit eða reikninga veitukostnaðar) þegar hann sendir inn beiðni um að vinna úr millifærslum. Þetta auðveldar Rational Group að vernda notendurnar og einnig verndar þetta Rational Group gegn því að vera notað sem milliliður í peningaþvætti eða annars konar svikum.

Eftirfarandi skilmálar og skilyrði gilda einnig um millifærsluþjónustu raunpeninga:

 1. Rational Group áskilur sér rétt til að hafna hvaða millifærslubeiðni af reikningi sem er eða að snúa við millifærslum reikninga vakni grunur um að brotið hafi verið á einhverjum skilmála þessa samnings af hálfu sendanda eða móttakanda.
 2. Notandi sem sendir samþykkir að hann noti aðeins millifærslu á notandareikning viðtakanda til þess að hann geti spilað leikina og ekki vegna neins annars.
 3. Notandi sem móttekur samþykkir að hann noti aðeins fjármunina úr millifærslu af notandareikningi sendanda til þess að hann geti spilað leikina og ekki vegna neins annars.
 4. Notendur geta ekki tekið fjármuni beint út sem þeir fá í gegnum millifærslu, (vísast til undirgreinar (c) hér að ofan); ágóði sem gæti orðið til við að spila leikina með millifærðum fjármunum sem eru svo grundvöllur fyrir beiði um útborgun fjármuna mun í kjölfarið skoðast í samræmi við innri reglur, stefnur og ferla Rational Group.

5.4

SAMRÁÐ. Samráð/leynimakk milli notenda með því að deila holuspilum eða eftir öðrum leiðum er stranglega bannað. Rational Group áskilur sér réttinn, til viðbótar við önnur úrræði, að takmarka sætaskipan og/eða banna notendum frá að spila við tiltekin pókerborð eða í móti, m.a. með því að takmarka tvo eða fleiri spilara við að spila við hvern annan á sama borði eða í sama móti. Þessu til viðbótar áskilur Rational Group sér rétt til að skoða sérhvert samráð eða tilraun til samráðs spilara (þ.á.m. notenda) sem eiginlegt brot á þessum samningi og í samræmi við ákvæði hefur Rational Group fullan rétt á að loka reikningi notanda ef notandi reynir að taka þátt í slíkri hegðun, óháð því hver niðurstaða slíkrar tilraunar hefur verið.

5.5

UTANAÐKOMANDI HJÁLPARFORRIT SPILARA Rational Group bannar þau utanaðkomandi hjálparforrit spilara (e. External Player Assistance Programs - "EPA-forrit") sem eru hönnuð til að gefa spilurum “ósanngjarnt forskot”. Rational Group skilgreinir EPA-tól sem tölvuhugbúnað (annan en Hugbúnaðinn) og kerfi án hugbúnaðs (t.d. vefsíður, áskriftarþjónustur og snertanlegt efni). Rational Group skilgreinir vítt hvað telst sem „ósanngjarnt forskot“ þegar kemur að notkun EPA-tóla og ítarlegar leiðbeiningar má finna í efninu okkar algengar spurningar um tól og þjónustur þriðju aðila). Til að taka af allan vafa nær það sem er bannað utan um en takmarkast ekki við að fá aðgang að eða setja saman upplýsingar um spilara umfram það sem notandinn hefur persónulega séð sjálfur í leik notandans eða fengið ráð um, leiðbeiningar eða aðstoð um hvernig á að spila, í rauntíma, sem er umfram grunnstig.

5.6

SJÁLFVIRKIR SPILARAR (YRKI). Notkun á gerfigreind, þar á meðal, án takmarkana, vélyrkjum (e. bots/robots) er stranglega bönnuð í tengslum við þjónustuna. Allar aðgerðir í tengslum við þjónustuna af notanda verða að vera framkvæmdar persónulega af spilurum í gegnum notandaviðmótið sem er aðgengilegt við notkun á hugbúnaðinum og án aðstoðar frá neins konar gervigreind.

5.7

Þú samþykkir að Rational Group megi grípa til aðgerða til að finna og koma í veg fyrir notkun bannaðra EPA-tóla. Þessar aðgerðir gætu verið, en takmarkast ekki við, að skoða hugbúnað sem keyrir samhliða hugbúnaði Rational Group á tölvu notandans. Þú samþykkir að þú munir ekki reyna að komast hjá, hafa áhrif á, eða loka fyrir slíkar aðgerðir, þar á meðal, án takmarkana, notkun þriðju-aðila hugbúnaðar sem fer framhjá, hefur afskipti af, eða hindrar slíkar aðgerðir.

5.8

SPILAPENINGASTURT. Spilapeningasturt (e. Chip-dumping) gerist þegar notandi tapar viljandi pókerhönd til þess að færa spilapeninga sína viljandi til annars notanda. Sérhver notandi sem tekur þátt í eða reynir spilapeningasturt með öðrum notanda, þar á meðal með því að vera móttakandi fjármuna, á meðan hann notar þjónstuna á hættu á að verða bannað varanlega að nota þjónustuna og notandandareikningur hans gæti verið leystur upp samstundis. Við slíkar kringumstæður er Rational Group ekki á neinn hátt skuldbundið til þess að endurgreiða þér neina peninga sem gætu verið á notandareikningi þínum á þeim tíma.

5.9

SVIKSAMLEG HEGÐUN. Ef það gerist að Rational Group telji að notandi hafi tekið þátt í eða reynt að ástunda sviksama, ólöglega, óheiðarlega eða ósiðlega athöfn á meðan hann notar þjónustuna, þar á meðal og án takmarkana, að taka þátt í hvers kyns athöfn sem sett er fram í ákvæði 5 eða öðrum aðgerðum til að hafa áhrif á leik, eða með því að framkvæma sviknæma greiðslu, þar á meðal og án takmarkana, nota stolin greiðslukort eða aðra sviknæma endurgreiðslu eða peningaþvætti, skal Rational Group eiga rétt á að grípa til þeirra aðgerða sem því þykja við hæfi, þar á meðal, en takmarkast ekki við:

 1. að loka samstundis fyrir aðgang notanda að þjónustunni;
 2. að eyða reikningi/aðgangi notanda hjá Rational Group;
 3. að gera upptæka fjármuni á reikningi notanda;
 4. að gefa upp slíkar upplýsingar (þar á meðal auðkenni notandans) við fjármálastofnanir, tilheyrandi yfirvöld og/eða aðrar persónur eða aðila sem eiga lagalegan rétt að slíkum upplýsingum; og/eða
 5. að grípa til lagalegra úrræða gagnvart notanda.

5.10

GJALDMIÐLASKIPTI Notendur geta haft nýtt millifærslur í gjaldmiðlum í gegnum þjónustuna í tölvu sinni eða tæki með fjármunum sem standa í þeirra nafni á reikningi notanda ("Gjaldmiðlaskiptiþjónusta"). Allar millifærslur í gjaldmiðlum í gjaldmiðlaskiptiþjónustunni munu fara fram á ráðandi gengi sem boðið er af Rational Group fyrir þau gjaldmiðlaskipti sem um er rætt hverju sinni. Skiptigegnið verður uppfært reglulega, og það er mögulegt að bjóða mismunandi gengi eftir tegund millifærslu og hreyfingum eða þróun á gengi gjaldmiðla. Notendur ættu að tryggja að þeir séu meðvitaðir um hreyfingar á skiptigengi gjaldmiðla og þau áhrif sem það gæti haft á fjármuni sem þeir hafa aðgang að áður en þeir nota gjaldmiðlaskiptiþjónustuna. Rational Group getur ekki borið ábyrgð á neinum hagnaði eða tapi sem notandi verður fyrir við notkun á gjaldmiðlaskiptiþjónustunni (e. Currency Exchange Facility). Notendum ætti einnig að vera ljóst að Rational Group innheimtir gjald af gjaldmiðlaskiptum sem fara fram í gegnum gjaldmiðlaskiptiþjónustuna sem það má, kjósi það slíkt, að fella niður af sumum tegundum millifærslna. Rational Group má einnig, kjósi það slíkt, endurvekja eða fella niður þjónustu við hvaða tiltekinn gjaldmiðil sem er fyrirvaralaust.

Notkun á gjaldmiðlaskiptiþjónustunni og/eða reikningi notanda til að stunda millifærslu fjármuna til kaupmennsku með gjaldmiðla er stranglega bönnuð. Til þess að hjálpa til við að tryggja heilindi gjaldmiðlaskiptiþjónustunnar, áskiljum við okkur rétt til, kjósum við slíkt, að:

 1. neita eða snúa við hverjum slíkum gjaldmiðlaskiptum sem fara fram í gegnum gjaldmiðlaskiptiþjónustuna; og/eða
 2. takmarka fjölda gjaldmiðla sem notandi geymir á notandareikningi sínum og upphæð þeirra fjármuna sem má skipta á milli gjaldmiðla af hálfu þess notanda; og/eða
 3. fara fram á að fjármunir sem geymdir eru á notandareikningi og skipt í gegnum gjaldmiðlaskiptiþjónustuna í aðra gjaldmiðla séu notaðir til þess að spila leikina áður en þeir eru teknir út, millifærðir áfram eða notaðir í annan tilgang; og/eða
 4. leggja afturvirkt á hver þau gjöld sem hafa verið felld niður í tengslum við millifærslu fjármuna eða gjaldmiðlaskipti.

