Mótareglur

Þessar reglur gilda um mót á verkvanginum okkar (e. platform).

Skoðaðu aukalegar reglur sem eiga við síðuna í heild sinni

Skoðaðu reglur sem eiga aðeins við um hringleiki (e. ring games)

Mótareglurnar eins og þær eru skráðar hér eiga að vera viðbót og fylgja þjónustuskilmálunum og koma ekki í stað þeirra. Ef það gerist að upp kemur misræmi á milli mótareglnanna og þjónustuskilmálanna skulu þjónustuskilmálarnir vera í forgangi.

Athugið: Reglur 5, 14 og 15 eiga aðeins við um mót sem notast við blindfé (e. blinds) og/eða gjafarahnapp.

1. Almennt

 1. Við munum, öllum stundum, taka til greina aðalhagsmuni leiksins og sanngirni skal vera í forgangi við ákvörðunarferli. Óvenjulegar aðstæður geta stundum orðið til þess að ákvarðanir í þágu sanngirni eru teknar fram yfir tæknilegar reglur.

 2. Öll mót munu byrja á réttum tíma skv. dagskrá eins og tekið er fram í mótaanddyrinu (e. Tournament Lobby). Við áskiljum okkur rétt til að tefja eða fresta móti án nokkurs fyrirvara.

 3. Mikilvægar upplýsingar um hvert mót, þ.á.m. uppbyggingu blindra, lengd á umferðum, og upplýsingar um endurkaup og hlé, er hægt að finna með því að velja Tournament Info hnappinn í anddyri mótsins (í tölvu) og með því að smella á mótið sjálft í gegnum anddyrið (í snjalltæki). Við áskiljum okkur rétt til að breyta einstökum hlutum hvaða móts sem er án fyrirvara.

 4. Sætum er úthlutað af handahófi Breytingar á sætaskipan er ekki leyfð.

 5. Hnappurinn verður settur við Sæti 1 til að hefja leik.

 6. Boð og þrjár hækkanir eru leyfðar í Fixed Limits mótum (mót með föstu takmarki). Það eru engin takmörk á fjölda hækkana sem eru leyfðar í Pot Limit og No Limit mótum (mót með potttakmarki og án takmarks).

 7. Verðlaun verða veitt eins og tekið er fram í mótsanddyrinu, nema þegar samkomulag hefur verið gert (sjá reglu 23) eða þegar móti er aflýst (sjá stefnu okkar um aflýsingu móta). Sú verðlaunauppbygging sem er notuð veltur á ýmsum atriðum, þar á meðal fjölda þátttakenda og fjölda spilara á hverju borði. Verðlaunauppbyggingin er ekki endanleg fyrr en lokað hefur verið fyrir skráningu og endurkaupa og/eða ábótartímabilum er lokið (e. rebuy/add-on period).

 8. Til að eiga rétt á endurkaupum í endurkaupsmóti þarftu að eiga fjármunina aðgengilega á reikningnum þínum. Spilarar með ónógar innistæður eftir á reikningnum sínum verða útilokaðir úr mótinu. Fjármunir sem eru þá stundina í leik í öðrum leikjum, eða eru geymdir í gjaldmiðli sem er annar en gjaldmiðill mótsins eru ekki taldir vera aðgengilegir.

 9. Síðskráning (e. Late Registratrion): Síðskráning er í boði í flestum mótum. Lengd síðskráningartímabilsins er breytileg, en er þó alltaf sýnd á mótamiðanum í Quick Seat anddyrinu, í upplýsingaspjaldi Tournaments flipans, og í fyrirsögninni í mótaanddyrinu fyrir tiltekekið mót. Tíminn fyrir síðskráningu er mældur í tíma á klukku (frekar en í leiktíma mótsins). Til dæmis ef mót hefst klukkan 09:00 og er með 90 mínútna síðskráningu þá lokar fyrir skráningu kl. 10:30. Síðskráning lokar snemma ef nægilega margir spilarar hafa verið slegnir út til þess að hægt sé að byrja útgreiðslu verðlauna.

