pokercasinosports

Omaha Hi/Lo póker

Vegna hárrar tíðni af stórum pottum er Omaha Hi/Lo (líka kallað Omaha High Low, Omaha H/L, Omaha/8 eða Omaha 8-or-better) orðinn að gríðarvinsælum leik um allan heim. Hver spilari í Omaha Hi/Lo fær gefin fimm einkaspil („holuspilin“) sem aðeins tilheyra þeim spilara sjálfum. Fimm sameignarspil eru svo gefin upp í loft og mynda „borðið“. Allir spilarar nota svo nákvæmlega tvö af sínum fjórum holuspilum saman með nákvæmlega þremur spilum á borðinu, til þess að mynda bestu fimm spila pókerhöndina. Pottinum er skipt á milli bestu háu handarinnar og bestu lágu handarinnar - og þaðan kemur nafnið Omaha Hi/Lo. Þú getur notað ólíkar samsetningar af spilunum þínum tveimur sem þú ert með á hendi til að mynda háu höndina og lágu höndina, en fyrir hvora hönd fyrir sig verður þú að nota nákvæmlega tvö spil af hendi og þrjú í borði - hvorki fleiri, né færri. Kíktu á síðuna pókerhendur til að skoða styrkleikaröðun handa í Omaha Hi/Lo.

Omaha Hi/Lo er spilaður með „8 eða betra“ skilyrðingu, sem þýðir að lága höndin verður að samanstanda af fimm spilum - raðað átta eða lægra - til að eiga möguleika á að vinna lága hluta pottsins. Lághendur í Omaha Hi/Lo ákvarðast á nákvæmlega sama hátt og þær gera í 7 Card Stud Hi/Lo. Ef það er engin hönd sem stenst skilyrðinguna vinnur háhöndin allan pottinn.

Í Omaha Hi/Lo er notast við „ás til fimma“, eða „California“-kerfið til að styrkleikaraða lághöndum. Raðir (e. straights) og litur (e. flush) telja ekki á móti höndinni og ásar eru alltaf lægstir í lághönd, svo besta mögulega höndin er „hjól“: 5,4,3,2,A. Til að auðvelda þér að skilja röðun lághanda er eftirfarandi dæmum um lághendur sem standast skilyrðinguna (ekki tæmandi listi) styrkleikaraðað frá þeirri veikustu (#1, sem vinnur sjaldnast lághandarpottinn) til þeirrar sterkustu (#10, rærnar - „the nuts“):

  1. 8, 7, 6, 5, 4
  2. 8, 7, 6, 5, 3
  3. 8, 6, 4, 2, A
  4. 8, 4, 3, 2, A
  5. 7, 6, 5, 4, 2
  6. 7, 6, 5, 2, A
  7. 7, 5, 4, 3, 2
  8. 6, 5, 4, 3, 2
  9. 6, 4, 3, 2, A
  10. 5, 4, 3, 2, A

Athugaðu að lághönd er alltaf raðað frá hæsta spilinu og niður. Sem dæmi, þá er hönd #9 þekkt sem „sexa lág“ (e. Six-low) af því að hæsta spilið er sexa. Hönd #5 er „sjöa lág“ og hönd #1 er „átta lág“. Á pókermáli gerir þú greinarmun á milli svipaðra lághanda með því að fara lengra niður í röðinni, þannig verður t.d. hönd #9 kölluð „sexa fjarki lág“, sem vinnur hönd #8 sem er „sexa fimma lág“.

Mundu einnig að raðir og litur vinna ekki á móti lághöndinni, svo þegar þú myndar lághönd sem stenst skilyrðinguna og hún er líka röð eða litur þá er hún mjög sterk hönd og gæti mögulega unnið bæði lága og háa hluta pottsins. Það er kallað að „skófla“ (e. scoop).

Afbrigði af Omaha Hi/Lo leikjum

Omaha Hi/Lo er hægt að spila með eftirfarandi fyrirkomulagi:

  • Limit Omaha Hi/Lo - Ákveðin takmörk eru sett á boð (e. bet) í hverjum leik og í hverri boðlotu (e. betting round).
  • Pot Limit Omaha Hi/Lo - Boð (e. bets) takmarkast við upphæð spilapeninganna sem eru í pottinum.
  • No Limit Omaha Hi/Lo - Spilari má bjóða (e. bet) alla spilapeningana sem hann á, í pottinn.
  • Mixed Omaha Hi/Lo - Leikurinn skiptist á milli Limit og Pot-Limit umferða. Blindfé er hækkað þegar leikurinn skiptist úr Pot-Limit í Limit, til að tryggja að hlutarnir sem eru lagðir undir (e. stakes) séu stöðugir.

