Badugi

Badugi á rætur að rekja til Asíu og er afbrigði við drag-póker. Leikurinn er í mörgu svipaður Lowball því það er lægsta höndin sem vinnur. Hann er samt talsvert ólíkur öðrum pókerleikjum því styrkleikaröðun handanna er talsvert öðruvísi í Badugi. Sterkustu hendurnar eru þær sem innihalda engin pör og hafa fjögur lág spil, hvert af sinni sort. Það kallast að hafa Badugi.  

Hvernig skal spilað

Blindir

Badugi notast við skylduboð (e. forced bet) sem kallast blindir, en þar þarf sá sem situr til vinstri við gjafarahnappinn að leggja út litla-blind og sá sem er vinstra megin við hann setur út stóra-blind. Litli-blindur er venjulega hálf upphæð stóra-blinds.

Gjöfin

Hver spilari fær gefin fjögur spil á grúfu. Þá hefst fyrsta boðlotan (e. betting round) þar sem þú getur kallað/séð að jöfnu (e. call), hækkað (e. raise), eða pakkað (e. fold). Þeim spilurum sem enn eru með í spilinu eftir að þessari lotu er lokið býðst nú að draga spil. Tilgangurinn með draginu er að þú mátt velja að henda spilum sem þú ert með og draga ný í stað þeirra, sem vonandi gerir höndina sterkari. Smelltu á þau spil sem þú vilt henda og ýttu á „Discard“ hnappinn. Þú mátt henda öllum fjórum spilunum ef þú vilt. Önnur boðlota fer þá fram og þú mátt bjóða (e. bet) eða pakka, en ef engin boð hafa verið gerð þegar kemur að þér, þá máttu skoða (e. check). Þegar þessari boðlotu lýkur er aftur dregið og svo er aftur boðið. Þá er svo komið að síðasta dragi og síðustu boðlotunni og í lokin er komið á hólminn (e. showdown) ef fleiri en einn spilari er enn með í höndinni. Spilarinn með bestu höndina tekur þá pottinn.

Grunnurinn

Markmið leiksins er að ná Badugi – fjögurra spila lághönd í fjórum ólíkum sortum, án para. Besta mögulega upphafshöndin, eftir gjöf, er því 4-3-2-A (og hvert spil í ólíkri sort).

Badugi höndum er raðað niður miðað við hæsta spilið í höndinni, þar er ásinn er alltaf lægsta spilið og raðir skipta engu máli. Spilari sem heldur á 9-8-4-3 í ólíkum sortum (svokallað ‘Níu Badugi’) myndi tapa fyrir mótherja sem heldur á 8-7-3-2 (svokallað ‘Áttu Badugi’) í ólíkum sortum. Þá sést líka að 6-3-2-A (kallað ‘Sexu Badugi’) myndi tapa fyrir 5-4-3-2 (‘Fimmu Badugi’).  Ef hæstu spilin í höndinni eru jöfn þá skal skoða næst-hæsta spilið og svo framvegis. Þá sjáum við að 6-5-4-A (‘Sexu-fimmu Badugi’) myndi tapa fyrir 6-4-3-2 (‘Sexu-fjarka Badugi’).

Ef höndin er spiluð að hólminum og það er enginn með Badugi þá vinnur sá sem er með bestu þriggja spila höndina, eða svo tveggja spila höndina, pottinn. Til dæmis, ef að þú ert með 6h-4t-3s-Ah, þá ertu með tvö hjörtu og skilur þá hæsta hjartað útundan og ert þá með höndina 4-3-A-x. Slík hönd er kölluð ‘Three Card Four’, eða Þriggja-spila fjarki og myndi alltaf tapa fyrir Badugi hönd en myndi vinna höndina 7h-5t-4t-3s (hæsti tígullinn settur frá og mynduð höndin Þriggja-spila sjöa, 7-4-3-x),. Þá gildir það að allar þriggja spila hendur vinna allar tveggja spila hendur. Til dæmis, At-As-2t-2l er ‘Tveggja-spila tvistur, 2-A-X-X (þetta er af því að það eru tvö pör). Það er líka hægt að hafa Eins-spils hönd; til dæmis, Qt-Jt-8t-4t er með fjögur spil í sömu sort, svo það þarf að skilja þrjú frá og eftir stendur bara 4t, Eins-spils fjarki.

Eftirfarandi Badugi höndum (ekki tæmandi listi) er raðað í styrkleikaröð frá þeirri veikustu (#1, sem sjaldan vinnur pottinn) í þá sterkustu (#18, rærnar –e. the nuts):

Eins-spils hendur

[5-x-x-x] (þrír tíglanna eru ekki teknir með)

[4-x-x-x] (þrír spaðanna eru ekki teknir með)

[A-x-x-x] (þrír Ásar eru ekki teknir með)

Tveggja-spila hendur

[Q-J-x-x] (Js og annar Gosi eru ekki teknir með)

[T-9-x-x] (ein Tía og Nía af hinni sortinni eru útundan)

[7-6-x-x] (tveir hæstu spaðarnir eru skildir eftir)

[2-A-x-x] (3 í laufi og einn Ás eru skildir eftir)

Þriggja-spila hendur

[K-2-A-x] (Kt er skilinn eftir útundan)

[Q-2-A-x] (Drottning er skilin eftir útundan)

[J-T-9-x] (Qs er skilin eftir útundan)

[J-T-6-x] (Qs er skilin eftir útundan)

[J-8-6-x] (Ks er skilinn eftir útundan)

[4-2-A-x] (3l er skilinn eftir útundan)

[3-2-A-x] (Þristur er skilinn eftir útundan)

Badugi

[K-Q-J-T] (Versti Badugi)

[8-7-2-A]

[8-5-4-2]

[4-3-2-A] (Besti Badugi)

Það skiptir miklu máli að huga að staðsetningunni (e. position) við borðið því spilarinn sem gerir síðastur getur fengið margar upplýsingar um mögulegar hendur andstæðinganna, allt eftir því t.d. hversu mörgum spilum þeir henda. Ef spilari sem gerir á undan þér hendir engu spili, þá er talsvert líklegt að hann sé þegar kominn með sterka hönd.

Síður um aðra pókerleiki

Við bjóðum einnig eftirfarandi leiki:

Þú gætir líka haft áhuga á að skoða síður sem fjalla almennt um pókersalinn. Þar finnur þú upplýsingar um eftirfarandi viðfangsefni:

Ef þú hefur einhverjar spurningar um Badugi leiki á PokerStars, þá skaltu vinsamlegast senda okkur tölvupóst á support@pokerstars.com.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.