  Athugið að spilurum er aðeins leyft að taka þátt í móti einu sinni, nema endurinnkoma (e. re-entry) sé leyfð, eins of tekið er fram í mótsanddyrinu. Einn spilari sem notar marga aðganga til að skrá sig mörgum sinnum í eitt mót er óheimilt, og slíkt gæti kallað á refsingar eins og viðvörun, brottvísun úr móti (vinningar að hluta eða fullu gerðir upptækir), og útilokun frá verkvanginum okkar.

 10. Afskráning: Í flestum mótum er afskráning heimil þar til örfáum mínútum áður en viðburður hefst. Nákvæmur tími þar sem lokað er fyrir afskráningu er tiltekinn í mótsanddyri hvers móts, og hann gæti verið breytilegur frá viðburði til viðburðar. Spilarar sem hafa unnið sætið sitt í gegnum inngöngumót (e. satellite) geta afskráð sig ef viðburðurinn leyfir slíkt, og þeir fá þá mótapening (e. T-Money) eða aðgöngumiða í skiptum fyrir sætið sitt. T-Money er hægt að nota til að kaupa sig inn í hin mótin okkar. Kíktu á T-Money síðuna til að fá nánari upplýsingar.

  Athugið að sum inngöngumót enda eftir að markmótið (e. target tournament) byrjar þó síðskráning standi yfir. Í þeim tilvikum verða þeir sem vinna inngöngumót settir beint inn í markviðburðinn þegar inngöngumótinu lýkur.

  Athugið: Skráningar- og afskráningartímar gætu verið breytilegir á milli móta af ólíkum gerðum. Afskráning er ekki leyfð í öllum mótum – slík mót eru yfirleitt merkt á þeim tíma sem skráning fer fram. Kíktu í mótsanddyrið til að sjá nákvæmar skráningarupplýsingar fyrir hvert mót. Við áskiljum okkur rétt til að breyta skráningar- og afskráningartímum án nokkurs fyrirvara.

  Spilarar sem útiloka sjálfa sig á meðan mót stendur yfir munu samt sem áður geta klárað hvert það mót sem þegar er í gangi sem þeir eru að spila í fyrir. Þetta þýðir líka að spilarar sem óska eftir að verða sjálfsútilokaðir frá því að spila á verkvangi okkar eftir að hafa komist áfram á Dag 2 í margra daga móti eða Phased móti geta samt sem áður spilað í því móti á næstu dögum á eftir þrátt fyrir að sjálfsútilokunartímabilið þeirar sé hafið. Spilarar sem velja að spila ekki næstu daga á eftir munu ekki fá neinar bætur í staðinn.

2. Útsláttur (e. eliminations)

 1. Móti lýkur þegar einn spilari hefur safnað öllum spilapeningum sem eru í umferð, eða eins og í sumum mótum þegar allir spilarar sem enn eru eftir hljóta sömu verðlaun (t.d. ef mót gefur 5 sams konar verðlaun má móti ljúka þegar það eru 5 spilarar eftir).

 2. Ef tveir eða fleiri spilarar eru slegnir út í sömu hendi, endar spilari sem var með fleiri spilapeninga við upphaf handarinnar í hærra sæti en spilarinn sem átti færri spilapeninga. Ef allir spilarar byrjuðu höndina með nákvæmlega jafn marga spilapeninga eru þeir allir í sömu sætisröð, og öllum verðlaunum sem þessir spilarar gætu átt rétt á verður skipt jafnt á milli þeirra. Á meðan spilað er hönd fyrir hönd (eins og lýst er í reglu 13) er litið svo á að tveir eða fleiri spilarar sem eru slegnir út á meðan ein samræmd hönd stendur yfir að þeir hafi verið slegnir út á sömu stundu, jafnvel þó að þeir séu á sitt hvoru borðinu.

 3. Á tilteknum stigum móts (t.d. þegar verðlaunafé stekkur upp umtalsvert með næsta spilara sem er sleginn út) og þegar það eru fleiri en eitt borð eftir, þá gæti mótið verið látið spila hönd fyrir hönd (e. hand for hand). Þetta þýðir að ef eitt borð klárar hönd sína á undan öðru borði að þá bíður það borð eftir að hin borðin klári líka áður en næsta hönd er gefin. Á meðan þetta hönd fyrir hönd tímabil eru í gangi er litið svo á að allir sem detta út á meðan svona samræming stendur yfir að sá útsláttur hafi gerst samtímis, m.t.t. til lokaröðunar. Lokaröðun ræðst svo af því að bera saman staflastærðir í samræmi við reglu 12 og ekki af því hver tapaði spilapeningunum sínum fyrr.

