8-Game Mix

Blandaðir pókerleikir eru orðnir mjög vinsælir á seinni árum, sérstaklega eftir að 50.000$ Meistaramót í H.O.R.S.E. fór í loftið, en það er viðburður innan World Series. Hjá okkur þá gefa 8-Game Mix leikirnir þér tækifæri á að spila eftirfarandi pókerleiki í sama spilinu:

T - Limit 2-7 Triple Draw
H - Limit Hold’em
O - Limit Omaha Eight or Better (Hi/Lo)
R - Razz
S - Limit Seven Card Stud
E - Limit Stud Eight or Better (Hi/Lo)
H - No Limit Hold’em
A - Pot Limit Omaha

Eight Game

Leikurinn

8-Game Mix á PokerStars er spilaður milli sex spilara og leikurinn breytist eftir sjöttu hverja hönd (eða með hækkandi stigi í mótapóker). Fyrstu sex hendurnar eru Takmarks 2-7 Triple Draw, svo kemur Hold‘em og svo nýr leikur, koll af kolli. Þegar síðustu höndinni í Pott-takmarks Omaha er lokið er aftur byrjað á Takmarks 2-7 og svoleiðis er haldið áfram á milli leikja. Sá leikur sem er í gangi hverju sinni er merktur efst í borðsglugganum, ásamt því hversu margar hendur hafa verið spilaðar hverju sinni í þeim leik.

8-Game Mix leikurinn hjá okkur er ólíkur öðrum blönduðum leikjum, eins og t.d. H.O.R.S.E., því hann inniheldur lotur af Án-takmarks Hold‘em og Pott-takmarks Omaha á meðan flestir blandaðir leikir eru spilaður nær eingöngu með takmörkum. Þegar leikurinn skiptist yfir í Án-takamarks og Pott-takmarks hlutann þá lækka blindir og forskotin (e. ante) í réttum hlutföllum til þess að tryggja að bitarnir (e. stakes) haldist í jafnvægi.

Lærðu ókeypis hvernig þú spilar 8-Game

Ef þú þekkir ekki til 8-Game Mix pókerleiksins þá mælum við með því að þú prófir leikinn fyrst, til að fá tilfinningu fyrir hvernig hann spilast. Þér er alltaf velkomið að spila á ókeypis pókerborðunum okkar á PokerStars og skerpa á pókerhæfileikunum þannig, áður en þú skellir þér í að spila póker um raunverulega peninga.

8-Game Mix á PokerStars er gríðarvinsæll meðal meðlima í Team PokerStars Pro – og í myndskeiðinu hérna niðri þá ræðir Daniel Negreanu þetta spilaafbrigði og gefur góð ráð og leiðbeiningar.

Horfa á 8 Game Mix á PokerStars.tv

Skoðaðu síðuna um pókerleiki til að fræðast enn meira um hvern og einn leik fyrir sig.

Að lokum, ef þú hefur áhuga á að spila önnur pókerafbrigði, þá mælum við með að þú kíkir á H.O.R.S.E. mix,annan vinsælan blandaðan pókerleik, eða á Hold’em/Omaha leikina. Þessir blönduðu leikir eru skemmtileg tilbreyting við hinn vinsæla Texas Hold’em leik, en þú finnur þá alla líka undir pókermótunum okkar.

Síður um aðra pókerleiki

Við bjóðum einnig eftirfarandi leiki:

Þú gætir líka haft áhuga á að skoða síður sem fjalla almennt um pókersalinn. Þar finnur þú upplýsingar um eftirfarandi viðfangsefni:

Ef þú hefur einhverjar spurningar um 8-Game leiki á PokerStars, þá skaltu vinsamlegast senda okkur tölvupóst á support@pokerstars.com.

Röðun handa

Hand Rankings

Sjáðu allt um hvernig ólíkar hendur raðast í styrkleikaröð í Texas Hold'em, Omaha og fleiri leikjum.

Um pókerleiki

faq games

Algengar spurningar og svör um hvernig er að spila póker á PokerStars.

Pókerorðabók

Dictionary

Pókerorðabókin er þitt uppflettirit um pókerhugtök og annan orðaforða í póker.

Þjónustuborð

Support

Þjónustuliðið er þér innan handar allan sólarhringinn og svarar öllum spurningum sem þú gætir haft sem ekki eru á listunum.

Spilað með raunpeningum

Chip Stack

Leggðu inn þitt fyrsta innlegg í alvöru peningum og byrjaðu að spila á PokerStars. Innlegg eru fljót og örugg.