Spilareglur í Omaha Hi/Lo

Í Omaha Hi/Lo er notast við merki sem er kallað „hnappurinn“, „takkinn“, eða „gjafarahnappur“ og hann gefur til kynna hvaða spilari er eiginlegur gjafari í yfirstandandi leik. Áður en að leikur hefst á spilarinn sem situr beint til vinstri við hnappinn að leggja út blindfé fyrir „litla blind“ - fyrsta skylduboðið. Spilarinn sem er svo beint réttsælis við litla blind póstar svo út „stóra-blind“, en það er almennt tvisvar sinnum hærri upphæð en á litla blind, en blindféð getur svo verið misjafnt eftir því um hverskonar bita (e. stakes) og spilað og hver uppbygging boða (e. betting structure) er í spilinu.

Í Limit-leikjum (með takmarki) er stóri blindur jafnhár og lítið boð og litli blindur er yfirleitt helmingurinn af upphæð stóra blinds, en gæti verið hærri í einhverjum bitum (e. stakes). Til dæmis, í leik sem er $2/$4 Limit er litli blindur $1 og stóri blindur $2. Í leik sem er $15/$30 Limit er litli blindur $10 og stóri blindur $15.

Í Pot-Limit og No Limit leikjum eru leikirnir nefndir eftir stærðum sem eru á blindum (t.d. $1/$2 Omaha Hi/Lo leikur er með $1 fyrir litla-blind og $2 fyrir stóra blind).

Nú fær hver spilari gefin holuspilin sín fjögur. Boð/sögn gengur réttsælis um borðið, byrjað á spilaranum „við hlaupið“ (strax réttsælis við stóra-blind).

Fyrir flopp (pre-flop)

Eftir að hafa skoðað holuspilin sín á hver spilari möguleika á að spila höndina með því að jafna eða hækka boð stóra-blinds. Sögnin (e. action) byrjar til vinstri við stóra-blind, sem er talinn hafa úti lifandi boð í þessari lotu. Spilarinn á þá val um að pakka, jafna eða hækka. Til dæmis, ef stóri blindur var $2 myndi kosta $2 að jafna og a.m.k. $4 að hækka. Sögnin heldur svo áfram að ganga réttsælis um borðið.

Athugið: Uppbygging boða (e. betting structure) er mismunandi í ólíkum útgáfum af leiknum. Útskýringar á hvernig boð ganga fyrir sig í Limit Omaha Hi/Lo, Pot Limit Omaha Hi/Lo og No Limit Omaha Hi/Lo er hægt að finna hér neðar.

Boð halda svo áfram í hverri boðlotu þar til allir spilarar sem eru með (sem hafa ekki pakkað (e. folded)) hafa lagt út jafn hátt boð í pottinn.

Floppið (e. The Flop)

Eftir að fyrstu boðlotu er lokið er floppið gefið upp í loft í borð. Floppið er fyrstu þrjú sameignarspilin sem standa öllum spilurunum, sem enn eru með, til boða. Boðin byrja á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang. Í Limit Omaha Hi/Lo eru öll boð og hækkanir á floppinu í hlutföllum við litla boðið (e. small bet - t.d. $2 í leik sem er $2/$4).

Fléttan (e. The Turn)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir floppið er fléttuspilið gefið upp í borðið. Fléttan er fjórða sameignarspilið í Omaha Hi/Lo-leik. Leikurinn hefst svo á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Önnur boðlota fer þá í gang. Í Limit Omaha Hi/Lo eru öll boð og hækkanir á floppinu í hlutföllum við stóra boðið (e. big bet - t.d. $4 í leik sem er $2/$4).

Fljótið (e. The River)

Þegar boðlotunni er lokið fyrir fléttuna er fljótaspilið gefið upp í borðið. Fljótið er fimmta og síðasta sameignarspilið í Omaha Hi/Lo. Boðin byrja á fyrsta virka spilara strax réttsælis frá hnappnum. Síðasta boðlotan fer þá fram.

Hólmurinn (e. Showdown)

Ef það eru fleiri en einn spilari eftir þegar síðustu boðlotunni er lokið á sá sem bauð eða hækkaði síðast að sýna spilin, nema ekkert hafi verið boðið í síðustu lotunni. Ef það gerist á spilarinn sem er fyrstur til vinstri frá hnappnum að sýna spilin sín fyrst. Spilarinn með bestu fimm spila háhöndina vinnur hálfan pottinn og spilarinn með bestu fimm spila lághöndina vinnur hinn helminginn af pottinum. Mundu, í Omaha leikjum þurfa spilarar að nota tvö (og aðeins tvö) af sínum fjórum holuspilum ásamt nákvæmlega þremur af sameignarspilunum í borði. Ef það gerist að hendur séu jafn sterkar verður háa og lága hlutanum af pottinum skipt jafnt á milli þeirra spilara sem eru með jafnbestu hendurnar. Ef það gerist að engin hönd stenst skilyrðinguna sem lághönd (þ.e. „átta eða betra“) vinnur besta háa höndin allan pottinn.