 4. Við styðjumst við "framgangandi hnapp" (e. forward moving button) reglu í mótum. Samkvæmt þessari reglu fær enginn spilari hnappinn tvisvar sinnum í röð; við lok hverrar handar er hnappurinn færður áfram réttsælis. Afleiðing þessarar reglu getur verið að þegar spilarar eru slegnir úr leik að það gæti gerst að sumir spilarar fái þá að missa af öðrum eða báðum blindum. Þar sem þetta gerist í rauninni algjörlega af handahófi er enginn spilari sem fær eitthvað forskot til lengdar vegna þessa og reglan er sanngjörn gagnvart öllum spilurum.

 5. Þegar tveir spilarar eru eftir á lokaborði póstar hnappurinn út litla blind, og gerir á undan í opnunarumferðinni.

 6. Eftir því sem spilarar eru slegnir út úr mótinu brýtur hugbúnaðurinn upp borð til að fylla í tóm laus sæti. Spilarar af borðum sem eru brotin upp eru settir í ný sæti af handahófi og, þó það sé sjaldgæft, gætu þurft að pósta stóra blind strax aftur. Öðru hverju gerir hugbúnaðurinn tilfæringar til að jafna spilarafjölda á borðum til að tryggja að öll borð séu með jafnan (eða eins nálægt jöfnum) fjölda spilara sem enn eru með í leik. Einstakir spilarar sem eru færðir á milli borða til að jafna fjölda verða, þegar það er hægt, færðir í svipaða afstöðu við blindan og þeir voru áður. Þegar nægilega margir spilarar hafa verið slegnir út eru allir spilarar færðir saman á eitt lokaborð (e. final table).

3. Hlé

 1. Dagskrá hléa í móti er hægt að finna í Tournament Info spjaldinu, sem er að finna í mótsanddyrinu. Spilarar eru hvattir til að kynna sér hvenær hlé eru á dagskrá í hverju móti sem þeir ætla að spila, þar sem lengd hléa og tímasetning er breytileg frá einum viðburði til annars. Við bjóðum upp á tvenns konar hlé:

  1. Mót með samhæfðum hléum taka hlé 55 mínútum yfir heila tímann. Til dæmis fer mót sem hefst klukkan 07:25 í hlé kl. 07:55, 08:55, 09:55 og á klukkutíma fresti þar á eftir þar til móti lýkur.

   Mót af þessari tegund er hægt að þekkja af setningunni "There is a 5 minute break every 55 minutes past the hour" (það er fimm mínútna hlé á hverjum 55 mínútum yfir heila tímann), sem er að finna í Tournament Information spjaldinu í Structure flipanum í mótsanddyrinu.

   Það eru líka til mót þar sem samhæft hlé er aðeins tekið á tveggja tíma fresti. Í þeim mótum er tekið fram í upplýsingaspjaldinu í Structure flipanum að "There is a 5 minute break at 55 minutes past every other hour" (það er hlé 55 mínútum yfir heila tímann annan hvern klukkutíma). Til dæmis í svona móti sem hefst kl. 08:35 þá væri það í hlé kl. 08:55, 10:55 og svo aðra hverja klukkustund eftir það.

   Í endurkaupsmótum (e. rebuy tournaments) af þessu tagi þegar ábót (e. add-on) er leyfð er aukalegt hlé (vanalega 3 mínútur) við lok endurkaupstímabilsins, til að leyfa kaup á ábótum fyrir þá sem það vilja.
  2. Önnur mót fara í hlé með reglulegu bili á meðan spilun stendur yfir. Til dæmis í móti sem hefst kl. 07:25 þá væri farið í hlé eftir hverja spilaða klukkustund, og í þeim tilfellum væri þá farið í fyrsta hlé klukkan 08:25.

  Í öllum tilvikum býður mótið eftir að hendur á öllum borðum klárist áður en hlétímabilið hefst. Þetta þýðir að á sumum borðum gæti hléið staðið yfir aðeins lengur en á öðrum borðum.

  Athugið að ekki er boðið upp á hlé í öllum mótum (t.d. Hyper-Turbo og í sumum viðburðum með Heads-Up eða Shootout sniði).