Notandinn gengst undir og samþykkir skilmálana og skilyrðin sem tengjast úrvinnslu færslubeiðna í raunpeningum og gjaldmiðlaskiptum sem finna má hér.

5.11

Rational Group bannar persónum sem eru staðsettar í (þar á meðal tímabundnir gestir) eða íbúum í tilteknum lögsögum (þar á meðal lögsögum þar sem einstaklingur er falið að spila samkvæmt reglum sem gætu verið í gildi í slíkum lögsögum, og nota þar til gerðan spilahugbúnað samkvæmt leyfisveitingu) að leggja inn á reikninga sína eða taka þátt í RM-leikjum (“Bannaðar lögsögur”). Til að taka af allan vafa gilda takmarkanirnar hér á undan um spilun í raunpeningum í bönnuðum lögsögum jafnt um alla, bæði íbúa og borgara annarra þjóða á meðan þeir eru staðsettir í bönnuðum lögsögum. 

Sérhver tilraun til þess að reyna að komast hjá þessum takmörkunum á spilun persóna sem staðsettar eru í bannaðri lögsögu, teljast brjóta á þessum samningi. Tilraun til þess að koma sér hjá inniheldur, en takmarkast ekki við, að eiga við upplýsingar sem Rational Group notar til þess að bera kennsl á staðsetningu þína og að gefa Rational Group rangar eða misvísandi upplýsingar um staðsetningu þína eða búsetu. Sérhver slík tilraun veitir okkur rétt til þess að grípa til þeirra aðgerða sem við teljum við hæfi, svo sem, án takmarkana, að gera upptæka fjármuni á reikningi notanda.

6. ÚTTEKTARREGLUR

6.1

Reglur og viðmið fyrir notanda við framkvæmd úttekta) af notandareikningi sínum er hægt að finna í reglum okkar um úttektir. Rational Group áskilur sér réttinn til þess að leggja frekari takmörk á viðmið um hvaða úttektarleiðir standa notanda til boða hverju sinni.

7. SÆRANDI MÁLNOTKUN EÐA EFNI

7.1

Notanda er bannað að setja upp/pósta allt ólöglegt, ærumeiðandi, niðrandi eða ógnandi efni sem gæti brotið á einhverjum lögum eða verið almennt talið særandi, í gegnum þjónustuna hvort sem það er um spjallsvæði og vísum við þá til reglna í spilasal, myndmöguleika spilara eða í samskiptum við starfsfólk Rational Group.

8. BROT

8.1

Án þess að hafa áhrif á önnur réttindi, ef notandi brýtur að hluta eða í heild eitthvað það sem hér kemur fram áskilur Rational Group sér rétt til þess að grípa til hverra þeirra aðgerða sem það telur við hæfi, þar á meðal að uppræta þennan samning eða hverja aðra þá samninga gilda um notandann, loka samstundis fyrir aðgang notanda að þjónustunni eða annarri þjónustu sem boðin er af fyrirtækjasamsteypunni, að eyða reikningi/aðgangi slíks notanda á síðunum eða á öðrum síðum sem starfræktar eru af fyrirtækjasamsteypunni, gera upptæka alla sýndarspilapeninga sem geymdir eru á reikningi notanda á síðunni eða á hverjum öðrum þeim síðum sem fyrirtækjasamsteypan rekur og/eða að grípa til lagalegra úrræða gegn slíkum notanda.

8.2

Þú samþykkir að bæta að fullu, verja og halda að skaðlausu Rational Group, fyrirtækjasamsteypuna og hluthafa hennar, stjórnendur og starfsmenn vegna allra krafna, kröfugerða, tjóns, taps, kostnaðar og útgjalda, þar á meðal lögfræðikostnað eða önnur gjöld af hvaða tagi sem er, hvernig sem þau hafa orðið til, sem gæti orðið til vegna:

 1. brota þinna á þessum samningi, að hluta eða í heild;
 2. brota þinna á hverjum þeim lögum eða réttindum þriðja-aðila; og
 3. notkunar þinni á þjónustunni eða notkun annarrar persónu sem hefur aðgang að þjónustunni með innskráningarupplýsingum þínum (eins og skilgreindar eru hér að neðan), hvort sem það var með þínu leyfi eða ekki.

9. TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

9.1

Undir engum kringumstæðum, þar á meðal vegna vanrækslu, skal Rational Group eða annar aðili að fyrirtækjasamsteypu þess vera ábyrgur á neinu sérstökum, beinu, óbeinu eða afleiddu tjóni af neinu tagi (þar á meðal, án takmarkana, tjóns vegna missis viðskiptahagnaðar, truflunar á sviðskiptastarfsemi, missis viðskiptaupplýsinga, eða öðru fjárhagslegu tapi) sem gæti orðið til gegna notkunar (eða misnotkunar) á þjónustunni jafnvel þó að Rational Group hafi áður fengið vitneskju um að möguleiki gæti verið á slíku tjóni.

9.2

Ekkert í þessum samningi getur útilokað eða takmarkað bótaábyrgð Rational Group eða fyrirtækjasamsteypu þess vegna: (a) dauða eða persónutjóns sem gæti orðið vegna vanrækslu þess; eða (b) svika eða rangra staðhæfinga.

10. ÖRYGGI OG ÞINN REIKNINGUR/AÐGANGUR

10.1

Hver notandareikningur skal vera aðgengilegur í gegnum einstakt samspil notandaauðkennis ("Stars IDi"), einstakts og leynilegs lykilorðs ("Lykilorð"), og annarra valkvæðra tölulegra auðkennisleiða sem notandi gæti kosið að nota (til Stars ID, lykilorðs og annarra auðkennismöguleikar er vísað saman sem "Innskráningarupplýsinga"). Notandinn skal velja sér sitt eigið Stars ID og lykilorð í samræmi við þær reglur sem gilda þar um.

10.2

Notandinn samþykkir að hann einn beri ábyrgð á allri notkun á þjónustunni sem fer fram í gegnum innskráningarupplýsingar hans og að hann muni ekki gefa neinum öðrum upp innskráningarupplýsingarnar né leyfa annarri persónu að nota þjónustuna í gegnum sinn notandaaðgang.

10.3

Notandanum er skylt að halda innskráningarupplýsingum leyndum og í trúnaði öllum stundum og grípa til allra mögulegra leiða til þess að vernda leynd þeirra og trúnað. Sérhver óheimil notkun á innskráningarupplýsingunum skal vera að fullu á ábyrgð notandans sjálfs og mun teljast sem hans eigin notkun. Allt tjón sem hlýst þar af mun verða notandans.

10.4

Notandi má aðeins eiga einn notandareikning hjá Rational Group og skal aðeins nota þjónustuna með einum slíkum reikningi/aðgangi. Það er notanda óheimilt að opna marga reikninga/aðganga hjá Rational Group. Ef Rational Group verður þess vart að viðbótarreikningar hafi verið opnaðir af notanda, gæti Rational Group lokað slíkum viðbótarreikningum fyrirvaralaust og gæti gert upptæka sýndarspilapeninga sem geymdir eru á slíkum viðbótarreikingum.

10.5

Vinsamlega athugið að fjármunir sem geymdir eru á reikningi þínum hjá Rational Group safna ekki vöxtum.

10.6

Þú munt ekki geta lagt undir nein veðmál með þjónustunni í upphæðum sem eru hærri en heildarupphæð fjármuna sem eru á Rational Group reikningnum þínum.

10.7

Þú berð að fullu ábyrgð á að greiða alla fjármuni sem þú skuldar Rational Group. Þú samþykkir að gera ekki endurkröfur, og/eða neitað eða snúið við greiðslum framkvæmdum af þér í tengslum við þjónustuna. Þú munt endurgreiða Rational Group vegna allra endurkrafna, neitunar eða viðsnúnings á greiðslum sem þú gerir og hvers þess taps sem við gætum orðið fyrir vegna þess.

10.8

Rational Group áskilur sér rétt til að framkvæma greiðslumat og/eða kynna sér auðkenni notanda, með þriðju-aðila greiðslumatsþjónustu eða stofnunum, og nýta upplýsingar sem okkur hafa verið gefnar af notandanum við skráningu í þjónustuna. Þriðju-aðila greiðslumatsþjónusta eða stofnun má halda eftir afriti af upplýsingunum en þeir munu ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi.

10.9

Rational Group áskilur sér rétt til þess að nota þriðju-aðila rafrænt greiðslumat og/eða fjármálastofnanir til þess að vinna úr greiðslum framkvæmdum af þér og til þín í tengslum við notkun þína á þjónustunni.