Eftir að potturinn hefur verið veittur sigurvegaranum er hægt að byrja að spila næsta leik af Omaha Hi/Lo. Hnappurinn færist nú réttsælis á næsta spilara.

Limit, Pot Limit, No Limit Omaha Hi/Lo

Reglur í Omaha Hi/Lo eru þær sömu í Limit, Pot Limit og No Limit pókerleikjum, nema með örfáum undantekningum:

  • Limit Omaha Hi/Lo

    Boð (e. betting) í Limit Omaha Hi/Lo fara fram eftir fyrir fram ákveðininni uppbyggingu á upphæðum. Fyrir floppið og á floppinu eru öll boð og hækkanir sama upphæð og stóri blindur. Á fléttunni og fljótinu (e. turn & river) eru upphæðir á öllum boðum og hækkunum tvöfaldar. Í Limit Omaha Hi/Lo má hver spilari bjóða allt að fjórum sinnum í hverri boðlotu. Þar með talin eru (1) boð, (2) hækkun, (3) endurhækkun, (4) þak (e. cap - lokahækkun).
  • Pot Limit Omaha Hi/Lo

    Lágmarksboð í Pot Limit Omaha Hi/Lo er sama upphæð og stóri blindur, en spilarar mega alltaf bjóða upp að stærðinni á pottinum.

    Lágmarkshækkun: Upphæðin sem hækkað er um verður að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærðin á pottinum, sem er skilgreindur sem samtals það sem er komið út í pottinn ásamt þeim boðum sem eru komin út á borðið, ásamt þeirri upphæð sem spilarinn sem er að gera þarf að jafna í pottinn áður en hækkunin er talin.

    Dæmi: Ef potturinn er $100 og ekkert hefur verið gert á undan í lotunni er hámarksboð spilarans sem er að gera $100. Eftir það boð færist sögnin á næsta spilara réttsælis. Sá spilari getur þá annað hvort pakkað, jafnað $100 eða hækkað um hvaða upphæð sem er á milli lágmarksins ($100 í viðbót) og hámarksins. Hámarksboðið í þessu tilviki væri þá $400 - sá sem er að hækka væri fyrst að jafna $100, sem gerir pottinn þá $300, og svo að hækka um $300, sem gerir heildarboðið $400.

    í Pot Limit Omaha Hi/Lo er ekkert „þak“ (e. cap) á fjölda leyfðra hækkana.
  • No Limit Omaha Hi/Lo

    Lágmarksboð í No Limit Omaha Hi/Lo er sama upphæð og stóri blindur, en spilarar mega alltaf bjóða eins mikið og þeir vilja, eða upp að öllum spilapeningunum sem þeir eiga.

    Lágmarkshækkun: Í No Limit Omaha Hi/Lo verður upphæðin sem hækkað er um að vera að minnsta kosti sú sama og áður var boðin eða hækkað um í sömu lotu. Sem dæmi, ef fyrsti spilari sem gerir býður $5 verður sá næsti að hækka að lágmarki um $5 (heildarboðið hans er þá $10).

    Hámarkshækkun: Stærð staflans þíns (spilapeningarnir þínir á borðinu).

    Í No Limit Omaha Hi/Lo er ekkert „þak“ (e. cap) á fjölda leyfðra hækkana.

Í hugbúnaði PokerStars er ekki hægt að bjóða minna en lágmarkið, eða meira en hámarkið, hverju sinni. Boðstikan og boðglugginn leyfa þér bara að bjóða upphæðir sem eru leyfðar innan takmarka sem gilda í leiknum.

Vinsældir Omaha Hi/Lo aukast mjög hratt, sérstaklega með aukinni umfjöllun um póker á netinu. Svo, þó það gæti tekið smá tíma að læra reglurnar í Omaha Hi/Lo þá er það skemmtilegt pókerafbrigði sem margir spilarar hafa lært að njóta.

Lærðu ókeypis að spila Omaha Hi/Lo

Ef þú þekkir ekki Omaha Hi/Lo mælum við með því að þú prófir leikinn ókeypis fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig leikurinn spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Að lokum, ef þú vilt spila aðrar útgáfur af Hi/Lo leikjum mælum við með að þú kíkir á Stud Hi/Lo, sem er líka mjög vinsæll pókerleikur. Báðir leikirnir eru skemmtileg tilbreyting við hinn sívinsæla Texas Hold’em leik og þeir eru báðir í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar við Omaha Hi/Lo bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.