pokercasinosports

SKILMÁLAR FYRIR LIFANDI VIÐBURÐI

SKILMÁLAR FYRIR SPILARA POKERSTARS

Þessa skilmála og skilyrði („Skilmálar“) ættir þú („Notandinn“, „Spilari“, eða „þú“) að lesa í heild sinni ásamt kefisskilmálum og skilyrðum PokerStars Live og PSLive þar sem það á við („Samkomulagið“/„Samningurinn“) áður en þú tekur þátt í inngöngumótum á netinu sem gefa þátttökurétt (e. online qualifier satellites „Inngöngumót sem veita þátttökurétt“) á tilheyrandi síðu („Síða“) sem rekin er af samstæðunni (eins og hún er skilgreind hér á eftir) sem veita sem verðlaun, sætispakka í eitthvað lifandi pókermót og peningaleiki (e. Cash games - hvert og eitt „Mót“) sem mynda saman viðburði PokerStars Live eins og en ekki takmarkað við PokerStars Championship og/eða PokerStars Festival (til hvors þessara verður saman vísað til sem „Viðburður“).

Með því að gangast undir þetta samkomulag viðurkennir þú að „PokerStars Live“, „PSLive“, „PokerStars Championship“, „PokerStars Festival“ og „PokerStars“ séu vörumerki í eigu og starfrækt af fyrirtækjasamstæðu sem kallast „Rational Group“. Þar sem það er notað skal hugtakið „Samstæða“ merkja netleikjaleyfishafinn innan Rational Group („Leyfisfélag“) og allt eftir því á hvaða stað mótið er haldið fyrir viðburð sem þú tekur þátt í, Global Poker Tours Limited („GPTL“) eða TSG Interactive US Services Limited („TSG Interactive US“) eða Rational Live Events (Malta) Limited („RLEM“) (saman vísað til sem „Fyrirtækið“, „við“, „okkar“ eða „okkur“)  eða undirfyrirtæki slíks fyrirtækis, eignarhaldsfélag fyrirtækisins eða annars undirfyrirtækis slíks eignarhaldsfélags. 

Athugaðu að þetta samkomulag: (a) er lagalega bindandi samningur sem þú hefur undirgengist hjá okkur, (b) samanstendur af öllu samkomulagi okkar við þig um þátttöku í einhverju inngöngumóti sem veitir þátttökurétt og (c) hefur gildi fram yfir áður gerð samkomulög á milli þín og okkar í tengslum við þau efni sem hér falla undir.

Þú játar hér að þú hafir ekki treyst á fyrirvara eða fullyrðingar, hvort sem þeir hafa verið skriflegir eða munnlegir, sem þér hafa verið gefnir af okkur aðra en þá sem settir eru sérstaklega fram í þessu samkomulagi. Þú samþykkir að við höfum rétt til að ánafna réttindum okkar eins og okkur hentar, leyfum og/eða skyldum, að hluta eða fullu, vegna þessa samkomulags til hvaða aðila sem er innan samstæðu okkar eða þriðja aðila án þess þurfa að tilkynna þér það sérstaklega.

Þú viðurkennir sérstaklega og samþykkir að við (eða þriðji aðili sem við höfum heimilað að koma fram fyrir okkar hönd) skulum eiga rétt á, kjósum við það, að grípa til allra þeirra aðgerða sem við teljum við hæfi til að framfylgja skilmálunum og skilyrðum í þessu samkomulagi öllum stundum.

Þátttaka þín í einhverju inngöngumóti sem gefur þátttökurétt og/eða einhverju móti í viðburði sem orsakast af þátttöku þinni í inngöngumóti sem gefur þátttökurétt skal gilda sem fullkomið samþykki þitt á skilmálunum.

1.1

Með því að taka þátt í inngöngumóti sem gefur þátttökurétt gætir þú unnið verðlaunapakka sem gefur aðgang í eitt mótanna okkar sem mynda hluta viðburðar. Þú getur tekið þátt í inngöngumóti sem gefur þátttökurétt með því að:

  1. skrá þig og spila í raunpeninga-/peningainngöngumóti á síðunni („Peningainngöngumót“); eða
  2. skrá þig og spila í StarsCoin inngöngumóti á síðunni („StarsCoin inngöngumót“).
  3. Þú mátt líka taka þátt í móti með því að:
  4. kaupa sæti (aðeins sæti) eða pakka (t.d. sæti+hótel) með fjármunum af Stars Account-reikningi þínum inn í mótin (aðeins í boði með Stars Account á tilteknum gildum síðum); eða
  5. kaupa sæti (aðeins sæti) eða pakka (t.d. sæti+hótel) í gegnum Mótapeningakerfið („T-Money“) inn í mótin (aðeins í boði á síðunni);
  6. fá sæti sem VIP-gestur eða í gegnum undanmót; eða
  7. vinna kynningartilboð, mót eða frímót (e. freeroll) á viðeigandi síðu.
1.2

Þú viðurkennir að PokerStars Live gæti gert breytingar á eða bætt við dagskrá mótanna og viðburðanna hvenær sem er.

