Lyftu leiknum þínum á hærra plan með fleiri leiðum til að vinna stórt!

Viltu upplifa spennuna í Spin & Go en með fleiri spilurum, meiri fjölbreytni og fleiri leiðum til að hámarka vinningana þína? Vertu þá klár í Spin & Go Max!

Með allt að átta spilurum, nýjum eiginleikum og möguleikanum á að vinna 10.000-föld innkaupin þín í hvert sinn sem þú sest við borðin, eru Spin & Go Max-mótin ólík öllu sem þú hefur spilað áður.

Lestu áfram til að kynna þér hvernig hvert mót virkar og farðu svo í Spin & Go-flipann og Max Hold'em (eða Spin & Go Max-flipann ef þú ert að spila í snjalltæki) í leikjaanddyrinu til að byrja að spila frá aðeins $1.

Spin & Go Max - Leiðarvísir skref fyrir skref

Áður en þú smellir þér á Spin & Go Max-borðin, eða ef þú vilt snögga upprifjun, vertu þá viss um að lesa leiðarvísinn okkar skref fyrir skref fyrir leikspilun og verðlaun.

Skref 1: Spilarar dregnir af handahófi

Fjöldi spilara í hverju Spin & Go Max-móti er ekki þekktur áður en þú skráir þig. Þess í stað fer fram dráttur af handahófi áður en mótið byrjar sem ákvarðar fjölda spilara, sem er á bilinu þrír til átta. Fjöldi spilara sem er dreginn hefur bein áhrif á verðlaunapottinn.

Kíktu á töfluna hér fyrir neðan til að sjá hvaða líkur eru á að fá þrjá til átta spilara við hvert borð í hverju innkaupsþrepi.

 Fjöldi spilara
Innkaup 3 4 5 6 7 8
$1 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$3 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$7 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$15 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$30 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$60 20% 30% 25% 15% 5% 5%
$100 20% 30% 25% 15% 5% 5%

Skref 2: Þrefaldur verðlaunasnúningur

Svona virkar þetta: áður en spilið byrjar, sýna þrjú snúningshjól þrenn möguleg verðlaun fyrir þann sem kemur til með að sigra mótið að lokum. Þegar spilun lýkur verða verðlaunin stokkuð og falin. Sigurvegarinn fær svo að velja ein verðlaunanna (sjá Skref 5) af handahófi.

Ef fleiri en einn spilari fær greitt er það tekið fram í anddyri mótsins. Verðlaun fyrir annað sætið og neðar eru föst eftir snúninginn fyrir leikinn og það hefur ekki áhrif á þau hvaða verðlaun sigurvegarinn velur eftir leikinn.

Ef hæsta mögulega útborgun er dregin út á eitt snúningshjólið fyrir leik eru verðlaunin tryggð og sigurvegarinn þarf ekki að velja á milli upphaflegu þriggja valmöguleikanna þegar mótinu lýkur.

Það er sérstök útborgunartafla fyrir hverja samsetningu af innkaupum og fjölda spilara. Kíktu á síðuna um útborganir til að sjá meira um hvernig verðlaun eru veitt.

Skref 3: Spilum!

Fjöldi spilara er ákvarðaður og verðlaunin ákvörðuð? Jæja, það er kominn tími til byrja að spila póker. Öll Spin & Go Max-mót eru No Limit Hold'em, en ef sigurvegarinn er ekki fundinn innan tiltekins handafjölda er kominn tími til þess að henda öllu inn!

Þegar leikurinn er farinn í gang sýnir sérstök klukka hversu margar hendur eru eftir þar til allir spilarar sem eru með eftir í leiknum setja allt inn (sjá Skref 4). Athugið: Spin & Go Max fer aðeins í allt inn ham (e. all-in mode) ef enginn sigurvegari er kominn fram innan þess handafjölda sem er tiltekinn - eins og ræðst af innkaupsþrepi og heildarfjölda spilara.

Viltu kunna reglurnar í No Limit Hold'em? Kíktu á reglusíðuna okkar hér.

Skref 4: Allt inn hamur (e. all-in mode)

Eftir að tiltekinn fjöldi handa hefur verið spilaður og mælirinn er kominn niður í núll, breytist Spin & Go Max-mótið þitt í hraðfleygan allt inn ham. Sigurvegarinn finnst þá fljótt, þar sem allir spilarar sem enn eru með verða með allt inni í hverri einustu hönd þar til aðeins einn spilari stendur eftir. Haldið ykkur fast í sætin?

Skref 5: Veldu þér verðlaun!

Hvort sem þú vinnur Spin & Go Max beint, eða vinnur alla sem eftir eru í allt inn hamnum, færðu möguleika á að velja þér verðlaun.

Verðlaunin sem voru dregin út fyrir leikinn sjást þá aftur og eru svo stokkuð og falin. Sigurvegarinn fær 45 sekúndur til að velja úr ein af þremur földum verðlaunum. Ef hann gerir ekki í tæka tíð verða verðlaunin valin af handahófi fyrir hann.

Til að bæta við enn meiri spennu þegar hærri verðlaun eru dregin (eins og kemur fram í útgreiðslutöflunum) verður Cash Out (útborgun) valmöguleiki í boði. Í stað þess að velja af handahófi ein földu verðlaunanna í lok leiksins getur sá sem endar í fyrsta sæti valið að fá útborgað (e. Cash Out) tiltekna upphæð sem er í boði. Útborgunarupphæðin er jöfn meðaltalsverðmæti allra þrennra verðlaunanna, að frádreginni upphæð sem býr til heillandi valmöguleika.

Ef hæsta mögulega útborgun er dregin út á eitt snúningshjólið fyrir leik eru verðlaunin tryggð og sigurvegarinn þarf ekki að velja á milli upphaflegu þriggja valmöguleikanna þegar mótinu lýkur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um Spin & Go Max-mótin skaltu hafa samband við þjónustuliðið og við aðstoðum þig með ánægju.

Bónus fyrir fyrsta innlegg

First Deposit Bonus

Allir spilarar sem eru að leggja inn í fyrsta sinn eiga möguleika á að fá 100% bónus upp að $600.

Daily Bigs

Daily Bigs

PokerStars heldur mót með risastórum tryggðum pottum sem eru í gangi á hverjum degi. Reyndu að sigra í Daily Bigs!

Sértilboð

Special Offers

PokerStars er með sértilboð í gangi allt árið, þar eru peningaverðlaun, sæti í glæsilega viðburði og margt fleira í boði.