10.10

Þú samþykkir og gengst undir að ef notandareikningur þinn er "virkur" (e. active - þ.e. ef þú hefur skráð þig inn á hann á undanförnu 12 mánaða tímabili þar á undan) þá er fjármunum sem þú leggur inn á notandareikning þinn haldið í sérstökum sjóð vegna þín og litið er svo á að þeir teljist "Innlegg notanda" samkvæmt þeim samkomulögum sem gilda um vörslu fjármuna við fjármálaráðuneytið á eynni Mön í Írlandshafi (e. Isle of Man Treasury Department). Ef að staðan á notandareikningi þínum er "óvirk" (e. inactive - þ.e ef þú hefur ekki skráð þig inn á notandareikning þinn á undanförnu 12 mánaða tímabili), þá munu fjármunir sem lagðir hafa verið inn af þér á notandareikning þinn hætta að teljast sem "Innlegg notanda" og þeim er ekki haldið í sérstökum sjóð en þá geturðu samt nálgast án tafar til að taka þá út eða til að nýta þjónustuna samkvæmt þeim samningi sem hér er settur fram um leið og þú hefur skráð þig inn aftur á notandareikning þinn, enda verða fjármunirnir þá sjálfkrafa og samstundis flokkaðir aftur sem "Innlegg notanda".

10.11

Reglurnar og ferlið fyrir notanda að hagnýta sjálfsútilokunartímabil eru settar fram á síðu Rational Group um ábyrga spilun á síðunum.

10.12

Fjárhættuspil á netinu gætu verið ólögleg í lögsögn þeirri sem þú ert staðsettur; ef svo er þá er þér ekki heimilt að nota greiðslukortið þitt til þess að ljúka þessari færslu.

10.13

Mikilvægar upplýsingar sem tengjast VAT (virðisaukaskatti), GST (sölu- og þjónustuskatti) eða öðrum þjónustuskatti, hér eftir vísað til sem (“Söluskattur”): Ef söluskattur á við, förum við þannig með tekjur okkar að þær innihaldi allan söluskatt. Við gerum grein fyrir og greiðum þennan skatt, þar sem við á, af hálfu viðskiptavina okkar svo þú þarft ekki að grípa til neinna ráðstafana þegar kemur að þessu.

11. ÞRIÐJU-AÐILA HUGBÚNAÐUR

11.1

Hugbúnaðurinn inniheldur hugbúnað frá þriðja aðila, þar á meðal leyfisveittan kasínóhugbúnað sem var þróaður af ýmsum þriðju-aðilum, getraunahugbúnað sem þróaður var og með leyfi til okkar af Amelco UK Limited, hugbúnaður þróaður af OpenSSL Project til notkunar í The OpenSSL Toolkit (http://www.openssl.org); dulkóðunarhugbúnaður sem var skrifaður af Eric Young; ungif hugbúnaður skrifaður af Eric S. Raymond;PSTCollectionView hugbúnaðurinn skrifaður af Peter Steinberger, og stafagerðarhugbúnað (e. font software) sem er einkaeign leyfishafans eða birgja hans og er hann undir lögum um höfundarrétt í Bandaríkjunum og öðrum lögsögum (“Leyfisskyldur hugbúnaður”).

11.2

Notkun notandans á leyfisskyldum hugbúnaði er háð því að staðið sé við alla skilmála og skilyrði sem koma fram í þessum samningi.

11.3

Leyfða hugbúnaðinum má ekki breyta, útfæra eða draga út úr hugbúnaðinum.

11.4

Notkun notandans á leyfisskylda hugbúnaðinum takmarkast við "Innri notkun" sem þýðir að notandi má eingöngu nota leyfisskylda hugbúnaðinn til hefðbundinna og venjulegra innri viðskipta og einkanotkunar en ekki til að selja áfram, selja aðgangsleyfi eða undirleyfi, eða til dreifingar. "Hefðbundin og venjuleg innri viðskipti" skulu vera skilin, í sambandi við notanda sem er aðili, að öll notkun slíks notanda, starfsmanna hans eða fulltrúa sem koma löglega fram í hans nafni, skuli vera aðeins til almennrar innri viðskipta. "Hefðbundin og venjuleg einkanotkun“ skal skilin sem svo að notandi, sem er einstaklingur eða meðlimur á heimili notanda og notkun slíks notanda og heimilisfólks hans til innri viðskipta. Öllum slíkum starfsmönnum, fulltrúum og öðru heimilisfólki skal tilkynnt af notanda um skilmála og skilyrði þessa samnings.

11.5

Öll réttindi sem ekki eru sérstaklega tiltekin í leyfða hugbúnaðinum eru áskilin.

11.6

OpenSSL Toolkit, ungif hugbúnaðurinn, PSTCollectionView hugbúnaðurinn og dulkóðunarhugbúnaðurinn er afhentur af OpenSSL Project, af Eric S. Raymond, af Peter Steinberger og af Eric Young "eins og hann kemur fyrir" og allri ábyrgð, hvort sem hún sé gefin í skyn eða tiltekin, þar á meðal en ekki takmarkað við allar ábyrgðir vegna söluhæfis og heilbrigðis í ákveðnum tilgangi, er vísað frá. Undir engum kringumstæðum skulu OpenSSL Project, Eric Young, Eric S. Raymond, Peter Steinberger eða framlagsaðilar af þeirra hálfu bera ábyrgð á nokkru beinu, óbeinu, kringumstæðilegu, sérstöku, dæmigerðu eða afleiddu tjóni eða tapi (þar á meðal en ekki takmarkað við, innkaupum á skiptivarningi, íhlutum eða þjónustu; nýtingarmissi, gagnamissi, hagnaðar- og eða ágóðamissi eða truflunum eða rofi á viðskiptum og rekstri) hvernig sem það gæti orðið til eða hvaða kenningar gætu ráðið því hvar ábyrgðin skuli liggja, hvort sem það er samkvæmt samkomulagi, beinni ábyrgð, eða ábyrgð eignarréttarhafa (e. tort - þar á meðal vegna vanrækslu eða annars) sem orðið gæti til vegna hvers konar notkunar á OpenSSL Toolkit, ungif hugbúnaðinum, PSTCollectionView hugbúnaðinum og dulkóðunarhugbúnaðinum, jafnvel þó að ráðlagt hafi verið að slíkt tjón gæti mögulega orðið til.

12. ÁGREININGUR

12.1

Notandinn samþykkir að söguleg gögn um hvern leik skuli vera eins og þau eru skráð á netþjónum Rational Group. Komi upp ósamræmi milli pókerspilanna sem birtast á tölvu þinni og spilaskráningar á þjónum Rational Group skulu hinar síðartöldu gilda. Notandinn samþykkir að aðgerðin "Instant Hand History" og "Hand Replayer" í hugbúnaðinum skuli ekki skoðast sem opinber söguleg skrá um neina hönd.

Ef notandi vill leggja fram kvörun skal vinsamlegast hafa samband við þjónustulið. Ef ekki tekst að leysa úr einhverjum ágreiningi þannig að þú sért sáttur getur þú haft samband við Eftirlitsnefnd spilunar á Mön í Írlandshafi (e. Isle of Man Gambling Supervision Commission (GSC)) í gaming@gov.im.

13. VIÐAUKI

13.1

Rational Group áskilur sér rétt til að uppfæra eða breyta þessum samningi eða einhverjum hlutum hans hvenær sem er án fyrirvara og þú verður bundin/n af slíkum viðauknum samningi innan 14 daga frá því að hann er birtur á síðunum. Þess vegna hvetjum við þig því til að heimsækja síðuna reglulega og kanna skilmála og skilyrði þeirrar útgáfu af samningnum sem gildir á hverjum tíma. Afrit af eldri útgáfum samningsins er hægt að fá með því að skrifa til Rational Group, Douglas Bay Complex, King Edward Road, Onchan, Isle of Man, IM3 1DZ. Áframhaldandi notkun þín á síðunum telst votta samþykki þitt við alla viðauka samningsins.

14. RÁÐANDI LÖG

14.1

Samningurinn og öll mál sem tengjast honum skal falla undir, og úrskurðað í samræmi við, gild lög á eynni Mön (með tilliti til eigin RM-leikja) og laganna á Möltu (með tilliti til nytjaleyfðra RM-leikja) og með tilliti til laga á eynni Mön í Írlandshafi í öllum öðrum tilvikum. Þú samþykkir afdráttarlaust, eins og kemur fram hér að neðan, að dómstólar á Mön skulu einir hafa lögsögu í tengslum við allar kröfur, deilur eða ágreining sem snerta samninginn með tilliti til eigin RM-leikja og alls annars sem ekki tengist nytjaleyfðum RM-leikjum og dómsvöld á Möltu skulu ein hafa fullt lögsagnarvald með tilliti til nytjaleyfðra RM-leikja og öll mál sem af þeim rísa og þú afsalar þér skilyrðislaust öllum rétti sem þú kynnir að hafa til að andmæla máli sem höfðað væri fyrir þessum dómstólum, eða til að halda því fram að málið hafi verið borið upp á óheppilegum vettvangi, eða að þessir dómstólar hafi ekki lögsögu. Ekkert í þessu ákvæði skal takmarka rétt Rational Group til að taka upp málatilbúnað gegn þér í hvaða dómstól sem er undir hæfri lögsögu, né skal það álitið að málatilbúnaður í einni eða fleiri lögsögum útiloki eða heimili ekki að mál verði sótt í annarri lögsögu, hvort sem það er samtímis eða ekki, eins og heimilt er í lögum slíkrar annarrar lögsögu.

15. SJÁLFSTÆÐI EINSTAKRA GREINA

15.1

Ef ákvæði þessa samnings er eða verður ólöglegt, ógilt eða óframfylgjanlegt í einhverri lögsögu skal það ekki hafa áhrif á gildi eða framfylgni í þeirri lögsögu vegna annarra ákvæða hér í eða gildi eða fullnustu í öðrum lögsögum vegna þess ákvæðis eða annarra ákvæða hér.