4. Sambandsrof eða setið hjá

 1. Með því að taka þátt í móti samþykkir spilari áhættuna sem fylgt gæti sambandsrofi við netið, vegna vandamála með tengingu á milli tölvu spilara og netþjóna, tafa eða frystingar eða einhverra annarra vandamála í tölvu spilarans eða við netið.

  1. Við berum enga ábyrgð á sambandsrofi spilara nema í þeim tilfellum sem vefþjónar hafa hrunið
  2. Þó að hver spilari beri ábyrgð á nettengingu sinni reynum við að vernda spilara sem missa samband á meðan lokastig móts fyrir raunverulega peninga stendur yfir, með því að gefa aukalegan tíma til að reyna endurtengingu. Reglurnar fyrir virkjun aukatíma vegna sambandsrofs (Disconnect Extra Time (DET)) eru skráðar hér.
  3. Ef spilari fellur á tíma á meðan hönd stendur yfir, hvort sem hann er tengdur eða ótengdur, verður fyrir því að hönd hans er pakkað (e. folded) ef hann á að gera, eða hann gæti verið tékkaður (e. checked) ef hann þarf ekkert að bregðast við.
  4. Ef spilari hefur ekki náð að tengjast aftur áður en hönd hefst fær hann gefin spil, og blindfé/forfé (e. blinds/ante) er póstað. Það er engin regla sem segir að spilari megi ekki velja að sitja hjá; spilari sem gerir slíkt heldur áfram að pósta sjálfkrafa út blindfé og hann fær gefin spil. Tveir eða fleiri spilarar mega ekki gera samkomulag um að sitja hjá samtímis, hvort sem það er á sama borði eða sitt hverju.
  5. Í Shootout og Heads-Up viðburðum gildir að ef allir spilarar missa sambandið og/eða þeir sitja hjá í mjög margar hendur (vanalega 250 hendur eða meira í raunpeningamótum) mun viðureignin enda og spilarinn með flestu spilapeningana kemst áfram í næstu umferð.

5. Spjall

Athugið: Þessari reglu er ætlað að vera viðbót og ekki að koma í staðinn fyrir reglur í spilasal, sem innihalda meiri upplýsingar um ásættanlegt og óásættanlegt spjall.

 1. Spilarar, hvort sem þeir eru í miðri hönd eða ekki, mega ekki ræða höndina þar til öllum sögnum (e. action) er lokið. Spilurum er áskilið að vernda hina spilarana í mótinu öllum stundum. Það að ræða spilin sem hefur verið hent eða möguleikana í hönd er ekki leyft. Refsingu gæti verið úthlutað vegna umræðna um hendur á meðan spilun er í gangi.

Athugið: Tilgangur þessarar reglur er að vernda hagsmuni spilara sem enn eru í mótinu en ekki með í yfirstandandi hönd. Vinsamlegast kíktu á dæmin okkar um bannað mótaspjall til að fá nánari upplýsingar. Nánar tiltekið þá gildir þessi regla ekki um stöður þar sem aðeins tveir spilarar eru með í móti, eða mót hefur hafist sem Heads-Up viðureign.

6. Ósiðferðilegur leikur

 1. Póker er leikur einstaklinga (ekki liða). Allar aðgerðir eða spjall sem ætlað er að hjálpa öðrum spilara er ósiðferðilegt og er bannað. Ósiðferðileg spilun, svo sem mjúk spilun (e. soft play - spila minna framsækið gegn félaga) og spilapeningasturt (e. chip dumping - að tapa viljandi spilapeningum til félaga) gæti orsakað ávítur, þar á meðal upptöku fjármuna af reikningi þess (þeirra) sem brýtur af sér og/eða lokað á aðgang/reikning hans. Við förum reglulega yfir leikspilun til að skima eftir brotum á reglunum okkar og til að tryggja heilindi leikjanna okkar. Það gæti verið nauðsynlegt að halda eftir vinningsfé spilara þar til farið hefur verið yfir gang leiksins.

 2. Með örfáum undantekningum (lýst hér að neðan) smá spilari aðeins spila með einum aðgangi/reikningi í móti og hann má ekki afhenda sæti sitt öðrum í miðjum viðburði. Brot á þessari reglu gætu kallað á refsingar, þar á meðal áminningu, brottvísun úr móti (og upptöku vinninga að hluta eða öllu), og bann frá spilun á verkvangi okkar.

