pokercasinosports

Reglur í netpóker

Á síðunni okkar finnurðu alla vinsælustu pókerleiki heims, þar á meðal Texas Hold’em, Omaha og marga fleiri.

Hvernig vinnurðu?

Vanalega er sigurvegarinn í hverri pókerhönd sá spilari sem heldur á hæstu höndinni samkvæmt handaröðun þegar öll spilin eru sýnd í lok hverrar handar – kallað „hólmurinn“ (e. showdown) – eða spilarinn sem setur út síðasta ójafnaða boðið (e. last uncalled bet) og vinnur því þannig án þess að þurfa að fara alla leið á hólminn.

Ekki viss hvort litur (e. flush) vinni röð (e. straight)? Manstu ekki hvernig á að mynda fullt hús (e. full house)? Þú finnur allar upplýsingar sem þú þarft að vita um handaröðun í töflunni hér fyrir neðan (smelltu hér til að skoða nánar). Sterkustu hendurnar eru í efstu röðinni, frá vinstri til hægri, þar sem veikasta mögulega höndin er svo einfaldlega hátt spil.

Konungleg litaröð

Konungleg litaröð
Litaröð

Litaröð
Ferna

Ferna
 
Fullt hús

Fullt hús
Litur

Litur
Röð

Röð
 
Þrenna

Þrenna
Tvö pör

Tvö pör
Eitt par

Eitt par
 
Hæsta spil

Hæsta spil
 

Komist af stað

Pókerleikir eru almennt með þvingað boð/skylduboð (e. forced bet, eins og stórt blindfé og lítið blindfé (e. Big Blind, Small Blind) í Hold’em og Omaha. Þessi skylduboð mynda svo byrjunarpottinum í pókerhönd, sem fyrstu ástæðuna fyrir því að spilarar verði að vinna höndina. Aðgerðir sem gerast eftir upphaflegu boðloturnar (e. betting rounds) stækka svo pottinn.

Spil gefin og boðlotur

Eftir að upphaflegu spilin eru gefin, eiga spilarar almennt að gera í röð hver á eftir öðrum, réttsælis eftir borðinu.

Hver spilari getur vanalega gert eitt af eftirfarandi þegar röðin kemur að honum að gera:

  • Skoða (e. Check) – Að skoða er að hafna möguleikanum á að opna fyrir boð (e. betting). Spilarar geta aðeins skoðað þegar það hafa engin boð komið út í lotunni fram að því og þegar er skoðað, færist sögnin réttsælis til næsta aðila sem er með í höndinni. Ef allir spilarar sem eru með ákveða að skoða, halda þeir áfram að vera með í höndinni og lotunni telst lokið.
  • Boð (e. Bet) – Spilarar geta boðið ef engir aðrir spilarar hafa boðið á meðan lotan stendur yfir. Eftir að einhver hefur boðið verða aðrir spilarar að kalla/jafna (e. call) með því að jafna boðsupphæðina, til að fá að vera áfram með í höndinni.
  • Pakka (e. Fold) – Spilarar sem pakka gefa frá sér spilin sín og geta ekki unnið eða gert í yfirstandandi hönd.
  • Kalla/jafna (e. Call) – Spilarar geta kallað ef aðrir spilarar hafa boðið í yfirstandandi lotu; þetta felur í sér að spilarinn sem kallar verður að jafna hæsta boðið sem hefur verið sett út í borðið.
  • Hækka (e. Raise) – Spilarar geta hækkað ef aðrir spilarar hafa boðið í yfirstandandi lotu; Þetta felur í sér að spilari sem hækkar þarf að jafna hæsta boð sem hefur verið sett út og leggja líka út annað hærra. Allir spilarar sem gera svo á eftir þurfa að jafna hækkunina eða hækka aftur (endurhækkun - e. re-raise) til að halda áfram að vera með í höndinni.

Mismunandi afbrigði af póker eru með mismunandi boðlotur. Texas Hold‘em og Omaha eru tveir vinsælustu pókerleikir heims og eru með nákvæmlega eins uppbyggðar boðlotur, með fjórum boðlotum sem kallast fyrir floppið (e. pre-flop), floppið (e. the flop), fléttan (e. the turn) og fljótið (e. the river).

Boðlotan fyrir floppið hefst um leið og allir spilarar hafa fengið holuspilin sín (e. hole cards), áður en sameignarspil (e. community cards) hafa verið gefin; boð á floppinu fara fram eftir að fyrstu þrjú sameignarspilin eru gefin; á fléttunni eftir fjórða sameignarspilið; og á fljótinu eftir fimmta og síðasta sameignarspilið.

