Hold’em/Omaha leikir

PokerStars býður Hold’em/Omaha leiki sem er þegar skiptst er á tveimur leikjum:

Hold’em/Omaha spilaður

Hold'em/Omaha er spilaður sem ein umferð af hverjum leik sem mynda leikinn. Hann hefst á No Limit Hold'em og skiptir svo yfir í Pot Limit Omaha, sem spilast hver á eftir öðrum til skiptis. Umferð (e. round) getur verið annað hvort sex eða níu hendur, allt eftir fjölda sæta við borðið. Þú getur séð í hvaða leik er verið að gefa með því að kíkja á efsta spjaldið í borðglugganum. Hold'em/Omaha borð eru frábær leið til að auka við fjölbreytni í pókerleiknum þínum án þess að þurfa skipta um borð.

Ef þú þekkir ekki reglurnar sem gilda í hvorum þessara leikja skaltu vinsamlegast kíkja á síðurnar fyrir hvern þeirra með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan.

Við bjóðum einnig upp á regluleg fjölborðamót (e. multi-table tournaments) og Sit & Go mót með þessu blandaða leikjafyrirkomulagi, sem er auðvelt að finna með því að nota Game (í tölvu) eða Game Type (í snjalltæki) síurnar í anddyrunum. Í sumum tilfellum eru leikirnir spilaðir sem blanda af Pot Limit Hold'em og Pot Limit Omaha. Vinsamlegast kíktu í mótaanddyrið til að fá nánari upplýsingar.

Lærðu að spila Hold'em/Omaha ókeypis

Ef þú þekkir ekki Hold'em/Omaha blandaða leiki mælum við með því að þú prófir þá fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þeir spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Að lokum, ef þú vilt spila önnur afbrigði af blönduðum leikjum, mælum við með að þú kíkir á H.O.R.S.E. leikina okkar, eða 8-Game Mix, sem eru aðrar tvær blöndur af vinsælum pókerleikjum. Þessi rleikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn vinsæla Texas Hold’em leik og þeir eru einnig í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar Hold’em/Omaha bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um Hold'em/Omaha leiki skaltu vinsamlegast senda tölvupóst á þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.