16. FRAMSAL

16.1

Rational Group áskilur sér allan rétt til að framselja þessum samningi, að hluta eða í heild, hvenær sem er án fyrirvara. Notandinn má ekki framselja neinn hluta sinna réttinda eða skuldbindinga undir þessum samningi.

17. ÝMISLEGT

17.1

Engin tilslökun af hálfu Rational Group á að fylgja eftir broti á þessum samningi (þar á meðal að Rational Group skuli ekki krefjast þess að öllum ákvæðum samnings sé stranglega eða bókstaflega fylgt) skal að neinu leyti skoðuð þannig að hún heimili annað eftirfylgjandi brot slíks ákvæðis eða brot á einhverju öðru ákvæði þessa samnings.

17.2

Ekkert í samningi þessum skal stofna eða veita nein réttindi eða önnur fríðindi til handa nokkrum þriðja aðila sem ekki er aðili þessa samnings öðrum en talist gætu til fyrirtækja innan fyrirtækjasamsteypunnar og þriðju-aðila birgja.

17.3

Ekkert í þessum samningi skal stofna eða teljast stofna félagasamband, umboð, traustyfirlýsingu, fjármunasamband eða samrekstur milli þín og okkar.

17.4

Þessi samningur myndar allan skilning okkar og samkomulag á milli þín og okkar í tengslum við þjónustuna og fellir úr gildi alla fyrri samninga, yfirlýsingar eða ráðstafanir milli þín og okkar.

17.5

Notandinn verður að gefa ítarlegar og sannar upplýsingar sem óskað er eftir af Rational Group í tengslum við notkun notandans á þjónustunni og ætíð samkvæmt skilmálum um meðferð persónuupplýsinga.

17.6

Útgáfa samnings þessa á ensku skal vera sú sem gildir umfram aðrar komi í ljós eitthvað misræmi á milli þýddra útgáfna af þessum samningi.

Höfundarréttur © 2017 Rational Intellectual Holdings Limited. Allur 
réttur áskilinn.

Er viðkemur að OpenSSL Toolkit:
Höfundarréttur © 1998-2011 The OpenSSL Project. Allur réttur áskilinn.
Höfundarréttur © 1995-1998 Eric Young. Allur réttur áskilinn

Er viðkemur hugbúnaðinum PSTCollectionView:
Höfundarréttur © 2012-2013 Peter Steinberger 

Er viðkemur hugbúnaðinum ungif:
GIFLIB útgáfan er undir höfundarrétti © 1997 Eric S. Raymond

Nánari upplýsingar má finna á www.pokerstars.comwww.pokerstarscasino.comwww.betstars.comwww.fulltilt.com og www.betstarsjackpots.com.

Hægt er að hafa samband við Rational Group í gegnum þjónustuliðið.

Útgáfa nr. 44.4 af leyfissamningi notanda við Rational Entertainment Enterprises Ltd.

Í gildi frá mars 2017.

LEYFISSAMINGUR NOTENDA – PM-LEIKIR

Þennan leyfissamning notanda ("Samningurinn") ættir þú ("Notandi" eða "þú") að lesa í heild sinni áður en þú notar þjónustu eða vörur Stars Mobile. Vinsamlegast athugaðu að þessi samningur myndar lagalega skuldbindandi samkomulag á milli þín og Stars Mobile (vísað til hér eftir sem "Stars Mobile","okkar" eða "við").

Stars Mobile rekur póker og kasínóleiki fyrir "leikpeninga" (“PM-leikir”) sem eru boðnir þér á vefsvæðinu sem er að finna á www.pokerstars.com, www.pokerstarscasino.com og www.fulltilt.com ("Síðurnar"). Skilmálarnir sem gilda um spilun þína í PM-leikjum koma fram hér fyrir neðan.

Með því að gangast undir þennan samning viðurkennir þú að Stars Mobile sé hluti af samsteypu fyrirtækja. Sem slík, þegar það er notað og samhengið leyfir, skal hugtakið "Samsteypan" merkja Stars Mobile ásamt undirfyrirtækjum sínum og hvaða eignarhaldsfélagi Stars Mobile sem er og hverjum þeim undirfyrirtækjum sem tilheyra slíku eignarhaldsfélagi og hvaða fyrirtæki sem er sem tilheyrir Stars Mobile þ.á.m., en ekki takmarkað við, tengd fyrirtæki sem bjóða þjónustu undir vörumerkjunum “PokerStars Casino”, "Full Tilt", "BetStars“ og “Sports Jackpots”.

Til viðbótar við skilmála og skilyrði þessa samnings skaltu vinsamlegast kynna þér reglur okkar um meðferð persónuupplýsingadúsustefnu, pókerreglurnar, og skilmálana fyrir Stars Rewards sem og hinar reglurnar, stefnur og skilmála og skilyrði sem tengjast leikjunum okkar og kynningum sem eru í boði á síðunum og eru settar fram á síðunum á hverjum tíma fyrir sig, sem eru felldar hér undir með tilvísunum, ásamt öðrum slíkum reglum og stefnum sem þú gætir fengið tilkynningu um frá okkur öðru hvoru.

Með því að smella á "Ég samþykki / I Agree" hnappinn hér fyrir neðan sem hluta af uppsetningarferli hugbúnaðarins og með því að nota hugbúnaðinn (eins og hann er skilgreindur hér neðar), gengst þú við þeim skilmálum og skilyrðum sem settir eru fram í þessum samningi, reglum um meðferð persónuupplýsingadúsustefnuna, og pókerreglurnar sem hvert um sig gæti verið uppfært og tekið breytingum í tímans rás í samræmi við þær heimildir sem kveða á um slíkt hér fyrir neðan og þar inni.

Í tengslum við þennan samning skal skilgreiningin "Hugbúnaður" merkja hvaða og allur hugbúnaður sem við bjóðum eða gerum þér aðgengilegan, óháð því um hvaða miðil er að ræða, og hvort heldur sem þú halar honum niður í notandatæki þitt eða ekki. Þess vegna skal "Hugbúnaður" innihalda hugbúnað Stars Mobile sem hægt er að niðurhala í einkatölvu þína eða fartölvu (“Tölva”) frá www.pokerstars.com, www.pokerstarscasino.com, www.fulltilt.com og veflægan hugbúnað sem er aðgengilegur frá www.pokerstars.com, www.betstars.com og www.fulltilt.com og einnig niðurhalanlegan snjalltækjahugbúnað Stars Mobile eða sem er aðgengilegur þér í notandatæki þínu (þ.á.m., án takmarkana, farsíma lófatölvu, spjaldtölvu, eða öðrum fartækjabúnaði eða símtækjum sem nú eru til eða gætu orðið til í framtíðinni) (allt “Tæki”) sem og annar viðbótarhugbúnaður við hugbúnaðinn (hvort sem það er veflæg lausn eða netþjóns-/biðlarahugbúnaður).

1. LEYFISVEITING/HUGVERKARÉTTUR

1.1

Samkvæmt skilmálum og skilyrðum sem sett eru fram hér heimilar Stars Mobile notandanum almennan, persónulegan, óframvísanlegan rétt til að setja upp og nota hugbúnaðinn á tölvu sinni eða tæki, eftir því hvað á við, til þess að öðlast aðgang að vefþjónum Rational Group og spila PM-leikina ("Leikina") sem eru í boði (hugbúnaðurinn og leikirnir mynda þá saman "Þjónustuna").

1.2

Þér er veitt leyfi að hugbúnaðinum af Stars Mobile til persónulegra afnota. Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að þjónustan sé notuð af (i) einstaklingum undir 18 ára aldri, (ii) einstaklingum undir lögaldri sem gildir í þeirri lögsögu sem þeir búa og (iii) einstaklingum sem tengjast síðunum frá lögsögum þar sem ólöglegt er að gera slíkt. Stars Mobile getur ekki staðfest lögmæti þjónustunnar í hverri lögsögu og það er á ábyrgð notandans að tryggja að notkun hans á þjónustunni sé í samræmi við lög.

1.3

Við áskiljum okkur rétt til þess að mega hvenær sem er fara fram á að þú sannir aldur þinn til að tryggja að ólögráða einstaklingar séu ekki að nota þjónustuna. Við áskiljum okkur einnig rétt til að loka á eða frysta reikninginn þinn og útiloka þig, tímabundið eða varanlega, frá notkun á þjónustunni ef tilhlýðileg sönnun aldurs fæst ekki fram eða ef okkur grunar að þú sért undir lögaldri.

1.4

Stars Mobile, samsteypufyrirtæki þess og leyfisveitendur bera einir allan rétt til hugbúnaðarins og kóða hugbúnaðarins, uppbyggingu hans og skipulag, þar á meðal höfundarrétt, iðnaðarðleyndarmál, hugverkarétt og önnur réttindi. Þú mátt ekki, innan þeirra takmarkana eins og er lýst í viðeigandi lögum:

 1. afrita, dreifa, birta, endurframleiða, afbyggja, taka sundur, breyta, eða þýða hugbúnaðinn eða gera nokkra tilraun til þess að nálgast frumkóðann til þess að búa til afleidd verk út frá frumkóða hugbúnaðarins, eða annars;
 2. selja, úthluta, framleigja, millifæra, dreifa eða leigja hugbúnaðinn;
 3. gera hugbúnaðinn aðgengilegan þriðja aðila í gegnum tölvunet eða annars;
 4. flytja út hugbúnaðinn til annars lands (hvort sem það er í eiginlegum eða rafrænum skilningi; eða
 5. nota hugbúnaðinn á þann hátt sem gæti verið bannaður með gildandi lögum eða reglugerðum,

(hvert tilfelli hér að ofan vísar til "Óheimilar notkunar").

