pokercasinosports

Seven Card Stud Hi/Lo

Seven Card Stud Hi/Lo er tæknilega krefjandi pókerleikur þar sem besta hefðbundna háhöndin og besta ás til fimma lághöndin deila pottinum á hólminum (e. Showdown). Í Seven Card Stud Hi/Lo póker fá spilarar gefin sjö spil hver á meðan höndinni stendur, en aðeins besta fimm spila höndin sem hver spilari getur myndað er notuð til að skera úr um sigurvegarann. Kíktu á síðuna röðun pókerhanda til að skoða styrkleikaröðun handa í Seven Card Stud Hi/Lo.

Í Seven Card Stud Hi/Lo er höndin spiluð með „átta eða betra“ skilyrði, sem þýðir að lága höndin verður a.m.k. að vera átta lág til að eiga möguleika á að vinna lága hluta pottsins. (Lághendur í Seven Card Stud Hi/Lo ákvarðast á nákvæmlega sama hátt og þær gera í Omaha Hi/Lo.) Ef það er engin hönd sem stenst skilyrðinguna vinnur háhöndin allan pottinn.

Í Stud Hi/Lo er notast við „ás til fimma“, eða „California“-kerfið til að styrkleikaraða lághöndum. Raðir (e. straights) og litur (e. flush) telja ekki á móti höndinni og ásar eru alltaf lægstir í lághönd, svo besta mögulega höndin er „hjól“: 5, 4, 3, 2, A. Til að auðvelda þér að skilja röðun lághanda er eftirfarandi dæmum um lághendur sem standast skilyrðinguna styrkleikaraðað frá þeirri veikustu (#1, sem vinnur sjaldnast lághandarpottinn) til þeirrar sterkustu (#10, rærnar - „the nuts“):

  1. 8, 7, 6, 5, 4
  2. 8, 7, 6, 5, 3
  3. 8, 6, 4, 2, A
  4. 8, 4, 3, 2, A
  5. 7, 6, 5, 4, 2
  6. 7, 6, 5, 2, A
  7. 7, 5, 4, 3, 2
  8. 6, 5, 4, 3, 2
  9. 6, 4, 3, 2, A
  10. 5, 4, 3, 2, A

Athugaðu að lághönd er alltaf raðað frá hæsta spilinu og niður. Sem dæmi, þá er hönd #9 þekkt sem „sexa lág“ (e. Six-low) af því að hæsta spilið er sexa. Hönd #5 er „sjöa lág“ og hönd #1 er „átta lág“. Á pókermáli gerir þú greinarmun á milli svipaðra lághanda með því að fara lengra niður í röðinni, þannig verður t.d. hönd #9 kölluð „sexa fjarki lág“, sem vinnur hönd #8 sem er „sexa fimma lág“.

Mundu einnig að raðir og litur vinna ekki á móti lághöndinni, svo þegar þú myndar lághönd sem stenst skilyrðinguna og hún er líka röð eða litur þá er hún mjög sterk hönd og gæti mögulega unnið bæði lága og háa hluta pottsins. Það er kallað að „skófla“ (e. scoop).

Spilareglur í Seven Card Stud Hi/Lo

Ante (forfé)

Áður en leikur af Seven Card Stud Hi/Lo hefst leggja allir spilarar fyrst út smáupphæð (e. ante - nákvæm upphæð veltur á leiknum og er tiltekin í titilspjaldi borðsins).

Third Street - Þriðja stræti

Hver spilari fær fyrst gefin þrjú spil, tvo falin holuspil og eitt sem snýr upp. Spilarinn með lægsta sjáanlega spilið er „smalinn“ (e. bring-in) og þarf hann þá að hefja sögn. Hann þarf þá að byrja á að leggja út annað lágmarksboð (aftur, nákvæm stærð smalans veltur á leiknum) eða, ef hann kýs svo, að leggja út fullt boð sem jafngildir lægri boðeiningunni (e. betting increment). Sögnin gengur svo réttsælis um borðið þar til boðum er lokið í þeirri umferð.

Fourth Street - Fjórða stræti

Hver pókerspilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft og kallast það fjórða stræti. Fyrsti spilarinn sem á að gera er sá sem hefur sýnileg spil sem sýna hæstu pókerhöndina. Reglan segir að þessi spilari megi annað hvort skoða (e. check) eða bjóða (e. bet). Ólíkt því sem gerist í Seven Card Stud þá er ekki heimilt að bjóða tvöfalda boðupphæð ef spilarinn nær pari á fjórða stræti – öll boð eru á neðri boðmörkunum (s.s. $1 í leik sem er $1/$2).

Til dæmis, spilari sem sýnir kóng hæstan myndi gera fyrst, ef enginn annar spilari er með sjáanlegan ás hæstan eða betra. Þessi spilari má þá annað hvort skoða eða bjóða neðri boðupphæðina (s.s. $1 í leik sem er $1/$2).

Þá gengur boðlota hringinn.

Fifth Street - Fimmta stræti

Hver spilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft og kallast það fimmta stræti. Aftur, skv. reglunum, er fyrsti spilarinn sem á að gera sá sem hefur sýnileg spil sem sýna hæstu pókerhöndina. Þá gengur boðlota hringinn.

Frá fimmta stræti og þar til höndin klárast, miðast öll boð og hækkanir við hærri boðeininguna (s.s. $2 í $1/$2 leik).

Sixth Street - Sjötta stræti

Hver pókerspilari fær nú annað spil sem er gefið upp í loft sem kallast sjötta stræti. Aftur, þá er fyrsti spilarinn sem á að gera sá sem hefur sýnileg spil sem sýna hæstu pókerhöndina. Þá gengur boðlota hringinn.

