Reglur í póker

Póker er nafn sem er sameiginlegt með nokkuð mörgum spilaleikjum þar sem leikmaður getur veðjað á styrkleika spilanna sem hann hefur á hendi. Í póker myndast sameiginlegur „pottur“ svokallaður, sem samanstendur af þeim pening sem leikmenn hafa lagt undir og veðjað á um styrk sinnar spilahandar. Sá leikmaður sem í lokin hefur sterkustu höndina, eða sá leikmaður sem býður upphæð sem aðrir eru ekki tilbúnir til að jafna, hlýtur svo pottinn að lokum.

PokerStars býður spilurum sínum upp á að spila Texas Hold‘em póker í nokkrum mismunandi útgáfum; Án-takmarks, Takmarks og Pott-takmarks Hold‘em. Til að lesa nánar um röðun pókerhanda lesið þá síðuna styrkleikaröðun pókerhanda.

PokerStars býður einnig upp á mörg spilaafbrigði pókerleikja sem hvert hefur sínar reglur: Sameignarspilaleikir (e. „Community-Card“) eru afbrigði þar sem leikmenn þurfa að notast við sameiginleg spil í borði til að mynda sem sterkastar hendur, eru til dæmis spilin Texas Hold‘em og Omaha; Folaleikir (e. „Stud“) svonefndir leikir þar sem leikmaður fær gefin spil þar sem sum eru á grúfu og sum eru gefin upp í loft svo allir sjái á; Dragleikir (e. „Draw“) eru leikir þar sem leikmaður fær gefin fimm spil en getur svo skipt út spilum og dregið ný; og svo Há/Lág Deilileikir (e. „High/Low Split“) eru leikir þar sem potturinn skiptist jafnt á milli leikmanna sem hafa hæstu og lægstu höndina.

Í öllum pókerleikjum er byrjað á að leggja út svokallað skylduboð, upphæð er skylda að leggja í borð sem svo spilar geta keppt um að vinna, allt áður en nokkur spil eru gefin. Í Sjöspila-fola (e. „Seven Card Stud“) eru tvö skilduboð, forfé („e. „ante“) og smali (e. „bring-in“) lögð í pott áður en spil eru gefin. Í öðrum leikjum kallast skylduboðin litli-blindur og stóri-blindur (og stundum er einnig lagt út forfé). Markmiðið í öllum pókerleikjum er svo að keppast um þennan sjóð sem er í pottinum og nota til þess blöndu boða og vogana og þær aðgerðir eða sagnir sem standa leikmönnum til boða hverju sinni. Sagnirnar eru eftirfarandi:

 1. SKOÐA (e. „CHECK“) – Ef enginn leikmaður hefur veðjað út neinum pening í yfirstandandi boðlotu (e. „betting round“) þá getur leikmaður valið að skoða. Að skoða er í raun svipað og segja pass, leikmaður kýs að bíða með að aðhafast nokkuð í stöðunni og þá skal næsti leikmaður réttsælis honum gera/segja. Velji leikmaður að skoða gefur hann ekki frá sér rétt til að keppa um pottinn heldur eingöngu að hann hyggst ekki bjóða í hann á þessari stundi (býður 0 tæknilega). Ef allir leikmenn segjast skoða í boðlotunni er umferðinni lokið. 
 2. BOÐ/BJÓÐA (e. „BET“) – Ef enginn hefur enn boðið neitt út þegar kemur að leikmanni að segja getur hann boðið. Ef leikmaður kýs að bjóða getur næsti leikmaður á eftir (og allir sem eftir eru) pakkað, hækkað eða jafnað. 
 3. PAKKA (e. „FOLD“) – kjósi leikmaður að pakka gefur hann frá sér réttinn til að spila um pottinn í yfirstandandi umferð. Leikmaður sem pakkar má ekki (og þess er heldur ekki krafist af honum) leggja frekar út pening í pottinn á meðan yfirstandandi hönd er í gangi. Hann getur heldur ekki gert tilkall til sigurs í þeirri hönd, hvernig sem hún fer.
 4. JAFNA/SJÁ/KALLA (e. CALL) – Ef einhver leikmanna í yfirstandandi lotu hefur boðið þá á leikmaður sem enn er með rétt á að jafna boðið. Að jafna þýðir að leikmaður skuldbindur sig til að leggja út jafnmikið fé og mótspilari hans hefur boðið í pottinn, eða mótspilarar ef fleiri hafa gert slíkt. 
 5. HÆKKA (e. RAISE) – Ef einhver mótspilara hefur þegar boðið í yfirstandandi lotu getur leikmaður kosið að hækka. Að segjast hækka boð felur það í sér að leikmaðurinn skal ekki aðeins jafna það sem þegar hefur verið boðið, heldur skal hann hækka þá upphæð enn frekar. Allir leikmenn sem á eftir sitja geta valið að jafna, hækka og endurhækka, kjósi þeir svo, til þess að þeir teljist enn vera með í að spila um pottinn.

Í hverri boðlotu gengur sögnin (það að segja hvað maður ætla að gera) hringinn þar til allir leikmenn sem enn eru með hafa fengið tækifæri til að jafna gild/hæsta boð eða pakkað (og ef engin boð eru gerð og allir leikmenn segjast skoða er lotunni einnig lokið). Þegar boðlotu er lokið hefst næsta gjöf, eða boðlota, nema að yfirstandandi hönd/umferð sé þá lokið.