1.3

Spilarar skulu vera orðnir 18 ára gamlir eða hafa náð lög- og fjárræðisaldri sem gildir í þeirra lögsögu (hvort heldur sem er hærra) til þess að hafa rétt til að spila í inngöngumóti sem gefur þátttökurétt og/eða móti. Athugaðu að jafnvel þó þú sért 18 ára eða eldir í lögsögunni sem þú hefur aðsetur til að taka þátt í inngöngumóti sem gefur þátttökurétt, gætir þú ekki tekið þátt í móti í viðburði ef þú ert undir lög- og fjárræðisaldri á þeim stað sem viðburðurinn er haldinn. 

1.4

Þú gætir hvenær sem er verið beðinn um að framvísa til PokerStars Live eða þriðja aðila sem PokerStars hefur veitt heimild, sönnun á aldri þínum og/eða auðkennum (vegabréf eða önnur löggild skilríki með mynd). Þessu til viðbótar gæti staðurinn þar sem mótin eru haldin einnig farið fram á að þú skrifir undir aukalega skilmála og skilyrði og gætu farið fram á staðfestingu á auðkennum þínum. Sérhver spilari sem ekki getur fært slíkar sönnur á aldri sínum og/eða auðkennum mun verða dæmdur úr keppni í inngöngumóti sem veitir þátttökurétt eða móti. verða útilokaður frá væntanlegum viðburðum og gæti verið útilokaður varanlega frá síðunni.

1.5

Með því að taka þátt í inngöngumóti sem veitir þátttökurétt (eða öðru inngöngumóti á viðeigandi síðu), veitir þú PokerStars Live og þriðju aðilum sem koma fram fyrir hönd okkar óafturkræft samþykki, öll réttindi og nauðsynlega heimild til að heimila okkur varanlega að nota nafn þitt, ímynd, ljósmynd og líkneski um allan heim í hvaða tilgangi sem er á þann hátt sem við kjósum og í öllum miðlum án þess að til komi frekari greiðslur. Þú leysir hér með okkur og þá sem við höfum útnefnt með heimild fyrir okkar hönd undan öllum kröfum um bætur vegna tjóns, ábyrgð, kostnað og útgjalda sem orðið gætu til vegna nokkurs brots á persónuverndarrétti, kynningu eða persónuleika sem þú gætir notað, eða brots á höfundarrétti eða öðrum eignarrétti sem þú gætir átt eða haft undir höndum, vegna eða í tengslum við notkun okkar á nafni þínu, ímynd, ljósmynd og líkneski/ásjón. Áframhaldandi niðurfelling réttinda skal vera bindandi gangvart þér, erfingjum þínum, framkvæmdaaðilum og lagalegum fulltrúum. Þú lætur hér af öllum heiðursrétti af nafni þínu, ímynd, ljósmynd og líkneski/ásjónu sem þú gætir nú eða hvenær sem er átt rétt á undir „Part IV“ af „Isle of Man Copyright Act 1991“ (höfundarréttarlögum hluta IV á Mön frá 1991 - og öllum sambærilegum réttindum í öðrum lögsögum) og samþykkir að hefja ekki, styðja við, viðhalda eða heimila aðgerð eða kröfur í þá átt að meðferð eða misnotkun eða notkun á þessu brjóti á heiðursrétti þínum. Þú samþykkir einnig að aðstoða við að kynna PokerStars og ef beðið erum um slíkt, að koma fram sem talsmaður PokerStars á meðan mót stendur yfir og eftir það, þar á meðal en ekki takmarkað við að hitta fjölmiðla og að taka þátt í öðrum viðburðum sem eru skipulagðir af PokerStars Live.

1.6

Við áskiljum okkur rétt til að fara fram á að þú klæðist vörumerki síðunnar hvenær sem er í viðburðinum, þar á meðal í sjónvarps- eða vefútsendingum án þess að til frekari greiðslu komi.

1.7

Þar sem hvert svæði er í boði fyrir spilara sem eru staddir í ólíkum lögsögum, verða þeir að fara eftir ólíkum reglum og munu lúta ólíkum reglum er snúa að innkaupum (e. buy-in) í mót. Til að fá nánari upplýsingar um hvað gildir um hvern Stars Account aðgang skaltu vinsamlegast hafa samband við registrations@pokerstarslive.com.