Seventh Street - Sjöunda stræti, eða fljótið (e. River)

Hver spilari fær nú sjöunda og síðasta spilið, sem er gefið á grúfu og aðeins sýnilegt spilaranum sem fær það gefið. Fyrsti spilarinn sem á að gera er sá sem hefur sýnileg spil sem sýna hæstu pókerhöndina. Þá gengur síðasta boðlotan hringinn, og ef fleiri en einn spilari er eftir er komið að hólminum (e. Showdown)

The Showdown - Hólmurinn, skorið úr um sigurvegara há- og lághlutans

Ef fleiri en einn spilari er enn með þegar lokaboðlotan er búin skal sá sem síðast bauð eða hækkaði fyrstur sýna spilin sín. Ef það var ekkert boð í lokaumferðinni skal spilarinn í fremsta sætinu sýna sín spil fyrst (sæti 1, svo sæti 2 o.s.frv.). Aðrar hendur sem koma við sögu á hólminum eru sýndar réttsælis um borðið.

Spilarinn með bestu fimm spila háhöndina („Hi“) vinnur hálfan pottinn og spilarinn með bestu fimm spila lághöndina („Lo“) vinnur hinn helminginn af pottinum. Ef það gerist að engin hönd stenst skilyrðinguna sem lághönd (þ.e. „átta eða betra“) vinnur besta háa höndin allan pottinn.

Mundu að í Seven Card Stud Hi/Lo, er „átta eða betra“ skilyrði til að vinna lághlutann, svo spilari verður að hafa óparaða fimm spila hönd sem samanstendur af spilum sem öll eru lægri eða jöfn 8. Ef enginn spilari getur staðist þessa skilyrðingu, er engin hönd sem stenst kröfur um lághönd.

Ef það gerist að tveir eða fleiri spilarar eru með sömu há- eða lághönd, skal helmingum pottsins skipt til samræmis við það.

Eftir að potturinn hefur verið veittur er hægt að byrja að spila næsta leik af Seven Card Stud Hi/Lo póker.

Boðmöguleikar spilara

Í Stud, eins og í öðrum tegundum pókers, eru mögulegar sagnir spilara að pakka (e. fold), skoða (e. check), bjóða (e. bet), kalla/jafna (e. call), eða hækka (e. raise). Möguleikarnir sem eru í boði hverju sinni ráðast af því hvað spilararnir á undan hafa gert. Ef enginn hefur enn boðið, getur spilari annað hvort skoðað (afþakkað að bjóða, en haldið spilunum) eða boðið. Ef spilari hefur boðið, þá geta spilarar sem gera á eftir pakkað, jafnað eða hækkað. Að jafna (að sjá að jöfnu, kalla) er þegar spilari setur út jafnháa upphæð og spilari á undan hefur boðið. Að hækka er ekki aðeins að jafna fyrra boð, heldur að hækka það líka. Boð og hækkanir í Limit-leikjum (leikir með takmarki) fara eftir fyrir fram ákvörðuðum upphæðum.

Aðrar reglur og aðstæður

  • Til að ákvarða um smalann (e. bring-in) í Seven Card Stud er jafnháum spilum raðað eftir lit. Liturinn raðast í stafrófsröð (enskri) – lauf (e. clubs - lægst), tígull (e. diamonds), hjarta (e. hearts) og spaði (e. spades - hæst). Lægsta sortin ræður úrslitum sé jafnt, svo ef hjarta tvistur og laufa tvistur eru sjáanleg í upphafi handar er það laufa tvistur sem væri smalinn. (Athugið: Röðun jafnra handa á Hólminum (e. Showdown) ræðst ekki ef þessari reglu).
  • Ef spilari með lægstu sjáanlega spilið á Þriðja stræti er með allt inni upp á forféð (e. ante) og hann getur því ekki lagt út fyrir smalaboðinu (e. bring-in bet) færist smalinn réttsælis á næsta spilara við borðið, óháð gildi spilsins sem sem spilari er með sýnilegt.
  • Vegna þess að Stud-leikir eru spilaðir með átta spilurum en það eru aðeins 52 spil í stokknum, getur það gerst að spilin klárist áður en hægt er að gefa í Sjöunda stræti. Í þeirri sjaldgæfu uppákomu væri stakt sameignarspil (e. community card) gefið upp í loft á borðið sem allir spilararnir sem eftir væru myndu deila með sér.

Önnur afbrigði af Stud

Seven Card Stud, spilaður aðeins sem háspil (e. high only), er einnig í boði á PokerStars.

PokerStars býður líka upp á Razz. Í þessu afbrigði af Stud er allir potturinn gefinn fyrir bestu lághöndina, án skilyrðingar.

Lærðu að spila Seven Card Stud Hi/Lo ókeypis

Ef þú þekkir til Stud pókers ættirðu að geta náð tökum á Seven Card Stud Hi/Lo frekar fljótt. Ef þú þekkir ekki Stud póker eða Seven Card Stud mælum við með því að þú prófir þann leik fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig leikurinn spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Að lokum, ef þú vilt spila aðrar útgáfur af Hi/Lo-leikjum mælum við með að þú kíkir á Omaha Hi/Lo, sem er líka mjög vinsæll pókerleikur. Báðir leikirnir eru skemmtileg tilbreyting við hinn sívinsæla Texas Hold’em-leik og þeir eru báðir í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar við Seven Card Stud Hi/Lo bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Gangi þér vel að spila Seven Card Stud Hi/Lo!