  Dæmi um órefsiverðar undantekningar sem við gefum hér að neðan er ætlað að lýsa dæmum um óskipulagða en alvarlega viðburði sem þú hefur enga stjórn á.

  Dæmi um hluti sem eru ekki utan þinnar stjórnar og eru þess vegna bannaðir eru meðal annars:

  1. Að fara að sofa og leyfa einhverjum öðrum að klára mótið.
  2. Að skrá sig í mót og fara svo í flugvél, eða takast á hendur aðra ferð sem ákveðin var fyrir fram og biðja því vin um að spila af aðganginum þínum á meðan þú skiptir um stað.
  3. Ákveða að það gæti verið gaman að klára Sunday Million heima hjá Jóa og biðja svo Jóa um að taka við aðganginum þínum á meðan þú ert að skreppa 30 mínúturnar sem það tekur að komast til hans.
  4. Þú og vinur þinn eruð að spila í sama móti. Þið ákveðið að ef hann er sleginn út á undan þér að hann taki við spilun af þínum aðgangi.
  5. Eiginmaðurinn þinn er ekki í bænum um helgina og gefur þér upp lykilorðið sitt. Þú skráir þig inn á bæði hans aðgang og þinn og spilar samtímis af báðum reikningum í sama mótinu.
  6. Þú hefur komist áfram á síðustu borðin í móti og einhver býður þér jafngildi peninga fyrir sætið þitt. Þú leyfir hinum spilaranum að skrá sig inn á reikninginn þinn, eða heldur áfram og klárar mótið sjálfur með nákvæmum leiðbeiningum sem hann gefur þér.
   Dæmi um hluti sem eru utan þinna áhrifa og eru þess vegna leyfðir, að því gefnu að við getum fengið fullnægjandi sönnun, eru meðal annars:
   1. Þrumuveður skellur á staðnum sem þú ert og slær út rafmagnið í nágrenninu, svo þú hringir í vin til að taka við aðganginum þínum á meðan þú gerir aðrar ráðstafanir.
   2. Barnið þitt veikist snögglega og þú þarft að fara á spítalann, svo þú hringir í vin til að taka við aðganginum þínum.
   3. Þú ert að spila í móti og missir aðgang að netinu heima hjá þér vegna þess að netsöluaðilinn (e. ISP) þinn hefur brugðist. Þú hringir í vin og hann tekur við á meðan þú gerir aðrar ráðstafanir.

7. Vandræði með netþjón

 1. Ef það gerist að netþjónar hrynja verður staðan á öllum borðum endursköpuð með því að rúlla til baka höndunum. Spilapeningastaða verður endurstillt í þá upphæð sem var í upphafi handarinnar. Við sérstakar kringumstæður, þegar aflýsa þarf móti vegna hruns eða af öðrum ástæðum, fá spilarar bætur í samræmi við stefnu okkar um aflýsingu móta.