1.8

Ef þú ert styrktur að fullu af löglegu spilasvæði á netinu sem er þriðji aðili og þú kaupir þig inn í mót með peningum af Stars Account reikningnum/aðganginum þínum (eins og lýst er í ákvæði 1d hér ofar), máttu klæðast vörumerki styrktaraðila þíns hafir þú áður gefið okkur skriflega staðfestingu á slíku. Þar að auki, ef þú skyldir vinna þér inn þátttökurétt á svæðinu í mót, þá hefurðu ekki heimild til að klæðast vörumerki styrktaraðila þíns í því móti. Einnig, þá mun ekki verða vísað til styrkts spilara sem spilara PokerStars á neinum listum sem fara til fjölmiðla. Það skal hér með tekið fram að þú skalt samt fara í einu og öllu að öllum reglum viðburða og reglugerðum sem gilda um viðburðinn, þar á meðal öllum takmörkunum á vörumerkjanotkun og hlíta einnig staðarreglum sem gilda í lögsögu þeirri sem viðburðurinn fer fram.

1.9

Þú viðurkennir og samþykkir að PokerStars Live krefst þess af öllum spilurum í viðburði að þeir lesi, undirriti og samþykki kerfisskilmála og skilyrði PokerStars Live og PSLive áður en þú færð PSLive kort til þess að taka þátt í móti. Ef ekki hefur tekist að fá undirskrift þína en þú spilar í einhverju móti, telst það vera ígildi samþykkis þíns á kerfisskilmálum og skilyrðum PokerStars Live og PSLive.

1.10

Ef þú vinnur verðlaunapakka í mót eftir að hafa tekið þátt í inngöngumóti sem veitir þátttökurétt („Verðlaunapakka“), skaltu athuga að verðlaunapakkann er ekki hægt að framselja eða skipta og ekki er hægt að fá hann útleystan í peningum eða ígildi peninga. Þú verður að, annað hvort, nota eða gefa frá þér verðlaunapakkann án þess að bætur komi í staðinn. Ef þú skyldir vinna aðra verðlaunapakka aukalega, getur þú ekki selt þá eða millifært og þú munt fá andvirði þeirra lagt inn á Stars Account-reikninginn þinn í T-Money og mun upphæðin jafngilda aðgangsgjaldi/gistingarpakka plús þeirri upphæð sem ánafnað hefur verið í reiðufé til útgjalda/greiðslu ferða í mótið, ef slíkt útgjaldafé/ferðafé var hluti af verðlaunapakkanum. Að auki þessu, ef þú skyldir vinna aukapakka sem ber hærra heildarverðmæti en fyrri verðlaunapakki þinn bar, ber þér skylda til að spila fyrir hann eða annars gefa frá þér réttinn til að taka á móti honum. Mun þá andvirði ódýrari pakkans verða lagt inn á Stars Account-reikninginn þinn samkvæmt skilyrðunum hér að ofan.

1.11

Ef þú kaupir sæti í móti, sbr. ákvæði 1(c) og (d) hér að ofan, getur þú skráð þig úr móti með því annað hvort að:

  1. fara í leikjaanddyrið í biðlaranum og opna appið „Tools“ sem er þar hægra megin, velja svo „My Games & Tickets“ og „Registered in Tournaments“, síðan fylgja hlekkjunum til að afskrá sig áður en mót byrjar; eða
  2. senda tölvupóst á registrations@pokerstarslive.com með beiðni um að afskrá sig allt að 48 stundum áður en mót hefst; eða
  3. fylgja viðeigandi ferli í eigin persónu á viðburðarstað áður en mót hefst. Eftir að mót er hafið þá getur þú ekki lengur afskráð þig og ekki er þá lengur hægt að fá endurgreitt. Ef þú mætir ekki til að sækja mótamiðann þinn mun innkaupsgjaldið þitt verða hluti af verðlaunapotti mótsins.
1.12

Í samræmi við ákvæði 1(c) hér að ofan skaltu athuga að ef þú kaupir hótelpakka í viðburð í gegnum .COM eða .EU Stars Account-aðganginn þinn eru kaupin ekki endurgreiðsluhæf og þú getur ekki hætt við pakkann eftir að greitt hefur verið fyrir hann.

