PokerStars Fusion

PokerStars Fusion er nýstárlegt pókerafbrigði sem blandar saman þáttum úr tveimur vinsælustu leikjunum sem til eru: Texas Hold’em og Omaha.

Í boði í peningaleikjum (e. cash games), aðeins á PokerStars, en í PokerStars Fusion byrjar þú með tvo holuspil – alveg eins og í Texas Hold’em – en eftir því sem höndin spilast áfram þá færðu fleiri. Ef þú spilar alla leið í gegnum fljótið (e. river) verðurðu kominn með fjögur holuspil og fimm sameignarspil sem þú getur notað til að mynda bestu fimm spila höndina.

Ekki svo gleyma: alveg eins og í Omaha þá þarftu að nota nákvæmlega tvö spil af hendi og þrjú úr borði til að mynda endanlegu höndina þína!

Reglurnar í PokerStars Fusion

Allir PokerStars Fusion-leikir eru Pot Limit (pottatakmark), sem þýðir að hámarksboð hvenær sem er má ekki vera umfram stærð pottsins.

Í upphafi hverrar handar fá spilarar gefin tvö holuspil (e. hole cards) og fram að floppinu spilast leikurinn nákvæmlega eins og Texas Hold‘em. Annað sameiginlegt með Texas Hold’em er að sameignarspilin fimm (eða „borðið“) verða gefin: þrjú á floppinu (e. flop), eitt á fléttunni (e. turn) og annað á fljótinu (e. river), þar sem boðlota (e. betting round) fer í gang eftir hverja gjöf.

Þegar floppið er gefið fá spilarar sem enn eru með í höndinni þriðja holuspilið. Spilarar sem eru enn með í fléttunni fá svo fjórða og síðasta holuspilið. Spilarar fá ekki annað holuspil þegar fljótið er gefið.

Á hólminum (e. showdown) verða spilarar að nota nákvæmlega tvo af holuspilunum sínum og þrjú sameignarspil (e. community cards) til að mynda bestu fimm spila pókerhöndina (hugbúnaðurinn velur sjálfkrafa bestu höndina sem þú getur myndað með spilunum þínum á hólminum).

Hvernig fæ ég mér sæti í PokerStars Fusion?

Til að byrja að spila PokerStars Fusion þarftu bara að velja þér leik og bitastærð (e. stake) og hugbúnaðurinn finnur sæti handa þér. Ef ekkert sæti er laust á þeirri stundu ferðu á biðlista.

Það gæti verið lágmarksfjöldi handa sem þú þarft að spila áður en þú getur setið hjá (e. sit out) eða farið án þess að fá tímavíti. Tímavíti safnast upp og hafa sjaldnast áhrif á flesta spilara. Þau eru til staðar til þess að draga úr þeirri hegðun spilara að reyna velja sér sæti með því að vera stöðugt að byrja í leik og fara úr honum á fjölmörgum borðum.

Fleiri pókerleikir

Við erum með fjölmargar aðrar óvæntar uppákomur í vændum fyrir peningaleiksspilara (e. cash games) í ár og því skaltu muna eftir að skrá þig inn reglulega til að sjá hvað er nýtt!

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.