Stars Mobile, fyrirtæki í samsteypu þess og leyfisveitendur áskilja sér sérhvern og allan rétt hvort sem hann er gefinn í skyn eða annað, sem ekki er sérstaklega tekinn fram og veittur notandanum hér undir og heldur öllum réttindum, titlum og hlutdeild í hugbúnaðinum.

Þú samþykkir að þú munt einn bera ábyrgð á hverjum þeim skemmdum, kostnaði eða útgjöldum sem gætu orðið til í tengslum við óheimila notkun þína hver sem hún gæti verið. Þú skalt tilkynna Stars Mobile um leið og þú verður þess áskynja að einhver aðili hefur framið óheimila notkun og þú skalt bjóða Stars Mobile alla tiltæka hjálp við að hverja þá rannsókn sem gæti farið fram af þess hálfu í ljósi þeirra upplýsinga sem þú gafst upp í þessu samhengi.

1.5

Hugtökin "Stars Mobile“, lénsheitin “pokerstars.com”, “pokerstarscasino.com”, "fulltilt.com", "betstars.com" “fulltiltmobile.com”, “betstarsjackpots.com” og “pokerstarsmobile.com” og önnur vörumerki, þjónustumerki, merkingar, iðnheiti og/eða lénsheiti sem notuð eru af Stars Mobile á síðunni og/eða í hugbúnaðinum einhverjum stundum ("Vörumerkin"), eru vörumerki, þjónustumerki, merkingar, iðnheiti og/eða lénsheitiStars Mobile og/eða fyrirtækja í samsteypu þess og/eða leyfisveitenda þeirra, og þessir aðilar áskilja sér allan rétt að slíkum vörumerkjum. Þessu til viðbótar er allt efni á síðunum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, hugbúnaðurinn, myndir, ljósmyndir, teiknaðar myndir, hreyfimyndir, myndbönd/vídeó, tónlist, hljóð og texti ("Efni síðunnar") í eign Stars Mobile og/eða fyrirtækja í samsteypu þess og/eða leyfisveitenda og er undir höfundarrétti og/eða öðrum hugverkarétti eða öðrum réttindum. Þú gengst hér með undir að með því að nota þjónustuna og síðurnar að þú öðlist ekki neinn rétt á efni síðunnar og/eða vörumerkjum, eða neinum hlutum þess. Undir engum kringumstæðum máttu nota efni síðunnar og/eða vörumerki án áður fenginnar skriflegrar heimildar frá Stars Mobile til slíks.

Þar að auki, samþykkir þú að þú munt ekki gera neitt sem gæti skaðað eða valdið mögulegum miska á réttindunum, þar á meðal á hugverkarétti, í eigu Stars Mobile, fyrirtækjum í samsteypu þess og/eða leyfisveitendum í hugbúnaðinum, á vörumerkjum eða efni síðunnar né heldur mundu gera neitt sem skaðar ímynd eða orðspor Stars Mobile, fyrirtækjum í samsteypu þess, stjórnendum, forsvarsmönnum og ráðgjöfum.

1.6

Þú ábyrgist að engin nöfn eða myndir sem þú gætir notað í tengslum við síðuna eða þjónustuna (t.d. notandanafn þitt og kennimynd/avatar) muni brjóta á hugverkarétti, friðhelgi til einkalífs eða öðrum réttindum nokkurs þriðja aðila. Þú veitir hér með Stars Mobile og fyrirtækjum í samsteypu þess leyfi á heimsvísu, óafturkræfu, framfæranlegu, lausu undan greiðslu vegna hugverkarétts, framseljanlegu til þess að nota slíkar myndir og myndefni hvaða tilgangi sem það gæti þjónað í tengslum við síðuna eða þjónustuna, skv. skilmálum sem settir eru fram í reglum okkar um friðhelgi einkalífs.

1.7

Þegar þú notar þjónustuna getur þú "þénað"eða "keypt" sýndarspilapeninga til að nota í þjónustunni (“Sýndarspilapeningar”). Þú samþykkir hér með að þessi hugtök úr "raunheiminum" eru eingöngu notuð í almennri yfirfærðri merkingu og þú samþykkir að þú átt engan rétt á eða tilkall til þeirra sýndarspilapeninga sem eiga uppruna sinn að rekja til leiks, hvort sem þú hefur "þénað" þá eða áunnið þér þá í leik eða ef þeir hafa verið keyptir frá Stars Mobile, eða tengjast öðrum eiginleikum reiknings eða eru geymdir innan þjónustunnar. Allar innistæður í "sýndargjaldmiðli" sem sjást á notandareikningi þínum eiga sér engar hliðstæður í rauninnistæðu eða endurspegla eitthvað uppsafnað verðmæti, en eru í stað þess mælikvarði um alla þá heimild og þau leyfi sem þú nýtur.

1.8

Stars Mobile bannar með öllu og viðurkennir ekki nein ætluð viðskipti eða millifærslur á sýndarspilapeningum sem eiga sér stað eða eru upprunnar utan þjónustunnar, eða ætluð sala, gjöf eða skipti úti í "raunheiminum" á nokkru því sem talist gæti átt eiga upprauna í þjónustunni, nema annað hafi sérstaklega verið heimilað og tekið skilmerkilega fram og er skriflegt af hálfu Stars Mobile. Samkvæmt því máttu ekki framleigja, skipta, selja eða gera nokkra tilraun til að selja sýndarspilapeninga fyrir fjármuni af hvaða tagi sem er utan leiks. Sérhver slík tilfærsla fjármuna eða tilraun til fjármunafærslu er bönnuð og gæti orsakað að reikningi þínum yrði lokað og eytt af Stars Mobile. Þar að auki þá samþykkir þú að við megum grípa til lagalegra úrræða gegn þér vegna nokkurs þess miska sem slík millifærsla fjármuna eða tilraun til þess að millifæra sýndarspilapeninga utan þjónustunnar gæti orsakað.

LEYFI FYRIR SÝNDARSPILAPENINGUM

1.9

Þú getur keypt heimild eða leyfi til að nota sýndarspilapeninga fyrir einhvers konar fjármuni, með því að heimsækja kaupsíðuna hjá þjónustunni, með því að gefa upp upplýsingar um greiðslustað eða -aðferð, staðfesta formsatriði við kaupin og endurgangast undir samþykki þitt á þessum samningi.

1.10

Þegar þú kaupir heimild til að nota sýndarspilapeninga gætum við sent þér tölvupóst til staðfestingar með upplýsingum um sýndarspilapeningana sem þú varst að panta. Vinsamlegast gakktu úr skugga um að öll atriði sem koma fram í staðfestingarpóstinum séu rétt eins fljótt og hægt er og geymdu afrit af póstinum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af einhverju tagi, hafðu þá vinsamlegast samband við þjónustuliðið. Stars Mobile geymir afrit af öllum slíkum færslum til að geta svarað öllum spurningum sem þú gætir haft um efnið.

1.11

Til að kaupa heimild eða leyfi til að nota sýndarspilapeninga mun pöntunin þín endurspegla tilboð þitt til okkar um kaup á leyfi til að nota slíka sýndarspilapeninga sem við svo samþykkjum þegar við gerum sýndarspilapeningana aðgengilega á reikningnum þínum til þess að nota í PM-leikjum hjá okkur (“Samþykkið”). Heimild þín til að nota sýndarspilapeningana í PM-eikjunum er veitt af Stars Mobile og er háð því að Stars Mobile hafi samþykkt kaup þín. Kaup á leyfi eða heimild til að nota sýndarspilapeninga er ekki hægt að fá endurgreidda frá Stars Mobile.

1.12

Stars Mobile gæti endurskoðað verðlagningu á þjónustunni og sýndarspilapeningunum sem það hefur veitt þér heimild til að nota í gegnum þjónustuna á hvaða tímapunkti sem er. Þú samþykkir að Stars Mobile er ekki skuldbundið til að endurgreiða þér á nokkurn máta eða af nokkurri ástæðu og einnig samþykkir þú að þú munt ekki fá peninga eða aðrar bætur vegna ónotaðra sýndarspilapeninga þegar notandareikningi er lokað, hvort sem sú lokun var sjálfviljug eða ekki.

1.13

Til að komast hjá vafaatriðum skal það tekið fram hér að kaup þín á heimild til að nota sýndarspilapeninga áskilur þér ekki á nokkurn hátt annan rétt af neinu tagi en þann sem kemur fram í heimildinni eða leyfinu. Það skal einnig tekið fram að leyfi eða heimild sem keypt er má aðeins millifæra á þann hátt sem kostur er gefinn á innan þeirra heimilda sem koma fram í leyfinu og að slíku leyfi er ekki hægt að skipta, selja, millifæra, ánafna, leigja, framselja, eða nýta á annan hátt í skiptum fyrir fjárhagslegan ávinning.

