Stars Rewards-kerfið - Afsláttur og verðlaun („Afsláttar- og verðlaunaskilmálar")

Þátttaka þín í Stars Rewards-kerfinu („Stars Rewards-kerfið“), eins og það er lagt fram af The Stars Group, er tekin sem fullt samþykki þitt á afsláttar- og verðlaunaskilmálunum.

 1. Þátttaka í Stars Rewards-kerfinu fellur undir afsláttar- og verðlaunaskilmála sem eru kynntir hér fyrir neðan. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta, bæta við eða breyta eða þessum afsláttar- og verðlaunaskilmálum hvenær sem er og áframhaldandi þátttaka þín í kerfinu skal teljast sem samþykki þitt og viðurkenning á að þú sért bundinn af þessum ásláttar- og verðlaunaskilmálum. Við hvetjum þig til þess að kynna þér þessa afsláttar- og verðlaunaskilmála sem og Stars Rewards-síðurnar allar reglulega til þess að sjá hvort við höfum gert breytingar á fyrirkomulaginu.

 2. Aðild að Stars Rewards-kerfinu er ókeypis og stendur einstaklingum til boða sem dvelja í þeim löndum sem heimila slíka aðild. Aðild og þátttaka gæti verið bönnuð með lögum í sumum löndum með lögum sem þar gilda.

 3. Til að fá upplýsingar um hvernig þú tekur þátt skaltu kíkja á algengar spurningar um Stars Rewards.

 4. Spilarar byrja ekki að vinna sér inn fríðindapunkta eða verðlaun fyrr en þeir hafa staðfest þátttöku í Stars Rewards-kerfinu í gegnum „Byrja núna“-hnappinn (e. Start Now) sem má nálgast í gegnum Start-hnappinn í hugbúnaðinum – þú finnur hann í aðalanddyrinu eða undir My Stars-valseðlinum.

 5. Stars Rewards-kerfið býður tryggum viðskiptavinum okkar peningaendurgreiðslur og tækifæri til að vinna aukaleg verðlaun fyrir spilun fyrir raunverulega peninga. Athugaðu að aðild þín að Stars Rewards-kerfinu gæti verið endurkölluð ef hún er misnotuð á einhvern hátt. Allar slíkar ákvarðanir um neitun á aðild er að fullu sjálfdæmi The Stars Group og þeim er ekki hægt að áfrýja eða taka til endurskoðunar.

 6. Endurgreiðslu/afslátt og verðlaun (saman ásamt fríðindapunktum sem má safna upp í tengslum við þetta kerfi) er ekki hægt að millifæra, láta í vöru- eða þjónustuskiptum, selja eða skipta á annan hátt. Endurgreiðslu og verðlaun er aðeins hægt að vinna og fríðindapunktum er aðeins hægt að safna upp, með spilun fyrir raunverulega peninga – þegar fríðindapunktamarkmiði er náð vinna spilarar verðlaun af handahófi í skiptum fyrir þessa punkta, eins og er farið yfir nánar í algengum spurningum um Stars Rewards. Stars Rewards geta innihaldið peninga/reiðufé, inneign í leikjum eða StarsCoin (sýndargjaldmiðill okkar sem er hægt að skipta í tilteknar vörur í gegnum Rewards Store).

 7. Sumum verðlaunum sem vinnast í Stars Rewards gætu fylgt kvaðir um að þau þurfi að spila í gegn (e. play-through).

 8. Með því að taka þátt í Stars Rewards-kerinu viðurkennir þú að við gætum vísað til notandanafns þíns ef það gerist að þú vinnir til umtalsverðra verðlauna. Hins vegar munum við ekki nota nafn þitt, ímynd og líkneskju til kynningarstarfa og markaðsfærslu ef þú færð hærri verðlaun en $9.999 án skriflegs samþykkis frá þér. Einnig munum við sækjast eftir samþykki þínu ef við óskum þess að þú mætir í viðtöl (án þess að greiðsla komi í staðinn) við útvalda fjölmiðla sem við gætum valið, í tengslum við sigur þinn.

 9. Sérhver misnotkun á Stars Rewards-kerfisins (hvort sem það er með samráði, svindli eða eftir öðrum misjöfnum leiðum) eða misbrestur á að fylgja afsláttar- og verðlaunaskilmálunum getur orsakað það að aðild þín verði afturkölluð og að öll uppsöfnuð verðlaun, fríðindapunktar og StarsCoin falli niður eða verði sótt til þín.

 10. Allir veðmálagjörningar sem fara fram með sviksömum hætti eða eru tilraun til þess að fá verðlaun án þess að spila með raunverulega peninga fela í sér sviptingu allra verðlauna sem af hljótast. Notendaskilmálarnir okkar gilda einnig um Stars Rewards-kerfið.

 11. Við áskiljum okkur rétt til þess að sækja aftur til þín eða snúa við allri veitingu Stars Rewards til hvers þess spilara þar sem ákvörðun um veitingu verðlauna eða verðlaunaupphæða sem eru lagðar inn á spilara eru afleiðing villu, svika, tæknilegrar bilunar eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum.

 12. Aðild að Stars Rewards-kerfinu og fríðindum er úthlutað algjörlega að sjálfdæmi okkar og við áskiljum okkur rétt til þess að slíta og/eða gera breytingar á aðild að Stars Rewards-kerfinu (og fríðindum þess) hvenær sem er.

 13. Ákvarðanir starfsfólks og stjórnenda um allt sem viðkemur Stars Rewards-kerfinu eru endanlegar og þeim er ekki hægt að áfrýja eða krefjast endurskoðunar.

Síðast uppfært 27. febrúar 2018.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Gjaldkeri

Cashier

Klár í að spila fyrir raunverulega peninga? Leggðu fjármuni inn á Stars Account-aðganginn þinn fljótlega og þægilega eftir fjölmörgum leiðum, bæði í tölvu eða snjalltæki.

Rewards Store

Rewards Store

Notaðu StarsCoin til að kaupa einstaka hluti í Rewards Store.