8. Gerð samkomulaga

 1. Gerð samkomulaga er heimil í mótum, nema annað sé tekið fram í mótsanddyrinu.

  1. Ef allir spilarar sem enn eru með í móti samþykkja að skipta verðlaunafénu m.v. reiknireglu sem þeir ákveða sjálfir, samþykkjum við slíkt samkomulag, og breytum upprunalega útgefinni vinningatöflu til að endurspegla tölurnar sem komist var að samkomulagi um.
  2. Ef allir spilarar sem enn eru eftir vilja gera samkomulag skulu þeir merkja við Discuss A Deal reitinn í Info flipanum í spjallhólfinu við borðið. Þegar allir spilarar hafa merkt í þennan reit er sjálfkrafa gert hlé á borðinu við lok yfirstandandi handar og þjónustuliðið okkar fær tilkynningu. Starfsmaður mætir þá á borðið til að tryggja að auðveldara sé að komast að samkomulagi. Við getum ekki tryggt að stafsmaðurinn komi strax að borðinu þó við gerum allt sem við getum til að komast hjá töfum.
  3. Ekki er hægt að gera samkomulög í öllum mótum, en þegar samkomulög eru í boði verður Discuss A Deal reitur aðgengilegur í Info flipanum á lokaborðinu.
  4. Við tökum ekki þátt í samkomulagsferlinu sjálfu en komum að því sem málamiðlarar til að tryggja að allir hafi komist að endanlegu samkomulagi áður en við framkvæmum millifærslurnar sem komist var að skv. ofantöldum skilyrðum.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að fara fram á að öll samkomulög skilji einhvern pening eftir á borðinu (utan samkomulags) sem verðlaun fyrir fyrsta sætið. Þessi peningur sem þarf að standa utan samkomulagsins er vanalega ekki meira en 5% af heildarverðlaunapottinum og tryggir að mótið endi á réttmætan hátt. Upphæðin sem farið er fram á að verði eftir til að spila um, ef einhver, er vanalega tiltekin í skilaboðum í mótsanddyrinu.
  6. Spilarar mega samþykkja að skila meiri pening eftir á borðinu fyrir fyrsta sæti eða önnur sæti.
  7. Það er á ábyrgð spilaranna að ákvarða heildarsamkomulagið. Ef engin umsjón er með borðinu af hálfu þjónustuliðsins okkar eru gögn úr spjallglugganum einum ekki nóg til að fullgilda samkomulag. Hinsvegar gætum við fullgilt samkomulag ef það var greinilega sammælst um það af öllum aðilum.
  8. Aðeins spilarar á lokaborðinu geta gert samkomulag um peningana, og öll samkomulög verða að ná til allra spilara sem enn eru með.
  9. Ekki er hægt að framfylgja samkomulögum nema í mótum fyrir raunverulega peninga.
  10. Spilarar mega ræða hvaða samkomulag sem þeir óska. Ef spilari óskar eftir því, þá mun starfslið okkar gefa spilurum upp tölur um ICM, fjölda spilapeninga (e. chip count) eða jöfn skipti (even split) sem möguleika á samkomulagi.
   • ICM er svokallað Independent Chip Model, aðferð sem notuð er til að reikna út eignarhlut (e. equity) hvers spilara í verðlaunapottinum sem stendur eftir miðað við stöðu spilapeninganna (e. chip count), verðlaunasæti sem á eftir að borga út (mínus þann pening sem gæti verið á borðinu) og líkindi hvers spilara til að vinna hver verðlaun sem eru eftir í mótinu. Þetta er sjálfkrafa sú aðferð sem spilurum verður boðin fyrst.
   • Chip Count (staða spilapeninga), er sú aðferð að skipta þeim verðlaunum sem á eftir að greiða út (mínus hvern þann pening sem gæti verið á borðinu) eingöngu eftir stöðu spilapeninganna hjá spilurunum.
   • Even Split, eða jöfn skipti, deilir þá þeim verðlaunum sem eru eftir (mínus hvern þann pening sem gæti verið á borðinu) jafnt á milli allra spilara.
   Allar tölur í samkomulögum sem eru gefnar upp af stafsliði okkar eru ekki lokaúrskurður fyrr en þær hafa örugglega, skýrt og greinilega verið samþykktar af öllum spilurum á spjallinu sem eiga aðild að samkomulaginu. Spilarar mega ræða aðrar útfærslur á þessum tölum ef þeir vilja; starfslið okkar mun þá endurtaka fyrir alla samkomulagið sem hefur verið samþykkt og biðja alla spilara um að staðfesta samkomulagið.
  11. Spilarar þurfa að spila til loka heads-up viðureignir á hefðbundinn hátt, óháð því hver andstæðingur þeirra er. Allt flipp (e. flipping), spilapeningasturt (e. chip dumping) eða önnur hegðun sem telst óvenjuleg leikspilun er bönnuð. Brot á þessari reglu geta kallað á refsingar sem gætu, til og með, verið útilokun af verkvangi okkar og upptaka fjármuna. Þessi regla gildir ekki um lokaviðureign í lokaviðureign heads-up móts skv. dagskrá.

  Gerð samkomulags um stig í stöðutöflu móta (e. Trounament Leader Board) eða stöðutöflustig Sit & Go er bönnuð. Ef það er gert gæti það orsakað upptöku allra veittra stöðutöflustiga hjá þeim spilurum mótsins sem komu að samkomulaginu.

