2-7 (tvistur til sjöa) Triple Draw Lowball

2-7 (tvistur til sjöa) Triple Draw Lowball er pókerleikur þar sem lága pókerhöndin vinnur pottinn á hólminum. Með öðrum orðum er þetta útgáfa af Lowball. Þetta er dragleikur (e. draw game) sem þýðir að þú færð gefin fimm spil og mátt henda frá núll til fimm af þeim þegar er dregið, og færð þá þann sama fjölda spila í staðinn. Í Triple Draw fær hver spilari tækifæri til að henda og draga þrisvar, þó þú megir líka standa (e. stand pat - ekki henda neinum spilum) þegar er dregið í eitt eða öll skiptin.

Svona spilarðu 2-7 Triple Draw

Til að byrja með er mikilvægt að skilja að styrkleikaröðun handa er öðruvísi í 2-7 en í öðrum lágspilsleikjum (e. low games). í 2-7 telja raðir og litur gegn lághöndinni þinni og ásar eru alltaf háspil. Því er besta höndin: 7, 5, 4, 3, 2. Eftirfarandi 2-7 höndum (ekki tæmandi listi) er raðað frá þeirri veikustu (#1, sem vinnur sjaldan pottinn) til þeirrar sterkustu (#16, rærnar (e. nuts)).

 1. J, 7, 4, 3, 2 (allt í sömu sort - litur (e. flush))
 2. 8, 7, 6, 5, 4 (röð (e. straight))
 3. 7, 6, 5, 4, 3 (lægri röð)
 4. 5, 5, 5, 6, 3
 5. 2, 2, 7, 6, 5
 6. A, 9, 6, 4, 2
 7. A, 8, 7, 4, 2
 8. A, 5, 4, 3, 2 (ekki röð - ás hæstur)
 9. K, J, 8, 7, 4
 10. T, 7, 5, 4, 3
 11. T, 6, 5, 4, 3
 12. T, 6, 5, 4, 2
 13. 9, 7, 6, 4, 3
 14. 8, 6, 4, 3, 2
 15. 7, 6, 4, 3, 2
 16. 7, 5, 4, 3, 2

Blindfé

Draw leikir eru spilaðir með skylduboðum sem kallast blindir (e. blinds), þar sem spilarinn sem situr til vinstri við gjafarahnappinn leggur úr litla blind og spilarinn til vinstri við hann leggur út stóra blind. Litli blindur ef yfirleitt jafn hálfri upphæð stóra blinds. Lowball er líka stundum spilaður með forfé (e. ante), sem er lítið skylduboð sem hver spilari þarf að greiða út til viðbótar við blindféð.

Gjöfin

Hver spilari fær gefin fimm spil á grúfu. Þá hefst boðlota (e. betting round) þar sem þú átt möguleika á að annað hvort kalla/jafna (e. call), hækka (e. raise) eða pakka (e. fold). Spilarar sem enn eru með í höndinni eftir fyrstu umferð boða eiga nú möguleika á að draga. Það er, hver spilari velur hvaða (ef einhver) spilum hann vill henda með því að smella á þau. Með því að smella í annað sinn á spil sem þú hafir ákveðið að henda þá fjarlægirðu það úr bunkanum sem er hent. Þú mátt henda allt að fimm spilum ef þú vilt. Ef þú telur þig þegar vera með sterka hönd getur þú valið að standa (e. Stand Pat). Þetta þýðir að þú veljir að henda engu spilanna þinna. Nú er haldið áfram að henda spilum réttsælis um borðið. Þegar kemur að þér að henda smellirðu á hnappinn til að staðfesta að þú viljir henda þeim spilum sem eru valin.

Eftir að dregið er í fyrsta sinn fer önnur boðlota fram, sem hefst á fyrsta virka spilaranum vinstra megin við hnappinn.

Það er svo dregið tvisvar enn með boðlotu í hvort sinn þar eftir, sem gerir að samtals er dregið þrisvar og fjórar boðlotur eru í heildina. Ef fleiri en einn spilari er enn með í höndinni á þessu stigi leiksins er komið að hólminum (e. showdown) þar sem spilarinn sem heldur á bestu höndinni vinnur pottinn.

Aðgerðaröðin er eftirfarandi:

 1. Hver spilari fær fimm spil gefin
 2. Boðlota #1, byrjar á spilaranum til vinstri við stóra blind
 3. Drag #1, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 4. Boðlota #2, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 5. Drag #2, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 6. Boðlota #3, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 7. Drag #3, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 8. Boðlota #4, byrjar á spilaranum til vinstri við hnappinn
 9. Hólmurinn (e. Showdown - ef þörf krefur)

Í dragleikjum er möguleiki á að þörf sé á fleiri spilum en eru eftir í stokknum. Í þeim tilvikum eru spilin endurstokkuð og svo haldið áfram að spila með nýja stokknum. Til að fá nánari upplýsingar um endurstokkun í dragleikjum skaltu vinsamlegast kíkja á stokkurinn endurstokkaður.

Showdown - Hólmurinn, skorið úr um sigurvegara

Spilarinn með bestu fimm spila 2-7 pókerhöndina vinnur pottinn. Eftir að potturinn hefur verið veittur fyrir bestu höndina er hægt að byrja að spila næsta leik af 2-7 Triple Draw.

Ef tvær eða fleiri hendur hafa sama gildi er pottinum skipt jafnt á milli þeirra. Sortir raðast ekki eftir styrkleikaröð til að skera úr um hver vinnur pottinn. Mundu að þessi leikur er öðruvísi en aðrar útgáfur af low eða high/low póker, þar sem ás getur verið annað hvort háspil eða lágspil. Í 2-7, er ás alltaf hæsta spilið.

Lærðu ókeypis að spila 2-7 Triple Draw

Ef þú þekkir ekki 2-7 Triple Draw póker mælum við með því að þú prófir leikinn fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann er spilaður. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Einnig, ef þig langar að spila aðrar útgáfur af dragleikjum, mælum við með að þú kíkir á Single Draw 2-7 Lowball, Five Card Draw, eða Badugi, sem allir eru líka mjög vinsælir pókerleikir. Þessir leikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn vinsæla Texas Hold’em leik og þeir eru einnig í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar við 2-7 Triple Draw bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um 2-7 Triple Draw Lowball leiki á PokerStars skaltu vinsamlegast senda tölvupóst á þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.