2. ENGAR ÁBYRGÐIR

2.1

Stars Mobile vísar frá sér allri ábyrgð, hvort sem hún er tiltekin eða gefin í skyn, í tengslum við þjónustuna sem þér er veit eins og hún birtist (e. AS IS) og við gefum þér ekki neina ábyrgð eða ígildi hennar á neinn hátt um gæði hennar, nothæfi, heild eða nákvæmni.

2.2

Óháð markmiði okkar um að veita þér bestu mögulegu hágæðaþjónustuna, traust og öryggi, ábyrgjumst við með engum hætti að þjónustan fari fram ótrufluð, í tíma eða án villa, að gallar verði leiðréttir eða að hugbúnaðurinn og síðurnar verði lausar við veirur, galla eða aðrar óværur.

2.3

Stars Mobile áskilur sér rétt til að fresta, hætta, breyta, fjarlægja eða bæta við þjónustuna kjósi það slíkt og tekur það þá strax gildi og án skuldbindingar til þess að tilkynna þér um slíkt ef við teljum það nauðsynlegt, þar á meðal (t.d) ef við fáum upplýsingar um að þú hafir gengist undir sjálfsútilokun af einhverju tagi af hálfu söluþjónustuaðila spilunar eða ef við teljum það nauðsynlegt vegna stjórnunar, viðhalds eða uppfærslu á Hugbúnaðinum og við munum ekki bera neina bótaábyrgð af neinu tagi vegna neins tjóns eða afleiðinga sem af slíkri ákvörðun Stars Mobile gæti orðið.

3. YFIRVALD

Stars Mobile fer með vald yfir útgáfu, viðhaldi og lokun á reikningum notanda á síðunni. Ákvörðun stjórnenda Stars Mobile, í tengslum við hvert það er viðkemur reikningi notanda, notkun á þjónustunni, eða við úrlausn ágreiningsmála, er bindandi og henni er ekki hægt að áfrýja eða fá endurskoðaða.

4. FRAMSETNINGAR ÞÍNAR OG ÁBYRGÐIR

Áður en þú notar þjónustuna og þaðan í frá leggur þú fram, ábyrgist, sammælist um og samþykkir að:

4.1

notkun þín á þjónustunni sé þitt eigið val, á þína eigin ábyrgð og áhættu;

4.2

samkvæmt eftirlitsskilyrðum okkar og til þess að þú getir fengið aðgang að og notað hugbúnað okkar og/eða þjónustu í gegnum einhverja af vefsíðum okkar þarft þú að framvísa tilteknum persónuupplýsingum um þig (þar á meðal upplýsingar um greiðsluleiðir sem þú notar) ásamt því sem þú samþykkir að við (eða þriðju aðilar sem koma fram fyrir okkar hönd) höfum aðgang að eða getum nýtt gögn um staðsetningu þína og/eða önnur slík gögn eða upplýsingar sem gætu fengist úr tæki þínu/tölvu, til að virkja þjónustuna/hugbúnaðinn svo hann sé þér aðgengilegur. Þú samþykkir hér með að við (eða þriðju aðilar sem koma fram fyrir okkar hönd) fáum aðgang að slíkum gögnum til þeirra nota sem koma fram hér að ofan. Þér er ekki heimilt að nota hugbúnað okkar og/eða þjónustu ef þú vilt ekki gangast undir það sem hér kemur fram. Stars Mobile mun vinna úr persónuupplýsingunum þínum í samræmi við gildandi gagnaverndarlög og reglur á Mön, í fullu samræmi við það sem sett er fram í reglum okkar um meðferð persónuupplýsinga;

4.3

fjarskiptanet og internetaðgangsþjónusta sem eru grundvöllu þess að þú hafir aðgang að þjónustunni séu að fullu utan áhrifasviðs Stars Mobile og Stars Mobile getur á engan hátt borið bótaábyrgð af neinu tagi vegna hvers kyns brottfalls, hægagangs, magntakmörkunum eða öðrum göllum sem gætu haft áhrif þar á;

4.4

þér er bannað að nota þjónustuna á nokkurn máta til að stofna, móttaka eða standa að millifærslu eða móttöku nokkurs fjárhagslegs ávinnings eða annars fjármunalegs ábata, hvorki gagnvart þér sjálfum eða öðrum þriðja aðila (hvort sem hann kemur fram fyrir þína hönd eða ekki). Sýndarspilapeningar hafa ekkert fjárhagslegt gildi einir og sér eða í eðli sínu og þá er ekki hægt að millifæra eða skipta á nokkurn hátt innan notandareikningsins. Einnig fela slíkir sýndarspilapeningar ekkert verðmæti í sér og þeim er ekki hægt að skipta eða krefjast í skiptum fyrir nokkurs konar raunverulegs gjaldmiðils eða verðlauna. Því er þér bannað að leigja, framleigja, selja, framselja, lána, skipta, gefa, ánafna eða á annan hátt að millifæra áfram notandareikning þinn eða nokkra þá sýndarspilapeninga sem tengjast notandareikningi þínum til þriðja aðila; og

4.5

þú sért 18 ára eða eldri og að þú sért ekki undir nokkurs konar sjálfsútilokun frá neinni netspilunar- eða snjalltækjaspilasíðu og að þú munir strax láta okkur vita ef þú gengst undir einhvers konar slíkt samkomulag við einhvern þjónustuveitanda spilunar.

5. BÖNNUÐ NOTKUN

5.1

BREYTINGAR Á HUGBÚNAÐI. Notandi má ekki reyna að breyta, bakþýða, endurbyggja eða brjóta sundur hugbúnaðinn á nokkurn hátt.

5.2

EINKANOTKUN. Þjónustan er eingöngu ætluð til persónunotkunar notandans og skemmtunar og ekki til þénustu og hana má á engan hátt nota til þess að stofna til fjárhagslegs ávinnings eða annars hagnaðar fjármuna handa þér. Notandinn skal gefa upp tæmandi og sannar upplýsingar í öllum málum og upplýsingar sem notandi gefur Stars Mobile verður hann að uppfæra eftir þörfum ef breytingar verða þar á.

5.3

SAMRÁÐ. Samráð/leynimakk milli notenda með því að deila holuspilum eða eftir öðrum leiðum er stranglega bannað. Stars Mobile áskilur sér réttinn, til viðbótar við önnur úrræði, að takmarka sætaskipan og/eða banna notendum frá að spila við tiltekin pókerborð eða í móti, m.a. með því að takmarka tvo eða fleiri spilara við að spila við hvern annan á sama borði eða í sama móti. Þessu til viðbótar áskilur Stars Mobile sér rétt til að skoða sérhvert samráð eða tilraun til samráðs spilara (þ.á.m. notenda) sem eiginlegt brot á þessum samningi og í samræmi við ákvæði hefur Stars Mobile fullan rétt á að loka reikningi notanda ef notandi reynir að taka þátt í slíkri hegðun, óháð því hver niðurstaða slíkrar tilraunar hefur verið.

5.4

UTANAÐKOMANDI HJÁLPARFORRIT SPILARA. Stars Mobile bannar þau utanaðkomandi hjálparforrit spilara (e. External Player Assistance Programs - "EPA-tól“) sem eru hönnuð til að gefa spilurum “ósanngjarnt forskot”. Stars Mobile skilgreinir EPA-tól sem tölvuhugbúnað (annan en Hugbúnaðinn) og kerfi án hugbúnaðs (t.d. vefsíður, áskriftarþjónustur og snertanlegt efni). Stars Mobile skilgreinir vítt hvað telst sem „ósanngjarnt forskot“ þegar kemur að notkun EPA-tóla og ítarlegar leiðbeiningar má finna í efninu okkar algengar spurningar um tól og þjónustur þriðju aðila). Til að taka af allan vafa nær það sem er bannað utan um en takmarkast ekki við að fá aðgang að eða setja saman upplýsingar um spilara umfram það sem notandinn hefur persónulega séð sjálfur í leik notandans eða fengið ráð um, leiðbeiningar eða aðstoð um hvernig á að spila, í rauntíma, sem er umfram grunnstig.

5.5

SJÁLFVIRKIR SPILARAR (YRKI). Notkun á gerfigreind, þar á meðal, án takmarkana, vélyrkjum (e. bots/robots) er stranglega bönnuð í tengslum við þjónustuna. Allar aðgerðir í tengslum við þjónustuna af notanda verða að vera framkvæmdar persónulega af spilurum í gegnum notandaviðmótið sem er aðgengilegt við notkun á hugbúnaðinum og án aðstoðar frá neins konar gervigreind.

5.6

Þú samþykkir að Stars Mobile megi grípa til aðgerða til að finna og koma í veg fyrir notkun bannaðra EPA-tóla. Þessar aðgerðir gætu verið, en takmarkast ekki við, að skoða hugbúnað sem keyrir samhliða hugbúnaði Stars Mobile á tölvu notandans. Þú samþykkir að þú munir ekki reyna að komast hjá, hafa áhrif á, eða loka fyrir slíkar aðgerðir, þar á meðal, án takmarkana, notkun þriðju-aðila hugbúnaðar sem fer framhjá, hefur afskipti af, eða hindrar slíkar aðgerðir.