Ef lokahækkun eða boð í yfirstandandi umferð er jafnað er komið á hólminn svokallaða (e. „showdown“). Hér skal úr því skorið hver leikmannanna vinnur pottinn og gerist það með því að þeir, einn af öðrum, sýna spil sín. Oft gerist það að leikurinn gangi ekki svo langt að hann komist að hólminum, því ef einhver leikmanna býður eða hækkar og enginn annar kýs að jafna/sjá (s.s. allir pakka) þá vinnur leikamaður höndina og hlýtur pottinn þá þegar.

Þegar höndinni er lokið geta leikmenn valið hvað þeir gera við spilin, þ.e. hvernig þeir koma þeim aftur til gjafarans:

 • Hauga (e. „Muck“) sigurhönd

  Ef aðeins einn leikmaður stendur uppi áður en á hólminn er komið getur hann valið hvort hann sýni sigurhöndina eða ekki. Ef þú kýst að sýna aldrei sigurhönd í þessari aðstöðu þá geturðu hakað við reitinn „Don‘t Show Winning Hand“ í spilahugbúnaðinum okkar. Þann valmöguleika er að finna í „Options“ flipanum í Anddyri (e. „Lobby“). Ef ekki er hakað við þetta val munt þú verða spurður í um hvað þú vilt gera eftir hverja sigurhönd og þú getur þá valið hvert sinn fyrir sig.

  Ef spilið gengur svo langt að á hólminn sé komið þá sýnir forritið alltaf sigurhöndina sjálfkrafa.

 • Hauga (e. „Muck“) hönd sem tapar

  Á hólminum geta leikmenn sem sitja uppi með hönd, sem ekki er nógu sterk til að sigra hönd sem sýnd hefur verið, kosið að henda henni óséðri í spilahauginn ef þeir vilja ekki sýna hana. Ef þú vilt aldrei sýna hendur þínar í þessari stöðu þá geturðu valið að haka við „Muck Losing Hand“, hauga taphönd í „Options“ flipanum í aðalanddyri.

Allir leikmenn sem hafa fengið gefin spil í upphafi umferðar eiga rétt á að biðja um að fá að sjá hendur sem hent er á hauginn eftir að á hólminn er komið. Í spilahugbúnaði PokerStars er hægt að sjá þessar hendur í „Hand History“ í „Hand Replayer“ yfir hverja spilaða hönd. Hauguð spil geta eingöngu þeir leikmenn sem fengu spil í umferðinni beðið um að sjá. Til að sjá yfirlit yfir hendur sem spilaðar hafa verið í yfirstandandi spilun („Hand Histories in current session“) skaltu fara í beiðnir „Requests> Display Instant Hand History“ í anddyrinu. Ef þú vilt láta spila fyrir þig aftur hendur smelltu þá á „Visualize“ í flipanum „Instant Hand History“. Einnig getur þú smellt á rauða endursýningarhnappinn, merktur „replay“, efst á töflunni. Handaskrá í peningaspilum sem þú hefur spilað í er einnig hægt að biðja um að fá sent sem tölvupóst á póstfangið þitt. Það gerirðu með því að fara í „Requests>Hand History“ í aðalanddyri.

Grunnhugtök í póker: Borðbitar og Allt-í (e. „Table Stakes and All-In“)

Allir leikir á PokerStars eru spilaðir eftir „borðbitum“ sem þýðir að eingöngu er hægt að nota þá spilapeninga sem eru á borðinu í upphafi hverrar handar til að bjóða og hækka í það skiptið. Borðbitareglan gefur kost á aðgerð sem kallast „Allt-í“ reglan og þýðir það í raun að ekki er hægt að neyða leikmann til að pakka hönd þó að hann eigi ekki nóg af spilapeningum til að jafna boð. Sá leikmaður sem ekki hefur efni á að jafna boð, en er samt með, er sagður vera með „Allt-í“. Hann á þá rétt á að spila um þann hluta pottsins sem er til og með lokaupphæðinni sem hann setti þar í. Allt sem gerist svo eftir það, þ.e. upphæðir sem bætast í pottinn skulu fara í sérstakan síðupott en til hans á leikmaður sem þegar er með Allt-í ekki tilkall til. Ef fleiri en einn leikmaður er með Allt-í í yfirstandandi hönd gæti komið upp sú staða að margir síðupottar myndist.

Póker býður upp á hundruð spilaafbrigða og PokerStars býður leikmönnum sínum upp á að spila þau allra vinsælustu sem spiluð eru um allan heim. Fyrir frekari upplýsingar um ýmis spilaafbrigði af póker þá vísum við þér á að lesa vel síðuna okkar Pókersalurinn

Ef þú þarft frekari aðstoð við að læra grunnin að öðrum pókerleikum sem við bjóðum upp á skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á support@pokerstars.com. Þú getur spilað póker hjá okkur á PókerStars um leikpeninga eða upp á alvöru peninga. PokerStars á netinu er stærsta pókersvæði í heimi. Byrjaðu strax að spila með öllum þeim bestu og hladdu niður pókerhugbúnaðinum okkar nú þegar!

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.