8-Game Mix

Blandaðir pókerleikir eru orðnir mjög vinsælir undanfarin ár, sérstaklega síðan $50.000 meistaramótsviðburður í H.O.R.S.E. var kynntur til leiks í World Series. 8-Game Mix hjá okkur gefur þér tækifæri til að spila eftirfarandi blöndu ólíkra pókerleikja:

T - Limit 2-7 Triple Draw
H- Limit Hold’em
O - Limit Omaha Eight or Better (Hi/Lo)
R - Razz
S - Limit Seven Card Stud
E - Limit Stud Eight or Better (Hi/Lo)
H - No Limit Hold’em
A - Pot Limit Omaha

Leikspilun

PokerStars 8-Game Mix er spilaður með sex spilurum, þar sem leikurinn breytist á sex handa fresti (eða á hverju þrepi (e. level) í móti). Fyrstu sex hendurnar eru Limit 2-7 Triple Draw, svo er Limit Hold‘em næst og svo framvegis. Þegar síðustu höndinni í Pot Limit Omaha lýkur færist ferlið aftur að Limit 2-7 Triple Draw og byrjar aftur að rúlla hringinn. Leikurinn sem er verið að spila þá stundina er sýndur efst í borðglugganum, ásamt því hversu margar hendur hafi verið spilaðar fram að því.

8-Game Mix hjá okkur er öðruvísi en aðrir blandaðir leikir eins og H.O.R.S.E. því hann inniheldur umferðir af No Limit Hold’em og Pot Limit Omaha, á meðan flestir aðrir blandaðir leikir eru aðeins spilaðir sem leikir með takmarki (e. limit games). Þegar leikurinn skiptir í No Limit og Pot Limit hlutann, lækkar blindfé og forfé (e. blinds/antes) til samræmis til að tryggja að það sem er lagt undir sé í jafnvægi.

Lærðu að spila 8-Game ókeypis

Ef þú þekkir ekki 8-Game Mix pókerleiki mælum við með því að þú prófir þá fyrst, til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þeir spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum á PokerStars, svo þú getir fínpússað hæfileikana áður en þú byrjar að spila raunpeningapóker.

Þú getur horft á 8 Game Mix á PokerStars.tv og skoðað síðuna um pókerleiki til að kynna þér hvern leik fyrir sig nánar.

Að lokum, ef þig langar til að spila önnur afbrigði af blönduðum leikjum mælum við með að þú kíkir á H.O.R.S.E. hjá okkur, aðra blöndu af vinsælum pókerleikjum, eða á Hold’em/Omaha leikina okkar. Þessir blönduðu leikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn vinsæla Texas Hold’em leik og þeir eru einnig í boði undir hlutanum um pókermót hjá okkur.

Til viðbótar við 8-Game Mix bjóðum við líka upp á mörg önnur pókerafbrigði. Skoðaðu síðuna okkar um pókerleiki til að kynna þér málið.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um 8-Game á PokerStars skaltu hafa samband við þjónustuborð.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.