9. Höfuðsfé (e. bounties)

 1. Í sumum tilgreindum mótum er peningasjóður settur til höfuðs (e. bounty) sumra eða allra þátttakenda í móti. Spilari sem slær út slíkan mótspilara vinnur peningasjóðinn.

  Það eru þrenns konar Bounty mót:

  Knockout: Fé er sett til höfuðs allra þátttakenda. Þú vinnur peningaverðlaun í hvert sinn sem þú slærð út mótspilara. Það eru líka Progressive Knockouts, þar sem sjóðurinn þér til höfuðs hækkar þegar þú slærð út spilara.

  Team Pro Bounty: Fé er sett til höfuðs öllum liðsmönnum Team PokerStars Pro sem taka þátt í mótinu.

  Fixed Bounty: Fé er sett til höfuðs tiltekins spilara í mótinu.

  Höfuðsféð er veitt þeim spilara sem vinnur tiltekinn pott þeirrar handar sem um ræðir, sem gæti verið aðalpotturinn eða einn fjölmargra hliðarpotta. Tiltekinn pottur þýðir potturinn þar sem spilarinn með féð sett sér til höfuðs hefur verið allur inni með síðustu spilapeningana sína.

  • Til dæmis:
   Daniel (100 spilapeningar), Barry (200 spilapeningar), Vanessa (400 spilapeningar), og Jake (1000 spilapeningar), eru spilandi í hönd í No-Limit móti.

   Daniel fer allur inn, og Barry, Vanessa og Jake jafna (e. call). Potturinn sem Daniel á rétt á er þekktur sem aðalpotturinn. Boð halda áfram til hliðar (e. side betting), í hliðarpotti 1.

   Barry fer allur inn og Vanessa og Jake jafna (e. call). Boð halda áfram á milli Vanessu og Jake í hliðarpotti 2.

   Vanessa fer öll inn og Jake jafnar (e. call).

   Barry sýnir bestu höndina. Hann vinnur hliðarpott 1 og aðalpottinn og slær út Daniel. Hann fær féð sem var til höfuðs Daniel.

   Jake sýnir næst bestu höndina og vinnur hliðarpott 2 og slær út Vanessu. Jake fær féð sem var sett til höfuðs Vanessu.

   Athugið að þó að Barry hafi verið með bestu höndina í heildina átti hann ekki eins marga spilapeninga og Vanessa og gat þess vegna ekki slegið hana út. Jake átti hinsvegar nógu marga spilapeninga og þess vegna vinnur hann féð sem var til höfuðs Vanessu.
 2. Í afbrigðum með skiptum potti (e. Split Pot) eins og Omaha Hi/Lo eða Stud Hi/Lo er höfuðsféð alltaf veitt hæstu höndinni. Það er af því að ekki er hægt að slá spilara út með bara lághönd (e. low hand).

 3. Ef það gerist að tveir spilarar sýna nákvæmlega eins vinningshönd og skipta þess vegna tilheyrandi potti á milli sín (eða í tilvikum af pókerafbrigðum með skiptum potti eins og er lýst í reglu 25, er skiptingin gerð á háhluta tilheyrandi potts), er hverju því höfuðsfé sem er veitt skipt jafnt á milli sigurvegaranna. Oddacent verða veitt spilurum til skiptis sem eru í fremstu stöðunum (e. early positions).

 4. Ef spilari með fé sér til höfuðs vinnur mót:

  1. Í Knockout móti fær spilarinn afhent sitt eigið höfuðsfé.
  2. Í Team Pro eða Fixed Bounty móti þar sem liðsmaður Team Pro eða Fixed Bounty spilari vinnur er höfuðsféð ekki afhent/greitt.
 5. Ef það er auglýst í móti að fé sé til höfuðs tiltekins spilara en sá spilari skráir sig ekki í mótið er ekkert höfuðsfé greitt fyrir þann spilara.

 6. Spilarar mega ekki gera samkomulag á milli sín til að slá út tiltekinn spilara til þess að tryggja sér höfuðsfé hans. Slíkt samkomulag flokkast undir samráð, og er grundvöllur að brottvísun úr móti eða öðrum refsingum. Til að fá nánari upplýsingar skaltu skoða reglur 20 og 21 að ofan, sem og síðuna okkar um bannað mótaspjall.

 Ef upp koma deilur eða ágreiningur er úrskurður stjórnenda PokerStars endanlegur.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.