Ókeypis pókerleikir á PokerStars

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin, og ef þú hefur aldrei spilað áður er ekki víst að þú viljir leggja peningana þína undir alveg strax. Þess vegna býður PokerStars upp á ókeypis leiki svo að þú getir aðeins prófað fyrst og fengið tilfinningu fyrir því hvernig leikurinn gengur fyrir sig.

Svona spilarðu ókeypis póker

Á ókeypis borðunum okkar er leikpeningur það eina sem er lagt undir og þú getur svo alltaf fengið fleiri spilapeninga ef þú klárar þína! Þúsundir spilara prófa leikpeningamótin okkar og hringleikina á hverjum degi, þar sem það er fullkomin leið til að læra leikinn og fínpússa tæknina fyrir netleikina. 

Til að komast af stað skaltu niðurhala ókeypis pókerhugbúnaðinum okkar og stofna nýjan PokerStars reikning núna - það tekur bara örfáar mínútur. Veldu þér notandanafn (e. User ID - sem verður gælunafnið þitt við borðin), og veldu svo lykilorð og staðfestu tölvupóstfangið þitt. Þegar skráningunni þinni er lokið færðu sýndarleikpeninga til að spila með í ókeypis leikjunum okkar. 

Það eru tvær megintegundir af pókerleikjum á netinu: hringleikir og mót. Hringleikir (e. ring games) eru sígilda útgáfan af leiknum sem hægt er að setjast í, og fara úr, á hvaða tíma sem er. Spilarar geta valið hve mikið af sýndar eða raunverulegum fjármunum - kallað höfuðstóllinn eða bókin - þeir vilja taka með á borðið, og þeim er velkomið að fylla á eða kaupa sig inn aftur ef þeir tapa spilapeningunum sínum (og eiga meira til vara). Mót hefjast á tilteknum tíma, eða þegar tiltekinn fjöldi spilara hefur skráð sig, og yfirleitt þarf að kaupa sig inn í eitt sinn til að spila. Spilarar sem tapa öllum spilapeningunum sínum í móti eru slegnir úr leik, þar til aðeins einn sigurvegari stendur eftir. Sameiginlegum verðlaunapotti sem er myndaður úr innkaupum allra spilaranna er skipt á milli spilaranna sem haldast lengst inni í móti, þar sem sigurvegarinn fær svo bróðurpart verðlaunanna. 

Til að prófa ókeypis leikina okkar þarftu að opna hugbúnað PokerStars, fara í aðalanddyrið og smella á Play Money (Leikpeningar) hnappinn. Svo velurðu bara hvaða leik þú vilt spila. Ef leikspilapeningarnir þínir klárast sestu bara við hringleiksborð og þá færðu ókeypis áfyllingu.

Raunpeningar og leikpeningar

Það eru fjölmargir möguleikar og leikir í boði á PokerStars þegar spilað er með leikpeninga, og þegar þú vilt svo spila fyrir raunverulega peninga geturðu lagt inn fjármuni á reikninginn þinn og nýtt þér tilboðið okkar um bónus fyrir fyrsta innlegg. Til að sjá stöðuna þína hverju sinni, bæði í raunpeningum og leikpeningum, smellirðu bara á Cashier hnappinn í aðalanddyri PokerStars biðlarans. 

Við bjóðum eftirfarandi leiki og útgáfur í pókersalnum okkar bæði ókeypis og fyrir raunverulega peninga:

Þegar þú hefur svo kynnt þér hvernig leikirnir ganga fyrir sig geturðu líka prófað hraðfleygu Zoom borðin okkar, sem eru í boði bæði í leik- og raunpeningaútgáfum. 

Með því að spila  á leikpeningaborðunum okkar muntu fljótt fá tilfinninguna fyrir öllu því sem PokerStars hefur upp á að bjóða, þar sem flest það sem við erum með í boði á venjulegu borðunum er líka í boði á ókeypis borðunum okkar.

Ókeypis peningur í daglegum pókerfrímótum

Fyrir utan ókeypis pókerleikina okkar bjóðum við þér líka tækifæri á að vinna pening ókeypis í einhverju þeirra fjölmörgu frímóta sem rúlla á hverjum degi. Skráðu þig í þessi frímót og þá áttu möguleika á að fá raunverulega peninga í verðlaun, beint inn á reikninginn þinn - og það er allt í boði okkar. Til að finna frímótin ferðu í Tournaments flipann í hugbúnaði PokerStars og velur þar Freeroll undir Buy-in síunni. 

Eftir að þú hefur kynnt þér spilahugbúnaðinn og pókerleikina ferðu að verða klár í að reyna þig í leikjum fyrir raunverulega peninga. Þú niðurhalar bara ókeypis hugbúnaðinum okkar og byrjar að fínpússa hæfileikana. Það byrjar nýr leikur á hverri einustu sekúndu á PokerStars, þannig að þú þarft aldrei að spila annars staðar. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar um ókeypis leiki á PokerStars skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustudeildina okkar í support@pokerstars.com.

Ertu nýr spilari?
Halaðu niður ókeypis pókerhugbúnaðinum

Þú hleður bara niður ókeypis hugbúnaði PokerStars og byrjar að spila. Það er einfalt að niðurhala hugbúnaðinum.

Play Poker

Lærðu hvernig á að hala niður hugbúnaðinum