5.7

SPILAPENINGASTURT. Spilapeningasturt (e. Chip-dumping) gerist þegar notandi tapar viljandi pókerhönd til þess að færa sýndarspilapeninga sína viljandi til annars notanda. Sérhver notandi sem tekur þátt í eða reynir spilapeningasturti með öðrum notanda á meðan hann notar þjónustuna á hættu á að verða bannað varanlega að nota þjónustuna og notandandareikningur hans gæti verið leystur upp samstundis. Við slíkar kringumstæður er Stars Mobile ekki á neinn hátt skuldbundið til þess að endurgreiða þér neina sýndarpeninga sem gætu verið á notandareikningi þínum á þeim tíma.

5.8

SVIKSAMLEG HEGÐUN. Ef það gerist að Stars Mobile telji að notandi hafi tekið þátt í eða reynt að ástunda sviksama, ólöglega, óheiðarlega eða ósiðlega athöfn á meðan hann notar þjónustuna, þar á meðal og án takmarkana, að taka þátt í hvers kyns athöfn sem sett er fram í ákvæði 5 eða öðrum aðgerðum til að hafa áhrif á leik, eða með því að framkvæma sviknæma greiðslu, þar á meðal og án takmarkana, nota stolin greiðslukort eða aðra sviknæma endurgreiðslu eða peningaþvætti, skal Stars Mobile eiga rétt á að grípa til þeirra aðgerða sem því þykja við hæfi, þar á meðal, en takmarkast ekki við:

 1. að loka samstundis fyrir aðgang notanda að þjónustunni;
 2. að eyða reikningi/aðgangi notanda hjá Stars Mobile;
 3. að gera upptæka alla sýndarspilapeninga á reikningi notanda; og/eða
 4. að grípa til lagalegra úrræða gagnvart notanda.

6. SÆRANDI MÁLNOTKUN EÐA EFNI

Notanda er bannað að setja upp/pósta allt ólöglegt, ærumeiðandi, niðrandi eða ógnandi efni sem gæti brotið á einhverjum lögum eða verið almennt talið særandi, í gegnum þjónustuna hvort sem það er um spjallsvæði og vísum við þá til reglna í spilasal, myndmöguleika spilara eða í samskiptum við starfsfólk Stars Mobile.

7. BROT

7.1

Án þess að hafa áhrif á önnur réttindi, ef notandi brýtur að hluta eða í heild eitthvað það sem hér kemur fram áskilur Stars Mobile sér rétt til þess að grípa til hverra þeirra aðgerða sem það telur við hæfi, þar á meðal að uppræta þennan samning eða hverja aðra þá samninga gilda um notandann, loka samstundis fyrir aðgang notanda að þjónustunni eða annarri þjónustu sem boðin er af fyrirtækjasamsteypunni, að eyða reikningi/aðgangi slíks notanda á síðunum eða á öðrum síðum sem starfræktar eru af fyrirtækjasamsteypunni, gera upptæka alla sýndarspilapeninga sem geymdir eru á reikningi notanda á síðunni eða á hverjum öðrum þeim síðum sem fyrirtækjasamsteypan rekur og/eða að grípa til lagalegra úrræða gegn slíkum notanda.

7.2

Þú samþykkir að bæta að fullu, verja og halda að skaðlausu Stars Mobile, fyrirtækjasamsteypuna og hluthafa hennar, stjórnendur og starfsmenn vegna allra krafna, kröfugerða, tjóns, taps, kostnaðar og útgjalda, þar á meðal lögfræðikostnað eða önnur gjöld af hvaða tagi sem er, hvernig sem þau hafa orðið til, sem gæti orðið til vegna:

 1. brota þinna á þessum samningi, að hluta eða í heild;
 2. brota þinna á hverjum þeim lögum eða réttindum þriðja-aðila; og
 3. notkunar þinni á þjónustunni eða notkun annarrar persónu sem hefur aðgang að þjónustunni með innskráningarupplýsingum þínum (eins og skilgreindar eru hér að neðan), hvort sem það var með þínu leyfi eða ekki.

8. TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

8.1

Undir engum kringumstæðum, þar á meðal vegna vanrækslu, skal Stars Mobile eða annar aðili að fyrirtækjasamsteypu þess vera ábyrgur á neinu sérstökum, beinu, óbeinu eða afleiddu tjóni af neinu tagi (þar á meðal, án takmarkana, tjóns vegna missis viðskiptahagnaðar, truflunar á sviðskiptastarfsemi, missis viðskiptaupplýsinga, eða öðru fjárhagslegu tapi) sem gæti orðið til gegna notkunar (eða misnotkunar) á þjónustunni jafnvel þó að Stars Mobile hafi áður fengið vitneskju um að möguleiki gæti verið á slíku tjóni.

8.2

Ekkert í þessum samningi getur útilokað eða takmarkað bótaábyrgð Stars Mobile eða fyrirtækjasamsteypu þess vegna: (a) dauða eða persónutjóns sem gæti orðið vegna vanrækslu þess; eða (b) svika eða rangra staðhæfinga.

9. ÖRYGGI OG ÞINN REIKNINGUR/AÐGANGUR

9.1

Hver notandareikningur skal vera aðgengilegur í gegnum einstakt samspil notandaauðkennis ("Stars IDi"), einstakts og leynilegs lykilorðs ("Lykilorð"), og annarra valkvæðra tölulegra auðkennisleiða sem notandi gæti kosið að nota (til Stars ID, lykilorðs og annarra auðkennismöguleikar er vísað saman sem "Innskráningarupplýsinga"). Notandinn skal velja sér sitt eigið Stars ID og lykilorð í samræmi við þær reglur sem gilda þar um.

9.2

Notandinn samþykkir að hann einn beri ábyrgð á allri notkun á þjónustunni sem fer fram í gegnum innskráningarupplýsingar hans og að hann muni ekki gefa neinum öðrum upp innskráningarupplýsingarnar né leyfa annarri persónu að nota þjónustuna í gegnum sinn notandaaðgang.

9.3

Notandanum er skylt að halda innskráningarupplýsingum leyndum og í trúnaði öllum stundum og grípa til allra mögulegra leiða til þess að vernda leynd þeirra og trúnað. Sérhver óheimil notkun á innskráningarupplýsingunum skal vera að fullu á ábyrgð notandans sjálfs og mun teljast sem hans eigin notkun. Allt tjón sem hlýst þar af mun verða notandans.

9.4

Notandi má aðeins eiga einn notandareikning hjá Stars Mobile og skal aðeins nota þjónustuna með einum slíkum reikningi/aðgangi. Það er notanda óheimilt að opna marga reikninga/aðganga hjá Stars Mobile. Ef Stars Mobile verður þess vart að viðbótarreikningar hafi verið opnaðir af notanda, gæti Stars Mobile lokað slíkum viðbótarreikningum fyrirvaralaust og gæti gert upptæka sýndarspilapeninga sem geymdir eru á slíkum viðbótarreikingum.

9.5

Þú munt ekki geta lagt undir nein veðmál (með sýndarspilapeningum) með þjónustunni í upphæðum sem eru hærri en heildarupphæð sýndarspilapeninga sem eru á notandareikningnum þínum.

9.6

Þú berð að fullu ábyrgð á að greiða alla fjármuni sem þú skuldar Stars Mobile Þú samþykkir að gera ekki endurkröfur, og/eða neitað eða snúið við greiðslum framkvæmdum af þér í tengslum við þjónustuna. Þú munt endurgreiða Stars Mobile vegna allra endurkrafna, neitunar eða viðsnúnings á greiðslum sem þú gerir og hvers þess taps sem við gætum orðið fyrir vegna þess.

9.7

Stars Mobile áskilur sér rétt til að framkvæma greiðslumat og/eða kynna sér auðkenni notanda, með þriðju-aðila greiðslumatsþjónustu eða stofnunum, og nýta upplýsingar sem okkur hafa verið gefnar af notandanum við skráningu í þjónustuna. Þriðju-aðila greiðslumatsþjónusta eða stofnun má halda eftir afriti af upplýsingunum en þeir munu ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi.

9.8

Stars Mobile áskilur sér rétt til þess að nota þriðju-aðila rafrænt greiðslumat og/eða fjármálastofnanir til þess að vinna úr greiðslum framkvæmdum af þér og til þín í tengslum við notkun þína á þjónustunni.

10. ÞRIÐJU-AÐILA HUGBÚNAÐUR

10.1

Hugbúnaðurinn inniheldur, sem íhluti, hugbúnað frá þriðja aðila, þar á meðal hugbúnað sem þróaður var af OpenSSL Project til notkunar í OpenSSL Toolkit (http://www.openssl.org); dulkóðunarhugbúnað sem var skrifaður af Eric Young; ungif hugbúnað skrifaðan af Eric S. Raymond; PSTCollectionView hugbúnað skrifaðan af Peter Steinberger, og stafagerðarhugbúnað (e. font software) sem er einkaeign leyfishafans eða birgja hans og er hann undir lögum um höfundarrétt í Bandaríkjunum og öðrum lögsögum (“Leyfisskyldur hugbúnaður/Nytjaleyfður hugbúnaður”).

10.2

Notkun notandans á leyfisskyldum hugbúnaði er háð því að staðið sé við alla skilmála og skilyrði sem koma fram í þessum samningi.