1.13

Spilarar verða að fara að eftirfarandi reglum um útborganir ef engar sérstakar reglur eru í gildi um útborganir í tilteknum viðburði; þó áskilur PokerStars Live sér rétt til að geta hvenær sem er breytt þessu eða fyrir hvaða viðburð sem er:

  1. Ef þú skráir þig í mót í samræmi við ákvæði 1(a) - 1(f) að ofan, getur þú fengið allt að 2x (tvöföld) innkaupin þín í peningum að hámarki og afgangurinn verður lagður inn á Stars Account-reikninginn þinn.
1.14

Ef þú vinnur forinngöngumót sem gefur svo sæti í annað inngöngumót sem veitir þátttökurétt (frekar en sæti til að taka þátt í móti í viðburði), er þér heimilt að afskrá þig úr inngöngumóti sem veitir þátttökurétt og þá munu T-peningar sem jafngilda innkaupum í inngöngumót sem veitir sæti verða lagðir inn á Stars Account-reikninginn þinn. Þú mátt svo nota þessa T-peninga til að skrá þig í inngöngumót sem veitir þátttökurétt eða í önnur inngöngumót að eigin vali.

1.15

Um sum mót gildir að ef þú hefur tryggt þér þátttökurétt í móti í gegnum síðuna muntu fá miða á upphafsdag svo þú getir sjálfur gengið frá skráningunni þinni á þann dag 1 sem þú vilt. Til þess að skrá þig, farðu þá í anddyri Stars, smelltu á „Events“ > „Live“ > „viðburðinn sem þú velur“ og gáðu að merkingunum með innkaupsnafninu „Ticket“ fyrir allar tímasetningarnar fyrir dag 1 sem eru í boði. Það lokast fyrir möguleikann á að velja daginn þinn síðustu vikuna fyrir viðburðinn og munu spilarar þá fá úthlutuðum degi 1A sjálfkrafa.

1.16

Þrepamiðar (e. Step tickets) eru einungis í gildi innan Þrepakerfisins og þeim er ekki hægt að skipta, framvísa eða skila og þeir fást ekki endurgreiddir.

1.17

Þegar spilað er í einhverju inngöngumóti á síðunni staðfestir þú að það nafn, aldur, tölvupóstfang, heimilisfang og símanúmer sem eru hnýtt við Stars Account-aðganginn þinn séu réttar og uppfærðar upplýsingar og þú samþykkir að það nafn sem fram kemur á Stars Account-aðgangi sem vinnur verðlaunapakka eða kaupir sig inn í mót skuli vera sama persónan og spilaði og vann inngöngumót sem veitir þátttökurétt og að sú persóna verði að mæta í og spila mótið.

1.18

Allar tilraunir spilara til að breyta eða afrita Stars Account-aðganginn þinn til að öðlast þátttökurétt í einhverju inngöngumóti munu orsaka upptöku allra verðlauna sem unnist gætu og einnig gæti það þýtt að Stars Account-aðgangi þínum yrði lokað.

1.19

Ef upp koma deilur um þátttöku þína í einhverjum inngöngumótum sem veita þátttökurétt, einhverja hluta verðlaunapakkans eða þessa skilmála, hvílir rétturinn til lokaúrskurðar hjá okkur og ákvarðanir sem við tökum skulu vera bindandi og þeim er ekki hægt að áfrýja eða vísa til endurupptöku af spilaranum eða neinum þriðja aðila. 

1.20

Ef það gerist, af hvaða ástæðum svo sem það gæti verið, að spilari sem unnið hefur þátttökurétt/skráð sig í mót en mætir ekki í mótið innan þess tíma sem PokerStars Live hefur tilgreint, mun það talið svo að sá spilari eigi ekki lengur tilkall til þátttöku í slíku móti og PokerStars Live ber ekki nein skylda til þess að bæta spilaranum það á nokkurn hátt.

1.21

Með skráningu í inngöngumót sem veitir þátttökurétt samþykkir spilari að leysa undan og halda að meinlausu PokerStars, lögfulltrúa, undirfyrirtæki þeirra, útibú, stjórnendur, stjórnarmenn, starfsfólk og aðra fulltrúa þess, vegna tjóns af hvaða tagi sem er, þar á meðal en ekki takmarkað við, vegna líkamstjóns sem hlotist gæti í tengslum við afhendingu eða viðtöku verðlaunapakka af einhverju tagi. 

1.22

Við áskiljum okkur rétt til að geta hvenær sem er breytt þessum skilmálum kjósum við að gera slíkt, þar á meðal að fresta, fella niður eða breyta eða stöðva inngöngumót sem veita þátttökurétt ef við metum það sem svo að inngöngumótið sem veitir þátttökurétt geti ekki farið fram eins og til stóð.

1.23

Allir spilarar sem taka þátt í inngöngumóti sem veitir þátttökurétt verða að fara að öllum þjónustuskilmálum okkar og að almennum mótaskilmálum og skilyrðum.

1.24

Þessum skilmálum og öllum þeim málum sem undir falla skal úrskurðað um í samræmi við ríkjandi lög á eynni Mön í Írlandshafi (Isle of Man) og skulu dómstólar á Mön einir hafa lögsagnarvald í þeim málum.