Í hverri boðlotu halda boðin áfram þar til allir spilarar hafa annað hvort jafnað boð sem hafa verið lögð út eða pakkað (ef engin boð eru sett út er lotunni lokið þegar allir spilarar hafa skoðað). Þegar boðlotunni er lokið byrjar næsta gjöf/boðlota, eða höndinni lýkur.

Hér er dæmi um hönd í Texas Hold'em eftir að öll spilin hafa verið gefin. Eins og þú sérð geta spilarar notað hvert sem er af sínum holuspilum með einhverjum af sameignarspilunum fimm til þess að mynda bestu fimm spila höndina - í þessu tilfelli geturðu notað bæði holuspilin þín og þrjú af sameignarspilunum til að mynda röð.

Table
  1. Holuspil mótspilarans þíns
  2. Community Cards (Sameignarspil)
  3. Holuspilin þín

Showdown (Hólmurinn)

Eftir að síðasta boð eða hækkun hefur verið jöfnuð í síðustu boðlotunni er komið á hólminn; spilarar sem enn eru með verða að sýna eða „lýsa yfir“ hönd og spilarinn (spilararnir) með sterkustu höndina vinnur (vinna) pottinn.

Spilarar sýna oft hendurnar sínar í tiltekinni röð, frekar en allir á sama tíma. Margir spilarar geta deilt með sér einum potti, þar sem pottinum er þá skipt samkvæmt reglum leiksins og eftir styrkleikaröð handa spilarans miðað við hendur mótspilaranna.

Boðtakmörk (e. betting limits)

Boðtakmörk eiga við um upphæðir sem spilarar mega opna með og hækka um. Almennt eru pókerleikir af einni af eftirfarandi gerðum; án takmarks (e. no limit), pottatakmark (e. pot limit) eða fastatakmark (e fixed limit).

  • Án takmarks – í pókerleikjum án takmarks á uppbyggingu boða (e. betting structure), getur hver spilari boðið eða hækkað um hvaða upphæð sem er upp að og að meðtöldum öllum staflanum sínum (heildarfjöldi spilapeninga sem hann á) þegar kemur að honum að gera.
  • Pottatakmark – í pókerleikjum með uppbyggingu boða eftir pottatakmarki getur hver spilari boðið eða hækkað um hvaða upphæð sem er upp að og að meðtaldri heildarupphæðinni sem er í pottinum á þeirri stundu.
  • Fastatakmark – í pókerleikjum með uppbyggingu boða með fastatakmarki getur hver spilari valið að jafna, bjóða eða hækka, en þá aðeins um fasta upphæð. Fasta upphæðin fyrir allar tilteknar boðlotur er ákvörðuð fyrir fram.

Fyrir leiki án takmarks (e. No Limit) og með pottatakmarki (e. Pot Limit) tilgreinir „Stakes“-dálkurinn (bitastærðir/upphæðir) í anddyri PokerStars litla blindféð og stóra blindféð fyrir þann leik, en í blönduðum leikjum (e. Mixed Games) eru bitastærðirnar sem eru tilteknar í anddyrinu boðupphæðirnar fyrir leiki með takmarki (e. Limit games); í umferðum með pottatakmarki og án takmarks er blindfé yfirleitt helmingurinn af blindfénu í leikjum með takmarki.

Borðbitar og allt inn (e. Table Stakes, All-in)

Þú hefur kannski séð pókeratriði í sjónvarpinu eða bíómynd þar sem spilari situr andspænis boði sem inniheldur fleiri spilapeninga en hann á við borðið og hann þarf að leggja undir úrið sitt eða eitthvað annað sem hann á til þess að halda áfram að vera með í höndinni. Þetta er aldeilis dramatískt en er almennt ekki sú leið sem póker er spilaður eftir í raunveruleikanum!

Allir leikir á síðunni okkar eru spilaðir miðað við „borðbita/borðhúf“, sem þýðir að aðeins spilapeningar sem eru með í leik í upphafi hverrar handar geta verið notaðir á meðan höndin er spilið. Reglan um borðhúf tiltekur líka leikþátt sem kallast „allt inn“, þar sem kemur fram að ekki er hægt að þvinga spilara til að gefast upp á hönd vegna þess að spilarinn á ekki næga spilapeninga til að kalla/jafna boð.

Spilari sem á ekki nægilega mikið af spilapeningum til að jafna boð telst vera með allt inni. Spilarinn á þá rétt á hluta pottins upp því sem nægir fyrir því síðasta sem hann lagði undir. Allt sem gerist milli spilara eftir þetta fer fram í síðupotti/hliðarpotti (e. side pot), sem spilarinn sem er með allt inni á ekki möguleika á að vinna. Ef fleiri en einn spilari setur allt inn á meðan hönd stendur yfir gæti orðið til fleiri en einn hliðarpottur.

Nú eru reglurnar komnar á hreint, svo hvað er að stoppa þig? Halaðu niður og spilaðu!