10.3

Leyfða hugbúnaðinum má ekki breyta, útfæra eða draga út úr hugbúnaðinum.

10.4

Notkun notandans á leyfisskylda hugbúnaðinum takmarkast við "Innri notkun" sem þýðir að notandi má eingöngu nota leyfisskylda hugbúnaðinn til hefðbundinna og venjulegra innri viðskipta og einkanotkunar en ekki til að selja áfram, selja aðgangsleyfi eða undirleyfi, eða til dreifingar. "Hefðbundin og venjuleg innri viðskipti" skulu vera skilin, í sambandi við notanda sem er aðili, að öll notkun slíks notanda, starfsmanna hans eða fulltrúa sem koma löglega fram í hans nafni, skuli vera aðeins til almennrar innri viðskipta. "Hefðbundin og venjuleg einkanotkun“ skal skilin sem svo að notandi, sem er einstaklingur eða meðlimur á heimili notanda og notkun slíks notanda og heimilisfólks hans til innri viðskipta. Öllum slíkum starfsmönnum, fulltrúum og öðru heimilisfólki skal tilkynnt af notanda um skilmála og skilyrði þessa samnings.

10.5

Öll réttindi sem ekki eru sérstaklega tiltekin í leyfða hugbúnaðinum eru áskilin.

10.6

OpenSSL Toolkit, ungif hugbúnaðurinn, PSTCollectionView hugbúnaðurinn og dulkóðunarhugbúnaðurinn er afhentur af OpenSSL Project, af Eric S. Raymond, af Peter Steinberger og af Eric Young "eins og hann kemur fyrir" og allri ábyrgð, hvort sem hún sé gefin í skyn eða tiltekin, þar á meðal en ekki takmarkað við allar ábyrgðir vegna söluhæfis og heilbrigðis í ákveðnum tilgangi, er vísað frá. Undir engum kringumstæðum skulu OpenSSL Project, Eric Young, Eric S. Raymond, Peter Steinberger eða framlagsaðilar af þeirra hálfu bera ábyrgð á nokkru beinu, óbeinu, kringumstæðilegu, sérstöku, dæmigerðu eða afleiddu tjóni eða tapi (þar á meðal en ekki takmarkað við, innkaupum á skiptivarningi, íhlutum eða þjónustu; nýtingarmissi, gagnamissi, hagnaðar- og eða ágóðamissi eða truflunum eða rofi á viðskiptum og rekstri) hvernig sem það gæti orðið til eða hvaða kenningar gætu ráðið því hvar ábyrgðin skuli liggja, hvort sem það er samkvæmt samkomulagi, beinni ábyrgð, eða ábyrgð eignarréttarhafa (e. tort - þar á meðal vegna vanrækslu eða annars) sem orðið gæti til vegna hvers konar notkunar á OpenSSL Toolkit, ungif hugbúnaðinum, PSTCollectionView hugbúnaðinum og dulkóðunarhugbúnaðinum, jafnvel þó að ráðlagt hafi verið að slíkt tjón gæti mögulega orðið til.

11. ÁGREININGUR

Notandinn samþykkir að söguleg gögn um hvern leik skuli vera eins og þau eru skráð á netþjónum Stars Mobile. Komi upp ósamræmi milli pókerspilanna sem birtast á tölvu þinni og spilaskráningar á þjónum Stars Mobile skulu hinar síðartöldu gilda. Notandinn samþykkir að aðgerðin "Instant Hand History" og "Hand Replayer" í hugbúnaðinum skuli ekki skoðast sem opinber söguleg skrá um neina hönd.

12. VIÐAUKI

Stars Mobile áskilur sér rétt til að uppfæra eða breyta þessum samningi eða einhverjum hlutum hans hvenær sem er án fyrirvara og þú verður bundin/n af slíkum viðauknum samningi innan 14 daga frá því að hann er birtur á síðunum. Þess vegna hvetjum við þig því til að heimsækja síðuna reglulega og kanna skilmála og skilyrði þeirrar útgáfu af samningnum sem gildir á hverjum tíma. Afrit af eldri útgáfum samningsins er hægt að fá með því að skrifa til Stars Mobile, Douglas Bay Complex, King Edward Road, Onchan, Isle of Man, IM3 1DZ. Áframhaldandi notkun þín á síðunum telst votta samþykki þitt við alla viðauka samningsins.

13. RÁÐANDI LÖG

Samningurinn og öll málefni honum tengd skulu falla undir og fá meðferð samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi á eynni Mön í Írlandshafi. Þú samþykkir án nokkurra fyrirvara, eins og tekið er til hér að neðan, að dómstólar á eynni Mön í Írlandshafi skulu hafa lögsögu yfir hverjum þeim kröfum, ágreiningi eða deilum sem risið gætu í tengslum við samning þennan og varðandi öll eftirfylgjandi málefni sem komið gætu upp vegna þess og þú gefur frá þér allan rétt sem þú gætir haft til þess að mótmæla eða krefjast frávísunar á grundvelli þess að málið skuli höfðað á óhentugum vettvangi eða að þessir dómstólar fari ekki með dómsvald í þessum málum. Ekkert í þessu ákvæði skal takmarka rétt Stars Mobile til að taka upp málatilbúnað gegn þér í hvaða dómstól sem er undir hæfri lögsögu, né skal það álitið að málatilbúnaður í einni eða fleiri lögsögum útiloki eða heimili ekki að mál verði sótt í annarri lögsögu, hvort sem það er samtímis eða ekki, eins og heimilt er í lögum slíkrar annarrar lögsögu.

14. SJÁLFSTÆÐI EINSTAKRA GREINA

Ef ákvæði þessa samnings er eða verður ólöglegt, ógilt eða óframfylgjanlegt í einhverri lögsögu skal það ekki hafa áhrif á gildi eða framfylgni í þeirri lögsögu vegna annarra ákvæða hér í eða gildi eða fullnustu í öðrum lögsögum vegna þess ákvæðis eða annarra ákvæða hér.

15. FRAMSAL

Stars Mobile áskilur sér allan rétt til að framselja þessum samningi, að hluta eða í heild, hvenær sem er án fyrirvara. Notandinn má ekki framselja neinn hluta sinna réttinda eða skuldbindinga undir þessum samningi.

16. ÝMISLEGT

16.1

Engin tilslökun af hálfu Stars Mobile á að fylgja eftir broti á þessum samningi (þar á meðal að Stars Mobile skuli ekki krefjast þess að öllum ákvæðum samnings sé stranglega eða bókstaflega fylgt) skal að neinu leyti skoðuð þannig að hún heimili annað eftirfylgjandi brot slíks ákvæðis eða brot á einhverju öðru ákvæði þessa samnings.

16.2

Ekkert í samningi þessum skal stofna eða veita nein réttindi eða önnur fríðindi til handa nokkrum þriðja aðila sem ekki er aðili þessa samnings öðrum en talist gætu til fyrirtækja innan fyrirtækjasamsteypunnar.

16.3

Ekkert í þessum samningi skal stofna eða teljast stofna félagasamband, umboð, traustyfirlýsingu, fjármunasamband eða samrekstur milli þín og okkar.

16.4

Þessi samningur myndar allan skilning okkar og samkomulag á milli þín og okkar í tengslum við þjónustuna og fellir úr gildi alla fyrri samninga, yfirlýsingar eða ráðstafanir milli þín og okkar.

16.5

Notandinn verður að gefa ítarlegar og sannar upplýsingar sem óskað er eftir af Stars Mobile í tengslum við notkun notandans á þjónustunni og ætíð samkvæmt skilmálum um meðferð persónuupplýsinga.

16.6

Útgáfa samnings þessa á ensku skal vera sú sem gildir umfram aðrar komi í ljós eitthvað misræmi á milli þýddra útgáfna af þessum samningi.

Höfundarréttur © 2017 Rational Intellectual Holdings Limited. Allur réttur áskilinn.

Er viðkemur að OpenSSL Toolkit:
Höfundarréttur © 1998-2011 The OpenSSL Project. Allur réttur áskilinn.
Höfundarréttur © 1995-1998 Eric Young. Allur réttur áskilinn

Er viðkemur hugbúnaðinum PSTCollectionView:
Höfundarréttur (c) 2012-2013 Peter Steinberger 

Er viðkemur hugbúnaðinum ungif:
GIFLIB útgáfan er undir höfundarrétti © 1997 Eric S. Raymond

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.pokerstars.comwww.pokerstarscasino.com og www.fulltilt.com.

Hægt er að hafa samband við Stars Mobile í gegnum þjónustuliðið.

Útgáfa nr. 44.4 af leyfissamningi notanda við Stars Mobile. Í gildi frá mars 2017.

Ábyrg spilun

Responsible Gaming

Við leggjum mikla áherslu á ábyrga spilun og við gerum okkar besta til að tryggja að spilaupplifunin þín sé ánægjuleg og jákvæð.

Um þjónustu

FAQ

Þjónustuliðið okkar hefur útbúið lista með spurningum sem því berst oft frá spilurunum, og þeim er öllum svarað.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.

Svona spilarðu póker

How to Play Poker

Þú finnur pókerreglur og ráð fyrir byrjendur ásamt leikfræði undir Pókerleiðbeiningum PokerStars.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.