Badugi

Badugi rekur uppruna sinn til Asíu og er afbrigði af dragpóker (e. draw poker). Hann á margt sameiginlegt með Lowball, þar sem það er lægsta höndin sem vinnur. Hann er samt talsvert frábrugðinn flestum vinsælustu pókerafbrigðunum, þar sem handaröðunarkerfið er öðruvísi. Sterkustu hendurnar eru þær sem hafa engin pör og fjögur lágspil, eitt í hverri sort. Þetta er kallað Badugi.

Svona spilarðu

Blindfé

Badugi eru spilaðir með skylduboðum sem kallast blindfé (e. blinds), þar sem spilarinn sem situr til vinstri við gjafarahnappinn leggur úr litla blind og spilarinn til vinstri við hann leggur út stóra blind. Litli blindur ef yfirleitt jafn hálfri upphæð stóra blinds.

Gjöfin

Hver spilari fær gefin fjögur spil á grúfu. Fyrsta boðumferðin (e. betting round) fer þá fram, þar sem þú getur kallað/jafnað, hækkað eða pakkað (e. call/raise/fold). Spilarar sem enn eru með í höndinni eftir fyrstu boðumferðina eiga nú möguleika á að draga. Markmið þess að draga er að þú getur valið að henda einhverjum spilum sem þú vilt kannski ekki hafa og fá önnur ný í staðinn sem þú vonast til að bæti höndina þína. Smelltu á spilin sem þú vilt kasta og smelltu svo á Discard-hnappinn. Þú getur valið að kasta öllum fjórum spilunum ef þú vilt. Önnur boðumferð byrjar þá, þar sem spilarar eiga möguleika á að bjóða eða pakka (e. bet/fold), nema það séu engin boð en þá geta þeir skoðað (e. check). Eftir að þessari umferð lýkur er næsta umferð þar sem er dregið og boðið. Þar á eftir kemur önnur og síðasta umferðin þar sem er dregið og boðið og að lokum er komið að hólminum (e. showdown) ef fleiri en einn spilari er enn með. Spilarinn með bestu höndina vinnur pottinn.

Grunntæknin

Markmið leiksins er að ná Badugi - fjögurra spila lághönd með fjórum mismunandi sortum og engum pörum. Besta mögulega upphafshöndin er því 4-3-2-A (þar sem hvert spil er af ólíkri sort).

Höndum í Badugi er raðað frá hæsta spilinu, þar sem ásar spilast alltaf sem lágspil og raðir teljast ekki með. Spilari sem er með 9-8-4-3 á hönd í mismunandi sortum („níu Badugi“) myndi tapa fyrir mótspilara sem væri með 8-7-3-2 („áttu Badugi“) í ólíkum sortum. Eins myndi 6-3-2-A („sexu Badugi“) tapa fyrir 5-4-3-2 („fimmu Badugi“). Ef hæstu spilinn í höndinni eru jöfn þá er næst hæsta spilið tekið til greina og svo framvegis. Þess vegna myndi 6-5-4-A („sexu-fimmu Badugi“) tapa fyrir 6-4-3-2 („fimmu-fjarka Badugi“).

Ef hendur komast að hólminum (e. showdown) og enginn spilari er með Badugi vinnur spilarinn sem er með bestu þriggja spila eða tveggja spila höndina pottinn. Til dæmis ef þú heldur á 6h-4d-3s-Ah, þá ertu með tvö hjörtu, svo það hæsta telst ekki með, sem skilur eftir 4-3-A-x. Þessi hönd kallast „þriggja spila fjarki“ og myndi tapa fyrir hvaða Badugi sem er, en hún myndi vinna 7h-5d-4d-3s (hæsti tígullinn telst ekki með, sem myndar „þriggja spila sjöu“, 7-4-3-x). Allar þriggja spila hendur vinna svo allar tveggja spila hendur. Til dæmis Ad-As-2d-2c er „tveggja spila tvistur“, 2-A-X-X, því það eru tvö pör. Það er meira að segja hægt að hafa eins spils hönd; til dæmis, Qd-Jd-8d-4d er með fjögur spil öll í sömu sort, svo þrjú þeirra teljast ekki með sem skilur þá bara eftir 4d, „eins spila fjarki“.

Eftirfarandi Badugi höndum (ekki tæmandi listi) er raðað frá þeirri veikustu (#1, sem vinnur sjaldan pottinn) til þeirrar sterkustu (#18, rærnar (e. nuts)):

Eins spila hendur

[5-x-x-x] (tíglarnir þrír teljast ekki með)

[4-x-x-x] (spaðarnir þrír teljast ekki með)

[A-x-x-x] (ásarnir þrír teljast ekki með)

Tveggja spila hendur

[Q-J-x-x] (Js og annar gosi teljast ekki með)

[T-9-x-x] (ein tía og nían í hinni sortinni teljast ekki með)

[7-6-x-x] (tveir hæstu spaðarnir teljast ekki með)

[2-A-x-x] (3c og einn ás teljast ekki með)

Þriggja spila hendur

[K-2-A-x] (Kd telst ekki með)

[Q-2-A-x] (drottning telst ekki með)

[J-T-9-x] (Qs telst ekki með)

[J-T-6-x] (Qs telst ekki með)

[J-8-6-x] (Ks telst ekki með)

[4-2-A-x] (3c telst ekki með)

[3-2-A-x] (þristur telst ekki með)

Badugi

[K-Q-J-T] (versta gerðin af Badugi)

[8-7-2-A]

[8-5-4-2]

[4-3-2-A] (besta gerðin af Badugi)

Það er mikilvægt að hugsa um stöðuna, þar sem spilarinn sem er síðastur að gera getur fengið miklar upplýsingar um hvaða hendur mótspilarar hans gætu verið með, miðað við þann fjölda spila sem þeir hafa kastað. Ef spilari gerir á undan þér og vill ekki kasta neinum spilum er líklegt að hann sé þegar kominn með sterka hönd. 

Til viðbótar við Badugi bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Þakka þér fyrir að skoða leiðbeiningar um Badugi á PokerStars. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.